Morgunblaðið - 15.12.1982, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 15.12.1982, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 1982 23 ráðherrann, að hann viti um svarskeyti og skýringar Alusuisse eða það, að hann hafi í hyggju að ræða við Ragnar S. Halldórsson um skeytið í kvöldfréttum á undan Kastljósi, en Ragnar er hvorki sendandi né móttakandi skeytis- ins! Og hvað segir svo Ragnar S. Halldórsson um þetta skeyti? „Aðspurður sagðist Ragnar telja líklegt að dr. Miiller væri til í að leggja til 20% hækkun með fyrr- greindum skilyröum, og hefði trúlega fallist á það strax, ef samninga- mönnum Alusuisse hefði borist til- laga Guðmundar G. Þórarinssonar, sem fréttir bárust af á miðviku- dagskvöld." Er nú nema von, að menn spyrji, hverrar ættar þessi tillaga þín sé? Er nú nema von að menn sjái á hvern hátt þú hefur veikt samn- ingsstöðu Islands? IV. Blekkingin mikla Við erum að fjalla hér um al- varlegt mál, sem hefur mikla þjóð- hagslega þýðingu. Það hefur líka mikla skírskotun til þjóðlegrar reisnar og krefst þess að við sinn- um því í samræmi við það. Það þýðir ekkert að rífast um það nú, hvort álsamningarnir frá 1966 voru þá góðir eða slæmir. Ál- verið er staðreynd í dag og vanda- mál þess krefjast iausnar. Alu- suisse hefur ekki haldið við okkur samninga og það þarf að leiðrétta. Allar forsendur fyrir orkuverðs- ákvæðinu og skattareglum eru brostnar og þau mál þarf að færa til rétts vegar. Um þetta eigum við að standa saman. Upphlaup þitt skapar mikil vandamál Islands megin í þessum samningum. Deildu og drottnaðu, sögðu þeir í Róm á sínum tíma og enn á sú hernaðarlist við. Þú veist, að Alusuisse vill helst ráða því, hverjir ræða við fyrirtækið af ís- lands hálfu. Þeir hafa jafnvel óskað eftir því skriflega. Þeir hafa sniðgengið iðnaðarráðherra og ál- viðræðunefndina á freklegan hátt. Manstu þegar þeir komu hingað 1. febrúar 1982? Þá óskuðu þeir eftir viðtölum við forystumenn allra stjórnmálaflokka á íslandi nema Alþýðubandalagsins og afhentu þeim bréf, sem hafði að geyma skilyrði þeirra og kröfur. Þeir töl- uðu þá aldrei við álviðræðunefnd. Þeir voru að spila á hið pólitíska bakland og skapa klofning í okkar röðum. Þeim tókst það ekki þá, en nú hefur þú gert afdrifaríka til- raun til að gera það fyrir þá. Ég held að þú ættir að lesa varnaðar- orð Eysteins Jónssonar á Alþingi um álsamningana 1966 áður en þú reynir frekar en orðið er að fylkja framsóknarmönnum um upphlaup þitt. Eitt er það í tillögu þinni, sem mér þótti merkilegt, þótt ég hafi ekki rætt það sérstaklega. Þú sam- þykkir viðmiðanir Alusuisse, sem byggja eigi á í væntanlegum við- ræðum um endurskoðun raforku- samningsins, þ.e. raforkuverð til tiltekinna áliðjuvera og samkeppn- ishæfni ÍSALs og fellur um leið frá viðmiðuninni við framleiðslu- kostnaðarverð raforku á íslandi. Var þetta ekki helst til mikið fljótræði? Allir sérfræðingar okkar vildu að tekið yrði tillit til þessa þáttar og svo mikið er víst, að heimili á íslandi fá ekki raforku undir framleiðslukostnaðarverði. Aðalvopn þitt gegn Hjörleifi er blekkingin og það vopn hefur tvær eggjar. Önnur er sú, að á Alþingi og í sjónvarpi segir þú, að ráðherra hafi verið að hanga með málið í nær tvö ár án árangurs. Þarna ert þú að gefa í skyn, að allar tafir í málinu séu íslendingum að kenna. Þetta er ómaklegt og rangt. Allt þar til 22. nóvember 1982 hefur Alusuisse neitað að ræða raforku- verðið. Það vantar eins og þú veist í samningana endurskoðunar- ákvæði og þess vegna hefur Alu- suisse neitað að ræða endurskoðun þeirra. Það merkilega er, að í upp- haflegu uppkasti álsamninganna frá Alusuisse var endurskoðunar- ákvæði, sem á einhvern hátt týnd- ist við samningagerðina. I samn- ingaumleitunum 1975 reyndu ís- lendingar að fá endurskoðunar- ákvæði inn í samningana en ár- angurslaust. Það er því mikil blekking að halda því fram að sá dráttur, sem orðið hefur á