Morgunblaðið - 11.12.1982, Page 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1982
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1982
21
fKwBtmÞlitfrifr
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift-
argjald 150 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 12 kr. eintakið.
Nýtt málgagn
Framsóknar?
Morgunblaðið hefur í tvö
ár haldið uppi harðri
gagnrýni á málsmeðferð iðn-
aðarráðherra á deiluefnum og
viðræðum við Alusuisse. Meg-
inkrafa okkar, að ná fram
hækkuðu raforkuverði, leið-
réttingu á skattareglum og
stækkun álversins væri löngu
í höfn, ef ráðherrann hefði
ekki klúðrað málinu, og deilur
um súrálsverð og fleira mátti
leggja í gerð, samkvæmt
samningum milli aðila. Hið
lága rafmagnsverð síðustu
misseri hlýtur því að skrifast
fyrst og fremst á reikning
iðnaðarráðherra.
Þegar á árinu 1979 var ljóst
að forsendur samningsins frá
1975 höfðu breytzt verulega
þar sem orkuverð í heiminum
hafði stórhækkað. Af hálfu
iðnaðarráðherra var þó látið
undir höfuð leggjast að hefja
endurskoðun samninga.
Samningsákvæði um endur-
skoðun á ársreikningum
ISAL vóru ekki nýtt frá árinu
1975 til 1981, er ráðherra birti
að hluta til endurskoðun fyrir
árið 1980.
Þegar í desember 1980 bauð
þingflokkur sjálfstæð-
ismanna samstarf við iðnað-
arráðherra um athugun á
viðskiptum Alusuisse og ís-
lendinga. Því boði var þá í
engu sinnt. Það var ekki fyrr
en í júlí 1981 að ráðherra
skipar „nefnd til að eiga við-
ræður við Alusuisse um skoð-
anaágreining...
Síðan hefur iðnaðarráð-
herra haldið þann veg á mál-
um, að ástæða er til að draga
í efa, að hann hafi nokkru
sinni stefnt að samkomulagi.
Þess vegna fluttu tíu þing-
menn Sjálfstæðisflokksins
tillögu til þingsályktunar
þegar í haust, þess efnis, að
Alþingi kysi 7 manna nefnd
til viðræðna við Alusuisse,
þar sem fjallað yrði um eftir-
talin meginatriði: að ná fram
hækkuðu raforkuverði, að
endurskoða gildandi samn-
ingsákvæði um framleiðslu-
gjald, möguleika á stækkun
verksmiðjunnar, hugsanlega
framleiðslu rafskauta hér-
lendis og síðast en ekki sízt að
ieiða til lykta skoðanaágrein-
ing varðandi samning um ál-
bræðsluna í Straumsvík.
Framsóknarflokkurinn,
sem lengst af þessu tímabili
stóð að baki iðnaðarráðherra,
treystir sér ekki lengur til að
bera ábyrgð á axarsköftum
hans. Guðmundur G. Þórar-
insson alþingismaður, fulltrúi
flokksins í álviðræðunefnd,
segir sig úr henni, lýsir
ábyrgð á hendur ráðherra og
ægir hann annað hvort ekki
vilja semja eða ekki geta sam-
ið um þessi íslenzku hags-
munamál, nema hvort tveggja
sé. Látið er að því liggja að
ráðherrannn hafi allan tím-
ann stefnt að því sem hann
kallar „einhliða aðgerðir".
Þegar Guðmundur G. Þór-
arinsson og þingflokkur
Framsóknarflokksins taka
seint og um síðir undir öll
meginatriði í gagnrýni Morg-
unblaðsins og þingflokks
sjálfstæðismanna og „maga-
lenda" á málflutningi og
niðurstöðum þeirra, telur
Dagblaðið og Vísir tilefni til
að skáskjóta „framsóknar-
leiðara" inn í umræðuna.
Blaðið segir orðrétt í forystu-
grein í fyrradag:
„Hjörleifur Guttormsson
iðnaðarráðherra hefur misst
tökin á viðræðunum við for-
stjóra Svissneska álfélagsins
um fjármál íslenzka álfélags-
ins. Fulltrúi Framsóknar-
flokksins, Guðmundur G.
