Morgunblaðið - 11.12.1982, Side 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1982
Minning:
Jón Björnsson
Sauðárkróki
Fæddur 17. nóvember 1891
Iláinn 17. september 1982
Jón Björnsson fyrrverandi
deildarstjóri hjá Kaupfélagi
Skagfirðinga lést á Sjúkrahúsinu
á Sauðárkróki 17. sept. sl. tæplega
91 árs að aldri. Með honum er
genginn mikill mannkostamaður,
sem átti að baki langan og giftu-
saman starfsferil, sem öðru frem-
ur einkenndist af frábærum dugn-
aði og óbrigðulli trúmennsku.
Jón var fæddur í Hringsdal á
Látraströnd í Suður-Þingeyjar-
sýslu. Foreldrar hans voru hjónin
Björn Björnsson, ættaður úr
Svarfaðardal og Guðbjörg Guð-
jónsdóttir frá Hólmavaði í Aðal-
dal. Afi Jóns í föðurætt var Björn
Jónsson í Syðra-Garðshorni í
Svarfaðardal, annálaður dugnað-
arforkur til sjós og lands.
Jón fluttist með foreldrum sín-
um til Skagafjarðar árið 1903, er
þau fengu jörðina Hrappsstaði (nú
Hlíð) í Hjaltadal til ábúðar. Hann
settist í Hólaskóla 1910 og útskrif-
aðist þaðan 1912. Hugur hans stóð
til búskapar, en hann var fátækur
og taldi ekki giftusamlegt að hefja
búskap með tvær hendur tómar.
Alla ævi var hann því marki
brenndur að ráðast aldrei í neitt,
sem hann áður var ekki öruggur
um að geta staðið undir. Hann
mat áræði, var sjálfur kjarkmað-
ur, en að standa við skuldbind-
ingar sínar var grundvallaratriði í
lífi hans.
Árið 1915 réðst hann til Krist-
jáns P. Briem, kaupmanns á Sauð-
árkróki og starfaði við verslun
hans samfleytt í 23 ár, eða til árs-
ins 1938 er hann hóf störf hjá
Kaupfélagi Skagfirðinga. Um þau
vistaskipti fórust Jóni sjálfum svo
orð í viðtali í „Glóðafeyki", félags-
tíðindum K.S., 1971:
„Ég átti alltaf dálítið erfitt með
að losa mig til fulls við þá hug-
mynd að vera bóndi, og þó að ég
væri orðinn meira en hálf-
fimmtugur þegar ég hætti störf-
um hjá Briem, þá var það mjög
ofarlega í mér að fara að búa. En
Sigurður kaupfélagsstjóri lagði
mjög fast að mér að koma til sín,
sagði að karlarnir heimtuðu það
af sér að hann réði mig, ef ég færi
frá Briem."
Þetta segir nokkuð um það orð,
sem af Jóni fór, sem verslunar-
manni.'Hjá kaupfélaginu starfaði
hann síðan allt til ársins 1970 eða
í 32 ár, ætíð sem deildarstjóri í
„Gránu", sem var stærsta og um-
svifamesta verslun félagsins. Um
veru hans hjá kaupfélaginu segir
Magnús H. Gíslason svo í áður-
nefndu viðtali í „Glóðafeyki":
„Þar hefur hann verið vakinn og
sofinn öll þessi ár, ávallt jafn
traustur og samviskusamur, ávallt
+
Móöir okkar,
SIGRÍÐUR KRISTÓFERSDÓTTIR,
frá Breiöavaöi í Langadal,
andaðist á St. Franciscu-spítalanum í Stykkishólmi 9. desember.
Kristjana Haraldsdóttir,
Einar Haraldsson.
Móðir okkar,
LAUFEY GfSLADÓTTIR,
Heiöargeröi 25,
andaðist að kvöldi fimmtudagsins 9. desember.
Ástrós Þorsteinsdóttir,
Guörún Þorsteinsdóttir,
Gunnar Þorsteinsson,
Gísli Freyr Þorsteinsson.
+
Eiginmaöur minn og faöir okkar,
MAGNÚS BJÖRNSSON,
skipstjóri,
Sólvallagötu 6,
lést í Landspítalanum 10. desember.
