Morgunblaðið - 24.10.1982, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. OKTÓBER 1982
Flötu þökin eru á hröðu
undanhaldi á húsum í
Reykjavíkurborg. Að und-
anförnu og einkum í sumar
hefur mátt sjá mörg hús
taka breytingum. Og af
umsóknum til borgarinnar
um leyfí til að breyta flötu
þökunum og byggja ný og
hallandi, má sjá að í flest-
um tilfellum er það vegna
þakleka, sem ekki hefur
tekist að komast fyrir. Þó
eru til aðrar skýringar á
einstöku húsi, svo sem á
húsinu hér á myndinni við
Hverfísgötu, þar sem verið
er að samræma hús byggð-
inni í kring í gamla bæn-
um, og til er það að fólk
vilji með hallaþaki fá betra
rými.
Þar sem við höfum séð svo
mikið af slíkum húsum að
undanförnu, fór ljósmyndar-
inn okkar, Emilía, og tók
þessar myndir, sem birtast
hér, af húsum með ný og
breytt þök og jafnvel einu, í
Fossvogshverfi, sem búið er
að fá leyfi til að setja nýtt
þak á, það fyrsta í því hverfi.
Tvær tízkubylgjur skipu-
lagsmanna og arkitekta, sem
innleiddu flöt þök, hafa riðið
yfir. Sú fyrri upp úr 1930,
þegar þýzku húsaþökin komu,
og sú síðari upp úr 1960 og
var sú öllu meira krassandi.
Eftir það var farið að setja
slíkt í skipulagsskilmála
heilla hverfa og þá í
byggingarleyfi til eigenda
fyrirmæli um útlit þaka. Og
skyldi það vera til samræm-
ingar í hverfunum. Þetta hef-
ur svo í för með sér að leyfi
verður að fást til breytinga
við hvert þeirra húsa.
Við Hraunbæinn eru um 15
ára gömlu svokölluð garðhús,
eða raðhús með flötum þök-
um,og er nú búið að byggja
ofan á næstum öll og þarna
heillegasta hverfið sem tekið
Ljósmyndir Emilía
hefur slíkum breytingum, að
því er byggingafulltrúi borg-
arinnar tjáði okkur. Er beðið
um leyfi fyrir þakbreytingar
víðsvegar um bæinn, í húsum
í Vogahverfi, á Teigunum,
Túnunum, í gamla bænum og
víðar. Og nú hefur verið veitt
fyrsta leyfið til að byggja þak
ofan á hús við Haðarland, en
í Fossvogshverfi voru mjög
strangir byggingarskilmálar
á sínum tíma, og má því búast
við fleiri beiðnum nú eftir að
frávik er orðið og fordæmi
fengið. Segir Gunnar Sigurðs-
son, byggingarfulltrúi, að
umsóknir um breytingar á
flötum þökum fari ört vax-
andi.
Myndirnar, sem hér birt-
ast, tók Emilía ljósmyndari
víðs vegar um Reykjavíkur-
borg, við Hraunbæ, í Eikju-
vogi, í Sæviðarsundi, á Gull-
teig, í Nóatúni, á Hverfisgötu
og í Haðarlandi.
— E.Pá.