Morgunblaðið - 11.12.1982, Side 22

Morgunblaðið - 11.12.1982, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1982 Félag íslenskra sérkennara, Félag þroskaþjálfa, Fóstrufélag íslands, Hin íslenska þjóökirkja, Hjúkrunarfélag íslands, Kennarasamband íslands, Menningar- og friöarsamtök íslenskra kvenna, Stéttarfélag íslenskra félags- ráðgjafa. INNLENT Aldrei verið — segir Guðmundur Olafsson í Video-Sport „VIÐ HÖFUM keypt allt okkar efni frá réttum aðilum, hjá okkur er ekkert ólöglegt, og því finnst okkur hart að þurfa að sitja undir áburði um ólöglegt athæfi,“ sagði Guðmundur Ólafsson, fram- kvæmdastjóri myndbandaleigunn- ar Video-sports, í samtali við blaðamann Morgunblaðsins fyrir skömmu. — Tilefnið var yfirlýsing, sem Samtök rétthafa á myndbönd- um á íslandi létu frá sér fara ný- lega, en þar sagði meðal annars, að áætlað væri að um tíu þúsund smygluð myndbönd væru í notkun hérlendis. með ólögleg Guðmundur Ólafsson kvaðst í samtali við Mbl. gjarnan vilja fá að vita hvernig þessi tala, 10 þúsund, væri fundin. — Gæti ekki verið að myndböndin væru að hluta í einkaeign? „Það er myndbönd sanngirniskrafa okkar í Vid- eosport, að Samtök rétthafa lýsi því yfir, að aldrei hafi neitt ólöglegt myndband verið í leigu hjá okkur, þrátt fyrir eftirlit," sagði Guðmundur. Samtök rétthafa myndbanda á fslandi: Hlutur ríkisins 1.681 króna hverju innfluttu myndbandil hafl trri* mrfW HUrfaraaSI M , trmm ká> Uatíalb ■laiafa. a« aýaa |Htf hfr.-b.l06r I frftutilkynninifunni aefir --------------- -------------Jlfrá 28 oktðbar il A það lagxit 10« flutninfafjald, aða 80 krðnur, þann if að var« Ul útrnkninf. tðtli er 878 krónur A þetU leffat alðaa 75% tnllur, þannif a» »er*i« er orðið 1 315 krónur Uur en kemur lU út- reikninfi vftrufjaid. t>að ar 40% of þafmr þvi hefur varíð beett við. f—at innkaupavrrðiA, kr 1 841 Þé leffat á það 15% áJafning innfluUingaaAila. eða kr 276. avo að áður en kemur til útreikninfa adluakatta, ar vtrð leffat 23.6% aðluakattur á verðtð. aða kr 498, avo að haildaðluvarð dmfiofaraðila er orðéð kr 2.615, of hefur n—rrí þvt f)ðrfaldaat SauUla rr þvt klutar ríklaajðða I 681 krðna af hvarju iaafluttu aiyadbandi. en tao ra*na alli beaaa meinu ðtflfief. n tíl of aOluakatUbroU k „Snargeggjað“ í Stjörnubíói STJÖRNUBÍÓ hefur tekið til sýn- ingar amerísku gamanmyndina „Snargeggjað“ (Stir Crazy). Gene Wilder og Richard Pryor fara með aðalhlutvcrk í myndinni. Leikstjóri myndarinnar er Sidney Poitier. Tveir félagar hafa fengið sig fullsadda af heimsborginni New York og halda í vesturátt til hins ljúfa lífs. Á leiðinni lenda þeir í ýmsum erfiðleikum, mörgum þeirra óvæntum svo ekki sé meira sagt. Þeir lenda í fangelsi, en neita að gefast upp og ævintýraleg flóttatilraun þeirra kemur örugg- lega mörgum til að brosa — og jafnvel skellihlæja. Patreksfjörður: Gosdrykkjaverksmiðjan Vífilfell: Veitir 15% kynningarafslátt á nýjum drykkjum í desember VERKSMIÐJAN Vífilfell hf. hefur nú hafið kynningu á nýjum drykkj- um á eins lítraflöskum og veitir í því tilfelli 15% afslátt á viðkomandi drykkjum í desembermánuði. Þessir nýju drykkir i nýjum umbúðum eru sykurlaust Tab, sykurlaust Fresca, Fanta-appelsín og Sprite. Að sögn Péturs Björnssonar, forstjóra Vífilfells, er lögð áherzla á það, að kynningin sé sett fram á breiðum grundvelli, þannig að af- slátturinn komi öllum til góða. Áður en hafi verið lagt út í þennan kynningarafslátt hafi verið haft samband við Verðlagsstofnun og ráðgazt um þetta einstaka tilfelli um afslátt til neytenda á vörum í þessum iðnaði, en afsláttur á svo breiðum grundvelli hafi áður verið óþekktur vegna þess, að iðnaður- inn hafí alltaf verið háður ströng- um verðlagsákvæðum. Það væri ætlunin með þessari tilraun, að með henni væri stigið spor í átt til þess, að komið yrði á samkeppnis- verðlagi í framtíðinni, þannig að undir ákveðnu verðþaki væri svigrúm til verðlagningar. Þá sagði Pétur, að með