Morgunblaðið - 15.12.1982, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.12.1982, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 1982 Ty lenol-morðinginn ? Ncw Vork, 14. dcscmbcr. \1. JAMES W. Lewis, sem eftirlýstur hefur verid í tengslum vid Tvlenol-mordin, var handtekinn í gær, eftir að starfsmaður í bókasafni í New York bar kennsl á hann þar sem hann sat og las blöðin í ró og spekt. Hringdi bókavörðurinn í lögregluna og gafst Lewis upp án mótþróa. Að sögn talsmanna lögreglunn- ar í New York, freistaði Lewis þess að svíkja eina milljón dollara út úr Johnson/Johnson lyfjafyr- irtækinu, að öðrum kosti myndu fleiri verða eitrinu að bráð, en eins og frá hefur verið greint í fréttum, létust sjö manns í Chicago á tíma- bilinu 29. september — 1. október, eftir að hafa tekið inn sterkt Tyl- enol sem blásýru hafði verið blandað út í. Johnson/Johnson- fyrirtækið í New York framleiðir Tylenol. Kenneth Walton hjá álríkislög- reglunni sagði, að þrátt fyrir fjár- kúgunartilraunir Lewis væri ekk- ert sem bendlaði hann sannanlega við Tylenol-morðin, það væri alveg eins til í dæminu að hann hefði einungis ætlað sér að notfæra sér stöðuna í eigin þágu. Sameinuðu þjóðirnar: Samþykktu friðartillögur Samcinuðu þþVðirnar. 14. dcscmber. Al*. ALLNIIERJARMNG Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt tvær til- Veður víða um heim Akureyri +1 snjókoma Amsterdam 1 skýjað Aþena 18 heióskírt Barcelona 11 heióskfrt Berlín 2 skýjaó Brössel 4 skýjaó Buenos Aires 27 rigning Caracas — vantar Chicago 1 skýjaó Dyflinni 9 skýjaó Feneyjar 1 skýjað Frankturt 3 skýjaó Fasreyjar 4 skýjaó Gent 8 heiðskírt Helsinki +7 heióskírt Hong Kong 17 heióskírt Jerúsalem — vantar Jóhannesarborg 29 heiðskírt Kairó 13 skýjaó Kaupmannahöfn 1 skýjaó Las Palmas 19 skýjaó Lissabon 14 heióskírt London 6 skýjaó Los Angeles 20 léttskýjaó Madrid 11 heióskírt Malaga 13 léttskýjaó Mallorca 14 léttskýjaó Mexikóborg 21 heióskírt Miami 23 skýjaó Montreal +22 skýjaó Moskva 3 skýjaó Nýja Delhí 24 heióskírt New York +5 heióskírt Ósló +12 heióakirt Parts 6 léttskýjaó Reykjavík +2 snjóél Rio de Janeiro 33 skýjaó Róm 15 rigning San Francisco 14 skýjað Stokkhólmur +2 skýjaó Tókýó 9 skýjaó Vancouver 8 skýjaó Vfn 7 skýjaó lögur sem miða að því að stöðva vígbúnaðarkapphlaupið. I>á hefur þingið skipað nefnd til þess að rann- saka og skila áliti um hugsanlega notkun á ólöglegum eiturefnavopn- um. Fyrst tók ráðið fyrir tillögu frá Indlandi sem fól í sér stöðvun á framleiðslu kjarnorkuvopna og framleiðslu á tækjum til eyðingar slíkra vopna án allrar áhættu. 122 greiddu tillögu þessari atkvæðl sitt, 16 voru á móti, en 5 fulltrúar voru fjarverandi. Því næst var tekin fyrir s^gjisk- mexíkönsk tiliaga sem fól í ser að engin kjarnorkuvopn yrðu fram- leidd næstu fimm árin og Banda- ríkin og Sovétríkin ættu að nota tímann til þess að komast að end- anlegu samkomulagi í þessum efn- um. 119 greiddu tillögunni at- kvæði, 17 voru á móti, en nokkrir sátu hjá eða voru fjarverandi. Sovétmenn og bandamenn þeirra greiddu tillögunni