Morgunblaðið - 24.10.1982, Side 43

Morgunblaðið - 24.10.1982, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. OKTÓBER 1982 43 Hrappur frá Garðsauka. Glófaii 761 frá Stykkishólmi. Hrappsson frá Grenzlandbof. Gunnar frá Grenzlandhof. Þór 867 frá Kirkjubc. Glófaxi frá Sandhólaferju. Jarpur frá Sandhólaferju. Trausti frá Laugarvatni. Stígandi frá Kolkuósi, ettbókarnúmer 625. Magnús frá Grenzlandhof. Hákon frá Aegidienberg. Eldjárn frá Kröggólfsstöóum. Fróði frá Ásgeirsbrekku, ættbókarnr. 784. Stormur frá Eiríksstöóum. Blöndal 669 frá Stafholti. Blesi 803 frá Kjartansstaóakoti. Sindri frá Aegidienberg. Vöróur frá Kýrholti, sttbókarnúmer 615 sonur Þáttar 722 frá Kirkjubæ. Móðirin er frá Ártúnum, Rangár- völlum. Gunnar frá Grenzlandhof, sonur Hrapps frá Garðsauka og Brún- stjörnu frá Gegnishólum í Flóa, sem var dóttir Geysis 298 frá Stóru-Giljá, sem var sonar- og dóttursonur Jarps 152 frá Stokk- hólma í Skagafirði (Gamli-Stokk- hólmastofninn). Gunnar líkist um margt afa sínum í móðurætt og lang-afa í föðurætt, Geysi 298. Gunnar er mikils metinn af hesta- fræðingum og hátt dæmdur í Þýskladni sem kynbótahestur. Einnig er hann margfaldur sigur- vegari í ýmsum keppnisgreinum á hestaþingum. Með föður hans, Hrappi frá Garðsauka, honum sjálfum og Fylki 707 frá Flögu, sem seldur var 1975 til Svíþjóðar, en hann er einnig dóttur-sonur Geysis 294, er nú verið að rækta fram í Saarlandi í S-Þýskalandi gamla Stokkhólma-stofninn. Fylk- ir var leigður þangað frá Svíþjóð til tveggja ára 1982 og 1983. Þessi stofnræktartilraun virðist ætla að gefa mjög góða raun. Magnús frá Grenzlandhof, son- ur Hrappssonar og Varar frá Teigi í Fljótshlíð, sem er dóttir Rand- vers 358 frá Kirkjubæ, er nú af sérfræðingum talinn fegursti stóðhestur í Þýskalandi, þótt öll hestakyn þarlend séu tekin með inn í myndina. Hann er auk þess alhliða gæðingur, sem taminn var og sýndur á þessu sumri af Walter Feldmann jr. Jarpur frá Sandhólaferju, vel skapaður og góður reiðhestur und- an Hyl 721 frá Kirkjubæ og Tinnudóttur, undan Verði 615 frá Kýrholti. Vörður 615 frá Kýrholti, hinn þekkti kynbótahestur og gæðingur í eigu Walters Feldmann sen. í Aegdienberg. Mikill fjöldi reið- hrossa og kynbótahrossa er nú til í Þýskalandi undan Verði. Hákon frá Aegidienberg, sonur Varðar 615 og Flugu undan Roða 514 frá Skarði. Margir kannast við þennan glæsihest frá EM-mótinu í Hollandi 1979. Stígandi 625 frá Kolkuósi, rómaður kynbótahestur bæði hér á landi, í Sviss og í Þýskalandi, þar sem hann nú á heima. Illaða-Blakkur 859 frá Selfossi, ungur og mikils metinn kynbóta- hestur í N-Þýskalandi. Hann er undan Herði 591 og Hrönn 3541 frá Selfossi, hreinræktaður Svaða- staða-hestur. Eldjárn frá Kröggólfsstöðum (Langelandsgárden í Danmörku), fluttur út í móðurlífi, fæddur í Danmörku, notaður þar mikið til undaneldis og seldur 1977 til Þýskalands, þá 10 vetra gamall. Þekktur keppnishestur á EM- mótunum 1977 í Skiveren og 1981 í Larvik. Eldjárn er bæði sonar- og dóttursonur Harðar 591 frá Kolkuósi. Hér að framan hef ég lýst kyn- bótahestum, sem að mestu eða öllu leyti "hafa verið af Svaða- staða-stofninum — Kolkuós-lín- unni, Kirkjubæjar-línunni og af öðrum ættlínum stofnsins. Næst hér á eftir koma 5 stóð- hestar af Hornafjarðar-stofnin- um, en aðrir vel þekktir kynbóta- hestar af þeim stofni erlendis eru Gráni frá Álfhólum (Sviss), Styggur frá Álfhólum (Danmörk og Svíþjóð), Mósi 632 frá Álfhól- um, Skotti 642 frá Hesti (Austur- ríki), Gáski 915 frá Gullberastöð- um (Austurríki), Loki 814 frá Hesti. Myndir hef ég ekki tiltækar af þessum hestum og mörgum fleiri áhrifamiklum kynbótahest- um í Þýskalandi og á meginland- inu. Fengur 855 frá Laugarvatni, undan Þokka 664 frá Bóndhól og Freyju, dóttur Skugga 201 frá Bjarnanesi. Fengur er nokkuð hreinræktaður Hornfirðingur, skörungur og gæðingur, sem var hér í eigu Bjarna Þorkelssonar á Laugarvatni, seldur til Frakk- lands 1981, var veikur eftir að hann kom þangað, sennilega af lifrarbólgu, og i slæmu standi. Það átti að farga honum eða að gelda hann, ef lifði, en heilsu hans var bjargað, og mér hefur tekist að bjarga honum frá geldingu, og mun hann koma inn í Horna- fjarðar-stofnræktina á megin- landinu. Glófaxi 761 frá Stykkishólmi, dóttur-sonur Nökkva 260 frá Hólmi, en móðirin er hin fræga kynbótahryssa Þota 3201 frá Innra-Leiti á Skógarströnd, Snæf. Hesturinn var fyrst í Þýskalandi én er nú í Austurríki. Trausti frá Laugarvatni, undan Goða 636 frá Laugarvatni hefur blandaða arfgerð, en er sonar- sonur Svips 385 frá Laugalandi. Fróði 784 frá Asgeirsbrekku er undan hrein-hornfirskri hryssu — Blökk 3061 frá Kyljuholti, og Lýs- ingi 409 frá Voðmúlastöðum. Menn muna hann undir Ragnari Hinrikssyni sem sigurvegara á EM-mótinu í Hollandi 1979. Stormur frá Eiríksstöðum, glæsihesturinn af Geitaskarðs- stofninum (Eiríksstaða-línunni) var seldur til Þýskalands 1964 og þaðan til Sviss. Út af honum er mikill afkvæmafjöldi í Þýskalandi og Sviss. Blöndal 669 frá Stafholti, undan Blesa 598 frá Skáney og Lýsu 3185 frá Hafþórsstöðum. Fagur reið- hestur í eigu V. Ledermanns við Hamborg. Mikið notaður til und- aneldis í N-Þýskalandi. Blesi 803 frá Kjartansstaðakoti, hálfbróðir Hrafns 802 frá Holts- múla, en faðir þeirra, Snæfaxi 663 frá Mælifelli (Páfastöðum), var seldur til Svíþjóðar árið 1969. Hér er um mikið hestaval að ræða, þar sem myndir og upplýs- ingar tala skýru máli um fegurð og eðliskosti. Við getum verið stolt af þessum löndum okkar erlendis," sagði Gunnar að lokum. — AH

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.