Morgunblaðið - 24.10.1982, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 24.10.1982, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. OKTÓBER 1982 35 „Að ná 50. sœti væri ágætur árangur“ Spjallað við Birgi Bragason og Magnús Arnarson, sem taka þátt í rallkeppni á Ítalíu um helgina UM ÞESSA helgi taka rallkapparnir, Birgir Þór Bragason og Magnús Arnarsson þátt í rallkeppni, sem fram fer á Ítalíu. Nefnist rallið 100.000 Tabucchi og er liður í Ítalíu- og Evrópumeistarakeppninni í rallakstri. Birgir og Magnús munu aka Opel Kadett, sem einn ítölsku rallaranna er keppti í Ljóma-rallinu rekur. Þeir félagar verða aðrir ís- lenskra rallökumanna til þess að keppa á erlendri grund, en bræðurnir Ómar og Jón Ragnarssynir tóku þátt í al- þjóðlegri keppni í Svíþjóð á sl. ári. Þeir kumpánar Birgir Þór Bragason og Magnús Arnarsson keppa í Tabucchi-rallkeppninni, sem fram fer á Ítalíu um helgina. Morgunblaðið spjallaði við Birgi og Magnús áður en þeir héldu utan, en með þeim í för- inni var Maríanna Friðjónsdótt- ir, eiginkona Birgis. „Keppnin er 7—800 km löng, 150 keppnisbílar eru skráðir og þar á meðal verksmiðjurallbílar eins og Audi Quattro, Renault 5 Turbo og Lancia Stratos. Við eigum ágæta möguleika á að spjara okkur í þeim flokki, sem keppnisbíll okkar verður í. Það er 150 hestafla Opel Kadett, sem tók þátt í Ljóma-rallinu í sumar. Hann er lítið útbúinn miðað við flesta bílana, sem í þessu ralli verða, en búast má við að nokkr- ir af bestu ökumönnum Evrópu verði með í rallinu," sagði Birgir. „Aðsóknin í þessa keppni er gíf- urleg og færri komast að en vilja. Rallið fer fram á mjög þröngum og krókóttum vegum Alpafjalla, en ekið verður um landamæri Frakklands, Sviss og Italíu," bætti Maríanna við. „Sérleiðahlutfall vitum við ekki, en 60% rallsins verður á malbiki og 40% ekið á malarvegum. 50. sæti yrði ágætur árangur miðað við bílinn sem við keyrum, því meirihluti keppenda eru vanir rallökumenn, en ekki græningjar eins og við,“ sagði Birgir. Magn- ús kvað fróðlegt verða að fylgj- ast með skipulagi keppninnar og fá samanburð við íslenskar að- stæður. „Það er líklega draumur allra íslenskra rallökumanna að komast í keppni erlendis. Við fáum frítt fæði og húsnæði hjá Bræðurnir Ómar og Jón Ragnarssynir riðu á vaðið er þeir voru fyrstir íslendinga til þess að keppa í rallakstri á erlendum vettvangi. Myndin er tekin í Svíþjóðarrallinu þar sem þeir bræður stóðu sig allvel. Keppinautar Birgis og Magnúsar eru ekki af verri endanum, t.d. öku- menn á verksmiðjurallbílum sem þessum Audi Quattro. Ljósm. Mbl. GunnlauRur R. ítölunum, sem kepptu í Ljóma- rallinu í sumar. Við raunum reyna að nýta þá visku og reynslu, sem við höfum í sam- bandi við bilanir, á bílum í keppninni," sagði Birgir hlæj- andi. Birgir og Magnús eru báðir alvanir því að falla úr keppni vegna bilana, nú síðast í nýloknu Varta-rallinu, þegar Skoda 130 RS bíll þeirra bilaði fljótlega. „Tabucchi-rallið er þannig skipulagt að keppendur fá að skoða leiðina áður og punkta hjá sér minnisatriði ef nauðsyn krefur," sagði Magnús. „Komum við m.a. af þeim sökum reynsl- unni ríkari heim aftur." Birgir sagði að lokum að öryggið yrði í fyrirrúmi í akstrinum, eins og venjulega. Búast má við að þeir félagar standi sig vel miðað við aðstæður. Birgir er mjög metn- aðargjarn sem ökumaður og gæti það komið þeim til góða. Það setur engu að síður stórt strik í reikninginn að rúmur helmingur rallsins fer fram á malbiki, en Birgir er óvanur að keppa í rallakstri við slíkar aðstæður. Hinsvegar gæti hann komið á óvart og skotið mörgum betur búnum bílum ref fyrir rass á malarvegunum, enda alvanur þeim hér heima. G.R. radauglýsingar — raðauglýsingar — raöauglýsingar ^ÉFélaassturí; Félag sjálfstæðismanna í Hlíða- og Holtahverfi heldur aóalfund mánudaginn 25. október kl. 20.00 i Valhöll Háaleitisbraut 1. Dagskra: Venjuleg aóalfundarstörf. Lagabreytingar. Önnur mál. Gestur fundarins verður prófessor Jónas Elíasson. Týr Kópavogur Aðalfundur Týs, félags ungra sjálfstæölsmanna í Kópavogi, veröur haldinn fimmtudaginn 28.10. 1982 i Sjálfstæóishúsinu í Kópavogi aö Hamraborg 1, 3. haeö og hefst kl. 20.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aöalfundarstörf. 2. Önnur mál. Stjórnín. Selja- og Skógahverfi Aöalfundur Félags sjálfstæöismanna í Selja- og Skógahverfl veröur haldinn miövikudaginn 27. október kl. 20.30 að Seljabraut 54. Venjuleg aöalfundarstörf. Stjórnln. Reykjaneskjördæmi Fundur verður í kjörnefnd kjördæmisráös Sjálfstæðisflokksins f Reykjaneskjördæmi, þriöjudaginn 25. október 1982, í Sjálfstæöishus- inu, Hafnarfiröi, og hefst kl. 21.00. Formaóur. Félag sjálfstæðismanna í vestur- og miðbæjarhverfi heldur aöalfund fimmtudaglnn. 28 okt. kl. 18.00 f Valhöll, Háaleitis- braut 1. Dagskrá: Venjuleg aöalfundarstörf Lagabreytingar Önnur mál. Stjórnin Félag sjálfstæðismanna í Smáíbúöa-, Bústaða- og Fossvogshverfi heldur aðalfund, þriójudaginn 26. okt. kl. 20.30 f Valhöll, Háaleitisbraut 1. Dagskrá: Venjuleg aóalfundarstörf. Lagabreytingar. Önnur mál. Gestur tundarins verður Birgir fsleifur Gunnarsson, alþingismaóur. Stjórnin. —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.