Morgunblaðið - 24.10.1982, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 24.10.1982, Blaðsíða 48
^^kriftar- síminn er 830 33 TUDOR rafgeymar „já þessir meá 9 líf” SKORRIHF Laugavegi180, slmi 84160 SUNNUDAGUR 24. OKTOBER 1982 Björgun á síðustu stundu við Hælavíkurbjarg: 99 Okkur rak stjórnlaust að þverhníptu bjarginu“ -•>'’x'x• 'X■• -• •, (iunnlaugur Finnsson Ægir llafslcinsson, skipverji á Sif. „I>KTTA var eins og sprenging — brotið reið yfir stjórnborðsmegin af feiknarþunga og báturinn lagðist á hliðina. Brúarvengurinn mölbrotnaði og brúin fylltist af sjó, svo og vélarrúmið og sjór fór í lestina. Ég var í klefa skipstjórans og kastaðist á brik þar. Guðbjörn skipstjóri, sem var í brúnni, hlaut mikið höfuðhögg og rotaðist. Öll Ijós fóru af bátnum, en til allrar hamingju drapst ekki á vélinni — þá hefði verið úti um okkur,“ sagði Ægir llafsteinsson, skipverji á Sif, liðlega 80 tonna vélbát frá Klateyri, í samtali við Mbl. um borð í varðskipinu Tý á ísafirði í gær. Sif fékk á sig brotsjó undan Hælavíkurbjargi á tíunda tímanum í gærkvöldi. „Ég var niðri í lúkar þegar brotsjóinn reið yfir bátinn," sagði Gunnlaugur Finnsson, fyrrum þingmaður og útgerðar- stjóri bátsins, en hann var skráður háseti. Skipverjar voru þrír, voru að koma með bátinn frá Siglufirði þar sem hann hafði verið í slipp. „Öll ljós fóru af bátnum en okkur tókst að halda sjó undan Hælavíkurbjargi um nóttina. Myrkrið grúfði sig yfir og eina Ijósglætan sem við gátum notast við var frá kveikjara, sem við höfðum. Við reyndum að lagfæra það sem farið hafði úrskeiðis. Við vorum sambandslausir, þar sem talstöðin fór úr sam- bandi, en við reyndum að láta vita af okkur með neyðartalstöð- inni. Bæjarfoss sigldi svo fram á okkur um fimmleytið og reyndi að koma taug yfir til okkar, en ekki tókst betur til en svo, að taugin fór í skrúfu skipsins — og skömmu síðar urðum við einnig vélarlausir og okkur rak stjórn- laust að þverhníptu bjarginu. Varðskipið Týr kom þá á vett- vang og þeir náðu að koma taug yfir til okkar og forða okkur frá að reka upp í bjargið," sagði Gunnlaugur. „Útlitið var ekki gott þegar við komum á staðinn — haugasjór og norðaustan 6—7 vindstig. Bæjarfoss iá vélarvana við ank- eri og Sif var komin upp fyrir Bæjarfoss og rak stjórnlaust að landi. Rétt um klukkan sjö tókst okkur að koma taug yfir í Sif. Þá var báturinn 0,7 sjómílur frá landi og við drógum Sif út fyrir,“ sagði Gunnar Ólafsson, skip- herra á varðskipinu Tý, í samtali við Mbl. „Þar tók Örn frá Keflavík Sif í tog, því við þurftum að fara Bæj- arfossi til aðstoðar — vera til taks ef ekki tækist að losa taug- ina úr skrúfu skipsins. Þeim tókst að siíta taugina að mestu úr skrúfunni og sigldu fyrir eig- in vélarafli til Flateyrar. Undir Grænuhlíð tókum við skipverja af Sif um borð til okkar og sigld- um inn til ísafjarðar," sagði Gunnar Ólafsson. Týr kom með skipverjana inn til Isafjarðar um klukkan hálf- tólf í gærmorgun. Þar beið sjúkrabíll og flutti Guðbjörn Sölvason skipstjóra á sjúkrahús- ið á ísafirði. Hann skarst í and- liti, fyrir ofan augnabrún, og tal- ið var að hann hefði axlarbrotn- að. Sif í togi á leið til ísafjarðar. Myndir Mbl. RAX. Fastari viðskiptareglur innlánsstofnana við Seðlabanka I gildi 1. nóvember: Refeivextir geta farið í 300% Innlánsstofnanir verða að draga verulega úr útlánum FASTARI reglur um viðskipti innlánsstofnana við Seðlabanka íslands taka væntanlega gildi 1. nóvember nk., en þær munu hafa það í fór með sér, að innlánsstofnanir verða að draga verulega úr útlánum á næstu mánuðum, meira en þar hafa gert frá því í vor, þegar útlánareglur þeirra voru hertar. Þessar nýju reglur virka eins og nokkurs konar viðvörunarkerfi. Um er að ræða 15 þrep í viðskipt- unum. Innlánsstofnanirnar munu samkvæmt reglunum fá viðvörun við 5. þrep og síðan aftur við 10. þrep og síðan ef yfirdráttur stofn- ananna fer upp í efstu þrep verður hreinlega lokað á þær. Innlánsstofnanir geta því ekki haldið endalaust áfram að draga á Seðlabankann einfaldlega með því að borga hærri vexti. Samkvænit þessum nýju reglum er gert ráð fyrir því, að refsivextir í hæstu þrepum nálgist 300%, en sam- kvæmt upplýsingum Mbl., er nán- ast ógerningur fyrir innláns- stofnanir að standa skil á slíkum vöxtum. Samkvæmt reglunum er síðan gert ráð fyrir því, að viðkomandi innlánsstofnun, sem lendir í vand- ræðum, hafi um það samvinnu við Seðlabankann hvernig bezt verður komizt út úr ógöngunum með við- unandi hætti. Staða bankanna gagnvart Seðlabankanum hefur versnað verulega á undanförnum mánuð- um og má í því sambandi nefna, að staða þeirra var neikvæð um 774 milljónir króna í ágústlok, en var til samanburðar jákvæð um 87 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Af framangreindu má vera ljóst, að nokkur fjármagnsskortur er yfirvofandi í atvinnulífinu og hjá einstaklingum næstu mánuð- ina, þar sem ljóst er, að eðlilegt jafnvægi kemst ekki á í málefnum innlánsstofnana fyrr en eftir nokkuð langan tíma. Reyndar fór að gæta fjármagnsskorts þegar í vor, eftir að innlánsstofnanir hertu útlánareglur sínar. Loks má geta þess, að ríkis- stjórnin hefur nú til meðferðar tillögur stjórnar Seðlabankans um 8—9 prósentustiga hækkun al- mennra vaxta, til samræmís við verðbólgustig í landinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.