Þórarinsson, hefur sagt sig úr
álviðræðunefnd. Hjörleifur
gat látið sér andóf í léttu
rúmi liggja, meðan það birtist
á síðum Morgunblaðsins og í
stefnu þingflokks sjálfstæð-
ismanna. Það andóf fól í sér í
sumum myndum óbeinan
stuðning við hið erlenda fjöl-
þjóðafyrirtæki."
Þegar Framsóknarflokkur-
inn gerir afstöðu sjálfstæð-
ismanna að sinni þá fyrst fær
hún gildi í augum Dagblaðs-
ritstjórans. Það er máske
ástæða til að óska Framsókn-
arflokknum til hamingju með
nýtt málgagn?
Lög á
Kópavog
Svavar Gestsson, félags-
málaráðherra, hefur
mælt fyrir stjórnarfrumvarpi
sem felur í sér, að fasteigna-
.skattur á íbúðarhúsnæði á
höfuðborgarsvæðinu skuli að-
eins lagður á 92,7% fasteigna-
mats. Nú lá það fyrir, áður en
þetta frumvarp var flutt, að
Reykjavík og öll önnur sveit-
arfélög á höfuðborgar-
svæðinu, utan Kópavogur
einn, þar sem er vinstri meiri-
hluti, hugðust ekki fullnýta
álagningarheimildir fast-
eignagjalda. Þetta frumvarp
sýnist því flutt til höfuðs
vinstri meirihlutanum í
Kópavogi.
Það mun einsdæmi að ráð-
herra setji ofan í við sam-
flokksmenn sína í sveitar-
stjórnarmálum með þessum
íætti. En svo lengi má brýna
deigt járn að bíti!
eftir Matthías
Johannessen
I
Við Magnús Kjartansson eltum stund-
um grátt silfur, en vorum þó miklir mát-
ar og ræddumst einatt vinsamlega við,
þegar fundum okkar bar saman. En við
vorum ósammála í grundvallaratriðum
stjórnmála, eins og kunnugt er. Hann
sagði, að ég væri pragmatisti og má það
vel vera. Ég tel að þetta hugtak eigi við
þá sem taka afstöðu eftir aðstæðum
hverju sinni, en merki ekki það sama og
tækifærissinni. Sjálfur varð Magnús
Kjartansson því meiri pragmatisti, sem
hann varð eldri og reyndari stjórnmála-
maður. Hann lét ekki kenningar marx-
ismans móta afstöðu sína alfarið, heldur
túlkaði hann þær eftir eigin höfði. Það
kom fram eftir að hann varð ráðherra og
síðar þegar hann skrifaði helzt ekki í
önnur blöð en málgagn flokkseigenda,
Morgunblaðið. Þegar bók hans Elds er
þörf var gefin út, m.a. með pækilsöltuð-
um alþingisræðum, varð ég heldur undr-
andi að sjá, að hann hafði fjallað um mig
í þingræðum án þess ég vissi og gat því
ekki borið hönd fyrir höfuð mér — og
alls ekki á Alþingi, þótt Guðmundur
Sæmundsson hafi talið, að ég sæti á
þingi og var kannski ekki einn um það!
Þegar ég las rit Magnúsar Kjartansson-
ar, rak ég upp stór augu. Kalda stríðið
var enn einu sinni komið inn á gafl; skot
grafahernaður. En nú hef ég sett saman
rit um afstöðu mína til margvíslegra
mála, þ.á m. stjórnmála, og þarf því eng-
inn að fara í ritsafn Magnúsar eða ann-
arra til að fá hugmyndir um skoðanir
mínar. Þessi bók mín er að koma út hjá
forlagi Hafsteins Guðmundssonar og
heitir Félagi orð. Ég skrifaði formála
fyrir henni meðan Magnús Kjartansson
lifði, en tók hann af tillitssemi við minn-
ingu hans út úr bókinni, þegar hann lézt
í fyrra. En nú hefur enn verið vegið í
sama knérunn með „klassísku" persónu-
ati, sem félagar Magnúsar hafa sótt í
sópdyngju hans, Frá degi til dags; hvöss-
um og stundum miskunnarlausum dag-
pistlum, sem voru harla skemmtilegir á
sínum tíma, þótt þeim væri ætlað að
vega okkur andstæðinga hans með orð-
um. Persónuat er réttnefni og fengið að
láni úr formála Vésteins Lúðvíkssonar
fyrir riti Magnúsar, en hann er e.k. út-
legging á guðspjalli.