þessum kynningarafslætti væri ekki verið að hrinda af stað verðstríði í gos- drykkjaiðnaðinum enda væri ekki grundvöllur fyrir því. Verksmiðj- an teldi það hins vegar koma sér bezt fyrir neytendur að kynningin með afslættinum kæmi fram í jólamánuðinum þegar innkaup fólks væru þyngst. Það væri því ekki verið að vega að neinum enda væri þetta gert að undangengnu samráði við Verðlagsstofnun, sem teldi þetta vera spor í þá átt, sem koma skyldi. Jens Pálsson við mynd sína Að leiðarlokum. Mæðgin og frændi með málverkasýningu Opið bréf til barnavina Friðþjófur Þorsteinsson við mynd sína Við Alpafjöll. PatrekHfirdi, 9. desember. MÁLVERKASÝNING áhugamál- aranna Jónínu H. Jónsdóttur, sonar hennar, Jens Pálssonar, og systursonar, Friðþjófs Þorsteins- sonar, var í Grunnskóla Patreks- fjarðar laugardaginn 4. og sunnu- daginn 5. desember, þau eru öll Patreksfirðingar. Auk olíuverka Jónínu var hún með myndir unnar með gosösku frá Vestmannaeyjum, gamlar teikningar frá ’42—’48. Flos úr lopa og íslensku garni. Tau- þrykk, þar sem hún notar mikið náttúruleg laufblöð til að þrykkja með, auk þessa eru tvær mynda hennar unnar með hobbytex. Alls voru myndir hennar 36 og sú elsta frá 1937. Jens sýndi 17 myndir er hann hafði málað á tímabilinu frá ’75 af nágrenni Patreksfjarðar, ýmsum erlendum stöðum og eigin hugarsmíðum. Friðþjófur var með 14 myndir málaðar á árunum ’73—’82 flestar andlits og landslags- myndir þar á meðal frá svissn- esku Ölpunum. Aðstandendur sýningarinnar eru mjög ánægðir með hvað að- sókn bæjarbúa var góð, og þakkar þeim veittan stuðning. G.Þ./— MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi til birtingar frá starfshópi um leikföng fyrir börn: Það er ánægjuleg sjón að sjá barn að heilbrigðum leik. Það gleður auga okkar og ekki síður huga okkar vegna þess að við vitum að í leik barnsins felst undirbúningnr undir þá framtíð sem bíður þess — að taka við af hinni fullorðnu kynslóð. Á sama hátt er það dapurleg sjón að sjá saklaust barn fást við iðju sem er í mótsögn við lífið sjálft. Það er dapurlegt að sjá barn handfjalla leikfang í vopnalíki. Með vopnum eru menn vegnir. Það er dapurlegt að sjá börn líkja eftir þeirri iðju vegna þess að þau hvorki skynja né skilja það sem þar býr að baki. Hér á landi eru ekki borin vopn og hér er ekki herskylda. Samt sem áður kynnast börn vopnum og stríði af myndum í sjónvarpi, á myndböndum, í kvikmyndahúsum og í mynda- blöðum. Getum við spornað gegn þeim neikvæðu áhrifum sem barn verður fyrir frá þess- um fjölmiðlum? Já — en aðeins með því að gera okkur ljósa grein fyrir þeim voða sem felst í notkun vopna. Það er skylda okkar, hinna fullorðnu, vegna þess að við erum fyrirmynd barnsins í leik þess og starfi. Viljum við að börn okkar líki eftir stríði í daglegum leikjum sínum? Viljum við að börn okkar líti á vopn og dráp sem sjálfsagðan hlut? Viljum við að börn okkar beri vopn? Stríðsleikföng eru eftirlíking af raunverulegum vopnum. Kennum börnum þetta! Innræt- um þeim andúð á drápstækjum! Foreldrar og aðrir uppalendur! Hernaðarleikföng eru ekki sam- boðin börnum okkar. SÝNUM ÁBYRGÐ. Sigurður Hallmarsson með málverkasýningu Húsavík, 6. de.sember. SIGURÐUR llallmarsson skóla- stjóri hélt málverkasýningu í Safna- húsinu á Húsavík um síðustu helgi og er þetta þriðja einkasýning hans en hann hefur nokkrum sinnum tek- ið þátt í samsýningum. Margt er Sigurði tij lista lagt og þekktari er hann sem leikari en málari, en nú hefur hann lagt meiri áherslu á málaralistina og er árangurinn góður. Hann sýndi 37 myndir og seldi 30 þeirra en sýninguna sóttu um 500 manns. Fréttaritari Jónína H. Jónsdóttir við mynd sína Blakknes. Myndina i veggmm málaði hún 1980, en myndina, sem hún heldur i, málaði hún 12 ira gömul árið 1937. Ljósmyndir: Morgunblaðið/Jón P. wm m MorgunblaAid/AGA Sigurður Hallmarsson við verk i sýningunni. Húsavík:

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.