um stöðvun framleiðslu kjarnorku- vopna atkvæði sitt, Bandaríkja- menn og bandamenn þeirra í Vestur-Evrópu voru hins vegar á móti tillögunni. Tillagan um skip- an rannsóknarnefndar varðandi eiturefnahernaðinn fékk 86 at- kvæði gegn 19, en fjölmargir ým- ist sátu hjá eða voru fjarverandi. Meðal þeirra sem greiddu atkvæði gegn tillögunni voru Sovétríkin, en þau hafa legið undir grun um að nota slík vopn í hernaði sínum í Afganistan. Sovétmenn lögðu á hinn bóginn fram tillögu þar sem þeir lýstu yf- ir miklum áhyggjum yfir vaxandi framleiðslu og möguiegri notkun slíkra eiturefna og hvöttu til við- ræðna við Bandaríkin um lausnir. Slíkar viðræður stóðu yfir til árs- ins 1980, en Bandaríkjamenn slitu þeim þegar Sovétmenn sendu her sinn inn í Afganistan. Tillaga Sov- étmanna var samþykkt með mikl- um meirihluta atkvæða, aðeins Bandaríkjamenn voru tillögunni mótfallnir, hins vegar sátu marg- ar þjóðir hjá eða voru fjarstaddar. Loks var samþykkt tillaga án mótatkvæða um að halda áfram öllum gagnlegum friðar- og af- vopnunarviðræðum. Ætluðu Búlgarar að myrða Lech Walesa? Fyrrum starfsmaður ítalskra verkalýössamtaka játar að svo sé Róm, 14. dcscmber. AP. BIILGARSKIR leyniþjónustu- menn höfðu á sinum tíma sam- band við liðsmenn Rauðu her- deildanna, itölsku hryðjuverka- samtakanna, og lögðu á ráðin með þeim að myrða Lech Walesa, leið- toga Samstöðu, þegar hann kæmi í heimsókn til Rómar. ítölsk blöð skýra frá þessu og segjast hafa fyrir því mjög áreiðanlegar heim- ildir. Luigi Scricciolo, embættis- maður ítalskra verkalýðssam- taka, sem nú bíður dóms fyrir njósnir og aðild að Rauðu her- deildunum, hefur skýrt svo frá, að hann hafi rætt um morðárás á Lech Walesa við búlgarska njósnara og hafi hún átt að verða í Róm í janúar 1981 þegar Walesa var þar í heimsókn. Scricciolo, sem er fyrrum yfir- maður alþjóðlegrar skrifstofu ít- ölsku verkalýðssamtakanna UIL, skipulagði sjálfur heim- sókn Walesa og fund hans með Páli páfa. Scricciolo er gefið að sök að hafa njósnað fyrir Búlgara frá árinu 1976 og segir í dagblaðinu The Rome Daily American, að hann hafi gefið þeim „reglulega skýrslu um ítölsk málefni". Scricciolo, sem einnig er uppvís að því að vera félagi í Rauðu herdeildunum, notaði frænda sinn, Loris, sem milligöngumann þegar hann kom á fundum með þeim og búlgörsku leyniþjón- ustumönnunum. Antonio Savasta, einn af leið- togum Rauðu herdeildanna, sem nú er í haldi, skýrði svo frá fyrr á þessu ári, að búlgarskir njósn- arar hefðu boðist til að aðstoða hryðjuverkamennina eftir að þeir rændu bandariska hers- höfðingjanum James L. Dozier i fyrra. Sagði hann, að Scricciolo hefði haft milligöngu um þetta boð og einnig komið áleiðis NATO-skýrslum til Búlgaranna og skýrslu um yfirheyrslur hryðjuverkamannanna yfir Dozier. The Rome Daily American segir einnig, að Scricciolo hafi nefnt með nöfnum fjóra sam- starfsmenn sína búlgarska og að allir séu þeir starfsmenn sendi- ráðs lands síns í Róm. Ennfrem- ur kemur fram i blaðinu, að Vatikanið hafi lagt Samstöðu til 50 milljónir