Ég hef ekki lagt í vana minn að skrif-
ast á við látna menn og vona að í þessu
greinarkorni sé full virðing fyrir minn-
ingu Magnúsar Kjartanssonar. Ef ein-
hverjum þeirra, sem ábyrgð bera á út-
gáfu þessara tveggja bóka Magnúsar,
finnst það gagnrýnis- eða ámælisvert að
birta grein eins og þessa, verða þeir að
sakast um það við sjálfa sig. Þeir eru
upphafsmenn þessarar greinar minnar
og verða að rífast um hana hver við ann-
an. Auk þess mætti þá hafa í huga það
sem er endurprentað úr Austra-greinum
um Björn Olafsson og Vilhjálm Þór
látna.
Einkennilegt er að skoða þessi skrif
Magnúsar Kjartanssonar nú, svo löngu
eftir að þau birtust í Þjóðviljanum í hita
baráttunnar, og rifja upp kuldalegt við^
mót hans í garð pólitískra andstæðinga,
svo að ekki sé talað um virðingarleysið
fyrir skoðunum þeirra. Sumt í skrifum
þeirra slítur Magnús Kjartansson úr
samhengi og endursegir með sínu lagi
eins og praktískra pólitíkusa er siður, til
að mynda þegar hann ræðir um sárasak-
lausa grein, sem ég ritaði um sjón-
varpsmálið á öndverðum sjöunda ára-
tugnum. Þá ætlaði allt um koll að keyra
vegna Keflavíkursjónvarpsins, en samt
er þessi greinargarmur minn ekki óspá-
mannlegri en svo, að þar standa m.a.
þessi orð: „eina lausnin á þessu máli ...
er sú, að íslenzka sjónvarpið taki við af
því bandariska — og það sem fyrst."
Þegar ég nú les Austra-pistlana aftur
spyr ég sjálfan mig: getur verið að maður
hafi sóað hluta ævi sinnar í þetta einsk-
isverða rutl? Ó — já, ekki ber nú á öðru.
En kannski var þetta karp ekki alveg
einskis virði, þegar öllu er á botninn
hvolft. Ég læt eldræðurnar um verk mín
liggja milli hluta, til að mynda háreyst-
ina um Fjaðrafok, þegar ganga átti end-
anlega frá mér sem rithöfundi. Það má
vel vera að þetta brambolt hafi sprottið
úr háleitum hugsjónum, en það skiptir
nú engu máli. Það er hvort eð er löngu
gleymt, hvað sem líður tilraunum til að
endurvekja það. Ég mundi satt að segja
ekki eftir, að ég hefði verið jafn að-
sópsmikill andstæðingur marxista eins
og fram kemur í bókum Magnúsar Kjart-
anssonar og ritsafni Sverris Kristjáns-
sonar. Af nafnaskrá Frá degi til dags má
sjá, að Magnús hefur lengst af einkum
haft þrjá menn að skotspæni, Bjarna
Benediktsson, Gylfa Þ. Gíslason og mig.
Ég er upp með mér af þessum félagsskap.
Það er ekki amalegt að vera í hópi slíkra
forystumanna lýðræðissinna á íslandi.
Og það er í slíkum eldi' sem ungir menn
herðast. En mér hafði gleymzt að mestu
að ég hefði verið sá þyrnir í augum fé-
laga Napóleons, sem nú er verið að rifja
upp.
