Morgunblaðið - 24.10.1982, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 24.10.1982, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. OKTÓBER 1982 37 einn þáttur og fjöldamargir ein- staklingar eiga við misnotkun ró- andi lyfja að stríða. „Það væri álíka skynsamlegt að afnema bann við fíkniefnum og að afnema umferðarlögin," segir í skýrslu Al- þjóðaheilbrigðismálastofnunar- innar, þar sem segir að hvorki hafi dregið úr neyslu fíkniefna né glæpastarfsemi, tengdri þeim, í löndum þar sem slakað hefur ver- ið á klónni. Hitt er svo auðvitað að mannkynið hefur alltaf ásælst vímu í einhverju formi og haft einhver ráð með að verða sér úti um hana. Spurningin snýst því í og með um það hvaða efni yfirvöld ákveða að skuli vera hinum al- menna borgara aðgengileg. „Þau geðhrifalyf, sem fyrir eru á heims- markaðnum, eru svo umfangsmik- il að það er einfaldlega ekki pláss fyrir fleiri. Þess vegna er kanna- bis bannað þó að allt bendi til að það sé mun hentugra efni en t.d. áfengi ...“ segir einn viðmælenda Mbl. Sá hinn sami telur hassreyk- ingar reyndar hafa forðað sér frá alkóhólisma og það kom fram í mörgum viðtalanna, að það virðist nokkuð algengt að fólk noti hass í stað áfengis eftir að það hefur gef- ið drykkjuna upp á bátinn. Þegar fyrrgreind fullyrðing var borin undir alkóhólista, sem verið hefur óvirkur í tæplega eitt ár og var vanur að reykja töluvert magn af kannabis með drykkju, sagði hann: „Maður endar alltaf, fyrr eða síðar, í sínum gamla vímu- gjafa. Ef maður, sem hefur verið alkóhólisti, hættir að drekka en heldur áfram að reykja hass þá er aðeins tímaspurning hvenær hann er kominn í sitt „uppáhaldsstöff", sem í mínu tilfelli var hass og brennivín, hjá öðrum er það e.t.v. pillur og vín. En einn vímugjafi leiðir af sér ásókn í annan og það er sjálfsblekking að ætla að forða sér frá því að misnota einn vímu- gjafa með því að hella sér út í annan." Sami aðili sagði einnig að sam- kvæmt því sem hann hefði orðið vitni að, þá fengju „virkilegir hassistar", þ.e. þeir, sem um langt skeið hefðu neytt mikils af efninu, afar slæm fráhvarfseinkenni þeg- ar þeir hættu. „Oft bæði verri og langvinnari en hjá samsvarandi alkóhólistum," sagði hann og bætti því við, að sá hópur færi vaxandi, sem væri í meðferð hjá AA-samtökunum og líkum sam- tökum, fyrst og fremst vegna þess að hassreykingar hefðu vaxið þeim yfir höfuð. „Engin hólf sem hægt er að stinga inní sitt á hvað“ Jóhannes Bergsveinsson yfir- læknir, svaraði hins vegar neit- andi, er hann var spurður hvort eitthvað væri um það að fólk væri lagt inn á meðferðarstofnanir ríkisins vegna kannabis-neyslu eingöngu. „Hingað leitar fólk þeg- ar misnotkun þess á vímugjöfum er farin að hafa í för með sér rösk- un á heilsufari og félagslegum að- stæðum, stundum svo mikla að það er búið að tapa heimili, stöðu og fjármunum," segir Jóhannes. „Hins vegar er oftast um marg- þætta misnotkun vímugjafa að ræða; það eru engin hólf, sem hægt er að stinga inn í sitt á hvað og aðgreina hvert frá öðru. Ég hef unnið að þessum málum síðan 1969 og á þeim tíma hefur sú breyting orðið á, að þeir sem áður misnotuðu einungis áfengi, hafa vikið fyrir þeim sem eiga við „blandaða" misnotkun að stríða. Við verðum því ekki eins varir við sveiflur í neyslu einstakra lyfja. Kannabis-efni eru í sókn en það er mjög óalgengt að fólk komi ein- göngu vegna hassreykinga. En hingað koma ekki allir af fúsum og frjálsum vilja og öfugt við áfengisneyslu, sem leynir sér ekki og gerir fólk uppivöðslusamt, ger- ir hass fólk yfirleitt friðsamt og rólegt og því er síður að það sé lagt inn í þannig vímu. Svo getur auðvitað verið að til sé hópur, sem við erum ekki farin að fá inn enn- þá,“ sagði hann. Aðspurður hvað væri vitað með vissu um áhrif kannabis, sagði Jóhannes: „Það sem við vitum af reynslu annarra og höfum sjálfir reynslu af, er að kannabis gerir neytendur sljóa, kærulausa og framtakslitla. Þetta eru þekktustu truflanirnar af völ- dum kannabis-reykinga, en við hö- fum eki krafta hér til að fylgja eftir rannsóknum á áhrifum hinna ýmsu efna — til þess skortir okkur fjármagn og aðstöðu. Það er margt sem skiptir máli þegar kannabis er annars vegar; m.a. mismunandi styrkleiki efnisins kannabinols, sem talið er valda vímunni; þ.e. Delta 9 Thetra Hydro Cannabinol. Það er að finna í harpikskvoðunni sem plantan cannabis sativa gefur frá sér og er u.