Morgunblaðið - 24.10.1982, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. OKTÓBER 1982
29
Tvær sýningar
Myndlist
Valtýr Pétursson
l>AÐ ER ekki venjulegt hér á landi
að sami listamaður haldi tvær sýn-
ingar á verkum sínum samtímis,
en það er Edda Jónsdóttir, teikn-
ari og grafíklistakona, sem leikur
sér að þvi þessa daganna. Vciga-
meiri sýning þeirra tveggja er i As-
mundarsal og einskorðast við
teikningar, en hin er í Galleri
Langbrók og sýnir Polaroid-
skúlptúra, eins og Edda kallar þau
verk. Ég man eftir að hafa séð
samtímis fleiri en eina sýningu
sama manns í stórborgum erlend-
is, en hér i fámenninu held ég að
fólk verði að vera meira en lítið
bjartsýnt til að leggja i slík fyrir-
Ueki. En þessar sýningar standa
báðar fyrir sínu að mínum dómi,
og einkum og sér i lagi sýning á
teikningum Eddu i Ásmundarsal.
Þar eru rúmar tuttugu myndir
á veggjum, og bera þær allar
sama heiti „Ljóð um land“. Þess-
ar teikningar eru sérlega nost-
urslega unnar, og vandvirkni og
tæknikunnátta eru þar í fyrir-
rúmi. Það er sterk grafísk til-
finning í þessum verkum, og
manni dettur jafnvel í hug, að
sum þeirra séu raunveruleg
grafík, en listakonan hefur
stundað þá listgrein einna mest,
ef ég veit rétt, og því skal engan
furða, þótt teikningar hennar
beri þess nokkur merki. Það er
alkunna, að teikning er ein und-
irstaðan í grafík, svo að segja
má, að þarna sé stutt milli að-
ferða. Ég hafði ánægju af þess-
um verkum Eddu Jónsdóttur, og
ég held að segja megi, að þau séu
í nokkrum sérflokki hér á landi.
Ég man ekki að nefna aðra lista-
menn, sem fara þær götur, sem
Edda þræðir í myndlist sinni. En
hvort hliðstæður má finna er-
lendis, fullyrði ég ekkert um.
Nafnið á þeirri myndröð, sem
sýnd er í Asmundarsal finnst
mér vel við eiga. Það er sterkur
ljóðrænn og viðkvæmur tónn í
þessum blýantsstrikum, og litur-
inn er hvergi ágengur né ráðrík-
ur. Öllu er haldið innan viss
ramma, sem skapar heild, sem er
sannfærandi og gefur viss áhrif.
Þetta eru aðlaðandi verk, sem
bera vitni um næmleik fyrir
formi og svart/hvítu átaki.
Um sýninguna í Langbrók
þarf ég vart að tala. Hún ljós-
myndar með Polaroid og gerir úr
smáum myndum eina stóra, sem
hún hleður í myndflötinn, og
nær hún þannig vissum hreyf-
ingum, sem gefa myndverkinu
gagnverk, ef svo mætti að orði
kveða. Ég man ekki eftir að hafa
séð þessi vinnubrögð hér á landi
nema í Nýlistasafninu og í Suð-
urgötu 7 á sínum tíma. Þetta
finnst mér ekki eins frumlegt og
teikningarnar á Freyjugötu. En
eins og áður segir, er þessi að-
ferð nokkuð óvenjuleg, eins og
Edda Jónsdóttir notar hana.
Það ætlar að vera áframhald á
sömu grósku í myndlistinni hér
hjá okkur í haust eins og var á
síðasta ári. Nú eru margar sýn-
ingar í gangi, og er það sjálfsagt
mótvægi við erfiða tíma eins og
alltaf, ef ekki árar í atvinnu-
lífinu. Besta vörn gegn kreppu er
andlegt fóður, sem hamlar móti
allskonar leiðindum, skammdegi
og peningamálum. Að lokum til
hamingju með fyrirtækið og
takk fyrir mig.
Bridge
Arnór Ragnarsson
Bridgedeild
Rangæinga-
félagsins
Að þrem spilakvöldum loknum
(af fimm) í tvímenningskeppni
er staða efstu para þessi:
Næsta umferð verður spiluð á
miðvikudag kl. 19.30 í félags-
heimili Húnvetninga v. Laufás-
veg.
Bridgedeild
Breiðfirðinga
Jón G. Jónsson og Magnús
Oddsson sigruðu í tvímennings-
keppninni eftir gífurlega skemmti-
lega og spennandi keppni.
liOkastaðan:
Pétur, Loftur 528 Jón G. Jónsson —
Eiríkur, Baldur 510 Magnús Oddsson 949
Gunnar, Arnar 506 Guðjón Kristjánsson —
Ása, Eiríkur 504 Þorvaldur Matthíasson 943
Ingólfur, Geirarður 486 Halldór Helgason —
Sigurleifur, Guðlaugur 476 Sveinn Helgason 930
Árni, Jón 466 Gísli Stefánsson —
Næst verður spilað 27. okt. kl. 19.30 í Domus Medica. Rósmundur Guðmundsson 922 Hans Nielsen —
Bridgefélag
Hafnarfjarðar
Eftir þrjár umferðir í
tvímenningskeppni félagsins,
eru nú eftirtaldir efstir:
Kristófer Magnúson —
Björn Eysteinsson 415
Anton Gunnarsson —
Svavar Björnsson 370
Ragnar Magnússon —
Rúnar Magnússon 366
Þorsteinn Þorsteinsson —
Sverrir Jónsson 358
Jón Sigurðsson —
Sævaldur Jónsson 354
Ragnar Halldórsson —
Arni Bjarnason 347
Meðalskor: 324 stig.
