Morgunblaðið - 28.11.1982, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. NÓVEMBER 1982
19
eins og hann bar síðar fyrir rétti,
en þó segist hann hafa talað fá orð
við hann og hafi pilturinn þá
kvartað um verki í maga. Þegar
fólk var gengið til náða eftir
skírnarveisluna reis Páll Júlíus úr
rekkju og haltraði að ólæstu iofti í
bænum, þar sem hann vissi kæfu
geymda. Nann náði sér í bita og
ætlaði að snúa aftur til rúms síns,
en á baðstofupallinum stóð Oddur
bóndi Stígsson og hafði limmikinn
hrísvönd í hendi.
Ófagurt læknisvott-
ord
Oddur bóndi braut hvorki lög né
landsvenjur, er hann hirti ómaga
sinn með hrísvendi, staðinn að
hnupii. En viku eftir þennan at-
burð, stóð hann frammi fyrir yfir-
valdi sínu vegna dauða barnsins
og neitaði hann því fastlega, að
hann hefði beitt drenginn harðri
eða illri meðferð. Tvívegis hafi
hann slegið hann utan undir og í
eitt skipti tekið með hendinni
fyrir nefið á honum, þegar hann
var að stafa, til þess að venja hann
af að vera nefmæltur, er hann var
að kveða að. Hafi drengurinn þá
hrokkið af hnénu á sér fram á
gólfið, og hafi hann þá slegið til
hans hendi utan á fötin. Öddur
játaði ennfremur, að drengurinn
hefði haft ótta af sér.
Á móti framburði Odds bónda
Stígssonar var þó annað vitni, sem
ekki varð vefengt: Lík Páls Júlíus-
ar Pálssonar og dómarinn benti
Oddi á að áverkar sæjust á líkinu,
á gagnauga, efri vör, bak við eyrun
og yfir bak á breiðum kafla. I
þessu sambandi er rétt að líta í
rannsóknarvottorðið sem héraðs-
læknarnir gáfu út að lokinni lík-
skoðun. Þar segja læknarnir að
líkið sé mjög blóðlítið og magurt,
svo að telja megi í því rifbeinin í
23 feta fjarlægð, kinnfiskasogið og
fitulagið undir húðinni algerlega
horfið. Höfuðbein, kjálkar og
tennur bera þess greinilega vott,
að barnið hefur haft beinkröm í
æsku. Á hægra gagnauga er
áverki með hrúðri, bak við bæði
eyrun eru grunn sár, sömuleiðis á
efri vör. Á bakinu eru sár og blóð-
fis um mjóhrygg niður að sitj-
anda, sem dreifast niður undir
hnésbætur, „sem eftir hríslu
væri“. Kolbrandur er í báðum
stórutám inn að beini og liggja
neglurnar lausar. Minni kol-
brandssár á hinum tánum. Bjúg-
bólga á báðum fótum.
Ekki er lýsingin fögur enda
guggnaði nú Oddur Stígsson fyrir
réttinum og sagði allt af létta:
Þegar hann kom að Páli Júlíusi á
bæjarloftinu með kæfubitann í
hendinn dró hann drenginn út
fyrir bæjardyr og hirti hann með
hrísvendinum. Er hann hafði hýtt
drenginn nægju sína, tók hann
eftir því, að hörundið hafði roðn-
að, en ekki sá hann, að blætt hefði
undan. Síðan skreið Páll Júlíus
upp í bólið sitt.
Kvöldið eftir hlýddi drengurinn
ekki beiðni húsmóðurinnar að fara
í fjósið til að hygla kúnum og gekk
Oddur þá að honum, tók undir
eyrnasneplana á drengnum og lét
hann niður pallstigann. Oddur
taldi áverkann bak við eyrun stafa
af þessu átaki. Hins vegar þótti
honum sennilegt, að áverkann á
gagnaugað hefði Páll fengið, þegar
hann lét drenginn fara ofan, hann
mundi hafa rekið sig á pallskörina
eða utan í stigann, enda farið hart
með hann og haldið í eyrun á hon-
um niður þrepiri, en fyrir neðan
stigann tók hann yfir um dreng-
inn og lét hann inn í fjósið, af því
að hann hefði sýnt stífni. Þegar
niður var komið hljóðaði drengur-
inn nokkuð.
Þegar Páll Júlíus hefur lokið
fjósverkunum leggst hann fyrir í
rúmi sínu og þegar allt er orðið
hijótt á bænum rís hann enn úr
rekkju til að stela sér mat. Um
morguninn kemst þjófnaðurinn
upp og aftur grípur Oddur bóndi
hrísvöndinn og losar fötin af
SJÁ NÆSTU SÍÐU.
Mynd: Gísli Sigurðsson
Hann náði sér í bita og ætlaði að snúa aftur til rúms sins, en á baðstofupallinum stóð Oddur bóndi
Stigsson og hafði limmikinn hrísvönd i hendi.
útlit hans og hoid í ágætu lagi og
Bergur Einarsson í austurbænum
ber það síðar fyrir rétti að útlit
drengsins hafi verið „skamm-
laust" fyrir jól. En rúmlega þrem-
ur mánuðum síðar ber Páll Júlíus
Pálsson sjálfur vitni í máli sínu:
hordautt lík með kolbrandskaun á
fótum.
