Morgunblaðið - 11.12.1982, Síða 33

Morgunblaðið - 11.12.1982, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1982 33 Framkvæmdastofnunar, útvarps- ráð, „Kröflunefnd", með öðrum orðum, ekki að setja altækar reglur, sem gildi jafnt um alla heldur að sjá um sértækar framkvæmdir, „gera greiða". Auðvitað sjá menn í hendi sér, hvert þetta kerfi hefur leitt og hlýtur að leiða. Sá maður, sem er til þess kjör- inn af þjóðinni að setja almennar leikreglur, til dæmis um vaxta- mál, hverir eru hagsmunir hans, þegar hann situr jafnframt í bankaráði eða Framkvæmda- stofnun, og hefur af því hagsmuni, beina pólitíska hagsmuni, að lánsfé sé verulega niðurgreitt. Svona dæmi má taka endalaust. Mikill fjöldi alþingismanna hefur að því allan starfa að hegða sér svona, og þetta gengur í gegnum flokkakerf- ið gamla, þvert og endilangt. Og því má bæta við, fyrir lesendur Morgunblaðsins, að sennilega er Sjálfstæðisflokkurinn verstur í þessum efnum. Og þessir sömu menn flytja auðvitað helst ekki lagafrumvörp. En þetta er ekki allt. Gert er ráð fyrir óháðu dómsvaldi. En er það svo? Þingmenn þekkja mætavel, að þegar þeir koma á þingfund rétt fyrir tvö, þá getur beðið fólk með erindi, í flestum tilfellum auðvitað sanngjörn erindi, beiðni um upplýsingar eða annað slíkt. En á ósköp venjulegum þingdegi gætu verið í anddyri þinghússins, nokkrir togarasukkarar að norð- an, að þrýsta á. Og nokkir togara- sukkarar að sunnan, að þrýsta á um ódýrari lán, eftirgjöf hér, eitthvað annað þar. En þriðji hóp- urinn gæti mjög líklega verið — og taki menn vel eftir — hæstarétt- ardómarar, með frumvarpið sitt undir hendi, sem þeir auðvitað hafa fengið greitt fyrir að semja, þar sem þeir eru að leggja að þing- mönnum, að frumvarpið eigi að vera svona og ekki hinsegin. Hæstaréttardómarar, eins og hverjir aðrir lobbíistar með frum- vörpin sín — sem þeim er síðar ætlað að dæma eftir, ef að lögum verður. Ég hef gert athugasemdir við þetta, bæði í blaðagreinum og eins á nefndarfundum á Alþingi, einu sinni meira að segja þannig að mikill hvellur varð af. Valda- kerfið taldi þetta auðvitað meiri háttar hneyksli, að gagnrýna sjálfan Hæstarétt(!) En ég bæði veit og vona, að það er að vakna afar almennur skilningur á því, um hvað þetta mál snýst. En málið er þetta: Um þessa grundvallarhugsun, auk auðvitað margs, margs annars, hefur verið stöðugt tekist á í Alþýðuflokknum gamla, allar götur síðan eftir kosningar 1978. Út á þessa hugsun vannst áreiðanlega einnig hluti af kosningasigri 1978. En vandinn er sá að flokkskerfið í Alþýðuflokkn- um gamla sveik þennan grundvall- arþanka, er völdin voru innan seil- ingar. Þá voru öll þessi prinsíp látin lönd og leið, þau tróðu sér í allar mögulegar og ómögulegar stofnanir framkvæmdavaldsins — enda freistingarnar miklar, greið- arnir, sem gera má, stórir, auk alls annars. En meira að segja á flokksþingi 1980 þegar ég persónulega hafði fallið fyrir einum helsta sukkar- anum með sem mestum mun þá fékkst í kjölfar þess samþykkt ályktun, þar sem tekið var fyrir þetta, að vísu aðeins sem starfs- regla í flokknum sjálfum. En hvað gerðist? Það hvarflaði ekki að ráðamönnunum eitt augnablik að fara eftir þessari samþykkt, „að svipta sjálfan sig völdum með þess- um hætti“ eins og einn heimspeking- urinn komst að orði. Hér hefur aðeins verið nefndur