Fjórða og síðasta umferðin i
þessari tvímenningskeppni verð-
ur spiluð nk. mánudagskvöld á
sama stað í íþróttahúsinu, Hafn-
arfirði, og eru spilarar beðnir að
mæta stundvíslega kl. 19.30.
Bridgedeild Hún
vetningafélagsins
Þremur umferðum er lokið af
fimm í tvímenningskeppninni og
er staða efstu para þessi:
Hreinn — Bragi 734
Gunnlaugur — Jóhann 725
Halldóra — Sigríður 667
Haukur — Jón 665
Sigrún — Guðbjörg 658
Sigurþór — Ingimundur 656
Meðalskor 630.
893
859
858
856
Lárus Hermannsson
Jóhann Jóhannsson —
Kristján Siggeirsson
Birgir ísleifsson —
Karl Stefánsson
Steinunn Snorradóttir -
Vigdís Guðjónsdóttir
Meðalskor 825.
Á fimmtudaginn kemur hefst
sveitakeppnin. Þeir sem hafa
áhuga á að vera með snúi sér til
Guðmundar Kr. Sigurðssonar
fyrir miðvikudagskvöld í síma
21051.
Bridgedeild
Skagfirðinga
Síðastliðinn þriðjudag var
haldið áfram Barometer.
Hæstu skor fyrir kvöldið
fengu:
Guðmundur Þórðarson —
Leifur Jóhannesson
Erlendur Björgvinsson —
Sveinn Sveinsson
Staða efstu para eftir 10 lotur
er þá sem hér segir:
Guðmundur Þórðarson —
Leifur Jóhannesson
Bjarni Pétursson —
Ragnar Björnsson
Erlendur Björgvinsson —
Sveinn Sveinsson
Gísli Tryggvason —
Guðlaugur Nielsen
Baldur Ágústsson —
Magnús Halldórsson
69
64
115
91
89
77
54
Keppnisstjóri
Blöndal.
er Kristján
Sólin,svalandi hafgola,
ískaklir drykkir og nýævintýr bíða þín
Við bjóðum þér
alvöru ævintýri,
sem er engu líkt.
í,einu orði sagt:
Oviðjaf nanlegt!
Þar er ströndin hvít, himininn
heiður, hafið blátt, þar eru
glæstir garðar, sundlaugar,
golfvellir, tennisvellir, heilsu-
ræktarstöðvar, strandbarir og
barnaleikvellir.
Þar eru veitingastaðir við allra
hæfi, tónhst jafn fyrir eyru og
fætur, næturklúbbar og spil-
avíti.
Þar er hægt að komast á túnfis-
kveiðar og í regnskógarferð,
kafa niður á kóralrifin, kynnast
sögu spænskra landkönnuða
og njóta hinnar stórkostlegu
sólarupprásar.
i Kaiabiskahaflnu!
Þar er allt sem
ævin-
Ferðatilhögun: Flogið er til San
Juan en skipt um vél í New
York í báðum leiðum. Fulltrúi
Flugleiða verður hópnum til
aðstoðar á Kennedyflugvelli.
Gisting; Hægt er að velja um
gistingu í hótelherbergjum eða
íbúðum á E1 San Juan Hotel og
E1 San Juan Tower en hvort
tveggja er með því besta, sem
þekkist í Puerto Bico — og þar
er „standardinn" hár.
Verð:
lvika
12 vikur | 3 vikur
kr. 13.001 Ikr. 15.791| kr. 18.581
Miðað er við gistingu í 2ja
manna herbergi. Innifalið
flugfar, gisting, flutningur til og
frá hóteli og íslensk fararstjóm.
Brottfarir til Puerto Rico verða
alla þriðjudaga i haust fram til
30. nóvember.
Ferðatilhögun: Farþegar geta
valið um hversu mörgum dög-
um þeir verja í Puerto Rico, en
á útleið er gist þar a.m.k. eina
nótt, áður en flogið er til St.
Thomas. Skipt er um vél í New
York í báðum leiðum og þar
verður fulltrúi Flugleiða hópn-
um til aðstoðar.
Gisting: Á St. Thomas er gist
á hinu stórkostlega hóteli Virg-
in Isle Hotel.
Verð:
1 vika 12 vikur 13 vikur
kr. 13.9731 kr. 17.1851 kr.20.397
1. vika Puerto Rico og 1. vika
St. Thomas fyrir kr. 16.801.-
Miðað er við gistingu í 2ja
manna herbergi. Innifahð
flugfar, gisting, flutningur til og
frá hóteh og íslensk fararstjóm.
Jómfrúrferðir verða alla þriðju-
UTSYN
daga til 30. nóvember.
Samvinnuferdir-Landsýn URVAL FLUGLEIDIR
ÓSA