Ég hef aldrei gert persónuat að sér-
grein minni og leiðist slík blaðamennska.
Það er rétt hjá Vésteini Lúðvíkssyni, að
engir stjórnmálamenn sjöunda áratugar-
ins stóðust Magnúsi Kjartanssyni snún-
ing í þessari grein stjórnmála. Hann var
arftaki Hannesar Þorsteinssonar og Jón-
asar Jónssonar frá Hriflu. En Magnús
skaut oft yfir markið, t.a.m. þegar hann
kallaði mig hr. Johannessen í Austra-
pistlum. Ég sagði eitt sinn við hann að
mér fyndist þetta lágkúrulegt, að geta
ekki nefnt mig réttu nafni. Þið eigið
þetta skilið, sagði hann þá, með þessi
hégómlegu ættarnöfn sem hafa verið
þýdd uppá dönsku. Ég sagði hann ætti að
kynna sér málin, áður en hann skrifaði.
Nú, sagði hann, er þetta ekki rétt? Nei,
sagði ég. Þetta er norskt ættarnafn, en
ekki danskt-íslenzkt. Matthías afi minn
kom frá Björgvin. Hann dó á bezta aldri.
Og faðir minn vildi varðveita minningu
hans, m.a. með því að halda ættarnafn-
inu norska. Magnús horfði þegjandi á
mig. Eftir þetta sást hr. Johannessen
aldrei í Austra-pistlum, þótt oft kæmi
hann þar við sögu!
II
Það er að vísu óhyggilegt að taka af-
stöðu nú á tímum. Én ég hef ekki haft
geð til að sitja hjá og kaupa mér falskan
frið, enda þótt það sé orðin skásta leiðin
til vinsælda hér á landi sem annars stað-
ar að vera einhvers konar persónugerður
frígír. Elds er þörf kom út 1979, Magnús
Kjartansson gat tekið afstöðu án þess
eldur brynni á honum sem rithöfundi,
því að engin áhætta er að ryðjast fram á
ritvöllinn og láta að sér kveða, þegar
menn gefa ekki höggstað á sér í skáld-
skap. En pólitíkusar nærast á karpi og
rifrildi. Við hin köllum á ófrið í kringum
verk okkar, sem þola sjaldnast mikið
hnjask. Það er í senn hvimleitt og óskyn-
samlegt að kalla yfir sig slíkan ófrið. En
það er að mínu viti mannborulegra að
taka afstöðu en eyða ævinni í að príla
upp í einhvern fílabeinsturn, þar sem
bíða stórkrossar og stjörnudýrkun.
I bókum Magnúsar Kjartanssonar er
talað um mig sem einhvern holdtekinn
fulltrúa „hernáms hugarfarsins" — og
jafnvel í grein, sem sótt er í þingræðu!
Eitt er að rífast í dagblöðum, en annað
að gefa pólitískum andstæðingi, sem
þekkir ekki Alþingi nema af afspurn,
einkunnir í þingsölum og binda svo inn í
bækur, sem tróna í gullslegnum útgáfum
í bókaskápum sanntrúaðra, rétt eins og
manni hafi verið reist níðstöng með
hrosshaus. Félagi orð er andóf gegn
þessu. Þar er fjallað um menntir og
mannlíf og stjórnmál ekki undan skilin.
Þar geta þeir, sem vilja, kynnzt skoðun-
um mínum og samherja minna, án þess
þær séu slitnar úr samhengi og rangtúlk-
aðar. Slík bók á nú meiri rétt á sér en
áður.
I Félagi orð má finna skýringar á póli-
tískum skoðunum mínum og m.a. for-
sendur fyrir því, af hverju ég hef talið
mér skylt að fylgja markaðri varnar- og
öryggisstefnu Islands. Magnús Kjartans-
son og fleiri alþýðubandalagsmenn hafa
orðið ráðherrar án þess að gera það að
skilyrði, að henni væri breytt. Slíkur
gerviráðherra hefði ég ekki viljað vera:
að standa ekki einu sinni við grundvall-
aratriði lífsskoðunar sinnar — í verki.
