Morgunblaðið - 11.12.1982, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1982
Ljóðasafn eftir Guð-
rúnu P. Helgadóttur
BÓKAÚTGÁFAN Ujóðsaga hefur
gefið út bókina Ilratt flýgur stund,
Ijóðasafn eftir (íuðrúnu P. Helga-
dóttur fyrrv. skólastjóra. Bókin er
J05 bls. að stærð. Myndskreytingar
, eru eftir Hafstein Guðmundsson og
hönnuð bókarinnar. í umsögn Þjóð-
sögu um bókina segir:
„I þessari bók er ljóðunum skipt
í sex kafla. I fjórum þeirra eru
ljóð ort á ferðalögum, hin fyrstu
þeirra samin árið 1976 og hin síð-
ustu ort núna í sumar. Einnig er
kafli, sem höfundur nefnir Mínir
nánustu og lokakaflinn nefnist
Hugdettur, en flest þeirra ljóða
eru ort í sumar og í haust.
Ekkert þessara kvæða hefur
birst áður, en höfundur er kunnur
fyrir ritstörf sín á öðrum sviðum
bókmennta."
Guðrún P. Helgadóttir
Bókin er prentuð og bundin í
Prentsmiðjunni Odda.
Eldhús Framkvæmdastofnunar opnað á fimmtudag:
Hafréttarsáttmálinn undirritaður:
Rækjukokkteill, lamba-
steik og kaffi á 33 kr.
„Mikil hamingju-
stund og langþráð“
segir Hans G. Andersen, sendiherra
ELDHÚS Framkvæmdastofnunar
var formlega tekið i notkun i há-
deginu á fimmtudag, samkvæmt
upplýsingum sem Mbl. fékk hjá
Sigurjóni Gunnarssyni yfirmat-
sveini.
Þegar eldhúsið var tekið í
notkun var boðið upp á rækju-
kokkteil í forrétt, lambasteik í
aðalrétt og kaffi á eftir, en Sig-
urjón sagði að þá hefði verið um
„opnunarmatseðir að ræða. Síð-
an yrði eftirleiðis boðið upp á
venjulegan mat eins og tíðkaðist
í mötuneytum.
í mötuneyti Framkvæmda-
stofnunar eru seldir sérstakir
matarmiðar og kostar 60 miða
kort 500 krónur. Þannig kostar
hver miði 8 krónur og 33 aura, en
„opnunarmáltíðin“ kostaði 4
miða, sem jafngildir 33 krónum
og 33 aurum. Að sögn Sigurjóns
geta menn tekið með sér gesti,
en þá verða gestirnir að greiða
hliðstætt verð og tíðkast á veit-
ingastöðum. Sigurjón sagði einn-
ig að það verð sem krafist væri,
væri hliðstætt því sem gerðist í
öðrum mötuneytum, en þó ívíð
hærra.
„UNDIRSKRIFT hafréttarsáttmálans var mikil hamingjustund og langþráó
og ríkti mikil ánægja meðal fulltrúa þeirra 120 þjóða sem undirrituðu
sáttmálann," sagði Hans G. Andersen sendiherra en hann undirritaði sátt-
málann sem formaður íslenzku sendinefndarinnar og síðan undirritaði
Steingrímur Hermannsson sjávarútvegsráðherra sáttmálann á lokafundi
þriðju hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna á Jamaica.
Hans G. Andersen sendiherra
ávarpaði allsherjarfund hafrétt-
arráðstefnunnar á Jamaica. Hann
sagði m.a.: „Hér á sér stað sögu-
legur viðburður, þegar við komum
saman á Jamaica til þess að undir-
rita lokasamþykkt hafréttarráð-
stefnunnar og hinn langþráða haf-
réttarsáttmála. Hér er um að
ræða hápunkt þróunar sem hófst
fyrir nærri 35 árum. Upphaf
hennar má rekja til fundar alls-
herjarþings Sameinuðu þjóðanna
árið 1949. Þá hafði alþjóðalaga-
nefndin nýlega verið stofnuð og sú
nefnd hafði lagt til að þrjú verk-
efni yrðu á forgangslista hennar:
alþjóðasamningur, gerðardóms-
ákvæði og réttarreglur á úthafinu.
Ég var þá fulltrúi íslands í
sjöttu nefnd allsherjarþingsins,
sem fjallaði um lögfræðileg atriði
og bar fram tillögu um að hafrétt-
armál í heild sinni skyldu vera á
forgangslistanum — en eigi aðeins
reglurnar á úthafinu. Rökin voru
þau, að ekki væri hægt að segja til
um hvar úthafið byrjaði, nema
vitað væri hver víðátta lögsögu
strandríkisins skyldi vera Þessari
Ellefu ára
stúlka fyrir bíl
ELLEFU ára gömul stúlka hljóp
fyrir bifreið á Nesvegi laust fyrir
klukkan fjögur á fimmtudag.
Stúlkan var að koma úr strætó og
hljóp fram fyrir vagninn og fyrir
bifreiðina, sem var VW-sendibif-
reið. Stúlkan var flutt í slysadeild.
Meiðsli hennar reyndust ekki al-
varleg.
tillögu var mótmælt af þeim, sem
héldu því fram að mörk landhelgi
væru auðvitað 3 sjómílur og að
strandríkið hefði ekki lögsögu yfir
lífrænum auðlindum sjávar utan
þeirra marka.
íslenzka tillagan var samþykkt
og á árunum þar á eftir mælti ís-
land ávallt fyrir þeirri stefnu að
greina yrði glöggt milli landhelgi
og fiskveiðimarka og að hinir
ýmsu þættir hafréttarmála væru
svo nátengdir að fjalla yrði um þá
í heild.
Svo sem okkur er kunnugt náði
alþjóðalaganefndin aldrei sam-
komulagi um víðáttu landhelgi eða
fiskveiðimörk og lagði hún því til
að alþjóðaráðstefna yrði kvödd
saman. Þess vegna voru hafrétt-
arráðstefnurnar þrjár kvaddar
saman. Hin fyrsta 1958, önnur
1960 og hin þriðja 1973. Hér er því
um óslitna þróun að ræða í nærri
því 35 ár. Loksins liggur nú fyrir
árangurinn af samningi þeim sem
við höfum nú í höndum.
Fyrir land eins og ísland, sem
byggir afkomu sína á auðlindum
hafsins undan ströndum sínum,
eru ákvæði samnings þessa stór-
kostlegur árangur, þar sem þau
staðfesta fullveldisrétt strandrík-
isins yfir auðlindum innan efna-
hagslögsögunnar allt að 200 sjó-
mílur frá ströndum og auðlindum
landgrunnsins jafnvel utan 200
mílna. Innan efnahagslögsögunn-
ar tekur strandríkið allar ákvarð-
anir varðandi leyfilegan hámarks-
afla og möguleika sína til að hag-
nýta hann svo og ráðstöfun um-
framafla. Þessar ákvarðanir
strandríkisins verða ekki bornar
undir úrskurð þriðja aðila," sagði
Hans G. Andersen.
í gær var boðið upp á rósen-
kálsúpu og soðna smálúðu í há-
deginu og kostaði máltíðin 3
miða, sem jafngildir 25 krónum,
en það sagði Sigurjón hliðstætt
því sem gerðist annars staðar. I
kaffinu er boðið upp á kaffi,
brauð og köku og kostar það einn
miða, sem jafngildir 8' krónum
og 33 aurum.
Samkvæmt upplýsingum sem
Mbl. fékk í mötuneytinu í Arn-
arhváli kostar venjuleg máltíð í
hádegi um 25 krónur, en það
væri jafnaðarverð. Þar er yfir-
leitt á boðstólum súpa og aðal-
réttur, en ef um væri að ræða
heila kjötmáltíð væri súpunni
oft sleppt. I kaffinu er boðið upp
á kaffi, sem kostar 4 krónur og
einnig brauð og þ.h., sem kostar
4—5 krónur.
Frá ráóstefnu Félags ísl. iðnrekenda í gær um „iðnróbóta" og framtíðina.
Víglundur Þorsteinsson, formaður FÍI.:
„Iðnróbótar“ geta tryggt okkur
raunhæfa 40 stunda vinnuviku
VÍGLUNDUR Þorsteinsson, formaður Félags ísl. iðnrekenda, sagði í ræðu
við setningu ráðstefnu félagsins um „iðnróbóta" og framtíðina í gær, að
íslendingum lægi beinlínis á að hefja hagnýtingu „iðnróbóta" í stónim stíl,
þar sem þeir mundu geta fært okkur raunhæfa 40 stunda vinnuviku á
komandi árum og áratugum og stórbætt lífsskilyröi hér á landi.
Ráðstefna þessi var haldin á
vegum íslenzkra iðnrekenda í
samvinnu við samtök í Bretlandi
og Danmörku, sem fjaiia um „rób-
óta“ eða vélmenni, eins og þessi
tæki hafa verið nefnd á íslenzku,
Ráðstefnan var skipulögð af Jóni
H. Magnússyni, verkfræðingi, en
ráðstefnustjóri var dr. Ingjaldur
Hannibalsson. Erindi fluttu á
ráðstefnunni T.E. Brock frá Brit-
ish Robot Association og H. Knud-
sen og J. Nielsen frá Dansk Rob-
otforening. Ennfremur fluttu er-
indi Jón H. Magnússon verkfræð-
ingur og Ásmundur Stefánsson
forseti ASÍ.
Víglundur Þorsteinsson sagði í
ræðu sinni, að með þessari ráð-
stefnu vildi Félag ísl. iðnrekenda
reyna að hefja jákvæða umræðu
um þennan þátt í iðnþróun fram-
tíðarinnar. Hann benti á að „rób-
ótum“ fjölgaði jafnt og þétt í
þróuðum iðnríkjum og myndi
fjölga enn hraðar á næstu árum.
Víglundur sagði, að nokkurs ótta
hefði gætt við þessa þróun vegna
atvinnuástands og sagði af því til-
efni: „Því verður ekki haldið fram
með nokkrum rökum, að „iðnrób-
ótar“ hafi hingað til svipt fólk at-
vinnu sinni. Miklu fremur er hægt
með rökum að halda því fram, að
þeir hafi treyst atvinnu í þeim há-
þróuðu iðnaðarríkjum, sem hafa
fært sér tæknina í nyt.“
Einar A. Jónsson látinn
EINAR Angantýr Jónsson, aðalfé-
hirðir Sparisjóðs Reykjavíkur og ná-
grennis, er látinn, 62 ára að aldri.
Einar starfaði í um 40 ár í
Sparisjóðnum. Hann var fram-
kvæmdastjóri skemmtigarðsins Tf-
volí á árunum 1955—59. Fram-
kvæmdastjóri Fegurðarsamkeppni
íslands um langt skeið og dæmdi oft
í alþjóðlegum fegurðarsamkeppnum
á erlendri grund.
Einar fæddist þann 26. maí 1920
í Kaupmannahöfn, sonur hjón-
anna Jóns Axels Péturssonar,
bankastjóra og Guðrúnar Ágústu
Jóhannsdóttur. Hann brautskráð-
ist frá Verzlunarskóla íslands
1938 og lauk námi í niðursuðu ári
síðar. Hann var framkvæmda-
stjóri Niðursuðuverksmiðju Akra-
ness um tveggja ára skeið. Þá
snéri hann aftur til Reykjavíkur
og hóf störf við Sparisjóð Reykja-
víkur og nágrennis og starfaði þar
í um 40 ár.
Einar Jónsson var aðalhvata-
maður að stofnun Kiwanis-hreyf-
ingarinnar á Islandi og var fyrsti
forseti fyrsta Kiwanisklúbbsins á
íslandi — Kiwanisklúbbsins
Heklu. Auk starfs síns í Kiwanis-
hreyfingunni vann Einar að
margs konar félágsmálum.
Þann 14. júní 1941 kvæntist
hann Herdísi Alvilde, sem lifir
mann sinn. Þeim varð þriggja
barna auðið og eru tvær dætur
þeirra á lífi.