Morgunblaðið - 24.10.1982, Side 42

Morgunblaðið - 24.10.1982, Side 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. OKTÓBER 1982 Getum verið stolt af þeirri land- kynningu sem íslenski hesturinn er Gunnar Bjarnason fyrrum hrossaræktarráðunautur er nýlega kominn heim frá Vestur-I»ýskalandi, en hann sat ráðstefnu við háskólann í Hannover dagana 24. til 26. september, þar sem rætt var um hvernig staðið skuli að kynbótum á íslenska hestinum á meginlandi Evrópu. A fundinum voru fulltrúar tíu landa; Gunnar var frá íslandi og auk hans menn frá Frakk- landi, Belgíu, Hollandi, Vestur-I»ýskalandi, Sviss, Austurríki, Danmörku, Svíþjóð og Noregi. Káðstefnan var lokuð, það er aöeins ætluð þeim er sérstaklega var til hennar boðið, en það voru um fjörutíu fulltrúar. Blaðamaður hitti Gunnar að máli skömmu eftir heimkomuna, og spurði frétta úr ferðinni. íslenski hesturinn merkilegur vegna ræktunarinnar „Ráðstefnan var sótt af áhuga- mönnum í þessum tíu löndum, um íslenska hestinn," sagði Gunnar, „þar var rætt um hvernig vinna mefji að kynbótum á íslensku hest- unum í Evrópu, eða ætti ég ef til vill að segja, að rætt hafi verið um hvernig koma megi í veg fyrir að Evrópa fyllist af heimafæddum bykkjum? — Sannleikurinn er nefnilesa sá, eins og allir ræktun- armenn vita, að ekki er unnt að kynbæta eða rækta neina búfjár- teffund í eitt skipti fyrir öll. Þar þarf sífellt að halda áfram, og jafnvel árangur áratugastarfs get- ur orðið að engu á fáum árum ef slöku er slegið við. Eigendur ís- lenskra hesta á meginlandi Evr- ópu eiga flestir fá hross, og vilja margir hverjir eignast folöld und- an hryssum sínum, og þá vofir sú hætta yfir að ekki sé gætt nægi- lega mikillar hörku við val þeirra sem setja á á. — Islenski hestur- inn er að sönnu merkileg skepna að okkar mati, en hann er ein- göngu merkilegur vegna þess að unnið hefur verið að ræktun hans og kynbótum í áratugi og jafnvel aldir.“ Grundvallaratirði ræktunarinnar — Og þú óttast að á meginland- inu verði slegið slöku við ræktun- ina? „Sú hætta er alltaf fyrir hendi, já, þar eins og hér heima. Hætta er á ferðum ef allir hestaeigendur telja sig eiga bestu hryssurnar og besta stóðhestinn, ef aldrei er leit- að lengra eftir betri kynbóta- hrossum, þá verður ekkert gagn af ræktuninni. Islenski hesturinn hefur verið ræktaður um aldir til að ná fram þeim eiginleikum sem við teljum nú besta í fari hans, með tilliti til ganghæfileika, geðs- lags og sköpulags og sálar ekki síst. Til að ræktunin takist þurfa að vera fyrir hendi þrjú grundvallar- atriði; áhugi eigendanna, þekking og rétt leiðsögn. Aðferðirnar sem beitt er, eru úrval, stofnrækt — sem eru kynbætur — stofnblönd- un, sem er framleiðsia. Ást eig- enda á hestum sínum dugir ekki ein til, það þarf meira til að koma ef ræktun á að takast, og það verð- ur að beita miskunnarlausum niðurskurði þegar rækta á upp hestakyn. Þetta er kjarni málsins, og leiðbeiningarstörf mín hjá Búnaðarfélagi Islands í 40 ár voru stefna þess á þeim tíma. Þar brýndi ég þessa hluti fyrir mönnum seint og snemma. í tveimur fyrirlestrum á ráð- stefnunni í Hannover fjallaði ég um þá merkilegu stofna íslenska hestsins sem íslenskir bændur og ræktunarmenn hafa ræktað upp, Svaðastaðastofninn, Hornafjarð- arhrossin og gamla Stokkhólma- stofninn. I öllum þessum tilvikum hafa gáfaðir ræktunarmenn náð frábærum árangri, árangri sem ís- lenskir hestamenn og eigendur ís- lenskra hesta erlendis eru að njóta góðs af.