Morgunblaðið - 28.11.1982, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. NÓVEMBER 1982
33
Afmælishátíð Bústaðasóknar
— Borgarstjóri ræðumaður á kvöldsamkomu
FYRSTI sunnudagur í aðventu hefur
verið kirkjudagur Bústaðasóknar nú
í mörg ár. Að þessu sinni er ríkulegri
ástæða en fyrr til hátíðahalds, þar
sem söfnuðurinn er þrjátíu ára á
þessu ári. Mun formaðurinn, As-
bjöm Björnsson, minnast i hátíðar-
ræðu um kvöldið helztu þátta í sögu
sóknarinnar, en auk hans hafa þeir
Axel L. Sveins og Guðmundur Hans-
son gegnt formennsku í sóknar-
nefnd. Prestar hafa verið tveir, séra
Gunnar Árnason til 1964 og séra
Olafur Skúlason, dómprófastur, síð-
an. Dagskrá kirkjudags er að hefð-
bundnum hætti með barnasamkomu
kl. II árdegis og guðsþjónustu kl.
2.00. Einsöng syngja þau Elín
Óskarsdóttir og Kjartan Ólafsson,
en organleikari er Guðni Þ. Guð-
mundsson.
Eftir messuna er boðið að
veizluborði Kvenfélagsins, en kon-
urnar hafa lengi verið rómaðar
fyrir myndarskap og snilli í
bakstri. En fjáröflun beinist nú að
því að fá steinda glugga lista-
mannsins Leifs Breiðfjörðs í kór-
glugga kirkjunnar. Eru komnar 6
slíkar rúður nú þegar, aðrar 6
koma fyrir jól og síðan 12 — von-
andi — á hverju ári þar til fulllok-
ið verður. Hafa margar gjafir ver-
ið þegnar og góður stuðningur vel
þeginn enda eykur listaverkið
mjög við fegurð helgidómsins.
Kl. 8.30 í kvöld hefst síðan að-
ventusamkoman með ávarpi for-
manns Bræðrafélagsins Sigurðar
B. Magnússonar, en ræðumaður er
borgarstjórinn í Reykjavík, Davíð
Oddsson. Guðni Þ. Guðmundsson
leikur á orgelið og stjórnar kirkju-
kórnum og sveit 7 ára barna, sem
leikur á fiðlur og flautur, og flutn-
ingi þverflautukvartetts. Ein-
söngvarar eru Hjálmar Kjart-
ansson og Kolbrún á Heygum. Og
að venju lýkur samkomunni með'
því að kertin eru tendruð og sókn-
arpresturinn annast helgistund. Á
liðnum árum hafa færri komizt í
kirkjuna en vildu hinn fyrsta
sunnudag í aðventu, svo að nú
verður komið fyrir sjónvarpstækj-
um í safnaðarsölunum, sem sýna
altari kirkjunnar og það sem þar
fer fram.
Bústaðasöfnuður hefur um
margt verið í fararbroddi í kirkju-
legu starfi, og þó að 30 ár séu ekki
langur tími sér þess víða stað, að á
vegum safnaðarins hefur verið
unnið gott og Guði þóknanlegt
starf. Allir eru vitanlega velkomn-
ir í Bústaðakirkju á sunnudaginn
sem endranær, en kökum er veitt
móttaka milli milli kl. 10 og 2 á
sunnudaginn.
Eigum hátið við upphaf aðventu
og hefjum jólaundirbúninginn á
réttan hátt.
(Krá Itústaðakirkju)
Aðventukvöld í Breiðholtssókn
SUNNUDAGINN 28. nóvember
verdur aðventusamkoma Breið-
holtssafnaðar haldin í samkomusal
Breiðholtsskóla, og hefst hún kl.
20.30. Að þessu sinni verður m.a.
kirkjukórinn með söngdagskrá, en
auk þess syngja ungar stúlkur, sem
nefna sig Agape.
Erindi kvöldsins mun Andrés
Kristjánsson ritstjóri flytja. í lok
samkomunnar verður helgistund
við kertaljós. Auðvitað eru allir
hjartanlega velkomnir. Aðventu-
kvöldin eru orðin fastur þáttur í
starfsemi safnaðarins hin síðari
árin og full ástæða til að vekja á
þeim athygli.
í næstu viku fer fram fjársöfn-
un til kirkjubyggingarinnar, því
að nú er stórt verkefni framund-
an: að fullgera kirkjuna að utan.
og það þarf að gerast í einu átaki.
Allt efni er tilbúið til þess að sú
vinna geti hafist, en afla þarf
meiri peninga, til þess að unnt sé
að halda áfram án tafar. Fram-
kvæmd þessarar fjársöfnunar er
öll á vegum kirkjubyggingar-
nefndar og vel að öllu staðið. Von-
ir standa til, að allir sem leitað
verður til, leggi þessu þarfa máli
lið af góðum hug. Þökk sé öllum,
sem þarna leggja hönd að.
Safnaóarnefnd Breiöholtssóknar
Við minnum á
Elúiu Pábnadóttur
í prófkjöri
Sjálfstæðisflokksins
Viö viljum Elínu á þing:
• Vegna beinna kynna hennar af borgar-
búum og málefnum þeirra sem borgar-
fulltrúi um árabil og blaöamaöur á ferö í
tvo áratugi. Hún hefur sýnt aö hún tekur
mannlega á málum.
• Hún hefur hugkvæmni, kjark og dugnaö til
aö nýta sína reynslu af málefnum Reykja-
víkur og þekkingu til aö koma málum fram.
• Rétta þarf hlut kvenna í þingliöi Sjálfstæö-
isflokksins.
Studningsmenn
Þeir sem eru sama sinnis og viö, hafi samband viö okkur í Dugguvogi 10 (Sigurplast)
eftir kl. 5 og um helgina. Símar 35590 og 32330.
Prófkjör sjálfstœðismanna í Reykjavík
vinnum aö
stefnufestu í
stjórnmálum
kjósum______
Ragnhildi
á þing/
Ath. aó til þess aö
kjörseöill sé gildur
þarf aö krossa viö
a.m.k. 8 nöfn, en mest 10.
Stuöningsmenn