Morgunblaðið - 15.12.1982, Blaðsíða 1
64 SIÐUR
281. tbl. 69. árg.
MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 1982
Prentsmiðja Morgunblaðsins
George Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna (t.v.), og Francois Mitterrand forseti Frakklands í Elysées-
höll í dag, en bandaríski utanrikisráðherrann er á ferðalagi um Evrópu um þessar mundir. Fundur þeirra stóð í
þrjár klukkustundir og sagði Shultz að viðræðunum loknum að þær hefðu verið „gagnlegar". Næsti viðkomu-
staður Shuitz á ferðalaginu er Madrid, þar sem hann mun ræða við hina nýju stjórn sósíalista undir forvstu
Felipe Gonzales.
„Sigurinn mun
verða okkar“
— segir Lech Walesa í ræðu er dreift var í Varsjá í dag,
þar sem hann hvetur einnig til friðsamra aðgeröa
Varsjá. 14. desember. AP.
DREIFT var i Varsjá í dag fyrstu ræðu Lech Walesa frá setningu herlaga
fyrir einu ári síðan. Þar hvetur Walesa landa sína til að beita friðsamlegum
aðgerðum í þágu ólöglegu verkalýðsfélaganna Samstöðu og segir: „Sigurinn
mun verða okkar.“
Ræðu Walesa var dreift til vest-
rænna fréttamanna, en áætlað er
að hann flytji hana við athðfn á
fimmtudag fyrir utan skipasmíða-
stöðina í Gdansk, þar sem óháðu
verkalýðsfélögin Samstaða voru
formlega stofnuð í ágúst 1980.
„Ég er trúr þeim hugm.vndum er
mótaðar voru í ágúst 1980“, segir
Walesa einnig í ræðunni, en ekki
liggur ljóst fyrir hvers vegna hann
ákvað að birta hana fyrirfram.
Hins vegar er talið líklegt að Wal-
Reagan endurskoðar hugmyndir
um staðsetningu MX-flauganna
Washinffton, 14. desember. AP.
RONALD Reagan Bandaríkjafor-
seti, samþykkti í dag tilslökun í
þeim tilgangi að reyna að bjarga
frumvarpi sínu um MX-eldflaugar
frá falli í öldungadeildinni. Til-
slökun þessi felur í sér að fram-
Norður-Yemen:
Tala látinna er
komin yfir 1000
Manama, Bahrain, 14. dcsembír. AP.
JARÐSKJÁLFTINN sem gekk yfir Norður-Yemen á mánudag mun hafa
orðið meira en 1000 manns að bana og eyðilagt 136 þorp, samkvæmt
heimildum hinnar ríkisreknu útvarpsstöðvar. Erlendir stjórnarerindrekar
álíta að meira en 3000 manns hafi særst.
Enn er talið að tala látinna eigi
eftir að hækka.
í fregnum útvarpsstöðvarinnar
kom fram að meðal þeirra sem lét-
ust hafi verið 250 nemendur
grunnskóla sem grófust undir
rústum skólahússins.
Forseti Norður-Yemen, Ali
Abdullah, mun hafa hraðað sér til
Mið-Yemen til að stjórna björgun-
araðgerðum þaðan, en í dag munu
enn hafa verið að finnast lík í
rústum. AIi Lufti Al-Thor, utan-
ríkisráðherra landsins, mun hafa
kallað á sinn fund fulltrúa er-
lendra stjórnvalda i dag og farið
fram á það að þeir kæmu á fram-
færi hjálparbeiðni til stjórna
sinna vegna hörmunga jarð-
skjálftanna.
Einnig munu taka þátt í björgun-
araðgerðum liðssveitir PLO, sem
hafa aðsetur í Norður-Yemen, og
komu þangað frá Beirút fyrr í
sumar.
leiðsu MX-eldflauganna verður
haldið áfram, en forsetinn leggur
fram aðrar hugmyndir um stað-
setningu þeirra.
Samkvæmt þessari tillögu,
sem miðar að því að ná fram
samþykki öldungadeildarinnar,
verða öll fjárframlög til fram-
leiðslu og staðsetningar flaug-
anna „fryst" innan kostnaðar-
áætlunarinnar til varnarmála,
sem nú er til umræðu, og ekki
notuð nema til komi nýjar tillög-
ur forsetans um staðsetningu
flauganna, auk nánari upplýs-
inga um fyrirkomulag hennar.
Reagan hefur frest til 1. mars
til að koma með nýjar tillögur í
stað hinna fyrri um staðsetningu
flauganna, en hún hefur mætt
mikilli andstöðu jafnt í fulltrúa-
sem öldungadeildinni.
Þegar þessi nýja tillaga er
komin fram hefur þingið hana
síðan í 45 daga til umfjöllunar.
Til þess hún öðlist gildi verður
hún að hljóta samþykki bæði
öldunga- og fulltrúadeildarinn-
ar.
esa hafi valið þann kostinn, þar
sem hann var ekki viss um að fá
leyfi stjórnvalda til að ávarpa
mannfjöldann á fimmtudag.
Walesa hafði tilkynnt, er hann
var látinn laus úr stofufangelsi, að
hann þarfnaðist eins mánaðar
hvíldar og umhugsunar áður en
hann tæki næsta skref og haft er
eftir vestrænum heimildum í
Varsjá í dag, að augljóst sé að
hann hafi íhugað mál sitt vand-
lega.
A sama tíma tilkynntu yfirvöld
að auknar hömlur hefðu verið
lagðar á vegabréfsáritanir til
Bandaríkjanna og einnig hefði
verið skorið á öll vísinda- og
menningarleg tengsl við þau
vegna „afskipta þeirra af innan-
ríkismálum Póllands.”