dollara en það var ekki skýrt frekar. Scricciolo og kona hans, Paola, sem einnig er starfsmaður verkalýðssamtak- anna, voru handtekin í júlí sl. Giorgio Benvenuto, forseti UIL, var til yfirheyrslu hjá ít- ölsku lögreglunni sl. laugardag og sagði á eftir, að hann efaðist ekki um, að Scricciolo hefði verið komið fyrir hjá verkalýðssam- tökunum til að njósna fyrir Búlgara og Pólverja. ítölsk blöð sögðu frá því um helgina, að Scricciolo hefði ásamt öðrum verkalýðsmönnum farið til Pól- lands í desember 1980 til fundar við Walesa. Á pólsku landamær- unum hefði Scricciolo einn manna verið tekinn til yfir- heyrslu hjá landamæravörðun- um og ekki látinn laus fyrr en eftir klukkustund. Er getum að því leitt, að á þeim tíma hafi hann gefið Pólverjunum ýmsar upplýsingar um Samstöðu og fjármál samtakanna. Walesa krýpur fyrir páfa f janúar 1981. Búlgarska leyniþjónustan lagði á ráðin um að myrða Walesa í þessari heimsókn hans til ftalíu að því er Luigi Scricciolo segir, en hann er nú í haldi, sakaður um njósnir fyrir Búlgaríu. Einn i Búls ;ai ran ina farin c n úr ] > lai adi I Fridhelgi sendiráðsmanna foröaði honum frá handtöku Ítalía: Róm, 14. desember. AI*. UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ ítalska viðurkenndi í dag, að því hefði ekki tekist nógu snemma að fá afnumin diplómatísk réttindi búlgarsks sendi- ráðsmanns, sem grunaður er um aðild að morðsamsæri gegn Páli páfa. Af þeim sökum væri Búlgarinn nú farínn úr landi. Þessi viðurkenning kemur fram í skýrslu frá utanríkisráðu- neytinu þar sem það greinir frá tilraunum sínum til að hafa hendur í hári Búlgaranna, sem grunaðir eru um að hafa lagt á ráðin um banatilræðið við páfa. Itölsk blöð gagnrýna stjórnina nú ákaft fyrir seinagang í þessu máli og þingmenn hafa hvatt til að öll samskipti ítala og Búlgara verði tekin til endurskoðunar. Utanríkisráðuneytið kveðst hafa, að beiðni ítalska saksókn- arans, farið þess á leit við búlg- arska sendiherrann 26. nóvem- ber sl., að diplómatísk réttindi Teodoro Ayvazov, gjaldkera sendiráðsins, yrðu afnumin en því hefði hann neitað. Nokkrum dögum síðar var svo tilkynnt, að Ayvazov væri farinn til Búlgaríu þar sem starfi hans væri lokið. Pietro Longo, leiðtogi sósíal- demókrata, krafðist þess á þingi í dag, að samskipti Itala við kommúnistarikin í Austur- Evrópu yrðu tekin til allsherjar- endurskoðunar. „Við höfum orð- ið fyrir dæmafárri aðsókn. Hryðjuverkin voru komin með allt samfélagið fram á ystu brún,“ sagði Longo þegar til um- ræðu var traustsyfirlýsing á nýja stjórn Fanfanis, en umræð- urnar hafa næstum eingöngu snúist um meinta herferð búlg- örsku leyniþjónustunnar á hend- ur ítölsku samfélagi. Stórblaðið Corriere della Sera segir í dag, að Mario Moretti, einn leiðtoga Rauðu herdeild- anna, hafi margsinnis gert sér ferð á hendur til Búlgaríu og því er einnig haldið fram í ítölskum fjölmiðlum, að Búlgarar eigi að- ild að miklum eiturlyfja- og smyglhring, sem afhjúpaður var í borginni Trento fyrir skömmu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.