Morgunblaðið - 15.12.1982, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 1982
17
Idsins af fasteignagjöldum
Bæjarstjórn
Seltjarnarness:
Hefur í hendi
sér að fella
niður eignar-
skatt
SAMÞYKKT bæjarstjórnar Seltjarn-
arness er svofelld:
„Bæjarstjórn Seltjarnarness
fjallaði á fundi sínum 8. þ.m. um
frumvarp til laga um breytingu á
tekjustofnalögum nr. 73/1980.
Bæjarstjórn mótmælir eindregið
þeirri aðgerð stjórnvalda að lækka
einhliða fasteignamat í sveitarfé-
lögum á höfuðborgarsvæðinu og
skerða þannig tekjustofna þeirra
sem því nemur.
Öllum sveitarfélögum er heimilt
að hækka eða lækka álagningar-
prósentu fasteignagjalda um allt að
25% og hafa mörg þeirra notað
lækkunarheimildina.
Afskipti Alþingis af málefnum
sveitarfélaga hafa þegar valdið
sveitarfélögum miklum erfiðleikum
og nægir að nefna afskipti af gjald-
skrám fyrirtækja, sem hafa skapað
ómældan vanda.
Bæjarstjórn tekur undir það sjón-
armið sem túlka má með frumvarpi
þessu, þ.e. að skattbyrði sé of há, en
bendir á að ríkið hefur í hendi sér
að fella niður eignarskatt á fast-
eignir á höfuðborgarsvæðinu ef
hugur fylgir máli.“
Björn Friðfinnsson:
Farið inn
á verksvið
sveitar-
stjórnanna
„STJÖRN Sambands íslenzkra sveit-
arfélaga hefur ályktað þar sem óskaö
er að þessi grein verði dregin til
baka,“ sagði Björn Friðfinnsson for-
maður Sambands íslenzkra sveitarfé-
laga.
Um ástæðu þessa sagði hann:
„Fyrir það fyrsta teljum við að það
sé verið að fara inn á verksvið sveit-
arstjórnanna. Það er ákveðinn
rammi í gildi um álagningu fast-
eignagjalda og síðan eru kjörnar
sveitarstjórnir til þess að fara með
það vald. Sveitarstjórnirnar hafa
sýnt það að þær eru þessa trausts
verðar og má nefna að t.d. á Reykja-
víkursvæðinu, þar sem fasteigna-
mat er hæst, þá hafa menn aldrei
nýtt álagningarheimildirnar til
fulls hvað varðar íbúðarhúsnæði og
það stóð ekki til í þetta skipti held-
ur. Það er nú ýmist búið að boða eða
samþykkja tillögur í sveitarstjórn-
unum þar sem um er að ræða jafn-
vel talsvert meiri afslátt en þarna
er stefnt að, t.d. hérna í Reykjavík
þar sem það hefur legið fyrir og í
Kópavogi þar sem nýbúið er að sam-
þykkja álagningu."
Samtök sveitarfélaga
í Reykjaneskjördæmi:
Óþolandi af-
skipti af
sjálfsákvörð-
unarrétti
sveitarfélaga
Á AÐALFUNDI Samtaka sveitarfé-
laga í Reykj aneskj ördæmi sem
haldinn var sl. laugardag, var sam-
þykkt svofelld ályktun: „Fundurinn
telur að með bráðabirgðaákvæði við
4. grein frumvarps til laga um
breytingu á lögum nr. 73, 26. nóv-
ember 1980, um tekjustofna sveitar-
félaga, séu með óþolandi hætti höfð
afskipti af sjálfsákvörðunarrétti
sveitarfélaga og tekin ákvörðun um
mál sem sveitarstjórnarmenn
hljóta einir að verða að bera ábyrgð
á gagnvart kjósendum."
Tillagan var samþykkt einróma á
fundinum.
Mestu munar um skreið, mjöl og lýsi
HEILDARMAGN útfluttrar sjáv-
arvöru fyrstu tíu mánuði ársins
nemur 296.249 tonnum, en á sama
tíma í fyrra 352.981 tonn. Heildar-
verðmæti sjávarvöru útflutnings-
ins, fyrstu tíu mánuði ársins, nem-
ur kr. 4.846.665, en á sama tíma sl.
árs var upphæðin kr. 3.838.957.