samn- ingum, sé Islendingum að kenna. Hin eggin er sú, að þú gefur í skyn, að 2 ár sé óheyrilega langur tími í samningum við Alusuisse. Þetta segir þú en þegir jafnframt um það, sem reynslan kennir okkur. Síðustu samningaumleitan- ir um hækkun orkuverðs hófust gagnvart Alusuisse með formlegri beiðni Magnúsar heitins Kjart- anssonar, þáverandi iðnaðarráð- herra, í ágúst 1973. Henni var auð- vitað strax hafnað, en haldið var áfram að ýta kröfunni fram. Allt árið 1973, 1974 og 1975 var rætt saman með misjafnlega löngu millibili, en samningar tókust seinustu daga nóvembermánaðar 1975 og lagabreytingarnar gerðar í desember 1975. Einnig má minna á að samningaumleitanir i upphafi stóðu frá 1961 til 1966. Að lokum þetta: Hér eru vandasamir samningar á ferðinni. Þeim þarf að sinna bæði af festu og lipurð, það þarf að varðveita rétt okkar og halda hon- um til haga með sanngirni, en um- fram alla aðra hluti þurfa íslend- ingar að standa saman. Vonlítið er fyrir litla þjóð að heyja baráttu gegn alþjóðlegum auðhring, ef innbyrðis sundur- þykkja hrjáir hana. Vertu sæll. Ingi R. Helgason Athugasemd um Gilitrutt í umsögn um bókina Gilitrutt með myndskreytingum Brians Pilking- tons (Morgunblaðið, 14. desember) kemst Sigurður Haukur Guðjóns- son svo að orði: „Sú saga hefir oft verið sögð á íslensku, og það af íþrótt. Því miður er mikili munur á texta og myndum þessarar bókar, og hefðu myndirnar átt skilið fylgd agaðra máls. Ég læt nægja að vitna í upphaf og niðurlag sögunnar þessari staðhæfingu minni til skýr- ingar.“ — Síðan koma tvær tilvitn- anir með feitletruðum setningum sem ritdómari telur bersýnilega úr iagi færðar, því síðan segir: „ís- lenzkan er ákaflega viðkvæm, föll og kyn og tilvísanir vandmeðfarin í nálægð barna." í þessu kemur fram misskilning- ur og fljótræði hjá ritdómaranum. Textinn í bókinni Gilitrutt er ekki endursögn þjóðsögunnar, heldur fylgir hann frumgerð sögunnar í þjóðsagnasafni Jóns Árnasonar. Málið á þeirri bók hefur hingað til verið talið boðlegt börnum. Þetta hefði ritdómari getað séð á auga- bragði með því að fletta upp í Þjóð- sögum Jóns Árnasonar eða öðrum söfnum þar sem Gilitrutt er birt, t.d. í úrvali Einars Ól. Sveinssonar. Breytingar á texta felast í því að stafsetningu er breytt í nútímahorf og greinarmerkjasetning gerð ein- faldari. Með þökk fyrir birtinguna. F.h. Iðunnar, Gunnar Stefánsson. — hkj/Ljósm. Sigurgeir. Nýlega flutti ritfanga- og gjafavöruverslunin Oddurinn í Vestmannaeyjum í nýtt eigið húsnæði að Strandvegi 45. Oddurinn hefur á boðstólum skóla- og skrifstofuvörur auk ýmiskonar gjafavöru. Eigendur Oddsins eru tvenn hjón í Eyjum, Þorbjörg Júlíusdóttir og Sigurfinnur Sigurfinnsson, Magnús Kristinsson og Sigfinna Lóa Skarphéðins^óttir. Blaðburðarfólk óskast! Austurbær Lindargata 1—29 Freyjugata 28—49 Snorrabraut 61—87 Laugavegur 1—33 Flókagata 1—51 Vesturbær Garðastræti Faxaskjól Skerjafjörður sunnan flugvallar I. Úthverfi Gnoðarvogur 44—88 11 Hjallavegur, Nökkvavogur, Skipasund Barnagælur Stígur hún viö stokkinn. stuttan á hún sokkinn. Ljósan ber hún lokkinn, litli telpu hnokkinn. Við skulum róa sjóinn á. að sækja okkur ýsu. En ef hann krummi kemur þá og kallar á hana Dísu? Boli litli baular lágt, býsna rámurer hann. Eitthvað á hann ofurbágt innan hungrið sker hann Þjóðvísa Stóra barnabókin er komin út. Rammíslensk bók, meö sögum og ævintýrum, Ijóöum, leikjum, gátum, þrautum, föndri, þulum og barna- gælum. Jóhanna Thorsteinsson valdi efniö, og Haukur Halldórsson myndlistarmaöur hefur gert meira en fimmtíu myndir í bókina. Bók meö öllu því efni, sem foreldrarnir læröu í æsku og vildu geta kennt börnum sínum. Bók fyrir foreldra og börn þeirra. Það verður ekki erfitt að gefa krökkunum jólagjöf í ár! Bókin hefur tafist í vinnslu, en veröur komin í verslanir á föstudaginn Barónsstíg 18,101 Reykjavík. Sími: 18830.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.