En látum það vera. Það hvarflar ekki að
mér að endurvekja gamlar væringar eða
pexið um það, að ég hefði orðið föður-
landssvikari, ef ég hefði verið ritstjóri í
Ríga eða heimtað, að Rússar réðust inn í
Tékkóslóvakíu ef ég hefði verið ritstjóri í
Prag, en Magnús leggur að jöfnu að
stuðla að vörnum og öryggi Islands í
samfélagi vestrænna lýðræðisþjóða og
vera sovézkur leigupenni landráðamanna
í Prag. Ég hef ekki andlegt þrek til að
ræða um þennan fíflaskap. Auk þess
skiptir mín auma persóna engu máli í
þeim kyngimagnaða hildarleik, sem fer
fram allt í kringum okkur. Það er langt
frá því að ég telji mig hafa „réttar" skoð-
anir, þótt það sé gefið í skyn í Elds er
þörf. En ég hef skoðanir, ekki síður en
Magnús Kjartansson og félagar hans.
Þess vegna þykir mér ástæða til að sýna
svart á hvítu, úr hvaða jarðvegi stjórn-
málaskoðanir mínar hafa vaxið. Ég er
ekki fulltrúi neins og ekki heldur „her-
náms hugarfarsins", heldur hef ég ein-
ungis skipað mér þar í sveit, sem unnið
er að því að hefta heimsvaldastefnu sov-
ézku kommúnistanna og koma í veg
fyrir, að ísland verði innlimað í Sovétrík-
in eins og t.a.m. Afganistan. Ef Afganir
hefðu haft okkar stefnu í öryggismálum
hefði ráðstjórn Sovétríkjanna ekki tekið
þá áhættu að gleypa landið. Allir þeir
andófsmenn sovézkir, sem ég hef talað
við, hafa haft svipaðar skoðanir — og þó
ákveðnari en ég, ef eitthvað er. Ég er í
góðum félagsskap og hefði talið mig í
sporum skoðanafanga, ef ég hefði ekki
látið til mín heyra — kannski af ótta við
viðbrögðin. Fangi óttans vildi ég sízt af
öllu vera. Það jafngildir uppgjöf. „Þú
verður drepinn," sagði afkastamikill
marxisti við mig býsnaveturinn mikla.
Ég vissi hvað hann var að fara. En ég
vildi heldur vera „drepinn" vegna skoð-
ana minna en lifa við vinsældir og virð-
ingu vegna skoðanaleysis. Svo mega allir
hafa þær skoðanir fyrir mér, sem þeim
hentar. Ég vona, að það blað, sem ég hef
ritstýrt um nær aldarfjórðungs skeið,
beri þess einhver merki, að ég hef fremur
ýtt undir, að mér öndverðar skoðanir séu
birtar þar, en reynt að leggjast á þær.
Stundum hef ég ekki verið sammála
neinni skoðun, sem birzt hefur í Morgun-
blaðinu — nema í forystugreininni (!) En
ég ber litla virðingu fyrir sleggjudómum
og meinyrðum, þótt ég virði pólitíska
andstæðinga að öðru leyti. Margt af því,
sem Magnús Kjartansson hefur skrifað,
hef ég talið útópískan leikaraskap og
gálgahúmor. En vafalaust hef ég sjálfur
gert mig sekan um slík tilhlaup oftar en
sumum þykir góðu hófi gegna. En ég
hef haft lítinn áhuga á pólitískri þrá-
hyggju. Merkasti blaðamaður nú um
stundir, Bernard Levin, segir á einum
stað: frelsi er aðeins til fyrir og í ein-
staklingnum, en ekki ríki eða þjóðfélagi
— og hann minnir á þau ummæli, sem
eiga rætur að rekja til Evelyn Waugh:
maðurinn á götunni er ekki til, ein-
ungis karlar og konur, sem hver um sig á
eigin, ódauðlega sál — og slíkt fólk þarf
stundum á götum að halda. Það er þetta
fólk, sem á hug minn og hjarta, en ekki
það fyrirbrigði, sem Magnús Kjartans-
son tönnlaðist á: alþingi götunnar. Þó að
menn gætu stokkið eins og kengúra,
gætu þeir ekki hlaupið frá hjarta sínu,
hefur G.B. Shaw sagt.
