Morgunblaðið - 11.12.1982, Síða 31

Morgunblaðið - 11.12.1982, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1982 31 Athugasemd frá Margréti Thoroddsen Ég hef hingað til ekki skipt mér af stjórnmálum opinberlega, en þegar ég las Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins sl. sunnudag, blöskraði mér svo, að ég sá mig tilneydda til að taka mér penna í hönd. Það er auðvitað mikill hnekkir fyrir Sjálfstæðisflokkinn, að for- maður hans skyldi hafna í 7. sæti í nýafstöðnu prófkjöri í Reykjavík. En höfundur Reykjavíkurbréfs, hver sem hann er, vjr ekki lengi að finna sökudólginn, sem er að hans mati fyrst og fremst Gunnar Thoroddsen. Gunnar hefur, eins og allir vita, fengið það óþvegið hjá Morgun- blaðsklíkunni í sambandi við stjórnarmyndunina. Þeim ásökun- um hefur verið margsinnis svarað af honum sjálfum og stuðnings- mönnum hans. Við skulum því láta það liggja milli hluta. En nú fara þeir allt aftur til árs- ins 1973, þar sem þeir segja að Gunnar hafi „haft uppi hótanir" um að bjóða sig fram til for- mennsku í Sjálfstæðisflokknum gegn Jóhanni heitnum Hafstein. I augum greinarhöfundar er þetta hræðilegt athæfi. Ég held að það tíðkist hvergi í lýðræðisríki hjá flokki, sem telur sig víðsýnan og frjálslyndan, eins og Sjálfstæðis- flokkurinn ætti að vera, að amast sé við því, þó tveir eða fleiri menn bjóði sig fram til formennsku 1 ein- um og sama flokki. Gunnar hafði verið þingmaður Sjálfstæðisflokksins lengst af frá 23 ára aldri og auk þess varafor- maður hans í 3 ár þar til hann var skipaður sendiherra í Danmörku. Var því ekki óeðlilegt að stuðn- ingsmenn hans hvettu hann til að bjóða sig fram til formennsku árið 1973. Er mér kunnugt um, að hann fékk eindregin tilmæli í þá átt hvaðanæva af landinu. En hvað skeður? Vegna þess hve sáttfús drengskaparmaður Gunnar er, tók hann þá ákvörðun að bjóða sig ekki fram af tillitsemi við Jó- hann Hafstein, sem þá var orðinn heilsutæpur. Urðu þetta sár von- brigði fyrir marga stuðningsmenn Gunnars. Jóhann Hafstein veiktist síðan nokkrum vikum eftir lands- fund og sagði af sér formennsku á flokksráðsfundi haustið 1973. Þá tók Geir Hallgrímsson við, sem gegnt hafði störfum varafor- manns, án þess að kosning færi fram. Síðan fordæmir Morgunblað- ið hvern þann sem dirfist að bjóða sig fram gegn honum, sbr. ummæli greinarhöfundar um framboð Al- berts Guðmundssonar á landsfundi 1979: „Var það í fyrsta sinn, sem það gerðist í sögu Sjálfstæðis- flokksins, að mótframboð kom á landsfundi gegn formanni, sem gaf kost á sér til endurkjörs." Hvílíkt hneyksli! Höfundur Reykjavíkurbréfs vík- ur einnig að prófkjörum og virðist harma að „flokksvélin" ráði ekki eins og áður. Honum er tíðrætt um prófkjör Sjálfstæðismanna í Húna- vatnssýslu og reynir að gera kjör Pálma Jónssonar tortryggilegt vegna mikillar kosningaþátttöku en jafnframt er fagnað mikilli kosningaþátttöku í Reykjavík. Það er ekki sama hvaðan vindurinn blæs. Prófkjörsreglurnar má sjálfsagt endurskoða, en prófkjörin eru þó liður í lýðræðisátt, þar sem hinn almenni kjósandi á kost á að láta álit sitt í ljós í stað þess að láta „flokksvélina" ráða. Mér finnst, að Morgunblaðið, sem er þó aðalmálgagn Sjálfstæð- isflokksins, ætti að fara hægt í sak- irnar með að skapa úlfúð innan flokksins, einmitt á þessum við- kvæmu tímamótum, þegar kosn- ingar eru í nánd og þörf á samstöðu alira sjálfstæðismanna, bæði þeirra sem vilja láta stjórna ofan frá og hinna, sem berjast fyrir því, að flokkurinn sé víðsýnn og frjáls- lyndur framfaraflokkur. Reykjavík, 7. des. 1982, Margrét Thoroddsen, viðskiptafræðingur Engin______ venjuleg btéf hddurbréf ftá fdibergi í þessari bók eru einstæð bréf, sem Þórbergur Þórðarson sendi þeim Lillu Heggu og Biddu systur, sem kunnar eru úr bók hans „Sálminum um blómið“. Bréfin eru skrifuð á árunum 1952 til 1971 og koma nú í fyrsta sinn fyrir al- menningssjónir. Hjörtur Páls- son hefur tekið saman skýring- ar með bréfunum og skráð minningabrot aðalpersónanna um Sobbeggi afa og fleira fólk. Þá er í bókinni mikill fjöldi skemmtilegra mynda. JOLABOKIN I AR. SÍÐUMULA 29 Simar 32800 og 32302 plirrfiwiMabib Áskriftarsíminn er 83033 ROMANS sófasett VANDAÐ, FALLEGT OG Á GÓÐU VERÐI OG HAGSTÆÐUM GREIÐSLUSKILMÁLUM. SOFABORO GOTT ÚRVAL AF SÓFA- BORÐUM Á HAGSTÆÐ- UM KJÖRUM. Ulferts HÚSGAGNA- HEIMURINN KRISTjAfl SIGGEIRSSOn HF. LAUGAVEGl 13 REVKJAVIK SIMI 25870 85 40

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.