Morgunblaðið - 15.12.1982, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 1982
25
„Allt meinhægt'* — Guðmundur Björgvmsson:
„Fyrirlít sögupersónuna en reyni
líka að vekja samúð með hennia
„Allt meinhægt," heitir skáld-
saga sem hefur rennt sér í jóla-
békaflóðið. Höfundur er Guð-
mundur Björgvinsson myndlistar-
maður, en útgefandi er útgáfufé-
lagið Lífsmark. Þetta er stór stund
fyrir báða aðila, því „Allt mein-
hægt“ er fyrsta bók höfundar og
bókin er sú fyrsta sem fyrrnefnt
útgáfufélag sendir frá sér, en það
er skipað 20 áhugamönnum um
bókaútgáfu. Mbl. ræddi við Guð-
mund, sem einnig myndskreytir
bókina, og spurði hann fyrst um
efni.
„Bókin fjallar um fjóra daga í
lífi Sigurðar Bjarnasonar banka-
manns og er fylgst afar grannt
með honum. Undirstraumur
bókarinnar er einsemd og um-
komuleysi Sigurðar og annarra
sem honum líkjast," segir Guð-
mundur.
Er Sigurður einhver ákveðin
persóna sem þú hefur haft fyrir þér
sem raunverulega fyrirmynd?
„Nei, ég er ekki með neinn
ákveðinn mann í huga, en nánast
daglega rekur maður sig á fólk
sem er hreinlega gufur og fellur
algerlega inn í umhverfið. Það er
ekki mitt að dæma um hvort að
vel hafi tekist að lýsa þessari
manngerð, en Sigurður er að því
leyti frábrugðinn þeim að hann
hefur þrátt fyrir allt ýmis sterk
séreinkenni. Ég vil nú ekki gefa
mikið upp um þau sérkenni, en
vil þó nefna til dæmis, að Sig-
urður er dálítill furðufugl. Hann
er 35 ára gamall og dundar sér
við að líma saman flugvéla-
fyrir henni verður. „Þær konur
sem ég hef unnið með leggja allt
aðra merkingu í nauðgun en
annað líkamlegt ofbeldi. Mar-
blettir og skrámur hverfa með
tímanum en nauðgun er meira
en árás á líkamann, það má ef til
vill segja að þar fari saman árás
á líkama og sál, og það er erfitt
að bæta þann skaða sem konurn-
ar verða tilfinningalega fyrir."
Hún var að endingu spurð
hvernig henni litist á kvenna-
athvarfið hér á landi. Cathy
sagði að hér hafi verið unnið al-
veg ótrúlegt starf á stuttum
tíma. Að vísu hafi verið meira á
að byggja en þær höfðu á sínum
tíma í Bretlandi, t.d. lægju fyrir
tölur um þær konur sem orðið
hafa fyrir misþyrmingum og
þurft að leita til slysavarðstof-
unnar vegna þeirra áverka sem
þær hafa hlotið. „En það hefur
einnig komið mér mjög á óvart
hvaða velvilja og stuðning at-
hvarfið hefur fengið hérna, hús-
næðið er t.d. virkilega skemmti-
legt, húsgögnin og innréttingar
mjög til fyrirmyndar og þeir
sem hafa gtaðið að þessu hafa
hugsað fyrir öllu og athvarfið
hefur jafnvel fengið gefin leik-
föng fyrir börnin. Þó athvarfið
sé nú nýtekið til starfa hafa
töluvert margar konur haft sam-
band þangað. Mjög stór hluti
þeirra kvenna sem hefur sam-
band við okkur í Bretlandi er
einmitt að leita ráða fyrst og
fremst, þær hafa yfirleitt ekki
tekið ákvörðun um að yfirgefa
heimili sín, en þær fá þann
stuðning sem þær þarfnast með
viðtölum í gegnum síma. Eftir að
við höfðum sett á stofn athvarfið
í Bretlandi hafði fjöldi kvenna
samband við okkur, konur sem
höfðu jafnvel orðið fyrir nauðg-
unum og líkamsmeiðingum
mörgum árum áður og höfðu
fram að þessu ekki getað rætt
þetta við neinn. Meðferð þessara
mála hefur einnig breyst sem
betur fer, og fleiri konur kæra
nú misþyrmingar en áður, vegna
þess að þær fá betri meðferð
fyrir dómstólunum."
módel. Það er honum mikil at-
höfn er hann límir vélarnar
saman í læstu herbergi sem eng-
inn annar fær aðgang að. Þetta
verður fyrir honum mystísk at-
höfn."
Nú rekur þú í minnstu smáatrið-
um fótaferðarsiði Sigurðar o.fl.,
hvers vegna kýst þú að fylgjast svo
náið með sögupersónunni?
„Það er rétt, ég fer út í
minnstu smáatriði og greini frá
þáttum í fari Sigurðar sem ekki
þættu frásagnarverðir hjá öðr-
um höfundum. En líf þessa
manns snýst fyrst og fremst um
smáatriðin, smáatriðin eru hans
líf.“
Gætir ekki fyrirlitningar í garð
Sigurðar og annarra sem kunna að
likjast honum að meira eða minna
leyti?
„Persónan sem bókin snýst um
er algjör andstaða minnar eigin
persónu og það er ákveðin fyrir-
litning í frásögninni því ég hlýt
að fyrirlíta ýmislegt í fari hans.
En það er ekki meiningin að gera
eingöngu lítið úr Sigurði, ég
reyni að grafa niður og snerta
ýmsa þætti í fari mannsins,
ákveðna þætti sem vekja samúð
lesenda með honum, reyni að
snerta einmanaleika hans og
umkomuleysi. Ég vona að það
takist vel hjá mér, en ég er ekki
rétti maðurinn að dæma um
það.“
Þetta er fyrsta skáldsaga þin,
hvernig gekk að berja frumburö-
inn saman?
„Ég hef setið mikið við skriftir
síðustu fjögur árin og flest af því
sem ég hef ritað á þeim tíma á
sennilega aldrei eftir að koma
fyrir augu almennings. „Allt
meinhægt" hefur verið í smíðum
í um það bil ár og mér gekk
nokkuð auðveldlega að koma
verkinu saman, að minnsta kosti
miðað við margt annað sem ég
hef tekið mér fyrir hendur."
Fleiri bækur á leiðinni?
„Ég er kominn á fulla ferð með
aðra bók og er það skáldsaga
eins og þessi. Á þessu stigi held'
ég að það taki því þó ekki að
tíunda efni hennar, það kemur í
ljós. Þá veit ég ekki hvort hún
kemur út fyrir næstu jól, það fer
algerlega eftir því hvernig geng-
— gg-
Guðmundur Björgvinsson.
ÞEIR ERU KOMNIR!
sænsku brunsleðarnir frá STIGA sem hafa fariö
sigurför um Norðurlöndin
/'TIGPk
brunsleðarnir eru
ekta sænsk gæða-
vara, hraðskreiöir,
sterkir og öryggir.
Verð
kr. 1296 -
/’TIGIV
barnasleðar —
níðsterkir, léttir og
mjög öryggir. Fyrir
börn 6 ára og yngri.
Verð kr. 768 -
Varahlutaþjónusta.
Heildsölubirgðir
fyrirliggjandi.
Umboðsmenn
allt.
um land
• e
Spítalastíg 8 og viö Óðinstorg.
Símar: 14661 og 26888.