III
Mér hefur stundum fundizt við land-
varnamenn vera eins og síldin og ávext-
irnir sem Kirkegaard talar um og eru yzt
í tunnum eða kössum og verða því fyrir
hnjaskinu. En þeir sem eru í miðjum um-
búðunum njóta góðs af og losna við
hnjaskið.
Fátt skil ég betur en andstöðu við
herstöðvar í landi fámennrar og vopn-
lausrar þjóðar. Og helzt vildi ég geta trú-
að því, að við lifðum í höggormslausum
heimi. En því miður stöndum við enn í
sporum Adams og Evu. A voveiflegum
tímum er það öðru fremur nauðsynlegt
að láta raunhyggju ráða ferðinni.
Óskhyggjan er góð, ef hún kostar okkur
ekki lífið. Það er ekki einasta raunhæft
mat, að nauðsynlegt sé að tryggja öryggi
Islands í samstarfi við vestrænar lýð-
ræðisþjóðir og þá með aðild að NATO og
nú sem stendur — og af illri nauðsyn —
með dvöl varnarliðs í landinu, heldur er
það að mínu viti í senn áminning og að-
vörun til þeirra sem bættu Afganistan í
eggjakörfuna sína. Stefna íslenzkra for-
ystumanna 1949 og 1951 hefur reynzt
kórrétt, margsönnuð af atburðarás
heimsmála á undanförnum þremur ára-
tugum. ísland er frjálst land og í góðum
félagsskap. Hitt er svo annað mál, að við
höfum ekki leyft kjarnorkuvopn í land-
inu eða önnur þau vopn, sem nota má til
árása eða útrýmingar og skulum við
fylgja þeirri stefnu. Gagnkvæm afvopn-
un er takmarkið. En ég treysti ekki
Andrópof einum fyrir kjarnorkusprengj-
um. Og ekki hernámsandstæðingum fyr-
ir fjöreggi íslenzku þjóðarinnar. Þeir
sigla undir fána óskhyggjunnar. Og bar
átta þeirra er sovésku hernaðarmaskín-
unni þóknanleg. Það eru ekki meðmæli.
IV
Ég fór ungur til Sovétríkjanna, þá var
ég sjóari. Það var 1946. Bjarni frá Hof-
teigi hafði eftir það séð mig á Lands-
bókasafninu og þá oftast lesandi marxísk
rit. Þá hafði ég vonir um Matthías, sagði
hann síðar. En reynslan er bezti kennar-
inn. Ég tók hana fram yfir það, sem ég
las í Landsbókasafninu. Ekki sízt 19. ald-
ar rit skeggjaða karlsins.
Ég var eindreginn stuðningsmaður
þess á sínum tíma, að við Islendingar
byðum Solzhenitsyn að dveljast hér á
landi eftir að hann var sendur í útlegð.
Ashkenazy sem kemur við sögu í Félagi
orð sagði, að það sýndi betur en allt ann-
að ást Islendinga á frelsi og mannrétt-
indum. Málið kom fyrir Alþingi, en var
drepið. Af hverju? Vegna þess þar sátu
of margir með hugarfar sovézkra „frið-
arsinna". Þessi ræfildómur og undir-
lægjuháttur er einn ljótasti bletturinn á
löggjafarsamkomunni. Á hún þó um sárt
að binda, þar sem orðstír er annars veg-
ar.
Eitt er vist: ég treysti þeim ekki fyrir
íslandi sem stóðu gegn málstað Solzhen-
itsyns á Alþingi íslendinga. Og ég hef því
miður ekki þá trú að róttæklingar láti í
bráð af skotgrafahernaði og fari að
skiptast á skoðunum við okkur land-
varnamenn um öryggismál íslands án
brigzlyrða, svo að vitnað sé til tíma-
bærrar ræðu Magnúsar Torfa Ólafssonar
nýlega. En vonandi kemur þó að því fyrr
en síðar. Þá munu áhrif þeirra aukast.
