Morgunblaðið - 15.12.1982, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 15.12.1982, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 1982 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 150 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 12 kr. eintakið. Pólitíkina vantar Ríkisstjórnin rekur ekki lengur neina pólitík — hún er stefnulaus og býr ekki yfir þeim pólitíska þrótti sem þarf til að takast á við úrlausnarefnin. Afleiðingin blasir einnig við öllum — eftir 1. desember skortir stefnu í efnahagsmálum; ágreiningur er milli stjórn- araðila í vísitölumálum; iðnaðarráðherrann er í minnihluta í álmálinu og skýrt hefur verið frá djúp- stæðum ágreiningi milli stjórnarliða um kjördæma- málið. Ólafur Jóhannesson, utanríkisráðherra, sagði á framsóknarfundi á mánu- dagskvöldið, að framkoma alþýðubandalagsmanna gagnvart framsóknar- mönnum í kjördæmamálinu „hefði nú einhvern tíma ver- ið talið til stjórnarslita- ástæðu". En auðvitað slíta framsóknarmenn ekki stjórnarsamstarfinu vegna kjördæmamálsins, til þess vantar þá pólitískan þrótt, kommúnistar þora ekki held- ur að yfirgefa stjórnarskút- una vegna álmálsins, þótt áframhaldandi stjórnarseta þeirra sé í raun vantraust á sjálft tákn „þjóðarsamstöð- unnar", Hjörleif Guttorms- son. í ummælum Ólafs Jóhann- essonar um kjördæmamálið felst pólitískt mat, þegar hann segir, að það gæti jafn- gilt pólitísku sjálfsmorði fyrir þingmenn Framsóknar- flokksins að snúast gegn nokkurri fjölgun þingmanna til leiðréttingar á núverandi ástandi. En hvern er Ólafur að gagnrýna með þessum orðum? Engan annan en Halldór Ásgrímsson, vara- formann Framsóknarflokks- ins, sem sagði á Alþingi 25. október 1982, um leið og hann andmælti hugmyndum um fjölgun þingmanna: „Það ber hins vegar vott um úr- ræða- og ábyrgðarleysi að leitast við að leysa vandamál með því að auka stöðugt við báknið ...“ Framsóknar- flokkinn vantar samræmda pólitík ekki síður en ríkis- stjórnina. Hvort er hann vinstri flokkur eða miðflokk- ur? Fyrrverandi formaður flokksins, Ólafur Jóhannes- son, hefur vakið máls á því hvað eftir annað að undan- förnu, að Framsóknarflokk- urinn sé eins og stefnulaust rekald. Á þingi flokksins gagnrýndi hann Steingrím Hermannsson fyrir að hafa staðið að myndun misheppn- aðrar ríkisstjórnar og nú tel- ur hann varaformanninn í forystu pólitískrar sjálfs- morðssveitar. í sjálfu sér má segja, að í því felist pólitík hjá Halldóri Ásgrímssyni að vilja losa Reykvíkinga við framsóknarþingmenn — en auðvitað vakir það ekki fyrir honum. Eða hvað? Það skapast svo sannar- lega einkennilegt ástand í lýðræðisþjóðfélagi, þegar ríkisstjórn landsins breytist í pólitískt tómarúm og þeir aðilar sem að henni standa gefast upp við að veita þjóð- inni forystu en neita samt að taka afleiðingum eigin upp- gjafar með því að segja af sér. Þannig er ástandið orðið hér á landi. Hefur þetta ekki verið óskastaða kommúnista og fjandmanna lýðræðisins víða um heim? Og í þessu andrúmslofti telja ýmsir best við hæfi að hefja póli- tískan loddaraleik. Gegn þessari þróun verður að snú- ast og það verður helst gert með því að hefja pólitíkina og stjórnmálastarf til þeirr- ar virðingar sem því sann- arlega ber. — Um það ættu stjórnmálamennirnir þó að geta sameinast? Einföldun stjórnkerfis Sjálfstæðismenn hafa lagt til í borgarráði Reykja- víkur, að veiði- og fiskirækt- arráð borgarinnar verði lagt niður og sömuleiðis þjóðhá- tíðarnefnd, en Æskulýðsráð taki við störfum hennar. Með þessum tillögum hefur meirihluti sjálfstæðismanna undir forystu Davíðs Oddssonar stigið enn eitt skrefið til þess að einfalda stjórnkerfið í borginni og spara þar með borgarbúum fé. Áðgerðir sjálfstæð- ismanna eru í hróplegu ósamræmi við stór orð en at- hafnaleysi vinstri meirihlut- ans, en undir lok kjörtíma- bils hans sprakk