þ.b. fimm sinnum sterkara en marijúana, sem er blómhluti kvenjurtarinnar. Síðan skiptir miklu máli hve mikið menn reykja og hve gamlir þeir eru. Því eldri og fastmótaðri sem neytandinn er, því minni hætta er á að hann brotni niður," sagði Jóhannes Bergsveinsson. Tilgangsleysi __________og óöryggi___________ „Ég reyki hass en hef oft hætt því um tíma og þá aldrei orðið var við nein fráhvarfseinkenni. Hins vegar kannast ég alveg við þung- lyndið, sem getur komið yfir mann ef maður er búinn að reykja mikið í lengri tíma,“ sagði Tómas Sig- urðsson, tvítugur viðmælandi Mbl. og í svipaðan streng tóku flestir, sem rætt var við um kannabis- reykingar — þó ekki allir. Fæstir könnuðust við merkjan- leg fráhvarfseinkenni en flestir við þunglyndi, sem fylgifisk mik- illar neyslu. Einnig var kvartað undan aukinni tortryggni í garð umhverfisins og sljóleika, sem einn viðmælenda okkar vildi reyndar meina að stafaði af tíma- bundnum súrefnisskorti, væri mikið reykt á skömmum tíma. „Hljóð og litir skerpast í vitund- inni og lífið verður afar ljúft ásýndum," sagði ein stúlka, er hún lýsti áhrifunum sem hún varð fyrir er hún hóf að neita kannabis. Gamanið tók þó að kárna er á leið og hún hætti neyslunni. Ástæðuna segir hún vera þá sívaxandi and- lega vanlíðan, auk togstreitunnar, sem það hefur í för með sér að standast kröfurnar, sem samfé- lagið gerir til fullorðins fólks og vera jafnframt með annan fótinn í áhyggjulausum heimi hassvím- unnar. Þegar sá heimur hættir að vera áhyggjulaus og verður þess í stað að veröld þar sem allt er framandi og „hræðslan við að skil- ningarvitin bregðist er orðin slík að það er ekki lengur óhætt að horfa í spegil; allt gæti hrunið," (Mbl. 10. september) liggur bein- ast við að hætta. Það gerði stúlkan sem framangreind ummæli eru höfð eftir. En þeir eru margir, sem hófu hassreykingar fyrir áratug eða svo, halda þeim enn til streitu og telja sér ekki verða meint af, sbr. einn viðmælanda okkar, sem kveðst hafa reykt kannabis meira og minna í sl. tíu ár, verið vinn- andi maður allan tímann og varla orðið misdægurt að heitið geti. (Mbl. 26. september) Það hefur ekki verið sannað að kannabis-reykingar myndi líkam- legan ávana eða leiði sjálfkrafa til líkamlegrar þarfar fyrir sterkari lyf. Orsakir þess að hluti kanna- bis-neytenda leiðist út í neyslu sterkari lyfja eru eflaust að miklu leyti félagslegar. í viðtali Mbl. við Eddu Ólafs- dóttur félagsráðgjafa, segir hún m.a.: „Þeir sem leiðast út í neyslu sterkari efna eru oft félagslega og/eða andlega utangátta og eiga af þeim sökum erfitt með að að- lagast umhverfi sínu. Það er því mikilvægt að skoða og íhuga betur það þjóðfélag, sem við höfum skapað okkur og þann aðbúnað sem það veitir einstaklingunum.” Edda talar síðan um þjóðfélag sem einkennist af neyslu og sam- keppni og telur skólakerfið illa. undir það búið að sinna þeim sem á einhvern hátt verða útundan. Einnig nefnir hún áhuga- og von- leysi ungu kynslóðarinnar í dag sem eina ástæðu fíkniefnaneyslu. (Mbl. 9. september.) I sama streng tekur Ingvar Guðnason, sálfræðingur við Ungl- ingaheimili ríkisins í Kópavogi — en hann telur að ný og skaðlegri afstaða gagnvart vímugjöfum verði sífellt útbreiddari meðal ungiinga. „Nefnilega sú, að víman veiti lausn frá leiðindum og til- gangsleysi." Ingvar telur unglinga afskiptan þjóðfélagshóp á flestum sviðum og segir m.a.: „Atvinnu- leysi