Morgunblaðið - 28.11.1982, Side 39

Morgunblaðið - 28.11.1982, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. NÓVEMBER 1982 39 • Ekki óalgeng sjón á knattspyrnuleikvöllum I Brasilíu. Áhorfendur hafa hlaupið inní í lok leiks og fagna leikmanni eftir að sigur hafði unnist. • Frá leik Flamengo og Liverpool um heimsmeistaratitil félagsliða. Liver- pool var yfirspilað algjörlega og tapaði 3—0. margt um styrkleika Flamengo því Vitor er ekki fastur maður í liðinu. Hins vegar valdi landsliðs- þjálfarinn, Tele Santana, ekki Vit- or og Adilio í sjálft liðið sem tók þátt í lokakeppninni á Spáni. Aðstaða félagsins, Estadio da Gavea, er mjög fullkomin og auk fótboltavallar býður hún upp á marga möguleika á íþróttasviðinu, svo sem sund, leikfimi, innan- hússfótbolta o.fl. Ný íþróttahöll á svæðinu ber nafn þjálfara þeirra, sem drukknaði sl. vetur fyrir utan strönd Rio de Janeiro. Hann náði mjög góðum árangri með Flam- engo en hafði áður starfað með landsliðinu og hlaut gagnrýni fyrir, einkum í heimsmeistara- keppninni í Argentínu og eftir hana. Þótti hann leggja of mikið á leikmenn sína og skapa hjá þeim of mikla spennu. Eitt sinn þegar Flamengo hafði sigrað Boca Junior, með Mara- dona, 2—0 í vinaleik sagði hinn reyndi markmaður Argentínu- liðsins Hugo Gatti: „Það er greinilegt að leikmenn Flamengo hafa ánægju af því að leika knattspyrnu. Þetta hugarfar hefur því miður alveg gleymst hjá okkur í Argentínu, því þar snýst allt um tæknihliðina." Það var hinum 33 ára Paulo Cesar Carpegiani að þakka að liðið hélt áfram á sömu braut. Hann var leikmaður í brasilíska lands- liðinu og jafnframt í Flamengo þar til hann varð þjálfari þess árið 1981. Það ár lék Flamengo 80 leiki en rúsínan varð svo sigurleikurinn í Tokyo á móti Liverpool, sem fyrr er getið. Ævintýrið hélt áfram eftir leik- inn þar sem leikmenn dvöldu eina viku í Honolulu ásamt eiginkon- um. Þjálfarinn Carpegiani hefur greinilega ekki áhyggjur af álag- inu og fjölda leikja: „Á tæpum mánuði spiluðum við 12 leiki, þar á meðal mikilvægan leik í „Copa de Libertadores“-keppninni og keppninni um meistaratitil í Rio. Við spilum best þegar við erum undir miklu álagi, en þegar við slöppum af þá stöndum við okkur að því að gera heimskuleg glappa- skot.“ 400.000 fyrir leikinn Frægð Flamengo skapast ekki hvað síst af velgengni þess í S-Ameríkukeppnum og eftir sig- urinn á móti Liverpool fannst stjórn Flamengo tilvalið að hækka þóknunargjaldið fyrir slíka gesta- leiki. Nú kostar það litlar 400.000 krónur að fá Flamengo til að leika en þeir líta einungis við Evrópu- löndum og lágmarkið eru fimm leikir. Brasilísk knattspyrna ber alveg' sérstakt og einstakt yfirbragð sem skapast af því að leikmennirnir virðast hafa meðfædda knatt- spymuhæfileika og ótakmarkaða ást á tuðrunni. Má með sanni segja að þar fari saman og vel saman áhuga- og at- vinnumennska. Þýtt og endursagt. SOPHIA klassísk fegurö,nýtt ilmvatn frá DALFELL HEILDVESLUN LAUGAVEGI 116 SÍMI 23099 Oxycut Oxycut er logsuöu- og skuröartæki sem vert er aö skoöa nánar. Kynning á þessum tækjum veröur hjá Istækni hf., Ármúla 34, laugardaginn 27. nóv. frá kl. 9.00—17.00 og sunnudaginn 28. nóv. frá kl. 10.00—16.00. ösQagDsDDD OiíL Ármúla 34 Símar 34060 — 34066

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.