I frásögn Sverris Kristjánsson-
ar segir svo m.a.: í byrjun þorra
opnast sárin aftur á fótum Páls
Júlíusar, það vellur úr þeim daun-
ill, korglituð vilsa. Einstaka sinn-
um þvær Oddur bóndi sár drengs-
ins úr karbóluvatni, en aldrei er
leitað læknis, það er ástæðulaust
að vera með nokkurn velluskap við
sveitarómaga. Sárin stækka á fót-
um drengsins og holdin tálgast
utan af honum. Bergur Einarsson,
bóndi í austurbænum, sér mikinn
mun á honum síðan fyrir jól. Pilt-
urinn kemur einstaka sinnum í
austurbæinn, enginn veit til hvers,
því að hann segir aldrei neitt.
Hann gengur haltur, en fólkið á
austurbænum hefur ekki hug-
mynd um fótasár hans, því að pilt-
urinn minnist ekki á þau við nokk-
urn mann. Hann kvartar aldrei
um að hann sé svangur, hefur
aldrei orð á því, að illa sé farið
með sig. Páll Júlíus Pálsson er
ekki að bera húsbændur sína út á
öðrum bæjum. Venjulega er vikið
að honum bita eða sopa. Síðan
röltir hann heim í vesturbæinn,
„magur og gauðarlegur", eins og
Bergur Einarsson orðar það fyrir
réttinum.
Síðan tekur fyrir komur piltsins
á austurbæinn, Oddur hefur fund-
ið að því við hann og bannað hon-
um flakk á aðra bæi. Nú gerði
hann ekki víðreistara en milli
fjóss og vatnsbóls. Páll Júlíus
Pálsson má ekki lengur rölta á
austurbæinn með hina orðlausu
ákæru í augum sínum.
Grátid vid fjósverkin
Hinn 7. marz elur Margrét hús-
freyja Eyjólfsdóttir barn og
sendir faðir hennar vinnukonu
sína, Márgréti Þorleifsdóttur,
heim að Skaftárdal til að aðstoða
við heimilisstörfin á meðan hús-
freyja liggur á sæng. Margrét
Þorleifsdóttir verður síðar vitni í
máli sveitarómagans á bænum.
Margrét ber honum þá sögu, að
hann hafi verið tregur til vinnu,
sérstaklega til þeirra verka sem
Oddur skipaði honum að vinna í
fjósi. Aldrei heyrði hún þó piltinn
bera fram neinar ástæður fyrir
vinnutregðu sinni. Hann fór sér
hægt við fjósverkin og nokkrum
sinnum heyrði Margrét vinnukona
drenginn hljóða og gráta niðri í
fjósinu, og hún taldi áreiðanlegt,
að hljóð drengsins hefðu heyrst
upp á baðstofupallinn. Ekki for-
vitnuðust neinir um hljóðin í pilt-
inum og vinnukonan bar það fyrir
rétti, að hún vissi ekki hvers
vegna hann hefði verið að hljóða,
enda spurði hún einskis. Hún
kvaðst ekkert hafa vitað um að
drengurinn hefði sár á fótunum.
Margrét sagði ennfremur að hún
hefði ekkert fylgst með hvort
drengurinn fékk mikið eða lítið að
borða. Hún gaf Páli Júlíusi þann
vitnisburð, að hann hefði verið
„hæglátur í framgöngu og fremur
gauðarlegur" og henni hafi „sýnst
hann heldur grannleitur", og er
þetta lýsing hennar á drengnum
hálfum mánuði fyrir andlát hans.
Síðasta föstudag í góu, 20 marz
1903, koma tveir hreppsnefndar-
menn að Skaftárdal til að skoða
heyforða og ásetning hjá Oddi
bónda Stígssyni. Þeir þiggja kaffi
í baðstofunni og bera það síðar
fyrir rétti, að Páll Júlíus Pálsson
hefði setið klæddur að ofan á rúmi
sínu og hafi þeir heilsað honum en
pilturinn tekið kveðju þeirra dauf-
lega. Virtist þeim pilturinn
„eymdar- eða gauðarlegur á svip“
og var það í þriðja sinn, sem þetta
lýsingarorð var fest við Pál Júlíus
í þingbókinni. Pilturinn sneri sér
að þeim til hálfs og spurði, hvort
faðir sinn, Páll^Hannesson, væri á
Hörgslandi og hvort hann ynni
nokkuð. Var honum sagt að Páll
Hannesson væri að vísu á Hörgs-
landi, en mundi vinna lítið. Ekki
mælti pilturinn fleira við gestina,
og riðu hreppsnefndarmennirnir
síðan á brott, en Páll Júlíus Páls-
son sat eftir á rúmi sínu, um-
komulaus og þögull.
Næsta dag var skírnarveisla í
Skaftárdal, en Páll litli lá fyrir í
rúmi sínu og tók ekki þátt í veislu-
gleðinni. Séra Sveinn Eiríksson
framdi embættisverkið, en „veitti
piltinum enga verulega eftirtekt",