einn, en þó mjög mikilvægur, þátt- ur alvarlegs málefnaágreinings. Það hvarflar ekki að mér að gera lítið úr málflutningi minna fyrr- um samherja, margir þeirra hafa eflaust staðið sig betur en sams konar fólk annarra flokka á sams konar framkvæmdavaldspóstum. Að minnsta kosti hefur það oft verið réttlætingin, þó svo mér sýn- ist nú að minna hafi orðið úr efnd- Fræösluþáttur Geðhjálpar Inn- lagning- ar og önnur hjálp ríkuleg ástæða til að taka undir orð um að þjónusta við sjúkling- inn þarf að koma til sem fyrst og áður en ástandið er orðið slíkt að innlögn sé eina lausnin. En inn- lögn, svo nauðsynleg sem hún oft er, getur verið félagslegt slys, sem langan tíma tekur að bæta. Sjúklingurinn tapar tengslunum við sinn venjulega hversdag, vinnu og daglegar venjur. Fjöl- skyldan dregur þá einnig þær röngu ályktanir að það séu ein- vörðungu sérfræðingar sem geta hjálpað. Sérfræðingarnir eru að vísu nauðsynlegir í bakgrunnin- um og sem öryggisnet að falla í þegar annað bregst, en hins veg- ar eru það fjölskyldan, vinnufé- lagar og aðstandendur allir, sem eru hið náttúrulega félagslega umhverfi hverrar manneskju, einnig þeirra sem á tímabilum flokkast sem geðsjúklingar. Og ríkulegt höfuðatriði, sem aldrei verður ofmetið er að fagfólkið sem blandast í málið reyni sem best að hindra félagslega ein- angrun sjúklinga sinna. Það er markmið sem alltaf þarf að setja í samvinnunni milli sjúklings, aðstandendanna og sérfræðinga. Hin síendurteknu sjúkdóms- tímabil verða oft til að mann- eskjurnar einangrast frá eðli- legu umhverfi sínu. Aðstandend- urnir verða fyrir slíku tilfinn- ingálegu álagi að þeirra eðli- legustu viðbrögð eru einatt óskin um að verða lausir allra mála. Þeir þurfa sem bestan stuðning og skilning til að treysta sér til að halda áfram baráttunni að nýju. Hins vegar er það vandþrædd- ur meðalvegur, sem sérfræð- ingar verða að rata, sem liggur milli sjúklingsins og aðstand- enda hans. í meðferðinni er allt- af aðalatriði að hjálpa sjúkl- ingnum að halda svo miklu sjálfstæði sem hann megnar og sýna ákvarðantekt hans virð- ingu. En á hinn bóginn þarf einnig að styðja aðstandendur áður en þeirra orka er uppurin. Eins og J.Þ. bendir á í grein sinni er ýmislegt nýtt komið í þjónustu fyrir geðsjúklinga í Reykjavík á undanförnum árum, en ástæða er til að undirstrika að göngudeildir fyrir geðsjúka eru enn ekki búnar að slíta barnsskónum hér í borginni. En starfsemin vex. Við getum án efa sameinast um að fagna þeim merka áfanga sem náð var í þessum mánuði er geðdeild Borgarspítalans hóf rekstur göngudeildar. Það er merkur áfangi, en b«tur má ef duga skal um svo flókna og fjölþætta starfsemi sem þjónusta við geðsjúka er. PáH ÁageirsHon unum. Og ég vil líka taka undir það með mínum fyrrum samherj- um að ástæður nefndrar sam- þykktar á flokksþingi, sem þá var mjög lítið, voru ekki að öllu leyti það sem einhverjir myndu kalla prinsíp, heldur studdu þessa til- lögu allmargir flokkshestar, sem töldu víst að með þessu myndu opnast leiðir fyrir þá sjálfa inn í póstina, sem þingmennirnir yrðu reknir úr. En „politics sometimes makes strange bedfellows" eins og þar stendur. Löbbum frá lágkúru Fyrir mér er þetta grafalvarleg- ur ágreiningur um grundvallar- atriði, og þegar ljóst var að þau sjónarmið, sem ég stend fyrir í þessum efnum, og miklum fleiri