“ íslenski hesturinn er evrópskur — Einhverjir kynnu að segja sem svo, að það sé lítill skaði, þótt íslenski hesturinn á meginlandinu úrkynjist. — Þá þurfi útlendingar að koma til okkar eftir góðum hrossum. „Hugsunarháttur af þessu tagi hefur aldrei verið mér að skapi. Við eigum að líta á kynið sem evr- ópskt hestakyn, því auðvitað er ís- lenski hesturinn upprunninn af meginlandinu eins og íslenska þjóðin. Það er svo einangrunin, harðræðið og séríslenskar aðstæð- ur, sem hafa gert kynið svona sér- stætt. Við eigum að líta svo á að við séum að færa Evrópubúum aftur eitthvað sem þeir hafa glat- að um sinn, hluta af menningu þeirra og uppruna, því hesturinn og hestamennskan er þáttur af menningu hverrar þjóðar. Við höfum selt of léleg hross utan, en því þarf að snúa við. Við eigum að leggja metnað okkar í að selja héðan góð hross, sem Islend- ingar geta verið stoltir af að sýna öðrum. Það hefur aldrei tekist að einangra neina búfjártegund í neinu landi, frægt er dæmið um silkiorminn í Kína, og ég hef áður minnt á það í blaðaviðtali, að okkur Islendingum þykir sjálfsagt að fá hingað nautgripi frá Skot- landi eða minka frá Skandinavíu. Við viljum njóta góðs af áralangri ræktun og reynslu annarra þjóða, og enginn reynir að hindra okkur í því. — Enda er það ekki hægt. Við gætum vitaskuld náð í bæði Gallo- way-naut og og minka erlendis frá, þótt einhverjir reyndu að koma í veg fyrir það.“ Góð landkynning og fjárhagslegur ávinningur „Þá vil ég einnig nefna það, að sala á íslenska hestinum til út- landa er afar góð landkynning fyrir okkur. Nú eru um 40 þúsund íslensk hross á meginlandi Evr- ópu. Ef fimm manns tengjast hverjum hesti á einn eða annan hátt, þá á ísland um 200 þúsund vini erlendis, sem hafa áhuga á íslandi og hugsa til okkar með velvilja, vegna þeirrar ástar er þetta fólk hefur á íslenska hestin- um. Ég hef hitt fjölda fólks, sem far- ið hefur að kynna sér Island eftir að það kynntist hestinum, fólk hefur farið að lesa Laxness, Gunn- ar Gunnarsson, Kristmann Guð- mundsson og Jón Sveinsson, Nonna, aðeins af því að það hafði kynnst íslenska hestinum. Hingað til lands kemur fjöldi ferðamanna af sömu ástæðum, þetta fólk kaup- ir íslenskar lopapeysur og svo mætti áfram telja. Allt er þetta vegna kynnanna af íslenska hest- inum, vinátta verður ekki metin til fjár, en um leið högnumst við stórkostlega á þessu, fatafram- leiðendur, Flugleiðir og fleiri og fleiri. 1978 komu hingað um 2 þús- und útlendingar á Iandsmót hesta- manna, og 1982 komu um 1.500. Ef hver og einn hefur eytt í ferðalög og uppihald sem svarar 4.000 þýskum mörkum, þá gerir það um 35 milljónir íslenskra króna í gjaldeyristekjum. Þetta eru tekjur sem til eru orðnar vegna útflutnings á ís- Svaðastaðastofninn SOKl.l 71 OO TINNA 147 VOKl AI.SVSTKN N. LNDAN MOI.LEKS-BKUN <X» KAl'DHI I Sl' 7k EKA SVAÐASTOÐUM NANNA 20 (I- IVOMJ f-KA KOl.KUOSI SOKLI 71 (F IV16) A SVADAST^^M TINNA 147 (F. IVI5) FKA SVADASTODLM HOKDUK 112 (F IV22> SOM.II 14 (F IV22) FKA KOLKUÓSI NAUTABUI UKUNKA FKA SVADASTOÐUM PI.KLA 22K2 (F IVU) IIKI FNA 142 (F lv»|) FKA KOLKUOSI FKA AXI AKIIAliA NÖS 2568 (F IV40) FRÁ KIRKJUBÆ LÉTTIR (F IV46) FKA KOLKUÓSI UNA FKA KOLKUÓSI M KOLBKUN. UNDAN HF.KDI 112 OODI 401 (F IV47) SAUDÁKKKÓKI KANDVER 358 (F IV47) HOKDUK 5VI (F IV57) FRÁ KOl.KUÓSI KIRKJUBÆJAR-L NAN AXI.AKHAGA I INAN' HOFSST ADA-LINAN ^ILKL US LINAN Þessa ættgreiningu af Svaðastaðastofninum sýndi Gunnar Bjarna- son, ásamt fleirum, með fyrirlestrum sínum í Þýskalandi. „Þetta þótti afar sérstætt,“ sagði Gunnar, „og menn höfðu á orði að ræktun af þessu tagi ætti sér varla hliðstæðu nema í ræktun arabíska hests- ins á dögum Múhameðs spámanns og manna hans, sem lögðu mikla áherslu á skyld- leikarækt sem lengi síð- an var byggt á.