Morgunblaðið - 15.12.1982, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 1982
21
Kynning á nýju perma-
nenti með kremi og vökva
HELGINA 4. og 5. desember
kom til íslands danski hár-
greiðslumeistarinn Per Knuds-
son, sem rekur þekktar hár-
greiðslustofur í Danmörku og er
m.a. meðlimur í alþjóða sam-
tökunum Intercoiffure. Erindi
hans hingað var að annast
kynningu á nýrri tegund af
permanenti, sem þýska fyrir-
tækið Wella hefur sett á mark-
aðinn og væntanlegt er til ís-
lands. Efndi fyrirtækið Halldór
Jónsson hf., sem flytur inn
Wella-vörurnar, til þessarar
kynningar á aðferðunum við að
nota hið nýja permanent fyrir
hárgreiðslufólk. Um leið sýndi
danski hárgreiðslumeiStarinn
það nýjasta í klippingu og
blæstri.
Sýnikennslan fór fram á Hót-
el Loftleiðum bæði laugardag
og sunnudag frá kl. 2 til kl. 6, og
hafði hárgreiðslumeistarinn 11
sýningarstúlkur, klippti þær og
sýndi hvernig permanentið, sem
nefnt er Concord, er notað. Það
er að því leyti frábrugðið öðru
permanenti að það skiptist í tvo
hluta permanentvökva á
plastflöskum og permanent-
krem. Hefur vökvinn, sem er
mjög mildur, áhrif á hárendana
og hárin yfirleitt, en kremur
hefur áhrif á nývöxt hársins al-
veg við hársvörðinn. Með því að
nota þessa tvo þætti sagði hann
að hægt væri að ná markvissari
árangri við permanentmeðferð-
ina.
íslenskt hárgreiðslufólk
sýndi mikinn áhuga á þessari
nýju aðferð og sótti um 200
manns þessa sýnikennslu.
Myndirnar tók Árni Sæberg
I smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar
til sölu
-X'VLvWU-JtM-
Antik húsgögn
Fjölbreytt úrval gjafavara.
Antikmunir, Laufásvegi 6.
Sími 20290.
Nýjar bækur
Litla skinniö og Ljóömæli Ölinu
og Herdisar tást á Hagamel 42.
Simi 15688.
Jólamarkaöurinn
Freyjugötu 9
Vegna breytinga selur heild-
verslunin mjög ódýrar vörur t.d.
ungbarnaföt, jólaskraut, ódýra
konfektkassa og fl. Opiö kl.
1—6, bakhúsiö.
Jólamarkaöurinn Freyjugötu 9.
Mottur - teppi - mottur
Veriö velkomin. Teppasalan er á
Laugavegi 5.
Til sölu
Dodge Aspen SE station árg.
1977. Ekinn um 80 þus. km.
Góöur bíll. Uppl. í sima 93-1894,
Akranesi.
□ Helgafell 598212167 VI — 2.
REGLA MLISTLRJSKIDDARA:
RM Hekla
15—12—20—VS — EH.
D Helgafell 598212157 VI — 2.
I.O.O.F 9 = 16412158% = J.v.
□ Glitnir 598212157 — Jólaf.
Skíðadeild KR
Arskort i skíöalyflur veröa seld í
KR-heimilinu miövikudaginn
15.12. milli kl. 19—21.
Árskort veröa einnig fáanleg hjá
Asbirni Einarssyni simi 30833
fram aö áramótum. Ath. fólagar
fá 20% afslátt gegn framvísun
félagsskírteina.
Stjórnin.
Laugarneskirkja
Bræörafélag Laugarneskirkju
heldur fund í safnaöarsal kirkj-
unnar í kvöld miövikudag kl.
20.30. Veriö velkomnir.
Hörgshlíð 12
Samkoma í kvöld kl. 8.
Ljósritun
Stækkun — smækkun
Stærðir A5, A4, Folíó, B4, A3,
glærur, lögg. skjalapappír. Frá-
gangur á ritgeröum og verklýs-
ingum. Heftingar m. gormum og
m. plastkanti. