Morgunblaðið - 11.12.1982, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 11.12.1982, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1982 tegundir af dömu- sloppum Ótrúlegt úrv»> Loðsloppar st. 34—38. Rautt — Ljóslillað. Verð 1.195,- Veloursloppar st. 38—48. Vínrauöur. Verð 1.540,- Takið eftir Veloursl. Frottesl. Loðsl. Silkisl. Vattsl. Verö frá 455.- Verö frá 540,- Vpi *. í-~ cn<; . ve' Verð frá 525. veru n a wibv. Verð frá 430,- Sendum gegn póstkröfu lympí Laugaveg 26 S. 13300 Blaðburóarfólk óskast! Austurbær Vesturbær Lindargata 1—29 Garöastræti Freyjugata 28—49 Faxaskjól Snorrabraut 61 — 87 Laugavegur 1—33 Úthverfi Gnoðarvogur 44—88 Hjallavegur, Nökkvavogur, Skipasund AF ERLENDUM VETTVANGI eftir GUÐM. HALLDÓRSSON • Hermenn MPLA ganga fylktu liði um götur Luanda, vopnaöir B-40 flugskeyti. Færist Angolastjórn nær Vesturlöndum? FULLTRÚAR Angola og Suöur-Afríku hafa í fyrsta skipti rsözt viö um ágreining sinn um sjálfstæði Suðvestur-Afríku, Namibíu. I»ótt engin tilkynn- ing væri birt um fund þeirra á Grænhöföaeyjum má telja víst aö rætt hafi verið um brottflutning Kúhumanna frá Angola og Suður-Afríkumanna frá Namibíu. Óstaöfestar fréttir herma að einnig hafi veriö rætt um aö koma á fót vopnlausu svæöi meðfram landamærum Angola og Namibíu. En fréttir herma að Angolastjórn leggist sem fyrr eindregið gegn tilraunum Bandaríkja- manna og Suður-Afríkumanna til að tengja saman brottflutning Kúhumanna og Suður-Afríkumanna. IWashington var sagt að fund- urinn væri „jákvæður atburð- ur, sem gæti bætt horfur á lausn vandamála heimshlutans". Suð- ur-Afríkumenn segja að þeir muni ekki veita Namibíu sjálfstæði nema kúbanska herliðið fari frá Angola og því hefur Bandaríkja- stjórn talið brottflutning Kúbu- manna nauðsynlegan. Suður- Afríkumenn segja að dvöl Kúbu- manna muni valda ótryggu ástandi í Namibíu eftir að landið fær sjálfstæði og Kúbumenn muni styðja þjóðernissinnaða blökku- menn í baráttunni fyrir því að steypa stjórn hvíta minnihlutans í Suður-Afríku. Þeir taka fram að árásir þeirra beinast gegn skæru- liðum blökkumanna, ekki Angola. Stjórnin í Luanda hefur aftur á móti ekki viljað tengja saman brottflutning Kúbumanna frá Angola og Suður-Afríkumanna frá Namibíu, þar sem málin séu óskyld, og segir að stuðningur Bandaríkjamanna við afstöðu Suður-Afríkustjórnar hafi dregið lausn Namibíu-málsins á langinn. Luanda-stjórnin hefur líka sagt að kúbanskt herlið verði um kyrrt í Angola þangað til Suður-Afríku- menn hætti árásum á Angola og hörfi frá Namibíu, en jafnskjótt og það hafi gerzt verði kúbönsku hermennirnir sendir heim. Kúbanskir hermenn komu fyrst til Angola síðla árs 1975 og hjálp- uðu, ásamt Rússum og Austur- Þjóðverjum, marxistahreyfing- unni MPLA að sigra tvær aðrar frelsishreyfingar, sem höfðu koll- varpað nýlendustjórn Portúgala; Unita-hreyfingu Jónasar Savimbi og Þjóðfylkinguna til frelsunar Angola. Síðan tókst MPLA með stuðningi Kúbumanna að hrinda meiriháttar innrás, sem Suður- Afríkumenn gerðu með leyni- legum stuðningi Bandaríkja- manna 1976 til að stöðva árásir skæruliða blökkumanna á Nami- bíu. Suður-Afríkumenn hafa gert ítrekaðar árásir á bækistöðvar, sem skæruliðar úr blökkumanna- samtökum SWAPO í Namibíu hafa haft í Angola í 11 ár. Talið hefur verið að kúbönsku hermennirnir séu 12—15.000 tals- ins, e.t.v. allt að 20.000, en sam- kvæmt síðustu upplýsingum hafa Kúbumenn sent 10.000 menn í viðbót, þannig að nú eru þeir allt að 30.000. Auknar hernaðarað- gerðir Suður-Afríkumanna hafa átt þátt í fjölgun kúbönsku her- mannanna, en fjölgunin stafar fyrst og fremst af auknum aðgerð- um skæruliða Savimbi. Jónas Savimbi: „Höfum náð yfir- höndinni." Stjórn Grænhöfðaeyja, sem er einnig fyrrverandi portúgölsk ný- lenda, hefur lengi boðizt til að miðla málum í deilunum og vara- forseti Kúbu, Juan Bosque, mun væntanlegur þangað til viðræðna við leiðtoga landsins. Fundurinn á Grænhöfðaeyjum fylgdi í kjölfar Afríkuferðar George Bush vara- forseta og flókins samkomulags Angola, Suður-Afríku og Savimbi um fangaskipti. Bush sagði í ferð- inni að íhlutun Kúbumanna hefði grafið undan „gagnkvæmri still- ingu Bandaríkjanna og Sovétríkj- anna í þróunarheiminum“, sem hann kvað nauðsynlega til að varðveita öryggi í Afríku og jafn- vægi í heiminum. Um fangaskipt- in sagði bandarískur talsmaður að þau sýndu að „áfram gæti miðað í samkomulagsátt". Orð Bush og fleiri sólarmerki hafá bent til þess að fremsta markmið Bandaríkjastjórnar með því að ná fram brottflutningi Kúbumanna sé ekki lengur að leysa Namibíu-málið, heldur að færa Angola út af hagsmunasvæði Sovétríkjanna, fá landið til sam- vinnu við Vesturlönd og hefta framrás Rússa í Afríku. Jónas Savimbi hefur sagt að Bandaríkjastjórn hafi fullvissað sig um að hún vilji myndun „sátta- stjórnar" í Angola, auk brott- flutnings Kúbumanna. öryggis- málaráðherra Angola, Juliao Mateus Paulo ofursti, sagði nýlega að stefna Bandaríkjastjórnar mið- aði að því að fá Luandastjórnina og Savimbi til að setjast að samningaborði. Savimbi sagði nýlega i viðtali að hann væri andvígur Sovétríkjun- um, en ekki kapitalisti og hlynntur blönduðu hagkerfi, m.a. ríkis- rekstri helztu atvinnufyrirtækja. Hann væri fús til viðræðna við MPLA jafnskjótt og kúbönsku hermennirnir væru farnir. Kúbu- mennirnir væru aðallega notaðir til að hrinda árásum skæruliða Unita og öll rök mæltu með brottflutningi Kúbumanna um leið og Suður-Afríkumenn hörfuðu frá Namibíu. En hann vill ekki al- þjóðlegt friðargæzlulið. „Það mundi gera Angola að öðru Líban- on,“ sagði hann. Bandarískur fréttamaður sá marga sovézka flutningabíla og nokkra brynvagna þegar hann heimsótti aðalstöðvar Savimbi nýlega og taldi líklegt að suður- afríski herinn hefði tekið þá her- fangi í árásum á stöðvar SWAPO. Savimbi vildi ekki svara því hvar hann fengi hergögn, þótt hann fái þau ugglaust frá Suður-Afríku. Hann var nýlega í Washington og ræddi við fulltrúa Bandaríkja- stjórnar. Heimsóknin fyllti hann bjartsýni, því að hann nýtur auk- ins stuðnings bandarískra þing- manna, sem eru hrifnir af baráttu hans gegn kommúnisma, enda er slík afstaða fágæt hjá blökku- mannaleiðtoga í suðurhluta Af- ríku. Savimbi viðurkenndi að stjórn- arherinn hefði náð tveimur búða hans í júlí. „Ástandið var mjög erfitt, en síðan í september höfum við aftur náð yfirhöndinni," sagði hann. Hann hefði aukið árásir sín- ar á síðustu þremur mánuðum, einkum á bílalestir. Athafnasvæði skæruliða hans nær yfir a.m.k. tvo þriðju landsins að sögn aðstoð- armanna hans og þriðjungur landsins er á valdi skæruliða. Sav- imbi kvaðst hafa 30.000 vopnaða stuðningsmenn, þar af 14.000 manna fastaher beint undir sinni stjórn, en fyrir tveimur árum hefðu þeir verið aðeins 15.000. „Við tökum þátt í mjög miklum orrustum þessa dagana," sagði hann og fullyrti að þeir sem tækju þátt í bardögunum skiptu þúsund- um. Áhrif Bandaríkjamanna hafa aukizt í Luanda. Nokkrar banda- rískar sendinefndir, m.a kaupsýslumanna, hafa komið þangað nýlega. Fyrirtækið Gulf Oil annast rekstur oiíulinda lands- ins, aðaltekjulindar landsmanna — en Kúbumenn gæta mannvirkj- anna. Rúmum helmingi gjaldeyr- istekna Angolamanna í fyrra var varið til að kosta aðstoð Kúbu og annarra fylgiríkja Sovétríkjann, eða 1,8 milljarð dollara. Bandaríkjamenn hafa aldrei viðurkennt stjórnina í Luanda, en það gæti gerzt að dómi sérfræð- inga ef hún sveigði í lýðræðisátt. Vera má að MPLA gæti fallizt á að Savimbi fengi sæti í stjórninni í Luanda, en ólíklegt er talið að hreyfingin myndi fallast á kosn- ingar. Savimbi hefur mikið fylgi til sveita og MPLA ætti fullt í fangi með að sigra hann í kosning-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.