Morgunblaðið - 15.12.1982, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 15.12.1982, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 1982 29 Minning: Guðjón Þorkelsson frá Vestmannaeujum Guðjón Þorkelsson frá Sand- prýði í Vestmannaeyjum er jarð- settur í Reykjavík í dag. Hann andaðist að Hrafnistu 8. þ.m. eftir nokkurra ára vanheilsu. Guðjón fæddist í Sandprýði þann 12. september 1907, sonur hjónanna Guðbjargar Jónsdóttur og Þorkels Þórðarsonar, verka- manns. Bæði voru þau ættuð úr Fljótshlíð. Börnin voru sjö og í þá daga þurftu flestir að hafa mikið fyrir lífinu — og hver og einn að draga björg í bú um leið og barnsskónum var slitið og kraftar leyfðu. í Vestmannaeyjum snéru flestir sér eðlilega að sjó og sjáv- arafla — og börnin í Sandprýði voru engin undantekning. Þannig ákvarðaði umhverfið ungviðinu brautina strax í upphafi í þá tíð. Guðjón Þorkelsson hlýddi kallinu af brennandi áhuga æskumanns- ins. Á barnsaldri dvaldi hann þó oft í sveit, lengst af að Sámsstöðum í Fljótshlíð. Þar kynntist hann bústörfum og minntist þeirra daga jafnan með ánægju, þótt ekki höfðuðu þau viðfangsefni til hans. Hraustir strákar í Eyjum fóru á sjóinn og Guðjón var orðinn for- maður 25 ára að aldri. Hann var dugmikill og eftirsóttur til for- ræðis og skipstjórn hans var far- sæl. Einu sinni skall hurð þó nærri hælum, er honum og áhöfn hans var naumlega bjargað af sökkvandi báti, Blikanum, í mannskaðaveðri síðari hluta vetr- ar árið 1942. Þessi atburður hafði djúp áhrif á Guðjón. Hann minnt- ist hans oft og er ekki fráleitt að ætla, að þessi reynsla hafi hjálpað Guðjóni síðar að sætta sig við að láta af sjómennskunni, sem þó átti hug hans fremur en nokkurt ann- að viðfangsefni. Guðjón var þrekmikill og gjörvulegur ungur maður og tók virkan þátt í félagslífi sinnar sam- tíðar í Eyjum. Hann var m.a. góð- ur íþróttamaður og glímukóngur í Vestmannaeyjum í mörg ár. Árið 1935 urðu þáttaskil í lífi Guðjóns Þorkelssonar, er hann festi ráð sitt og hinn 11. maí gekk að eiga Þuríði, dóttur Sigríðar Einarsdóttur og Einars Símonar- sonar, elsta þriggja systra í Lond- on í Vestmannaeyjum. Þau Guð- jón og Þuríður hófu búskap í London og bjuggu þar meðan þau voru í Eyjum. Þótt Guðjón væri vaskur maður og sjósóknin ætti hug hans allan átti starfið ekki við hann að öllu leyti. Hann var aldrei sjóhraustur, en bar sig þó vel. Umrót stríðsár- anna og hinir miklu búferlaflutn- ingar, straumurinn til Reykjavík- ur, hafa e.t.v. haft sín áhrif líka — því í stríðslok ákváðu þau Guðjón og Þuríður að taka sig upp og setj- ast að í höfuðstaðnum. Þetta var mikil breyting fyrir formanninn í Eyjum og það tók hann langan tíma að aðlagast. Fyrst í stað vann hann ýmis störf, sem hann hafði áður stundað, á sjó og landi — bæði í Reykjavík og á Suður- nesjum. Síðar fékk hann starf, sem hann sætti sig við, hér í borg- inni. Var í mörg ár við afgreiðslu í Steypustöðinni — og eftir það við afgreiðslustörf hjá Glóbus hf., en lét af störfum fyrir nokkrum ár- um, þegar heilsan b'rast. Þannig fjarlægðist hann smám saman þann vettvang, sem hafði verið hans frá blautu barnsbeini fram á miðjan aldur. Samt var hugur hans jafnan við sjóinn. Úr fjarlægð fylgdist hann glöggt með sjósókn í Vestmannaeyjum — og aflabrögð og afkoma sjómanna víðs vegar voru eitt helsta hugðar- efni hans. Guðjón var löngum tíð- ur gestur við höfnina í Reykjavík, ekki síst í aflahrotum og þegar mikið var um að vera. „Þeir eru að fá’ann," var oft það fyrsta, sem hann sagði við kunningja á förn- um vegi og Guðjón hrærðist í viðhorfi sókndjarfra skipstjóra hvort sem vel gekk eða illa. Með því hugarfari gekk hann reyndar að hverju því verki, sem hann tók sér fyrir hendur. Hann var ham- hleypa til allrar vinnu og iðinn eftir því, handtökin voru