Miðað við heildarmagn alis út-
flutnings landsmanna fyrstu tíu
mánuði ársins, er hlutfall sjávar-
vöru 66,8%, en á sama tíma í fyrra
var hlutfaílið 70,5%. Miðað við
heildarverðmæti alls útflutnings
landsmanna fyrstu tíu mánuði
ársins er hlutfall sjávarvöru
76,7%, en var á sama tíma í fyrra
79,2%.
Eftir vörutegundum skiptist útflutningur sjávarvörunnar þannig:
19S2
Frystar afurðir lonn 105.887 þús. kr. 2.563.216 (onn 106.873 þús. kr. 1.633.608
Saltaðar afurðir 62.398 1.388.440 69.916 1.043.759
ísaðar og nýjar afurðir 29.103 272.410 28.589 153.752
Hertar afurðir 2.308 144.228 11.890 498.788
Mjöl og lýsi 88.386 319.833 128.005 397.161
Niðurl. og niðurs.afurðir 1.914 113.868 1.322 44.507
Aðrar sjávarafurðir 6.253 44.670 6.386 67.032
296.249 4.846.665 352.891 3.838.957
Helstu viðskiptalönd útfluttrar
sjávarvöru voru fyrstu tíu mánuði
ársins:
þús. kr.
1.614.244
774.336
660.539
450.862
265.251
Bandaríkin
Portúgal
Bretland
Sovétríkin
Vestur-Þýzkaland
Heildar fob-verðmæti sjávar-
vörubirgða pr. 31. okt. sl. var talið
nema 3.028,1 milljón, en á sama
tíma í fyrra 1.270,6 milljónir
króna, eða 138% að verðmæti
hærri nú en í fyrra.
31. okt. 1981 var gengi dollars
skráð 7.690, en 31. okt. 1982,
15.800, eða 105,5% hærra.
Bráðabirgðalög ríkisstjórnarinnar:
• •
Onnur umræða í efri deild
Að sögn Helga Seljan forseta efri
deildar Alþingis verða bráðabirgða-
lög ríkisstjórnarinnar tekin til ann-
arrar umræðu á morgun, fimmtudag,
en ekki i dag, eins og reiknað hafði
verið með.
Ólafur Ragnar Grímsson for-
maður fjárhags- og viðskipta-
nefndar efri deildar, sem hafði
málið til meðferðar, er erlendis og
mun Guðmundur Bjarnason vara-
formaður nefndarinnar gera grein
fyrir nefnaráliti. Helgi Seljan
sagði aðspurður að forsetar Al-
þingis hefðu ekki komið saman til
að ræða hvenær stefnt yrði að slit-
um fyrir jólaleyfi þingmanna, þar
sem Sverrir Hermannsson forseti
neðri deildar væri staddur erlend-
is.
Ljósm.: Hagnar Axelsson
A blaðamannafundinum í gær, talið frá vinstri: Ólafur Ólafsson, landlæknir, Guðjón Magnússon, aðstoðarlandlæknir, og Guðrún Ragnarsdóttir Briem,
þjóðfélagsfræðingur.
Efla verður viðnám í landinu,
og auka löggæslu og tollgæslu
— segir Olafur Olafsson landlæknir um fíkniefnavandamálið
MILLI 10 og 20 af hundraði allra
innlagna á almenn sjúkrahús á rót
sína að rekja til áfengisneyslu, og
magasár, magabólgur, skorpulifur
og heilarýrnun eru meðal sjúkdóma
er óhófleg áfengisneysla orsakar, að
því er fram kom á blaðamannafundi
sem Ólafur Ólafsson landlæknir
efndi til í gær. Á fundinum voru
kynntar niðurstöður rannsókna og
kannana á neyslu áfengis, tóbaks,
fikniefna og ávanalyfja hér á landi.
Meðal þess sem fram kom á
fundinum, auk þess sem áður er
sagt um áfengi, var, að talið er að
20 til 30% allra dauðsfalla af völd-
um krabbameins hér á ári stafi af
tóbaksreykingum. Fram kom, að
notkun kannabisefná' hefur aukist
hér á landi síðari ár, og í könnun
meðal skólaunglinga á aldrinum
15 og 17 ára kom fram, að 2—3%
neyta efnanna að staðaldri. Sniff
á lífrænum leysiefnum er bundið
við aldursflokkinn 13 til 15 ára
unglinga. Talað er um sniff sem
fikt er eldist af unglingum, sem þó
sé með hörmulegum undantekn-
ingum. — Nánast hvar sem gripið
er niður í skýrsluna er að finna
daprar fréttir, að því er fram kom
á fundinum, nema í þeim þætti er
snýr að löglegri sölu vanabindandi
lyfja, örvandi lyfja, svefnlyfja og
róandi lyfja. Þar var salan hér á
landi einna mest á Norðurlöndun-
um fyrir 8 til 10 árum, en hefur
verulega dregist saman. — Um
leið er þó á það bent, að neysla
áfengis hefur aukist nokkuð.
