Morgunblaðið - 15.12.1982, Side 12

Morgunblaðið - 15.12.1982, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 1982 Æfingagallar á börnin. Æfingagallar á unglingana. Æfingagallar á mömmu. Æfingagallar á pabba. Æfingagallar á afa. Æfingagallar á ömmu. ÆFINGARGALLAR FYRIR ALLA Einstaklega þægilegur klæönaöur fyrir fólk á öllum aldri. Aldeilis ótrúlegt úrval. Eigum einnig hinar frábæru þeir duga vel í vetrarhörkunni illll ' vindjakka, 0 iii nöruiiweirilliyiiin Klapparstíg 44, qi®H/ Ö/katf/onar sími 11783. Polaroid augnabliksmyndirnar eru hrókur alls fagnaðar Polaroid 660 myndavélin tryggir fallegri, litríkari og skarpari augnabiiksmyndir ■ 660 vélin hefur sjálfvirka fjarlægðarstillingu frá 60 cm til óendanlegrar, 640 vélin er með fix focus og 650 vélin með fix focus og nærlinsu. ■ Óþarft að kaupa flash og batteri því batteri er sampakkað filmunni. ■ Notar nýju Polaroid 600 ASA litmyndafilmuna, þá hröðustu í heimi! helmingi Ijósnæmari en aðrar sambærilegar filmur! Tökum gamlar vélar upp í nýjar Polaroid vélar! THE OBSEKVER Tegucigalpa. Diplómatar sögðu hér nýlega, að hættan á stríði milli Hondur- as og Nicaragua virtist hafa minnkað þrátt fyrir aukningu í hervæðingu og spennu á landa- mærunum. Áður en Reagan forseti til- kynnti að hann myndi fara I heimsókn til Honduras í lok væntanlegrar Suður-Ameríku- ferðar sinnar, töldu stjórnmála- menn og diplómatar í Mið- Ameríku að átök milli ríkjanna væru næstum óhjákvæmileg. Flestir fréttaskýrendur töldu að átökin myndu hefjast í des- ember, eftir kosningar í Banda- ríkjunum og eftir að Miguel de la Madrid yrði settur forseti í Mex- ico. Þrátt fyrir að stóryfirlýsingar af hálfu beggja landa haldi áfram að auka líkur á stríðs- átökum, þá er von meðal stjórn- málaafla í Honduras að hægt sé að ná sáttum í ágreiningsmálun- um. Hin vinstrisinnaða Sandin- ista-stjórn í Nicaragua hefur varast að gefa átyllu til innrásar frá Honduras, sem hefur notið hernaðaraðstoðar frá Bandaríkj- unum. Til friðþægingar tilkynnti Nicaragua, 20. nóv. sl., að það Ortega og aðrir foringjar Sandinistaatjórnarinnar með Fidel Castro í Nicaragua. Daníel Ortega, foringi Sandinistastjórnarinnar á fundi í Kreml 1980 með Brezhnev. Ótti við stríð í Mið- Ameríku minnkar hefði ákveðið að endurnýja ekki úreltan flugher sinn með sovézk- um MIG-orrustuþotum. Banda- ríkjamenn hafa löngum haldið því fram að slík endurnýjun væri nægjanlegt tilefni til að réttlæta árás á Sandinistana. Annað er ýtir undir bjartsýni um að stríð verði umflúið, eru efasemdir um hvort Honduras gæti unnið átökin, jafnvel með hjálp 5.000 hægrisinnaðra skæruliða, sem eru trúir minn- ingu hins látna einræðisherra Nicaragua, Anastasio Somoza, sem var bylt árið 1979. Samkvæmt aukinni hernaðar- aðstoð frá Bandaríkjunum, sem hefur tífaldast á þremur árum, og nemur samtals 34 milljónum dollara fyrir árið 1982, þá hefur Honduras aukið liðsafla sinn í 21.000 menn, sem eru útbúnir ýmsum nýtískulegum vopnum, þ.