Morgunblaðið - 06.10.1982, Side 7

Morgunblaðið - 06.10.1982, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 1982 7 Ég þakka bömum mínum, bamabörnum og öllum vin- um og ættingjum fyrir ógleymanlegan dag á 90 ára afmæli mínu, þann 25. september. Guð blessi ykkur ölL Sesselja G. Sveinsdóttir, Hrafnistu. Alúðarþakkir til allra þeirra sem sýndu vináttu sína með blómum, skeytum og gjöfum í tilefni guUbrúð- kaupsafmœlis okkar. , ■ Guð blessi ykkur öU. Agnes og Ingi. Listasafn Einars Jónssonar hefur látið gera afsteypur af lágmynd Einars Jónssonar, Konungurinn í Thule, sem hann gerði áriö 1928. Myndin verður til sölu í Listasafni Einars Jónssonar frá og meö miðvikudeginum 6. okt. til og með föstu- deginum 8. okt. kl. 16—19. Þar sem eintakafjöldi er mjög takmarkaður, hefur stjórn safnsins ákveöið, aö hver kaupandi eigi þess kost aö kaupa eina mynd. Listasafn Einars Jónssonar. SUðRNUNARFRIEflSLA Ríkisstjórnin og flugstöðv- arféö Kftirfarandi yfirlýsing Svavars (íostssonar, for- manns Alþýðubandalags- ins og félagsmálaráðherra, birtist á forsíðu Þjóðviljans í gær: „Akvörðun Bandarikja- stjórnar um að knýja það fram á Bandaríkjaþingi að framlag til íslenskrar flugstöðvar verði framlengt til 1. október á næsta ári er að mínu mati gróf íhlutun í innanríkismál okkar. Það hefur komið fram að Bandaríkjaþing hafnaði öllum framlengingarbeiðn- um öðrum af svipuðu tagi, en dollaraframlagið til Is- lands var tekið út úr m.a. vegna þrýstings frá banda- riska sendiherranum á ís- landi. Ég tel að með þessu sé sendiherrann og Banda- ríkjastjórn að beita sér fyrir því að fella og splundra ríkisstjórn á ís- landi. Bandarísk stjórnvöld hafa að visu oft gert sig sek um slíkt athæfi með opinskárri hætti annars staðar i heiminum, en engu að síður er óhjákvæmilegt að vekja athygli á því þegar þau fara út úr farvegi eðli- legra ríkisstjórnarsam- skipta og beita sér í flokka- pólitíkinni á íslandi." I«essi yfirlýsing Svavars Gestssonar er sú stefna sem alþýðubandalagsmenn ætla nú að taka upp í flugstöðvarmálinu: Það er allt ríkisstjórn Bandaríkj- anna að kenna. En er mál- ið svo einfalt? Var það ekki Ólafur Jóhannesson, utanríkisráðherra íslands, sem lýsti því yfir strax eftir að Svavar Gestsson hafði beitt ncitunarvaldinu gegn flugstöðinni í ríkisstjórn- inni 8. september, að nú yrði farið fram á framleng- ingu við Bandaríkjaþing? Var það ekki Svavar Gestsson sem bjó til þá stöðu i þessu máli, að Bandaríkjastjórn varö ann- að hvort að segja já við Al- þýöubandalagið og fella niður fjárveitinguna eða við Kramsóknarflokkinn og framlengja hana? Það voru alþýðubandaiags- menn sem klæddu ráð- herra íslands í tötra beiningamannsins i við- ræðum við Bandaríkja- stjórn. Atlaga Svavars GesLssonar að Bandaríkja- stjórn og sendiherra Bandaríkjanna á íslandi stafar af hinni alkunnu áráttu kommúnista að skella skuldinni á aðra. Ríklsstjórn íslands þar sem Svavar Gestsson á sæti ber ein alla ábyrgð á framgangi flugstöðvar- málsins og betliferðinni til Washington. Samkeppni nauðsynleg? Á laugardaginn var frá þvi skýrt hér í blaðinu, að Svavar og flugstöðin Auðvelt er að færa aö því rök, aö þaö var brölt Alþýöubandalagsins sem leiddi til þess aö sú staöa myndaöist aö ríkisstjórn Islands varö aö bregöa sér í gervi betlara og ganga á fund bandarískra stjórnvalda vegna flugstöðvarfjárins, sem Svavar Gestsson, formaöur Alþýðubandalagsins, kallar raunar „hagsmunaféö“. Nú hefur niðurstaöa fengist í þessu máli, sem er á þann veg, aö staöa þess hefur ekki breyst Islendingum í óhag. Þá rýkur Svavar Gestsson upp og „kennir“ Bandaríkja- stjórn um allt saman. Um