Skýrslan sem kynnt var á blaða-
mannafundinum í gær er saman
tekin af þeim Guðjóni Magnús-
syni, aðstoðarlandlækni, Guðrúnu
Ragnarsdóttur Briem, þjóðfélags-
fræðingi, Hallgrími Guðmunds-
syni, þjóðfélagsfræðingi, Jónasi
Ragnarssyni, ritstjóra, Ólafi
Ólafssyni, landlækni, og Sigmundi
Sigfússyni, geðlækni.
I formála að skýrslunni segir
landlæknir svo:
Það mun hafa verið með þjóð-
hátíðarávarpi forsætisráðherra
sumarið 1981 að umræður fóru að
aukast um nauðsyn nýrra aðgerða
í ávana- og fíkniefnamálum á ís-
landi. í lok þess árs var Landlækn-
isembættinu falið að safna saman
vitneskju um það hve víðtækt
þetta vandamál væri hérlendis.
Var þegar hafist handa og hafa
tveir til þrír tugir sérfróðra aðila
lagt til efnivið í þá skýrslu sem
hér birtist.
Ekki er vitað um að áður hafi
verið reynt að safna á einn stað
svo margþættum upplýsingum um
ástand þessara mála á íslandi.
Kemur í ljós að á undanförnum
árum hafa verið gerðar allítarleg-
ar kannanir á neyslu áfengis, tób-
aks, fíkniefna og ávanalyfja, en
tilviljun virðist oft hafa ráðið því
hvenær og hvernig að þessum
könnunum hefur verið staðið.
Engu að síður eru þær mjög mik-
ilvægar þar sem þekking á ástand-
inu á hverjum tíma og þróun þess,
hlýtur að vera forsenda þess að
stjórnvöld geti gripið til úrræða.
Ekki er um það alger samstaða
lærðra og leikra hvaða úrræði eru
vænlegust til árangurs. Þrátt fyrir
þetta liggja nú fyrir, að mati und-
irritaðs, nægjanlegar upplýsingar
til þess að hægt sé að taka
ákvörðun um aðgerðir.
Ljóst má þó vera að úrbætur
byggjast ekki eingöngu á aðgerð-
um heilbrigðisyfirvalda. Samstarf
við heilbrigðisstéttir, sérstaklega
skólalækna og skólahjúkrunar-
fræðinga, svo og við fræðsluyfir-
vöid, skólastjóra, kennara, samtök
foreldra og unglinga er veigamik^
ið. Árangur aðgerða stendur og
fellur með því hvernig til tekst
með þetta samstarf. Þá má minna
á að almenn fræðslustarfsemi um
heilbrigðismál þarf að eiga greiða
leið í gegnum ríkisfjölmiðla, en
fram að þessu höfum við verið eft-
irbátar nágrannaþjóða á þessu
sviði.
Mikilvægt er að stjórnvöld setji
sér ákveðin markmið á þessu sviði
og geri áætlanir um hvernig megi
ná þeim.
Að því er varðar tóbak virðist
rökréttast að banna innflutning
og sölu þess. Hitt er svo annað mál
að það er varla raunhæft fyrirvar-
alaust. Þess vegna verður að vinna
markvisst að því að draga úr tób-
aksneyslu með takmörkunum á
reykingum, háu verði tóbaksvarn-
ings, upplýsingum og áróðri.
Að því er varðar áfengi er rétt
að fylgja ábendingum Alþjóða
heilbrigðisstofnunarinnar um
hömlur á sölu o.fl.
Að því er varðar fíkniefni verð-
ur að efla allt viðnám í landinu,
auka tollgæslu og löggæslu, og
slaka í engu á þeim viðurlögum
sem nú er beitt.
Að því er varðar ávanalyfin
virðist minnst þörf úrbóta, þar eð
aðgerðir undanfarin ár hafa skilað
miklum árangri.
jT
Utflutningur sjávar-
afurða hefur dregizt
saman um 56.000 lestir