Guörún Markúsdóttir,
Markús ívar Magnússon, Svanhíldur Siguröardóttir,
Guðrún Magnúsdóttir, Trausti Júlíusson,
og barnabörn.
t
Maðurinn minn, faöir okkar, tengdafaðir og afi,
SKÚLI H. SKÚLASON,
trésmíöameistari,
Tjarnargötu 30, Kellavík,
verður jarösunginn frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 11. des. kl. 2.
Blóm vinsamlega afþökkuö en þeim sem vildu minnast hins látna
er bent á Sjúkrahús Keflavíkur.
Ragnheiöur G. Sigurgísladóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
+
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúð og hlýhug við andlát og
jarðarför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu,
ÞORGEROAR GRÓU PÁLSDÓTTUR,
frá Sigldfirói.
Ásgrímur Sigurösson,
María Ásgrímsdóttir, Kristinn Finnsson,
Halldóra Ásgrímsdóttir, Karl-Erik Rocksén,
Eiríksína Ásgrímsdóttir, Ange Mancini,
og barnabörn.
jafn hlýr og háttvís, ætíð reiðubú-
inn að leysa hvers manns vanda,
eftir því sem unnt var. Þess vegna
sagði líka Magnús skáld áVöglum
eitt sinn þessi orð, sem menn hafa
ekki síðan gleymt: „Ytri-búðin“,
en svo var Grána oft nefnd af því
að hún stóð norðar af tveimur
búðum kaupfélagsins, en fleiri
voru þær ekki um langt skeið, —
„Ytri-búðin, það er besta búð í
heimi".
Á Sauðárkróki kynntist Jón
konuefni sínu, Unni Magnúsdótt-
ur. Þau gengu í hjónaband 16. maí
1919. Heimili þeirra stóð ætíð að
Aðalgötu 17, nema fyrsta hjúskap-
arárið er þau bjuggu í húsi nokkru
norðar við sömu götu. Þau eignuð-
ust fimm börn, sem öll eru á lífi.
Afkomendur Jóns og Unnar eru
um 60 talsins. Unnur, sem lifir
mann sinn, dvelur nú á ellideild
sjúkrahússins á Sauðárkróki.
Ég, sem þessar línur rita, er
tengdadóttir Jóns og Unnar, og ég
get ekki látið hjá líða að minnast
tengdaföður míns látins með
nokkrum orðum. í nær 15 ár hefi
ég dvalið í fjarlægu landi, en hug-
ur minn æði oft verið heima.
Margar af mínum bestu minning-
um eru tengdar Jóni og Unni.
Eins og fyrr segir, var Jón frá-
bær atorkumaður, áhugasamur og
trúr í öllum sínum störfum. Ég
fékk senda hljóðupptöku af ræðu
séra Gunnars Gíslasonar í
Glaumbæ, sem hann flutti yfir
moldum Jóns. Hann hóf hana með
þessum orðum:
„Hann var trúr allt til dauða."
Þessi setning er sönn, og lýsti Jóni
Björnssyni mætavel. Hann var
líka ávallt orðvar og prúður í
framkomu við alla. Kurteisi var
honum eðlisgróin. Ég minnist þess
ekki að hafa heyrt hann tala ljótt
orð til nokkurs manns í þau 21 ár,
sem ég var honum samtíða, fyrst
eitt ár á hemili tengdaforeldra
minna, og síðan 20 ár í næsta húsi,
sem vitanlega leiddi til náinna
samskipta milli heimilanna. Hjá
þeim var ég daglega, og átti því
mikla láni að fagna, að eignast
einlæga vináttu og trúnað tengda-
foreldra minna. Þau voru mér
frábærlega góð og umhyggjusöm,
hefðu ekki getað reynst mér betur
þótt ég hefði verið þeirra eigin
dóttir.
Aldrei mun ég gleyma, hve vel
þau fögnuðu mér er Magnús sonur
þeirra kynnti mig fyrir þeim, sem
væntanlega eiginkonu á jólum
1946. Ég var þá 19 ára, óþroskuð
og eignalaus sveitastúlka, en það
virtist ekki skipta neinu máli. Mér
var tekið af óumræðanlegri hlýju
og rausn, sem ávallt einkenndi
þau hjón og heimili þeirra.