nýjustu yfirlýs- ingu Svavars er fjallaö í Staksteinum í dag og einnig fréttir útvarpsins af afgreiöslu Bandaríkjaþings. dcildir Bandaríkjaþings hefðu á þriðjudag og mið- vikudag í síðustu viku sam- þykkt að framlengja gild- istíma fjárveitingarinnar til nýrrar flugstöðvar á Kefla- víkurflugvelli um eitt ár. Frá þessu sama var svo skýrt í kvöldfréttatíma út- varpsins á mánudagskvöld- ið án þess að getið væri um dagsctningar á samþykki þingdeildanna, enda skipta þær í sjálfu sér engu höfuð- máli. Kréttamaður útvarpsins í Washington, Helgi Pét- ursson, fluiti á laugar- dagskvöldið erindi, sem vakið hefur þó nokkra at- hygli. Svarthöfði Dagblaðs- ins og Vísis segir á mánu- dag, að Helgi hafi talið það „hina mestu ósvinnu að létta einokuninni af út- varpsrekstri". Tilviljun hef- ur vafalaust ráðið því að erindið var flutt í útvarpið daginn eftir að útvarps- laganefnd kynnti þá niður- stöðu sína, að afnema beri einkarétt ríkisins á út- varpsrekstri. Hitt er Ijóst, að öll viðbrögð starfs- manna útvarps og sjón- varps eftir að þessi niður- staða var birt eru á þann veg að þeir vilja hlut stofn- unar „sinnar" sem mestan og telja hið versta í tillög- um útvarpslaganefndarinn- ar, að ríkisútvarpið sitji ekki eitt að öllum aug- lýsingatekjum á starfssviði útvarps og sjónvarps. Með hliðsjón af erindi liclga Péturssonar, niður- stöðu hans og starfa fyrir fréttastofu ríkisútvarpsins i Washington, má varpa eft- irfarandi fram til umhugs- unar: Hefði fréttastofa út- varpsins greint fyrr frá því en á mánudagskvöldið, að Bandaríkjaþing hefði sam- þykkt beiðni íslensku rikis- stjórnarinnar um fram- lengingu á dugstöðvarfénu, ef um samkeppni hefði ver- ið að ræða á öldum Ijós- vakans? „Taumlaus sæla“ eftir Ólaf Engilbertsson ÞRIÐJA ljóðabók Ólafs Engil- bertssonar er komin út, gefin út af súrrealistahópnum Medúsu, en prentuð í Letri. í kynningu með bókinni segir að Taumlaus sæla sé „samfella ljóða, mynda og spá- mannlegra athugasemda til al- mennings“. Tekið er fram að bókin hafi verið skrifuð á Spáni veturinn 1981-1982. Tölvuval — undir- búningur og framkvæmd Tilgangur námskeiösins er aö gera þátttakendur færa um aö taka ákvaröanir varöandi undirbúning og framkvæmd tölvuvæöingar og val tölvubúnaöar fyrir eigin fyrirtæki. — Þafnast fyrirtækiö tölvu? — Hvaö á aö tölvuvæöa? — Hvenær er rétti tíminn til aö tölvuvæöast? — Meö hvaöa búnaöi á aö tölvu- væöa? Efni: Fjallaö verður um alla verk- þætti tölvuvæöingar frá undirbún- ingi til vals tölvubúnaöar. Auk þess veröur fjallaö sérstaklega um áhrif tölvuvæöingar á stjórnskipulag og starfsfólk fyrirtækisins. Námskeiöiö er ætlaö framkvæmda- stjórum og öörum jjeim stjórnend- um sem taka þátt í ákvöröunum um tölvuvæöingu og val tölvubúnaöar. Gert er ráö fyrir aö þátttakendur þekki helstu hugtök á sviöi tölvu- tækni og kerfisfræöi. Leíöbeinandi: Páll Pálsson, hagverkfræöingur. . Staöur: Síöumúli 23, 3. hæö. Tími: 11,—13. október kl. 13—18. Þátttaka tilkynnist til Stjórnunarfélagsins í síma 82930. STJðRNUNARFELAG iSLANDS SÍÐUMÚLA 23 SÍMI 82930 HLJÓMPLÖTUR - KASSETTUR Stórkostleg rýmingarsala Höfum innkallað allar okkar eldri stórar plötur og kassettur og nú á allt að seljast, því þessir titlar veröa ekki framar til sölu í verslunum. Gífurlega fjölbreytt úrval af vönduöu íslensku efni á plötum og kassettum. Kaupendur úti á landi: hringið eða skrifið eftir lista. EITT VERÐ Á ÖLLU: PLATA EÐA KASSETTA Á AÐEINS KR. 40.- 0(egu*tömUST UÖOALESTVJR 4>. SK*r>Ua *****&», E,NSÖNGUR POPMÚSIK *QO/> OPIO ALLA DAGA 9—18 SG-HLJÓMPLÖTUR ÁRMÚLA 38. SÍMI 84549

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.