raunar, voru enn orðin kirfilega undir, þá ályktaði ég sem svo, að það væri ekki hægt að leggja út í kosningabaráttu, aftur, með þessi sjónarmið, vitandi að gamli flokk- urinn myndi snúast gegn þeim í raun þegar að kosningum loknum, ef hann kæmist í tæri við völd. Það hefur gerst einu sinni, og það var, satt að segja, einu sinni of mikið. Þetta veit allt innanbúðarfólk í Alþýðuflokknum gamla, sem að vísu er ekki ýkjamargt. Hingað í skrifstofu mína kom gamall sam- herji, af upplýstasta skóla, og við ræddum þetta lengi dags. Og hann sagði einfaldan hlut.sem er um- hugsunar virði: Hugsaðu þér, Vilmundur, að Bandalagi jafnað- armanna gangi allt í haginn, mik- ill fjöldi sé í raun fylgjandi þess- um sjónarmiðum og allt það. En hvað, ef sagan endurtekur sig, ef þetta nýja fólk snýst allt saman gegn þessum sjónarmiðum, þegar til alvörunnar kemur.“ Já, auðvitað er þetta alvarlega spurt. Én þetta er ástæðan fyrir því að væntanlegt Bandalag jafnaðar- manna fer sér svo hægt sem það gerir, vandar hvert örstutt spor. Þegar við hins vegar komum út, þá komum við líka út af fullum krafti. I leiðara sínum sem er lítið til- efni þessarar löngu greinar, finn- ur Styrmir Gunnarsson (?) rétti- lega að því, hversu ruddalega og ósmekklega flokksfólkið á flokks- blöðunum fjallar um veigamikla atburði, sem gerðust í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. Ég endurtek að ég tek eindregið undir þessi sjónarmið Styrmis, sjálfur ber ég virðingu fyrir stjórnmálaskoðun- um Geirs Hallgrímssonar, sem ég þykist þekkja gjörla eftir nokk- urra ára setu á þingi. í málflutn- ingi mínum á Alþingi hefur þetta sjónarmið mitt raunar oft komið fram, þó lítið hafi farið fyrir því í hinum flokksstýrðu fjölmiðlum, og eins hitt, sem nú er orðið stað- reynd, að blygðunarlausasti fram- kvæmdavaldssukkarinn, Albert Guðmundsson, telst sigurvegari í nefndu prófkjöri. Því Albert Guðmundsson, þessi persónulegi sjarmör, er pólitískur persónugervingur alls þess, sem væntanlegt Bandalag jafnaðar- manna telur að aflaga hafi farið. Því „greiðarnir" hans Alberts eru því miður oftar en ekki þannig, að þegar einn fær rétt, er hann tek- inn af einhverjum öðrum, sem með almennum reglum hefði stað- ið réttinum nær. En svona hefur auðvitað Sjálf- stæðisflokkurinn verið. Hitt er einasta goðsögn, sem Morgunblað- ið hefur haldið að fólki í skjóli útbreiðslu sinnar, að Sjálfstæðis- flokkurinn hafi verið einhvern veginn öðruvísi. Styrmir biður flokksfjölmiðlana í leiðara sem nefnist „Lágkúra og persónuníð" um málefnalega um- fjöllun um Geir Hallgrímsson. Ég tek undir það. En sami Styrmir á auðvitað ekki að flytja helber ósannindi, og það meira að segja með mjög ósmekklegu orðavali, um það sem gerst hefur í gamla Alþýðuflokknum og mun gerast í Bandalagi jafnaðarmanna. Alþingi, 8. desember, 1982. Viímundur Gylfason. Hún er komin, hliómplatan sem beðiö hefur verið eftir! — Platan með Gunnari Þórðarsyni og Pálma Gunnarssyni. Á plötunni eru tíu splunkuný lög eftir Gunnar, sem öll eru sungin af Pálma. Enn einu sinni kemur Gunnar með frábæra tónlist, og Pálmi hefur aldrei sungið betur. Það verður ekki erfitt að velja hljóm- plötu til jólagjafa í ár! Barónsstíg 18, 101 Reykjavík. Sími 1 88 30. GUNNAR ÞÖRÐARSON PÁLMIGUNNARSSON Hún er komin!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.