ákveðin og sterk — þau, sem hann hafði tamið sér í hörðum skóla uppvaxt- aráranna. Hann var manna greið- viknastur og taldi ekki sporin. Eins og jafnan á sjómannsheim- ilum hvílir þungi heimilishalds og uppeldis barna mest á eiginkon- unni. Sannarlega var þessu þann veg farið á heimili Guðjóns og Þuríðar, því hann var löngum að heiman meðan hann var við sjó. Og heimilið bar vitni um mikla húsmóður. Ráðdeild og nægjusemi eru þættir, sem runnir eru kynslóð þeirra hjóna í merg og bein — og einstök snyrtimennska og hátt- prýði voru hér aðalsmerki. Þeir þættir eru að jafnaði ekki tengdir sjómennskunni, sem áður fyrr skildi oft eftir grófari merki á fólki. En sá heimilisbragur sem Þuríður mótaði féll Guðjóni vel og hann mat konu sína mikils. Hann saknaði sjómennskunnar, en þeg- ar hann hafði aðlagast breyttu lífi var hann mjög heimakær. Hann var í öruggri höfn. Þau hjón voru samhent og varð mikið úr mörgu, sem nútímanum sést oft yfir. í Eyjum fæddust Guðjóni og Þuríði þrjár dætur og síðar sonur, er þau voru komin til höfuðstaðar- ins. Börn þeirra eru: Sigríður, meinatæknir, gift undirrituðum, Guðbjörg, sjúkraliði, gift Eðvari Ólafssyni, rannsóknarlögreglu- manni, Ruth, bankastarfsmaður, gift Bjarna Mathiesen, bruna- verði, Gylfi, arkitekt, kvæntur Kristínu Jónsdóttur, hjúkrunar- fræðmgi. Barnabörnin eru orðin 12 og barnabarnabörnin 2. Fyrir sjö árum varð Þuríður fyrir áfalli og hefur ekki náð aftur fullri heilsu. Síðan hefur hún dvalið nær óslitið á hjúkrunar- stofnunum. Guðjón tók þetta mjög nærri sér. Heilsa hans hafði ekki verið lakari en gengur og gerist um fólk á hans aldri. En strax eft- ir þessi umskipti, strax eftir að hann var orðinn einn heima, fór hann að bresta kjark. Upp frá því var hann undir læknishendi, sein- ustu árin á vistunarstofnunum, og hrakaði hratt. Þegar kallið kom var hann orðinn hvíldar þurfi. Af systkinahópnum í Sandprýði kvöddu þrjú á undan Guðjóni — þau Bernódus, Helga og Þuríður. Lifandi eru Georg, Húnbogi og Aðalbjörg. Við, sem kynntumst Guðjóni Þorkelssyni og áttum hann að nánum samferðamanni, minn- umst margra góðra stunda. Ekki síst góðvildar, hlýju og umhyggju á heimili þeirra Þuríðar áður en andstreymi síðustu ára byrjaði. Ferðalög um byggðir landsins voru þeirra helsta tómstundagam- an eftir að börnin fóru að heiman og fjárhagur rýmkaðist og mörg var ánægjan við þau tækifæri. Þeir fjölmörgu, sem kynntust Guðjóni og störfuðu með honum, minnast hans vafalaust fyrir það hve kraftmikill hann var, ósérhlíf- inn, hreinskiptinn og samkvæmur sjálfum sér. Þannig var hann líka í hópi sinna nánustu. Seinustu árin voru honum mjög erfið. Ástvinum hans var sárt að fylgjast með því hvernig þessi stæðilegi og þrekmikli maður visnaði og varð á ótrúlega skömm- um tíma sem skuggi af sjálfum sér. Þungbærast var þetta þó að sjálfsögðu fyrir Þuríði. Hjá henni er hugur vina hennar, þeir biðja góðan Guð að blessa henni minn- inguna um góðu árin, um ham- ingjuna sem hún naut með trygg- um lífsförunauti. Guð blessi minningu Guðjóns Þorkelssonar. Haraldur J. Hamar Sœvar Kárason Minningarorö Fæddur 7. febrúar 1941 Dáinn 7. desember 1982 Menn setur hljóða þegar fréttir berast af andláti ættingja og vina. Þungbærast er þó þegar vinur á besta aldri og að því er virðist í fullu fjöri er fyrirvaralaust kvaddur héðan. Það tekur sinn tíma að átta sig á slíkum forlögum og að sætta sig við þau. Sævar fæddist á Húsavík 7. febrúar 1941, sonur hjónanna Hólmfríðar K. Grímsdóttur og Kára Steinþórssonar. Hann ólst upp við leiki og störf, svo sem títt er um börn í sjávarplássum. Hann fór snemma til sjós, bæði á vetr- arvertíðir á Suðurnes og í sjóróðra á heimabátum. Á þessum árum varð hann fyrir því óhappi að falla niður í lest á fiskibáti og slasast alvarlega, svo að hann varð