Allir, sem þekktu Jón Björnsson
og voru honum samtíða, vita hve
trúr og áreiðanlegur hann var í
öllum sínum störfum, bæði hjá
Kristni Briem og Kaupfélagi
Skagfirðinga.
Það var ekki verið að hugsa um
kaup eða klukku öllum stundum;
en kappkostað að ljúka því, sem
fyrir lá hverju sinni.
Hann var vanur að koma heim
með allar mánaðarnótur við-
skiptavinanna í Ytri-búð K.S., en
á þeim árum létu flestir skrifa hjá
sér, og gerðu svo upp um mánaða-
mót. Jón kom heim með þessar
nótur á kvöldin, yfirfór þær og
reiknaði út, allt í sínum eigin
hvíldartíma. Eitt sinn spurði ég
hann í gamni, hvort hann skrifaði
yfirvinnutíma á þessa heima-
vinnu. Hann brást snöggur við og
sagði:
„Því læturðu svona manneskja,
þetta tekur mig enga stund.“ Auk
þessa vann hann allar helgar, og
sumarleyfi tók hann aldrei á
starfsferli sínum. Nútímamenn
skilja e.t.v. ekki svona lífsmáta, en
væri um þetta rætt, svaraði hann
því einu til að þetta væri „sín að-
ferð“.
Vinnan var lífsnautn hans. En
þrátt fyrir annríkið vanrækti Jón
ekki skyldur sínar, sem fjöl-
skyldufaðir. Á því sviði var hann
hinn trausti og árvaki maður, sem
fylgdist vel með öllu, og sá til þess
að enginn væri vanræktur. Ékki
síst gaf hann sér tíma til að sinna
barnabörnum sínum, þau voru öll
hans yndi og eftirlæti. Hann virt-
ist aldrei of þreyttur til að taka
þau upp og hampa þeim, leika við
þau, og tala það mál er þau skildu.
Þegar þau uxu úr grasi var hann
óþreytandi að kenna þeim að lesa
og draga til stafs. Hann fylgdist
vel með þroska þeirra, áhugamál-
um og framtíðardraumum, og
hvatti þau til starfa og menntun-
ar. Hann var góður afi. Ég veit að
mín börn eiga um hann ljúfar
minningar, og eru þakklát fyrir að
hafa átt slíkan mann að afa.
Jón var bókhneigður og las mik-
ið. Oft sá ég ljós hjá honum um
miðjar nætur, er ég vaknaði til að
sinna börnum mínum. Hann var
áhugamaður um alla framþróun
°g fylgdist vel með gangi mála,
Fædd 29. júlí 1928
Dáin 30. nóvember 1982
í dag er til moldar borin frá
Hvalsneskirkju elskuleg tengda-
móðir okkar, Ástrún Jónasdóttir,
Vallargötu 24, Sandgerði.
Adda, eins og hún var ávallt
kölluð, var fædd að Tröð í Súðavík
þann 29. júlí 1928, dóttir hjónanna
Karitasar Elísabetar Kristjáns-
dóttur og Jónasar Sigurðssonar.
Það er ætíð erfið stund þegar ein-
hver ástvinur er tekinn svo snöggt
frá okkur. Okkur langaði aðeins að
minnast hennar með nokkrum
orðum.
Árið 1949 giftist hún eftirlifandi
eiginmanni sínum, Þórhalli Gisla-
syni frá Setbergi, Miðneshreppi.
Þau eignuðust sex börn en misstu
eitt í fæðingu. Þau eru: Þóra, gift
og búsett í Keflavík, Benóný,
kvæntur og búsettur í Grindavík,
Sigríður, gift og búsett í Sand-
gerði, Jónas, kvæntur og búsettur
í Grindavík og Gísli, trúlofaður og
búsettur í Sandgerði.
Strax í upphafi var okkur tekið
opnum örmum. Alltaf var jafngott
að koma til Öddu, hún var ætíð
bæði heima og erlendis. Hann
skrifaði okkur hjónum fram á síð-
ustu ár skýr og fróðleg bréf um
stjórnmál og þjóðarhag.