Það er kominn tími til að menn hætti að
svara í austur.
Ég á ekki heitari ósk en þá, að þróun
heimsmála verði með þeim hætti, að við
þurfum ekki að hafa varnarlið í landinu.
En hver á ekki þá ósk? Það er undir
Sovétríkjunum komið hvenær hún ræt-
ist, en hvorki okkur né Bandaríkja-
mönnum eða öðrum NATO-þjóðum.
Starf mitt og reynsla hafa eflt með mér
nægilegt raunsæi til að horfast í augu
við hætturnar, enda þótt skáldi sé eigin-
legt að hugsa með hjartanu.
Drengur upplifði ég hernumið ísland í
landi sem hafði lýst yfir „ævarandi hlut-
leysi“. Það er ekki uppörvandi. Nú gæti
slíkt hlutleysi leitt til ævarandi ófrelsis.
Ég greini að sjálfsögðu á milli þjóðar
og stjórnarfars. Rússar eru stórmerkileg
þjóð með stjórnarfar, sem þeir eiga ekki
skilið og er þeim raunar ósamboðið. Ég
vona mér verði ekki legið á hálsi fyrir að
rugla þessu tvennu saman. Ég hef jafn
mikinn áhuga á nánum tengslum okkar
við rússnesku þjóðina og aðrar þjóðir
austan tjalds eins og ég óska þess heitt,
að við hljótum ekki stjórnskipulag þeirra
og pólitísk örlög. Af þeirri ástæðu einnig
er Félagi orð saman sett. Hún er e.k.
stefnuskrá ritstjóra, sem hefur marga
fjöruna sopið. Óg hún varar við sömu
meinsemd og fyrirferðarlítil bók sem er
eitt merkasta ritið á bókamarkaði fyrir
þessi jól, Árin dásamlegu eftir landflótta-
skáldið austur-þýzka Reiner Kunze. Það
er eftirminnilegt kver sem allir ættu að
lesa; byggt á mikilvægri og dýrkeyptri
reynslu. Þar standa þessi orð: „Maður
gerir ekki byltingu með því að atyrðast;
maður gerir byltingu með því að bjóða
fram lausn".
Sem sagt: persónuat leysir engan
vanda. Það er einungis hjakk í „hug-
myndafræðilegum skotgröfum". Við
þurfum að geta talazt við. Án brigzlyrða.
Eins og við Magnús Kjartansson gerðum
á góðum stundum.
Þingfréttir í stuttu máli:
Bætt hafnarstaða
í Þorlákshöfn
Hafnarstaöa í Þorlákshöfn
Þrír þingmenn Sjálfstæðisflokks, Stein-
þór Gestsson, Guðmundur Karlsson og Egg-
ert Haukdal, hafa lagt fram á Alþingi til-
lögu um að „fram fari ítarleg rannsókn á þvi
með hverjum hætti hagkvæmast muni að
bæta hafnarstöðuna í Þorlákshöfn. Sú könn-
un beinist einkum að:
„1. stækkun hafnarinnar til þess að vera
stórskipahöfn sem þyldi efnisflutninga að
og frá landi í tengslum við stóriðju, -
2. dýpkun hafnarinnar og byggingu varn-
argarða eða annarri vörn er komi í veg fyrir
sandrek inn í höfnina.
Rannsókn þessari skal hraða svo sem
kostur er.
Flest orkuver landsmanna eru innan Suð-
urlands, þ.e. þrjár stórvirkjanir sem fram-
leiða meginhluta þeirrar raforku sem til
ráðstöfunar er um þessar mundir. Eigi að
síður er ekkert fyrirtæki, sem kallast getur
orkufrekt, sett niður á Suðurlandi. Upp-
bygging í atvinnulífi þar tengist ekki raf-
orku svo teljandi sé þótt stórvirkjanir séu
þar innanhéraðs og línulagnir til stórnot-
enda væru þar skemmri og áfallaminni en
þegar fara verður um fjalllendi til fjarlæg-
ari byggða.
