Morgunblaðið - 15.12.1982, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 15.12.1982, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 1982 15 James Bond, ödru nafni Sean Connery, sést hér á flótta undan fjandmönnum sínum í nýrri mynd, sem nú er verið að gera í Suður-Prakklandi. Myndin heitir „Segðu aldrei aldrei aftur" og í þessu tiltekna atriði sleppur Bond frá skúrkunum á nærklæðunum einum. Lettland: Las upp úr Biblíunni — og var sendur á geðveikrahæli Stokkhólmi, 14. desember. Al*. SOVÉTMENN gripu til umfangs- mikilla öryggisráðstafana í Lettlandi í síðasta mánuði þegar leið að sjálf- stæðisdegi þjóðarinnar, 18. nóvem- ber, að því er útlægir Lettar skýrðu frá í dag. Julijs Kadelis, upplýsingamála- fulltrúi í Alþjóðasamtökum frjálsra Letta, sagði á blaða- mannafundi í Stokkhólmi í dag, að sovéska öryggislögreglan, KGB, hefði staðið fyrir handtökum í höfuðborginni Riga bæði fyrir og eftir 18. nóvember, þann dag, sem Lettar minnast þess, að þeir voru einu sinni frjáls þjóð. Rússar lögðu undir sig Eystrasaltslöndin, Eistland, Lettland og Lithauga- land, í stríðslok og hafa ekki sleppt þeim síðan. Kadelis sagði, að 15. nóvember hefðu öryggislögreglumenn hand- tekið 17 ára gamlan námsmann, Richard Usans að nafni, og lokað hann inni á geðveikrahæli fyrir þá sök að hafa lesið upphátt úr Biblí- unni skammt frá frelsisminnis- merkinu í Riga. Lettneskum and- ófsmönnum tókst hins vegar að koma hinum forboðna þjóðfána landsins fyrir á hæsta reykháfi borgarinnar og að sögn Kadelis áttu öryggislögreglumennirnir í mesta basli með að ná honum niður aftur. Á Maríumessu, 21. nóvember, dreifði lögreglan fólki, sem safn- ast hafði saman í kirkjugarði til að minnast Janis Cakste, fyrsta forseta frjáls Lettlands, en þrem- ur dögum síðar var ávaxta- og grænmetisdeild markaðsbygg- ingar í Riga brennd til grunna að næturlagi. Er sagt, að það hafi verið gert í mótmælaskyni við „gífurlegt okur" á vörum, sem ekki eru fáanlegar í verslunum ríkis- ins. Kadelis sagði, að aukins and- ófs væri farið að gæta meðal lettn- esks æskufólks og að algengt væri, að rússneskir öryggislögreglu- menn létu greipar sópa um skól- ana í leit að bönnuðum bókum og ritum. Bretland: Launadeil- um heilsu- gæslufólks að ljúka? Ixtndon, 14. dest*mber. AP. ALLT útlit var fyrir það í dag, að átta mánaða langri launadeilu starfsmanna bresku heilsugæslunn- ar og ríkisins væri að Ijúka og að fallist yrði á 6% launahækkun þrátt fyrir áskoranir verkalýðsforystunnar um allsherjarverkfall. Um 230.000 manns eru félagar í viðkomandi verkalýðsfélögum og samkvæmt fyrstu tölum úr at- kvæðagreiðslu meðal þeirra eru allar líkur á að tilboð ríkisstjórn- arinnar um 6% launahækkun verði samþykkt þvert ofan í mik- inn áróður verkalýðsforingjanna. „Verkalýðsleiðtogarnir taka sér greinilega til fyrirmyndar sjálfsmorðsflugmenn Japana en þeir munu ekki fá að taka mig og mitt fólk með sér,“ sagði Malcolm Dodds, forystumaður heilsugæslu- fólks i Talgarth í Wales. Þessi launadeila, sem staðið hefur lengur en nokkur önnur frá stríðslokum, hefur valdið því að fresta hefur þurft 147.000 læknis- aðgerðum, að því er embættis- menn segja. V-Þýskaland: Hryöjuverk á hendur Bandaríkjamönnum Frankfurt, 14. desember. AP. BANDARÍSKUR hermaður