“ Við dómstörf meðal cigenda íslenskra hesta í Norður-Þýskalandi, talið frí vinstri: Dr. Ernst, sem er útgefandi bókarinnar Ættbók og saga I í Þýskalandi, frú Strothmann, kunn hestakona, Claus Becker, ræktunarformaður Landssamtaka eigenda íslenskra hesta í þýskalandi og Gunnar Bjarnason. Aðrir á myndinni eru eigendur íslenskra hesta í nágrenni Oxnabriicke í Þvskalandi. Rætt við Gunnar Bjarnason, sem ný- kominn er heim frá ráðstefnu um kyn- bætur á íslenska hestinum við háskól- ann í Hannover í Vestur-Þýskalandi. lenska hestinum, vegna þess að til eru menn sem hafa haft skilning á mikilvægi hans. Þar eru starfs- menn SIS fremstir í flokki, og er það vel við hæfi hjá þeirri bænda- hreyfingu, því íslenski hesturinn er hluti af íslenkri bændamenn- ingu, íslenskri menningu eins og hún gerist best.“ Góðir fulltrúar íslands í Þýskalandi — íslenskir gæðingar eru eftir- sóttir hér heima, ekki síst kyn- bótahross, stóðhestar og merar. Eru til jafn glæsilegir fulltrúar ís- lenska hestsins erlendis, og við sjáum hér heima á mótum? „Já, á meginlandinu eru til afar glæsilegir íslenskir hestar, sem eru sómi síns lands og síns upp- runa hvar sem þeir koma og hvar sem þeir sjást. Það er tekið eftir þessum hestum og í sumum tilvik- um eru þeir jafnvel fulltrúar stofna, sem lítil eða engin rækt hefur verið lögð við hér heima um langt skeið, svo sem gamli Stokkhólmastofninn. Hann er ekki lengur áhrifavaldur í ís- lenskri hrossarækt, en hefur eign- ast nýja haga og nýja framtíð í Þýskalandi, þar sem voru menn er kunnu að meta eðliskosti hans. En mig langar til að nefna hér sérstaklega eina tuttugu stóðhesta í Þýskalandi, sem hver og einn er verðugur fulltrúi síns lands þar ytra, þetta eru hestar sem við get- um verið stolt af: Ég nefni Hrapp frá Garðsauka í Rangárvallasýslu, hann er sonur Blesa 483, sem var undan Geysi 298 frá Stóru-Giljá í Austur- Húnavatnssýslu. Hann er orðinn mikill ættfaðir í Þýskalandi. Þess- um hesti var riðið yfir þvera Am- eríku af Ulriku Becker árið 1976 í hópreið á íslenskum hestum þar. Þá má nefna Hrappsson frá Grenzlandhof í Saarlandi, sonur Hrapps og Sölku frá Kirkjubæ á Rangárvöllum, en hún var undan Randver 358 frá Kirkjubæ. Hest- urinn er yfirferðar klárhestur með tölti, og hann er orðinn mikill ættfaðir gæðinga og kynbóta- hross, eins og faðir hans. Honum var riðið af Clausi Becker yfir þvera Ameríku 1976. Að lokinni ferðinni tók Claus þátt í 160 km þolreið (All Nevada 100 Miles Ride) á þessum hesti og varð hann sigurvegari í röð fyrir stóðhesta. Enn nefni ég Þór 867 frá Kirkju- bæ. Er nú kynbótahestur í Bayern. Móðir hans, Elding frá Kirkjubæ, er alsystir Sölku, móður Hrapps- sonar, en faðirinn er Ljúfur — yngri — 719 frá Kirkjubæ. Þá er næstan að telja Glófaxa frá Sandhólaferju, undan hryssu frá Kirkjubæ og Vini frá Sand- hólaferju, sem var undan Verði 615 frá Kýrholti og Flikku frá Kirkjubæ. Hesturinn er notaður til kynbóta í nágrenni Aschaff- enburg vestarlega í Bayern. Fagur hestur og rnikill gæðingur í eigu prof. dr. Guldners í Bad. Hom- burg. Sindri frá Aegidienberg, sonar-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.