á m. breskum Scorpion-skrið- drekum. Flugher Honduras hefur yfir að ráða ísraelskri útgáfu af Sup- er Mustéres-þotum frá Frakk- landi og frá Bandaríkjunum A- 37 Dragonfly-orrustusprengju- flugvélum, sem eru hinar öflug- ustu í Mið-Ameríku. Árás af hálfu Honduras myndi verða túlkuð af flestum í Nicaragua, sem tilraun til að koma svipaðri stjórn til valda og Somoza-fjölskyldan viðhafði í landinu í hálfa öld, og myndi samkvæmt áliti flestra diplóm- atískra fréttaskýrenda, verða veitt grimmileg mótstaða. Sand- inistar hafa hlutfallslega flesta menn undir vopnum í þessum heimshluta, og gætu með her- útboði ef til vill kallað út um það bil 250.000 menn. Annað sem dregur úr líkum á innrás, er yfirlýst umsáturs- ástand í fimm landamærahéruð- um í Nicaragua. Ef treysta má fréttum flóttamanna, sem flúið hafa til Honduras, þá hafa Sand- inistar hafið meiriháttar örygg- isaðgerð við landamærin í því markmiði að flæma burt „contr- as“, eins og andbyltingarmenn eru nefndir. Það sem styrkir hag Sandin- istanna er djúpstæður klofning- ur meðal andstæðinga þeirra. Leiðtogar stjórnarandstöðunnar eins og Eden Pastora, sem bylt- ingarforinginn Comandante Cero var höfuðpaurinn í sigri Sandinista á móti Somoza, og Alfonso Robelo, hinn útlægi leið- togi miðflokkasamsteypunnar á móti Sandinistum, hafa tekið það skýrt fram að þeir muni ekki hefja samstarf við Somozista til að umbreyta stjórninni í Man- agua. Hinir tveir síðastnefndu hafa komið sér fyrir í Costa rica þar sem þeir hafa látið það spyrjast, að þeir vonist til að finna friðsamlega leið til að varna Sandinistum því að koma á fót einsflokks marxísku ríki. Þó að forseti Honduras, Rob- erto Suazo Cordova, hafi hafnað tilmælum Mexico og Venezuela um að hann hitti í Mexico-borg leiðtoga Sandinista, þá var það frekar túlkað sem þrýstingur frá hinum valdamikla yfirmanni hers Honduras, Gustavo Alvarez Martinez hershöfðingja, en neit- un á þeirri hugmynd að semja um ágreiningsatriðin. Hvað sem öllu líður, þá er tal- ið ólíklegt að Suazo Cordova vilji láta telja sig ógnvald friðar fyrir áætlaða heimsókn páfa, Jóhann- esar Páls II, í febrúar, til Mið- Ameríku. Það er búist við að Páfagarður muni leggja áherslu á nauðsyn friðar í þessum heimshluta. Alvarez Martinez hershöfð- ingi, telur það köllun sína að bjarga Mið-Ameríku frá alþjóð- legum kommúnisma, en það er talið ólíklegt að hann hafist nokkuð að án samþykkis Banda- ríkjanna. Hvað þessu viðvíkur, þá er það álitið að nokkrir starfsmenn utanríkisþjónust- unnar hafi hvatt George Schultz utanríkisráðherra til að halda sem flestum pólitískum leiðum opnum í Mið-Ámeríku, frekar en að fylgja stefnu fyrirrennara síns, Alexander Haig, sem mat svæðið nær eingöngu með tilliti til hernaðarlegra átaka. Þessi hópur embættismanna, sem hefur lýst sendiherra Bandaríkjanna í Tegucigalpa, Johan Negrophonte, sem manni, er þarfnist aðhalds, halda því fram að Bandaríkin geti ekki leyft Honduras að ráðast inn í Nicaragua, í því skyni að velta Sandinistum úr sessi, án þess að meta hversu náin þátttaka Washington yrði — og hversu mikil bein afskipti yrðu, ef árás- in mistækist.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.