aldrei jafngóður eftir. Aldrei heyrðist Sævar samt kvarta og ekki hlífði hann sér við erfiði þess vegna. Síð- ar vann hann við byggingar, múr- verk og fleira um skeið, en hóf svo nám í bifvélavirkjun og stundaði það starf til dauðadags. Ungur valdi Sævar sér lífsförunaut, Guð- nýju Ósk Agnarsdóttur, sem stóð þétt við hlið hans í blíðu og stríðu alla tíð. Ég minnist margra ánægjustunda sem við hjónin höf- um notið á heimili þeirra frá fyrstu tíð. Tvö börn eignuðust þau, Agnar Kára og Sigurlaugu. Sterkur þáttur í fari Sævars var ræktarsemi hans við ættingja sína. Þar naut ég góðs af tengdun- um, og hlaut svo að fara, að við kynntumst allnáið. Þau kynni og vináttu sem af þeim Spratt met ég mikils. Eljusemi hans og dugn- aður var með fádæmum og langur vinnudagur ekki leið kvöð, heldur eins konar árátta eða nauðsyn, enda léku flest verk í höndum hans. Hjálpsemi var honum í blóð borin og látin í té með þeim hætti að þiggjandinn yrði sem minnst var við. Sterk fjölskyldubönd voru snar þáttur á æskuheimili Sævars. Skrifstofur fiugmálastjórnar veröa lokaðar fimmtudaginn 16. desember nk. frá kl. 14.00, vegna jarðarfarar ÁRNA SIGURÐSSONAR. Flugmálastjórn. Þetta tók hann í arf og sýndi oft í verki, ekki síst eftir að faðir hans dó. Ekki var Sævar þekktur að því að segja já ef hann meinti nei, og hann gat haldið sinni skoðun fram af festu. Fátækleg orð duga skammt þeg- ar sorgin kveður dyra, en þau eru samt það fyrsta sem hægt er að grípa til. Öll höfum við, vinir Sæv- ars, misst mikið við fráfall hans og finnum hvað við eigum þeim hjónum mikið að þakka. Við vitum líka hvað eiginkona hans og fjöl- skylda hafa misst. Guðný mín, Didda, Agnar Kári og fjölskylda, Fríða og Helgi Þór, Agnar og fjölskylda. Við Kolla, börnin okkar og Didda frænka sendum okkar dýpstu samúðar- kveðjur. í gegnum dimmu þessara skammdegisdaga skín þó skært ljós, en það eru þær góðu og björtu minningar sem við öll eigum um Sævar Kárason. Guð blessi hann. „Jólasveinniim á Korvafjallia IÐUNN hefur gefið út bókina Jóla- sveinninn. Undirtitill: Sagan af jóla- sveininum og búálfum hans á Korva- fjalli. Höfundar » ru Mauri Kunnas og Tarja Kunnas, en Vilborg Dag- bjartsdóttir þýddi. — Saga þessi er finnsk að uppruna og fjallar um jóla- sveininn sem býr í Korvafjalli nyrst í Finnlandi og einnig segir frí búálf- um hans. Jólasveinninn er tæpar 50 blaðsiður i stóru broti. Ásetning ann- aðist setningu, en bókin er prentuð í Finnlandi. föjaMwinnmn SotKin (d K<a5Wa*ium .Sútjan .tf (ctrnvádnum i*l ttuiíjum tvm 6 Kd»vnjjnfi Uai Kxmu Jij V*wiu> Fer inn á lang flest heimili landsins! Skip Sambandsins munu ferma til íslands á næstunni sem hér segir: GOOLE: Arnarfell 3/1 Arnarfell 17/1 Arnarfell 31/1 ROTTERDAM: Arnarfell 17/12 Arnarfell 5/1 Arnarfell 19/1 Arnarfell 2/2 ANTWERPEN: Arnarfell 18/12 Arnarfell 6/1 Arnarfell 20/1 Arnarfell 3/2 HAMBORG: Helgafell 16/12 Helgafell 12/1 Helgafell 31/1 HELSINKI: Dísarfell 24/12 Dísarfell 31/1 LARVIK: Hvassafell 27/12 Hvassafell 10/1 Hvassafell 24/1 GAUTABORG: Hvassafell 28/12 Hvassafell 11/1 Hvassafell 25/1 KAUPMANNAHÖFN: Hvassafell 16/12 Hvassafell 29/12 Hvassafell 12/1 Hvassafell 26/1 SVENDBORG: Hvassafell 15/12 Helgafell 17/12 Hvassafell 30/12 Helgafell 13/1 Hvassafell 27/1 AARHUS: Helgafell 18/12 Helgafell 15/1 Helgafell 4/2 GLOUCESTER MASS.: Jökulfell 28/12 Jökulfell 28/ 1 HALIFAX, KANADA: Jökulfell 30/12 Skaftafell 31/1 ' SKIPADEILD SAMBANDSINS Sambandshúsinu Pósth. 180 121 Reykjavík Sími 28200 Telex 2101 Birting afmœlis- og minningar- greina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. f minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasiðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu linubili. Mansi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.