Morgunblaðið - 11.12.1982, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1982
37
Haraldur Ciuðnason
VIÐ ÆGISDYR
Saga Vestmannaevjabæjar
í 60 ár
I
Saga Vest-
mannaeyja-
kaupstaðar
í sextíu ár
ÚT ER komið fyrra bindið af sögu
Vestmannaeyjakaupstaöar og nefnist
Við Ægisdyr — Saga Vestmanna-
eyjakaupstaðar í 60 ár. Höfundur
ritsins er Haraldur Guðnason skjala-
vörður og fyrrum bókavörður í Vest-
mannaeyjum.
Rit þetta er tekið saman að
frumkvæði bæjarstjórnar Vest-
mannaeyja, en hún samþykkti á
hátíðarfundi í febrúar 1979, þegar
60 ár voru liðin frá fyrsta fundi
hennar, að láta skrá sögu Vest-
mannaeyjakaupstaðar, og fékk til
þess verks Harald Guðnason sem
er gagnkunnugur sögu Vest-
mannaeyja.
I þessu fyrra bindi er sagt frá
aðdraganda þess að Vestamanna-
eyjasýsla varð kaupstaður með
lögum frá 1918; dregin er upp
mynd af bæjarlífinu á þeim tíma
og sagt frá fyrstu bæjarstjórnar-
kosningunni. Rakinn er annáll
Vestmannaeyja 1919—1979 og get-
ið þess helsta er við bar á hverju
ári. Þá er í riti þessu gerð rækileg
grein fyrir heilbrigðisþjónustu í
Eyjum og rakinn viðburðarrík
byggingarsaga sjúkrahúsanna.
Örn Bjarnason, forstjóri Hollustu-
verndar ríkisins, og fyrrum hér-
aðslæknir í Eyjum, er meðhöfund-
ur þess kafla. Loks eru svo þættir
af þingmönnum Vestmannaeyja
frá endurreisn alþingis.
í síðara bindi verður fjallað um
hafnargerð, rafveitu, samgöngur,
skipulag, bæjarútgerð, hitaveitu
og fleiri stofnanir auk bæjar-
fulitrúatals 1919—1979.
Við Ægisdyr er 340 bls. Bókina
prýða fjölmargar myndir frá því
tímabili sem um er fjallað. Sigur-
geir Jónasson hefur séð um þann
þátt. Ástmar Ólafsson auglýs-
ingateiknari hefur séð um útlit
bókarinnar. Útgefandi er Vest-
mannaeyjabær, en dreifingu ann-
ast Setberg.
Getty-safnið
sló um sig
ÍAindon, 9. des. Al\
GETTY-LISTASAFNIÐ í Malibu í
Kaliforniu festi í gær kaup á tveimur
meiriháttar listaverkum á list-
munauppboði Christie’s í Lundún-
um.
Hér var um teikningar að ræða.
Önnur er af Jesú Kristi eftir
Raphael, en hann var uppi frá
1483—1520 og í hópi frægari lista-
manna allan tíma. Hin myndin er
eftir Rubens og er teiknuð í rauð-
um og svörtum litum, myndefnið:
Nakin kona og kvennahöfuð.
Jesúteikningin kostaði safnið
332.424 dollara, en konan fá-
klædda fór hins vegar á 194.760
dollara. Teikningarnar voru í hópi
84 listaverka sem seld voru úr áð-
ur óþekktu einkasafni.
Barnaskíöagallar
Gerö: St. Anton.
Stæröir: 140-176.
Litir: blátt/rautt,
blátt/ljósblátt.
Verö 1.090.-
Póstsendum.
■'S:
Kvenskíöagallar
Gerö: Bernina.
Stæröir: 36—46.
Litir: blátt/gult,
grátt/vínrautt.
Verö 1.630.-
Póatsendum.
BERNINA
Sportborg
Hamraborg 6, Kópavogi. Sími 44577
Laugardag opið til kl. 6.
kynnir í dag frá kl. 3—6
örbylgjuofna
í dag kynnir Gunnar Bollason, matreiöslumaöur,
Sharp örbylgjuofna í versluninni. Geriö svo vel
aö líta inn — kynnist möguleikum örbylgjuofna
og hve sáraeinfaldir þeir eru í allri notkun.
Munið okkar hagstæöa vöruval.
Reykjavíkurvegi 72 — Hafnarfirði