slasaðist alvarlega er sprengja sprakk í herjeppa sem hann settist upp í i smáborginni Butzbach. Þetta er 58. tilræðið við Bandaríkjamenn eða bandaríska hagsmuni af þessu tagi, það sem af er árinu. Annar hermaður slapp með ævintýralegum hætti fáeinum klukku- stundum síðar, er hann settist upp í herbifreið og fann fyrir einhverju hörðu undir sætinu. Stökk hann strax út úr bifreiðinni og er að var gáð var sprengja undir sætinu. Hefði hún sprungið ef hermaðurinn hefði lagt allan þunga sinn á vopnið. Engin hreyfing tók á sig ábyrgð á hryðjuverkinu, en þýska lög- reglan telur að í afar mörgum af fyrrnefndum tilfellum hafi litlir skæruliðaflokkar verið að verki. Þeir eru sagðir margir og aðeins að litlu leyti með samvinnu sín á milli. Hér mun um 2—5 manna klíkur að ræða og til þessa hefur lögreglan ekki haft hendur í hári eins einasta þeirra. Að minnsta kosti 25 af fyrr- nefndum hryðjuverkum eru án nokkurs vafa talin hafa verið í höndum þessara litlu skæruliða- hópa, sem fylgja sömu „hug- myndafræði" og hinn alræmdi Baader-Meinhof-flokkur. Enginn hefur látið lífið í fyrrgreindum 25 tilræðum, en margir hafa slasast og eignatjón hefur verið gífurlegt, svo ekki sé minnst á hræðsluna sem slíkar aðgerðir kveikja hjá Bandaríkjamönnum í Vestur- Þýskalandi. Er líf á jökulköldu fylgitungli Júpiters? San Franrisco, 14. desember. AP. TVEIR vísindamenn hjá geimferðastofnun Bandaríkjanna hafa lýst þeirri sannfæringu sinni, að frumstætt líf kunni að leynast á hinu ægikalda tungli Júpiters, Europa. Ray Reynolds, annar vísindamannanna, viður- kennir að vísu að ef talað væri í líkum, þá væri það talsvert óliklegt, „en tunglið er þakið frosnum höfum að því er vísindamenn telja og það er alls ekki loku fyrir það skotið að þar kunni að leynast vinjar þar sem frumstætt en harðgert líf getur leynst og dafnað," eins og Reynolds komst að orði. „Það væri fróðlegt að geta rannsakað þetta nánar, athuga hvort eitthvað leynist innan um allan ísinn. Þarna gætu leynst lífverur af sama tagi og talið er að hafi verið fyrstu lífverurnar hér á jörð og allt líf hér er sprottið af. „Vinjar" þessar eru afar lítil svæði og þær endast aldrei lengi hver um sig, í mesta iagi 3—4 ár, en það eitt að þær fyrirfinnist er með ólíkindum og enn ólíklegra að þær kunni að geyma lífverur _þegar að er gáð að hitastigið fer þar allt niður í +138 stig á Celsíus, að því að tal- ið er,“ sagði Reynolds ennfrem- ur. Þeir Reynolds og samstarfs- maður hans, Steven Sqyres, hafa byggt athuganir sínar að nokkru leyti á nærmyndum af Europa sem bandaríska geimfarið Voy- ager tók fyrst árið 1979 og síðan aftur 1980. Þeir munu innan tíð- ar birta ítarlega grein um athug- anir sínar í breska náttúruvís- indatímaritinu British Journal Nature. HÖRKUSPENNAí ÍSLENSKU UMHVERFI e(aillMI.11 on c ooono ooono VfllfflSIÐUMULA29 Simar32800 32302 „ Valkyrjuáætlunin“ er sannköllud spennusaga, þar sem telft er um líf og dauöa. Hún fjallar um glæpi, njósnir, örlög, of- beldi og ástríður. Val- kyrjuáætlunin gerist aö mestu leyti á íslandi. Höfundurinn Michael Kilian dvaldi hér á landi um skeið og kynnti sér aðstæður og er með ólíkindum hve þekking hans á staðháttum og íslensku þjóölífi er mikil.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.