Morgunblaðið - 24.10.1982, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 24.10.1982, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. OKTÓBER 1982 21 Ampahóll við Tjaldvatn — í hólnum aést móta fyrir skútanum þar sam Ampi og kona hans hugðust búa, og al grannt ar skoóað sjást i myndinni hleóslur aftir Ampa. arkrær sem hann hafði hlaðið, en þær munu nú með öllu horfnar. Það varð þó ekki langt í hokrinu hjá þeim — þau settust að um sumarið og voru þarna allt fram á jólaföstu, að þau voru sótt. Þau voru þá bæði komin með skyrbjúg og voru illa haldin eftir vistina, enda bæði orðin nokkuð gömul þegar þetta var.“ En hvað var það sem fékk þau til að setjast þarna að? „Ja, þetta voru harðindaár — þau hafa sjálfsagt ætlað að bjarg- ast þarna á silungsveiði. Svo tolldi Ampi hvergi nema þarna innfrá — hann lifði eiginlega mest á veiðum þarna alla sína ævi og kom helzt ekki til byggða nema að vetr- inum. En hann fór aldrei uppeftir aftur eftir þetta, enda dó hann fimm árum síðar." Ég spyr Óskar frekar út í veið- arnar. „Netin sem við höfðum voru úr seglgarni og voru þau riðin heima. í línuna höfðum við pundlínu og voru þetta 40 til 60 önglar á hverri — það veiddist oft ágætlega á lín- una, stundum betur en í netin. Við höfðum engvar uppistöður á þessu heldur festum það með streng upp á vatnsbakkann en notuðum steina fyrir sökkla. Það þótti gott ef hver veiðimaður veiddi uppá tvo hesta í veiðiferðinni, eða um 200 kg. Silungurinn var saltaður upp- frá. Áður var hann saltaður ofaní söltunarkrær en þegar ég byrjaði að veiða þarna var farið að nota skrínur. Söltunarkrærnar voru hlaðnar úr hellugrjóti margar saman — hver kró um 1,5 fet á lengd og hálft á breidd en dýptin eitt fet. Breitt var yfir krærnar og fór ágætlega um fiskinn í þessum geymslum." „Hver skal þar?“ „Silugunurinn var slægður og hausaður en saltið aðeins sett inn- aní hann — og ekki nema lítið því það var farið spart með saltið á þessum tíma. Silungurinn var svo saltaður aftur þegar heim kom, en þetta var ekki góður matur eftir að hann var farinn að eldast. Sér- staklega var vorsilungurinn léleg fæða — hann var alltof magur. Haustsilungurinn var hins vegar feitur og gat verið góður matur þó saltaður væri. Nei, silungurinn var sjaldan et- inn meðan á veiðunum stóð — ekki nema einu sinni eða tvisvar í hverri ferð, það var enginn tími til að standa í því að sjóða hann. Við höfðum allir með okkur soðið kjöt að heiman — það var ágætt þó að það væri orðið viku gamalt en ég skal viðurkenna að væri maður lengur á ferð var það orðið lélegur matur. Ég var einu sinni á ferð í 16 daga samfleytt — fyrst við veiðar í vötnunum en fór svo í smalamennsku þarna á eftir. Ég var alltaf með sama kjötið, sem soðið hafði verið heima áður en ég fór, og var það orðið heldur ólyst- ugur matur síðustu dagana." Hvernig fóru hlutaskiptin fram? „Það var einfaidlega skipt jafnt milli allra sem þátt tóku í veiðun- um. Aflanum var skipt í jafna kesti og vissi enginn hver myndi hreppa hvaða köst meðan skipt var — tilviljun var látin ráða því. Þegar lokið hafði verið við að skipta aflanum í kestina snéri einn okkar við þeim baki en annar benti á einhvern köstinn og spurði: „Hver skal þar?“ Nefndi hann þá nafn einhvers veiði- mannsins og hreppti sá köstinn. Þannig var tryggt að engin óánægja gæti komið upp vegna hlutaskiptanna." Þetta hafa verið slarksamar SJÁ NÆSTU SÍÐU 'V Vestfrost FPYSTIKISTUR eru DÖNSK gceóavara LÍTRAR 201 271 396 506 BREIDD cm 72 92 126 156 DYPT cm án HANDFANGS: 65 65 65 65 HÆÐ cm 85 85 85 85 FRYSTIAFKÖSTpr SÓLARHRING kg 15 23 30 30 ORKUNOTKUN pr. SÓLARHRING kWh 1,2 1,4 1.6 1,9 201 Itr. 271 Itr. 396 Itr. 506 Itr. kr. 8.090,- kr. 8.867.- kr. 10.055.- kr. 11.727.- VESTFROST frystikisturnar eru búnar hinum viðurkenndu Danfoss frysti- kerfum. Hverri VESTFROST frystikistu fylgja 1-2 geymslukörfur. Aukakörfur fáan- legar á hagstæðu veröi. VESTFROST frystikisturnar eru allar búnar sérstöku hraðf rystihólfi og einnig má læsa kistunum. Innrabyrði er úr rafgalvanhúðuðu stáli með inn- brenndu lakki. VESTFROST verksmiðjurnar í Esbjerg er ein af stærstu verksmiðjum sinnar tegundar á Norðurlöndum. j;T> ^ r' ,— Siðumúla 32 Simi 38000 Afsláttarverð vegna útlitsgalla FRÁ LISTER ÞÝSKALANDI EIGUM NÚ LISTER TIL Á LAGER: LISTER FJÁR- OG KÚAKUPPUR KÚAHAUS EDA FJÁRHAUS Á SAMA MÓTÖRINN DRYKKJARKER FYRIR SAUDFÉ OG SVÍN VORUMAD FÁ SENDINGU AFþESSUM EFTIRSPURDU DRYKKJARKERJUM 2STÆRDIR /S Véladeild M Sambandsins Ármúla 3 Reykjavík Sími 38900

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.