svokölluð stjórnkerfisnefnd vegna glundroða. Síðan í júní hafa sjálfstæðismenn ákveðið að fækka borgarfulltrúum úr 21 í 15, lagt niður fram- kvæmdaráð, stjórn bygg- ingarsjóðs og lóðanefnd, auk þess hafa helstu embættis- menn borgarinnar verið færðir til innan stjórnkerfis- ins. Lagafyrirmæli um láns- fjáráætlun snidgengin Ríkisstjórnin hefur ekki tekið afstöðu til lántökuheimilda Lárus Jónsson, alþingismaöur, beindi því til Jóns Helgasonar, for- seta sameinaðs þings, utan dag- skrár i gær, aö hann léti í Ijós álit sitt á því, hvort það samrýmist góö- um og þinglegum vinnubrögðum, að 2. umræða fjárlaga fari fram án þess að fullnægt sé í einhverju fyrirmælum skýlausra laga um að fjárfestingar- og lánsfjáráætlun liggi fyrir og sé afgreitt samtímis fjárlögum. I efnahagslögum nr. 13/1979 segir orðrétt: „Ríkis- stjórnin skal leggja fyrir Alþingi fjárfestingar- og lánsfjáráætlanir fyrir eitt ár í senn og skulu þær fylgja fjárlagafrumvarpi." Jón Helgason, forseti, svaraði því til, að forseti þings hafi ekki vald til að stöðva afgreiðslu fjár- laga, eftir að fjárveitinganefnd hafi skilað umfjöllun í nefndar- álitum og breytingartillögum. Ragnar Arnalds, fjármála- ráðherra, sagði óvenjulegt ástand bæði í íslenzkum stjórn- málum og efnahagsmálum og óvissu um framgang mikilvægra þingmála í neðri deild. Ljóst væri að lánsfjáráætlun yrði ekki lögð fram fyrir jól. Ekki væri einsdæmi þó lánsfjáráætlun væri afgreidd síðar en fjárlög. Fyrirspurn Lárusar bæri mál- efnafátæktinni einni vott. Matthías Á. Mathiesen, al- þingismaður, sagði það fáheyrt að fjármálaráðherra kalli það málefnafátækt þegar gerð er krafa um að ríkisstjórn fari að lögum landsins. Alþingi á ský- lausan lagalegan rétt til að sjá heildarmynd stefnumörkunar í ríkisfjármálum, lánsfjáráætlun samhliða fjárlagafrumvarpi, enda um að ræða tvær hliðar á því stjórntæki, sem þessi stefnu- markandi lög eiga að vera í þjóð- arbúskapnum. Lárus Jónsson kvað íhugunar- efni ef forseta skorti völd til að framfylgja fyrirmælum Alþingis í lögum um afgreiðslu hinna þýðingarmeiri þingmála. Sighvatur Björgvinsson spurði, hvort ráðherra myndi, samhliða fjárlagaafgreiðslu, leita eftir einhverskonar heimild til innlendrar og/eða erlendrar lántöku, meðan engin lánsfjár- lög giltu. Ráðherra hvað slíkt verða koma á daginn við þriðju umræðu fjárlaga, ríkisstjórnin hefði enn ekki tekið ákvörðun um þetta efnisatriði. Hjörleifur Guttormsson leggur álviðræðunefnd niður: Afstaða Framsóknarflokksins „eyðilagði“ álviðræðunefnd ÞAR EÐ fulltrúi Framsóknarflokks- ins, Guðmundur G. I'órarinsson al- þingismaður, hefur sagt sig úr álvið- ræðunefnd og annar maður ekki ver- ið tilnefndur í hans stað, telur ráöu- neytið augljóst, að nefndin geti ekki lengur þjónað því hlutverki sem henni var ætlað. Hefur því verið ákveðið að leggja nefndina niður,“ segir í fréttatilkynningu frá iðnaðarráðuneytinu, sem send var Morgunblaðinu í gær. Fréttatilkynningu ráðuneytisins fylgir bréf Hjörleifs Guttormsson- ar iðnaðarráðherra til fulltrúa í álviðræðunefnd. Þar segir meðal annars: „Þann 7. desember sl. gerðist það, að fulltrúi Framsóknarflokks- ins í álviðræðunefnd, Guðmundur G. Þórarinsson alþingismaður, sagði sig úr nefndinni og þingflokk- ur Framsóknarflokksins lýsti því yfir, að annar maður yrði ekki til- nefndur í hans stað að óbreyttum aðstæðum. Ljóst er, að með ofan- greindri úrsögn Guðmundar úr nefndinni og afstöðu Framsóknar- flokksins hefur þessi samráðs- vettvangur verið eyðilagður. Því hefur ráðuneytið ákveðið að leggja nefndina niður. Um leið og yður er tilkynnt um þetta eru fulltrúurn í álviðræðunefnd þökkuð umfangs- mikil störf, sem orðið hafa að veru- legu gagni við meðferð málsins. Það er ósk ráðuneytisins að mega leita til þeirra sem í álviðræðu- nefnd hafa starfað við umfjöllun einstakra efnisþátta