Það má því ætla, að það væri í senn hag-
stætt fyrir framleiðanda raforkunnar og
héraðsbúa, skoðað frá sjónarhorni atvinnu-
uppbyggingar, að fyrirtæki í orkufrekum
iðnaði væri reist á Suðurlandi. Það hefur
ekki verið gert enn og telja menn hafnleysi
suðurstrandarinnar valda þar mestu um.
Rétt er það, að stórskipahöfn er ekki til
við strandlengjuna endilanga, en það þykir
flutningsmönnum þessarar tillögu ekki full-
reynt, hvort ekki megi ráða á því bót, fyrr en
gerð er á því sérstök rannsókn, hverjir
möguleikar séu fyrir hendi í Þorlákshöfn til
byggingar stórskipahafnar.
Rétt þykir að kanna það, hvort sandvarn-
armannvirki geti ekki fallið að byggingu
slíkrar hafnar."
92,7% fasteignaskatts
Svavar Gestsson, félagsmálaráðherra, hefur
mælt fyrir stjórnarfrumvarpi þar sem m.a.
segir: „Á árinu 1983 skal þrátt fyrir ákvæði
í 2. mgr. 3. greinar laga 73/1980 um tekju-
stofna sveitarfélaga miða fasteignaskatt af
íbúðarhúsnæði í Reykjavík, Kópavogi,
Garðabæ og Hafnarfirði, Bessastaðahreppi,
Seltjarnarnesi og Mosféllshreppi við 92,7%
fasteignamats þessara eigna.“
Sérstakur útlánaflokkur
Magnús H. Magnússon og fleiri þingmenn
Alþýðuflokks hafa lagt fram frumvarp til
laga um sérstakan útlánaflokk hjá inn-
lánsstofnunum. Lán þessi skuli veitt til 20
ára og nema 300.000 krónum miðað við verð-
lag í desember 1982, fullverðtryggð með 2%
ársvöxtum, jafngreiðslulán (annuitet). Lán-
in skuli veitt gegn fasteignaveði.
Skipulag fólks- og vöruflutninga
Davíð Aðalsteinsson og fleiri þingmenn
Framsóknarflokks hafa flutt tillögu um
skipulag fólks- og vöruflutninga. Skal ríkis-
stjórnin gera áætlun um þetta skipulag í
þeim tilgangi að auka hagkvæmni í rekstri
og bæta þjónustu. Áætlunin nái til landsins
alls, en fjalli um flutningakerfi hvers lands-
hluta sérstaklega.
Öryggiskröfur hjólbarða
Eiður Guðnason og fleiri þingmenn Al-
þýðuflokks flytja tillögu um öryggiskröfur
hjólbarða og innflutningsgjöld af hjólbörð-
um. Tillagan felur ríkisstjórninni „að láta
setja gæða- og öryggisreglur um innflutning
hjólbarða með hliðsjón af því, sem tíðkast í
grannlöndum okkar, og gera jafnframt
ráðstafanir til að lækka verulega innflutn-
ingsgjöld af hjólbörðum".
Fyrirspurn um Árneshrepp
í Strandasýslu
Þorvaldur Garðar Kristjánsson (S) hefur
lagt fram fyrirspurn til samgönguráðherra
varðandi hafnargerð og byggðaþróun. í Ár-
nessýslu í samræmi við þingsályktun frá í
maí 19é£2, svohljóðandi:
• 1. Hvað hefur ríkisstjórnin látið fram-
kvæma við undirbúning og hönnun að
hafnarframkvæmdum í Árneshreppi í
Strandasýslu?
• 2. Hefur verið gerð kostnaðaráætlun um
þessar framkvæmdir og hefur verið
gerð tillaga til fjáröflunar til að
standa undir þeim?
• 3. Er nú stefnt að því að vinna við fram-
kvæmdir þessar geti hafist vorið 1983?