Morgunblaðið - 15.12.1982, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 15.12.1982, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 1982 Höröur Áskelsson sveiflar tónsproUnum á æfingu. Morgunbladió/RAX Jólatónleikar Pólýfón- kórsins annað kvöld Á MORGUN, fimmtudag, verða haldnir jólatónleikar Pólýfónkórs- ins í Landakotskirkju. Á efnisskrá verða að þessu sinni Kantanta nr. 61 eftir Bach, Jólakonsert eftir Torelli og Gloria í D-dúr eftir Vi- valdi. Fjórir einsöngvarar syngja með kórnum, þau Katrín Sigurð- ardóttir, Signý Sæmundsdóttir, Ásta Thorsteinsson og Sigurður Björnsson. Einleikarar á fiðlu eru Rut Ingólfsdóttir og Laufey Sig- urðardóttir, og Rut er jafnframt konsertmeistari. Er litið var inn á æfingu kórs- ins sl. þriðjudagskvöld voru kór- félagar að æfa undir stjórn Harðar Áskelssonar, en þetta verður í fyrsta sinn sem hann stjórnar Pólýfónkórnum á tón- leikum. Hörður sagði það að mörgu leyti stórkostlegt að stjórna þessum kór sem þegar er búinn að flytja mörg meirihátt- ar verk sem sambærilegir kórar eru að flytja um þessar mundir erlendis. „Kórinn hefur t.d. flutt Gloriu Vivaldis áður, en það var Frá æfingu kórsins I fýrrakvöld. á Ítalíu 1977, og verkið hefur einnig verið sungið inn á hljómplötu." Tónleikarnir hefjast kl. 21 á fimmtudagskvöld, og verða sem fyrr segir í Landakotskirkju. Málverk seld fyrir eina milljón króna MÁLVERK seldust fyrir um eina milljón króna á málverkauppboði Klausturhóla í fyrrakvöld, að því er Halldór Runólfsson verslunarstjóri i Klausturhólum sagði i samtali við blaðamann Morgunblaðsins. Samtals voru boðin upp átta- tíu og fjögur málverk eftir íslenska listamenn frá ýmsum tímum. Dýrasta málverkið fór á 80 þús- und krónur, Kjarvalsmyndin „Til- hugalíf", olíumálverk á striga, lík- lega málað um 1930. Næstmesta verð fékkst fyrir teikningu eftir Mugg, Guðmund Thorsteinsson, 65 þúsund krónur, og þriðja dýrasta verkið fór á 50 þúsund krónur, olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson Áskorun um aukna fjárveitingu Óveðrið: Heildartjón á Norðurlandi um 2 milljónir kr. HEILDARTJÓN á Norðurlandi af völdum óveðursins, sem þar gekk yfir nýlega, er talið nema rúmum 2 milljónum króna, samkvæmt upplýs- ingum sem MbL fékk hjá Ásgeiri Ólafssyni, forstjóra . Viðlagatrygg- ingar. Ásgeir sagði að tjónið hefði orð- ið mest í Siglufirði og í Hrísey, en ekki liggja enn fyrir nákvæmar tölulegar upplýsingar á milli staða. Ekki er hægt að gera upp allt tjónið strax og því er ekki ljóst hversu langt yfir tveimur milljónum tjónið verður. Ásgeir sagði að þegar væri farið að greiða tjónabætur, en það gerð- ist jafnóðum og upplýsingar bær- ust. Stúdentaráð boðaði til almenns stúdentafundar í Félagsstofnun stúdenta í gær, þar sem meðal ann- arra voru viðstaddir fulltrúar menntamálaráðuneytis og fjármála- ráðuneytis. Frummælendur voru Guðmundur Magnússon háskóla- rektor, Eiríkur Ingólfsson, einn full- trúi stúdenta í háskólaráði, og Guð- mundur Ingvarsson frá Félagi stundakennara við háskólann. Fund- urinn samþykkti svofellda áskorun: „Almennur stúdentafundur haldinn í Félagsstofnun stúdenta þann 14.12. 1982 skorar á ríkisstjórn íslands að bæta úr brýnni fjárþörf Háskóla ís- lands með aukinni fjárveitingu hon- um til handa." X. ■ ^MíJOHN3 Svart 695.- HERRA- SKÓR Litir Verö Brúnt 598.- Brúnt og svart 699.- Brúnt og svart 847.- Austurstræti sími: 27211

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.