„Stjórnvöld í Póllandi voru
neydd til að taka þessa ákvörðun
til að vernda stjórnmála-, vísinda-
og menningarlega hagsmuni þjóð-
arinnar", segir í yfirlýsingu
stjórnvalda varðandi mál þetta,
sem birtist í fréttum opinberu
fréttastofunnar PAP.
Dreifði 1500 flöskum
af kúbönsku rommi
Stokkhólmur, 14. desember. AP.
S/ENSKA utanríkisráðuneytið bar í dag fram mótmæli við sendiherra Kúbu í
Stokkhólmi, eftir að 1500 flöskum af kúbönsku rommi var dreift á hátíðarsam-
kundu nokkurri til heiðurs Nóbelsverðlaunahafanum Gabriel Garcia Marquez.
Rommið var gjöf frá Fidel Castro, forseta Kúbu.
Tólf hundruð manns voru
viðstaddir hátíðahöldin sem fram
fóru á sunnudag og voru þeir allir
leystir út með gjöfum Castros, kúb-
anska romminu.
„Haldi menn veislu er nauðsynlegt
að hafa romm,“ mun Castro hafa
sagt vini sínum Marquez, sem kom
við í Havana á leiðinni til Stokk-
hólms.
Stjórnvöld í Svíþjóð hafa hins veg-
ar tilkynnt að þau líði ekki svona
gáleysislega dreifingu á áfengi, og
sendiherra Kúbu mun hafa borið
fram formlega afsökun vegna athæf-
írland:
Fitzgerald kjörinn
forsætisráðherra
Dvflinni, 14. desember. AP.
GARRET Fitzgerald, leiðtogi Fine Gael-flokksins, var í dag kjörinn forsæt-
isráðherra írska lýðveldisins í annað skipti á undanförnum átján mánuðum.
Hann mun verða leiðtogi samsteypustjórnar með Yerkamahnaflokknum.
Hann tekur við embættinu úr
höndum Charles Haughey, sem
tókst ekki að vinna meirihluta í
kosningunum þann 24. nóvember
síðastliðinn.
Irska þingið, Dail, kom saman í
fyrsta skipti eftir kosningar í dag
og hinir 166 þingmenn þess greiddu
atkvæði um forsætisráðherra-
embættið. Fitzgerald hlaut 85 at-
kvæði gegn 79.
Þessi nýja stjórn er fyrsta meiri-
hlutastjórn írska lýðveldisins frá
því í júní 1981.
Fitzgerald hefur áður lýst því
yfir, að hans aðalbaráttumál verði
að reyna að binda endi á 13 ára
blóðugar erjur á Norður-írlandi
og finna viðunandi lausn á vanda-
málum þar.
Mesta peningarán í
sögu Bandaríkjanna
New York, 14. desember. AP.
TVEIR grímuklæddir menn rændu í gær stærstu fjárfúlgu sem rænt
hefur verið i heilu lagi í Bandarikjunum, þeir höfðu a.m.k. 5,3 milljónir
dollara á brott með sér og skildu þó eftir 20 milljónir.
Ránið var framið hjá Sentry
Armoured Car Courier-fyrirtæk-
inu, sem tekur að sér að flytja
verðmæti með brynvörðum vöru-
bílum hlöðnum vopnuðum vörð-
um. Ræningjarnir tveir hjuggu
sér leið með skrúfjárni í gegnum
meters þykkt flatt þak fyrirtæk-
isins sem mun vera úr tjöru-
pappa að meira og minna leyti,
sigu síðan niður í skrifstofu í
kaðli og afvopnuðu síðan eina
vörðinn á svæðinu, sem var að
horfa á sónvarp í næsta her-
bergi. Eftir að hafa handjárnað
hann, þustu þeir að peninga-
hirslum fyrirtækisins og létu
greipar sópa. I hirslurnar kom-
ust þeir með kúbeinum og
járnklippum, en þar voru
geymdar 25 milljónir dollara.
Ræningjarnir hirtu aðeins seðla-
pokahrúgu sem næst þeim stóð
og fluttu til vörubifreiðar sem
þeir höfðu lagt skammt frá dyr-
um fyrirtækisins. Óljóst er,
hvers vegna þeir létu afganginn
af peningunum eiga sig.
Lögreglunni í New York þykir
sem margt bendi til þess að um
„innanhúsmáP sé að ræða, ræn-
ingjarnir hafi verið einum of
kunnugir aðstæðum til þess að
um utanaðkomandi bófa geti
verið að ræða. Tveir varðhundar
létu ekkert í sér heyra og er ver-
ið að athuga hvort þeim hafi ver-
ið gefin lyf. Þjófavarnarkerfi
fyrirtækisins vældi ekki og síð-
ast en ekki síst þykir í hæsta
máta óeðlilegt að aðeins einn
vopnaður vörður skuli hafa verið
í húsinu miðað við þær fjárupp-
hæðir sem þar voru geymdar.
Loks greindi ónafngreind en
trygg heimild frá því, að hver
einasta króna sem hvarf hafi
verið tryggð.
Sem fyrr segir, er þetta mesta
rán sögunnar í Bandaríkjunum.
Gamla metið, ef svo mætti að
orði komast, var sett fyrir fjór-
um árum, er verðmætum að and-
virði 5,8 milljóna var stolið úr
farangursgeymslum Lufthansa-
flugfélagsins þýska á Kennedy-
flugvelli.