Morgunblaðið - 11.12.1982, Page 1
72 SÍÐUR
278. tbl. 69. árg.
LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1982
Prentsmiöja Morgunblaösins
Hafréttarráðstefna SÞ:
Sáttmálinn undirrit-
aður af 120 ríkjum
Montego Bay, Jamaica, 10. de8ember. Al\
Hafréttarsáttmálinn var í dag und-
irritaður af fulltrúum 120 ríkja við
sögulega athofn, sem leiðir tii mynd-
unar alþjóðlegrar hafsbotnsnefndar
er skipuleggja mun vinnslu málma af
hafsbotni.
Tuttugu og eitt þeirra ríkja, sem
áttu aðild að gerð sáttmálans, und-
„Sérfræðinga-
ráð“ kosið
í Iran
Nicosia, Kypur, 10. desemlKT. AP.
MILLJÓNIR írana gengu að kjör-
borðinu í dag til að kjósa sérstakt
„sérfræðingaráð", sem mun síðan
velja einstakling eða nefnd til að
taka við af Ayatollah Kuhollah
Khomeini við dauða hans, sam-
kvæmt fregnum frá hinni opinberu
írönsku fréttastofu, Irna, í dag.
Samkvæmt fregnum frétta-
stofunnar munu kjörstaðir hafa
verið opnaðir klukkan sjö í morg-
un að staðartíma og munu þeir
verða opnir í tíu klukkustundir.
Kjósendur munu velja 83 með-
limi í ráðið af 146 frambjóðend-
um, en mikill áróður hefur verið í
landinu að undanförnu og allir
kjósendur verið hvattir til að
neyta atkvæðisréttar síns. Allir
íranir sem eru eldri en 16 ára
hafa kosningarétt.
Fréttir útvarpsins í Teheran
herma að allur akstur bifhjóla
hafi verið bannaður í borginni á
kosningadaginn „til að koma í
veg fyrir hugsanleg samsæri
gagnbyltingarmanna".
irrituðu hann ekki í dag, en meðal
þeirra voru Bandaríkin, Vestur-
Þýskaland, Belgía og Bretland.
Þessi ríki eru á móti ákvæðum
sáttmálans sem varða vinnslu
málma af hafsbotni. Japan undir-
ritaði ekki heldur samninginn í dag,
en þarlend stjórnvöld hafa áður til-
kynnt að vel sé hugsanlegt að þau
undirriti hann síðar.
Yfirmenn Sameinuðu þjóðanna
tilkynntu við undirritunina í dag,
að yfirvöld Fiji-eyja í Kyrrahafi
hefðu þegar staðfest undirritun
sína, en sáttmálinn gengur í gildi
þegar sextíu ríki hafa staðfest und-
irritun fulltrúa sinna.
Fulltrúar ríkjanna undirrituðu
samninginn í stafrófsröð og hófst
undirritunin klukkan níu í morgun
að íslenskum tíma og var Perez de
Cuellar aðalritari SÞ viðstaddur
ásamt meira en 220 fulltrúum ríkj-
anna 129. Sjá nánar á bls. 2.
Reagan um Pólland:
Mynd þessi er tekin í Buenos Aires í dag og sýnir hvar lögreglulið á hestum og
lögreglubifreiðum reyndi að stöðva mannfjölda er safnast hafði saman og mótmælti
mannréttindabrotum í landinu og krafðist lausnar pólitískra fanga og upplýsinga
um þúsundir „horfinna" manna.
Afnám herlaga leiðir til
slökunar á refeiaðgerðum
Washington, 10. deNember. AP.
RONALD Reagan Banda-
ríkjaforseti hélt í dag ræðu er
varöaöi Pólland og framtíö
þess. Hann sagöi hugsanlegt
að yfirvöld í Póllandi afléttu
herlögum nú er þing kæmi
Friðarverðlaun
Nóbels afhent
Osló, 10. desember. AP.
ALVA Myrdal frá Svíþjóð og Alfonso Garcia Robles frá Mexíkó tóku í dag
við friðarverðlaunum Nóbels fyrir árið 1982, sem þeim var úthlutað sameig-
inlega vegna starfa þeirra í þágu afvopnunar.