Áhugi og kapp Jóns við verk var
einstakt. Eitt atvik vil ég nefna,
sem mér kemur í hug. Eitt sinn
vorum við Magnús við heyskap að
raka í garða hálfþurrt hey, því
rigningarlegt var. Jón kom okkur
til hjálpar, hvatstígur að vanda og
lenti á móti mér, fór hratt og létt
með heyið. Ég hamaðist af öllum
kröftum, en hafði ekki við honum
og bað hann í öllum bænum að
hægja á sér og hamast ekki svona.
„Hamast," sagði Jón stuttara-
lega, „þú hefðir átt að sjá mig þeg-
ar ég gat unnið." Þetta var, held
ég, í eina skiptið sem ég heyrði
hann láta orð falla um afköst sín.
Hann var hógvær maður og ekki
sýnt um að segja frægðarsögur af
sjálfum sér. I þessu sambandi
koma mér í hug orð Jóns Jónsson-
ar, bónda í Steinholti, er hann
sagði eitt sinn er hann horfði á
Magnús mann minn við slátt, þá
lítt vanan heyskap:
„Já, hann er þá ekki líkur föður
sínum, ef hann getur ekki borið ljá
í gras, því slíkan afburðamann hef
ég sjaldan séð, það var unun að
horfa á Jón við slátt."
Jón í Steinholti var sjálfur af-
burða verkmaður og þess vegna
vel dómbær á vinnubrögð nafna
síns.
Já, það er sannarlega margs að
minnast. Skarð manns á borð við
Jón Björnsson verður vandfyllt.
Ég veit að það var von og ósk
tengdaföður míns, að afkomendur
hans yrðu heiðarlegt og duglegt
fólk, sem hefði yndi af að vinna
störf sín vel og af trúmennsku.
Ég þykist þess einnig fullviss,
að það taki sér hann til fyrir-
myndar á flestum sviðum. Þá mun
gæfa þess og farsæld í lífi og
starfi verða tryggð.
Að leiðarlokum kveð ég kæran
tengdaföður og bið honum guðs
blessunar með þökk fyrir allt og
allt. Vinum og vandamönnum
sendi ég samúðarkveðjur.
Kristín Helgadóttir,
Vestur-Ástralíu.
létt og kát, alltaf til í að hlæja og
gerði gott úr öllu, sama hvað gekk
á. Má segja, að hún hafi verið
hrókur alls fagnaðar hvar sem
hún kom og var gott að vera í ná-
vist hennar. Hún var mikil hús-
móðir, hugsaði vel um heimili sitt,
eiginmann sinn, börn og fjölskyld-
ur þeirra. Ekki var hún ánægð
fyrr en allir voru búnir að fá að
borða, sama á hvað tíma við kom-
um. Heimili hennar stóð ávallt
opið vinum barna hennar, sem
nutu þess að koma þangað og
mörgum þótti brúna tertan henn-
ar góð.
Barnabörn hennar eru 12 og
alltaf var pláss fyrir þau, jafnt
stuttan tíma sem langan. Söknuð-
ur þeirra er mikill. Að lokum vilj-
um við þakka fyrir að hafa fengið
að kynnast henni og allt sem hún
gerði fyrir okkur. Við biðjum Guð
að styrkja eiginmann hennar,
börn, tengdabörn, barnabörn og
aðra ástvini á þessari sorgar-
stundu. Hvíli hún í friði.
Svava, Dröfn og Helga
+
Innilegt þakklæti sendum viö öllum þeim er sýndu okkur samúö og
vinarhug viö andlát og útför sona okkar og bræöra,
FRÍMANNS KONRÁDSSONAR
og
NÝVARDS Ó. KONRAOSSONAR,
Burstabrekku, Ólafsfiröi.
Guö blessi ykkur öll. Svaya Frjöþjóf.dóttirf
Konráó Gottlíebsson,
Jón Konréösson,
Gottlieb Konráösson,
Sigrún Konráósdóttir.
JT
Astrún Jónasdótt-
ir - Minningarorð