í framtíðinni, svo að yfirgripsmikil þekking nýt- ist íslenskum hagsmunum í mál- inu. Ráðuneytið harmar að þessi mik- ilvægi samráðsvettvangur hefur verið rofinn með ofangreindum hætti. Við frekari málsmeðferð á vegum ráðuneytisins verður haft faglegt og pólitískt samráð eftir því sem aðstæður bjóða og vænlegt getur talist til árangurs." Mótmæla afskiptum ríkisva Alexander Stefánsson: Frumvarpið ekki lagt fyrir þing- flokkinn „Ég kannast ekki við að mál þetta hafi verið lagt fyrir þingflokkinn og það kom mér mjög á óvart að sjá frumvarpið,“ sagði Alexander Stef- ánsson, annar þingmaður Framsókn- arflokksins í félagsmálanefnd neðri dcildar, en hún hefur haft stjórnar- frumvarpið um breytingar á tekju- stofnum sveitarfélaga til meðferðar. Alexander taldi að þó þingflokk- urinn hefði ekki séð mál þetta áður en það var lagt fram á Alþingi, þá hefði það verið samþykkt af ráð- herrum Framsóknarflokksins í rík- isstjórninni. Varðandi greinina um að skylda sveitarfélögin á höfuð- borgarsvæðinu til að miða fast- eignaskatt af íbúðarhúsnæði við 92,7% sagði hann: „Þarna er verið að taka ákvörðunarrétt af sveitar- félögunum. Þau hafa samkvæmt lögum rétt til að hækka og lækka gjöld eins og þau geta. Þrátt fyrir þetta ákvæði eiga þau eftir sem áð- ur rétt til þess að setja 25% álag á fasteignaálagninguna, þannig að ákvæðið missir marks. Ég tel það hreint athugunarleysi að leggja þetta fram og ég mun leggja til í nefndinni að þessir vankantar verði sniðnir af frumvarpinu." Alexander sagði aðspurður í lok- in, að Jóhann Einvarðsson, sem einnig á sæti í félagsmálanefndinni af hálfu Framsóknarflokksins, væri sama sinnis og hann í þessu máli. Bæjarráð Garðabæjar: Alvarleg að- för að sjálf- stæði sveitar- félaganna Samþykkt bæjarráðs Garðabæjar í tilefni af stjórnarfrumvarpinu um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga er svohljóðandi. Hún var samþykkt af öllum bæjarráðs- og bæj- arstjórnarmönnum að sögn Jóns Gauta Jónssonar bæjarstjóra í Garða- bæ: „Báejarráð Garðabæjar lítur svo á að nýting tekjustofna þeirra sem sveitarfélögum eru ætlaðir í lögum nr. 73 1980 séu alfarið á ábyrgð kjörinna sveitarstjórnarmanna. Þess vegna hlýtur það að skoðast sem alvarleg aðför að sjálfstæði sveitarfélaganna, þegar ríkisstjórn, þrátt fyrir gefin fyrirheit í stefnu- yfirlýsingu um sjálfstæði sveitarfé- laga, leggur fram frumvarp til laga um skerðingu á grundvelli álagn- ingar samkvæmt fyrrgreindum lög- um. Þess vegna mótmælir bæjarráð harðlega ákvæðum 4. gr. frum- varpsins sem óviðeigandi afskiptum ríkisvaldsins af málefnum sveitar- félaga. Bæjarráð Garðabæjar vill enn- fremur benda á að heimild til lækk- unar fasteignaskatts er nýtt hér við álagningu. Þannig er gefin 20% af- sláttur og álagning miðuð við 0,4% af fasteignamati. Þessi starfsregla bæjaryfirvalda í Garðabæ hlýtur að skoðast viðeigandi ef litið er til at- hugasemda við 4. gr. frumvarpsins þar sem segir: „Þessi hækkun fast- eignamats er langt umfram al- mennar tekjubreytingar milli ára og því einsýnt að óbreyttar álagn- ingarheimildir varðandi fasteign- askatt myndu leiða til óhæfilegrar gjaldtöku sem væri erfið greiðslu- getu almennings á höfuðborgar- svæðinu. Frumvarpi þessu er ætlað að koma í veg fyrir þetta.“ Undir þessi sjónarmið tekur bæjarráð Garðabæjar og telur að þeim sé mætt með álagningarreglum sem notaðar eru í Garðabæ. Bæjarráð bendir á að sé það ein- lægur vilji ríkisvaldsins að firra borgarana óhóflegri gjaldtöku, er nærtækast að umreikna fasteigna- matið við álaginu eignarskatts sem er tekjustofn ríkissjóðs. Þannig mætti komast hjá að ganga í ber- högg við yfirlýstan vilja ríkisstjórn- arinnar um aukið sjálfstæði sveit- arfélaga, og „mæta samt ábending- um í athugasemd við 4. gr. frum- varpsins."

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.