Verðlaunaafhendingin fór fram í
dag á alþjóðlega mannréttindadegin-
um og sagði formaður Nóbelsverð-
launanefndarinnar, Egil Árvik, að
þau tvö hefðu skarað fram úr öðrum
sem til greina komu á tveimur svið-
um:
„í fyrsta lagi vegna þrotlausra
starfa í þágu afvopnunar hjá Samein-
uðu þjóðunum og í öðru lagi vegna
þeirra starfa sem þau hafa unnið við
að uppfræða mannkynið urú vanda-
mál vígbúnaðarkapphlaupsins og
sameiginlegrar ábyrgðar þess,“ sagði
formaðurinn við afhendinguna.
Verðlaunahafarnir hlutu hvor um
sig upphæð sem neraur um 1,15 millj-
ónum sænskra króna ásamt orðum og
heiðursskjölum.
Sjá nánar um Nóbelsverðlauna-
afhendingu í bókmenntum og vís-
indum bls. 18.
Friðarverðlaunaþegarnir Alva Myrdal og Alfonso Garcia Robles ræða við
Ólaf Noregskonung við afhendinguna í dag.
Utanríkisráðherrafundur Atlantshafsbandalagsins:
NATO vill áþreifanlegar
sannanir frá Sovétmönnum
Kríisstd, 10. desember. AP.
lltanríkisráðherrar Atlantshafs-
bandalagsins luku tveggja daga
fundi sínum í dag með þeirri yfirlýs-
ingu að hin nýja sovéska forysta
verði að sýna það með „áþreifanleg-
um sönnunum'* ef vilji hennar er
bætt samskipti við Vesturlönd.
George P. Shultz, utanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna, hélt
ræðu við lok fundarins og sagði
raunsæi vera nauðsynlegt til að
varðveita styrkleika Vesturlanda.
„Við erum reiðubúnir til viðræðna,
en hvort það hefur eitthvað að
segja á eftir að koma í ljós.“
Utanríkisráðherrarnir lögðu
einnig áherslu á það við lok fund-
arins að aðildaríki Atlantshafs-
bandalagsins séu reiðubúin til við-
ræðna um bætt samskipti við Sov-
étmenn, sem þau segja að hafi
margsinnis gefið í skyn að undan-
förnu að þau séu reiðubúin til
samninga, en hins vegar ekki verið
með neitt áþreifanlegt því til
sönnunar.
George P. Shultz hélt þegar að
loknum fundinum til viðræðna við
yfirmenn Efnahagsbandalags
Evrópu, en þar var ráðgert að til
umræðu yrðu kvartanir Banda-
ríkjamanna vegna niðurgreiðslna
landbúnaðarafurða sem grafi und-
an mörkuðum þeirra í öðrum lönd-
um.
Einnig var ítrekuð fyrri ákvörð-
un bandalagsins þess efnis að í
engu yrði hvikað frá fyrri áætlun
um að koma fyrir eldflaugum í
Vestur-Evrópu á næsta ári, nema
að Sovétmenn fallist á samkomu-
lag um raunverulegt eftirlit með
vígbúnaði í viðræðum þeim sem
fram fara í Genf um það efni.
saman, og ef um yrði að ræða
„raunveruleg skref í átt til
frelsis“, tæki hann refsiað-
geröirnar til gagngerrar end-
urskoðunar.
Reagan kynnti þessar
ákvarðanir sínar á fundi með
nokkrum fulltrúum þingsins og
hópi pólsk-bandarískra leiðtoga
og sagði: „Allar ákvarðanir í
þessu sambandi verða teknar í
samráði við bandamenn okkar,
en ef um einhverjar raunveru-
legar framkvæmdir verður að
ræða munum við taka okkar
eigin ákvarðanir. En afnám
herlaga, lausn pólitískra fanga
og viðræður milli stjórnvalda
og fulltrúa almennings í land-
inu er algjör forsenda þess að
til þess komi.“
Pólska þingið mun koma
saman á mánudag og er talið
líklegt að herlögunum, eða
hluta þeirra, muni verða aflétt.
Ekki er hins vegar talið að það
muni hafa miklar breytingar í
för með sér á næstu mánuðum
þó svo verði.
Yfirmenn hafa gefið í skyn
að flestir þeir er fangelsaðir
voru vegna setningar herlag-
anna verði látnir lausir fyrir jól
og einnig verði ferðalög gefin
frjálsari. Hins vegar er ekki
talið líklegt að þeir pólitískir
fangar er kallaðir eru „öfga-
menn“ af yfirvöldum verði
leystir úr haldi að sinni.
Pólsk yfirvöld hafa nú til-
kynnt að 10.131 maður hafi ver-
ið handtekinn á þessu ári sem
liðið er frá setningu herlaganna
og á miðvikudag hafi 317 þeirra
enn verið í haldi.