meðal unglinga fer sívaxandi og ein afleiðingin er sú, að þeir losna úr tengslum við þjóðfélags- raunveruleikann, ef svo má að orði komast. Þessi firring hefur í för með sér tilgangsleysi og óöryggi." (Mbl. 8. september.) Hitt er svo annað mál að ungi- ingar eru ekki eini þjóðfélagshóp- urinn, sem er í hættu staddur af völdum vímugjafa. En það er hægt að „vaxa upp úr hassinu" með fleiri en einum hætti og það er alltaf hætta á að hluti þeirra, sem eru hættir að finna það sem þeir sóttust eftir í kannabis-vímunni, fari út í neyslu sterkari lyfja. Það geta líka verið „rökrétt" viðbrögð við þunglynd- inu, sem miklar hassreykingar hafa oft í för með sér að „ná sér upp“ með nýrri vímu. Eins og áður sagði, þá kallar einn vímugjafi á annan og þegar inn í vítahringinn er komið fækkar undankomuleið- unum ört. Kókaíngrammiö kostar 2.400 krónur Markaðsverð á hassi hér á landi í dag er u.þ.b. 200 til 250 krónur, grammið af amfetamíni kostar 1.000 kr. og eitt gramm af kókaíni kostar litlar 2.400 krónur! Þessar tölur hefur blm. Mbl. eft- ir áreiðanlegum heimildum og vilji menn vera svartsýnir á þróun fíkniefnamála á Islandi, segja þær ógnvekjandi sögu. Kannabis-smygl til landsins hefur hingað til í flestum tilvikum verið með þeim hætti að nokkrir neytendur hafa tekið sig til og gert einn út af örkinni eða þá að einstaklingar hafa smygiað efni; ætluðu til eigin nota og/eða sölu. I fæstum tilvikum hefur verið mik- ill „atvinnumannsbragur" á at- hæfinu; smyglararnir ungir að ár- um og einhverskonar misskilinn „hetjuljómi“ yfir fyrirtækinu þó viðmælendum Mbl. beri saman um að það sjónarmið að „hass bjargi heiminum" sé óðum að deyja út. En vitað er að hér á landi finnast einstaklingar sem um árabil hafa meira og minna haft lífsviðurværi sitt af sölu fíkniefna og hafa það eitt að leiðarljósi að græða sem mest á sem skemmstum tíma. Það gefur augaleið að fyrst til er fólk, sem með glöðu geði borgar á þriðja þúsund krónur til þess að geta gortað af því að hafa komist í tæri við „fíkniefni þeirra ríku“, eru til menn sem sjá hag sinn í því að fjárfesta í eiturlyfjum á borð við amfetamín og kókaín, sem eru margfalt auðveldari í meðförum en kannabis og skila allt að tífalt meiri gróða. Þessi efni eru afar vanabindandi og af þeim þarf sí- fellt stærri skammta. Eitt gramm af amfetamíni kemst fyrir í te- skeið og það er hægur leikur að drýgja það þannig að ekki sjáist. „Tískulyfið í ár“ Líkt og allt annað komast fíkni- efni úr og í tísku. Fyrir nokkrum árum var ofskynjunarlyfið LSD „í tísku“. Það er það ekki lengur enda tók það „tískufyrirbæri" sinn toll meðal þeirra sem reyndu. „LSD eyðir sjálfsvitundinni og það er reynsla, sem ég hef enga þörf fyrir að endurtaka," sagði einn viðmælenda okkar (Mbl. 26. sep- tember), maður um þrítugt, sem þó komst betur frá neyslu þessa hættulega lyfs en margir jafn- aldra hans, sem aldrei urðu samir eftir. Þeim, sem til þekkja, ber saman um að nú sé óvanalega mikið af amfetamíni í umferð. Um kókaín er erfiðara að fullyrða þar eð hreint kókaín er sjaldgæft og því SJÁ NÆSTU SÍÐU „Forhertir glæpamenn eða friðsamir krakk- ar?“ „Milton Fried- man vill láta skattleggja sölu kannabis í Bandaríkjunum.44 „Fær það staðist að ársneysla af kannabis-efnum á fslandi sé á þriðja tonn?u „Maður endar alltaf fyrr eða síðar í sinum gamla vímu- gjafa ... Það er sjálfsblekking að ætla að forða sér frá því að mis- nota einn vímu- gjafa með því að hella sér út 1 ann- an.“ „Spurningin snýst því og með um það hvað efni yfirvöld ákveða að skuli vera hin- um almenna borgara aðgengi- leg.u „Því eldri og fastmótaðri sem neytandinn er, því minni hætta er á því að hann brotni niður.“ „... skólakerfið illa undir það bú- ið að sinna þeim sem á einhvern hátt verða útund- an.“ „Það er hægt að „vaxa upp úr hassinu“ með fleiri en einum hætti.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.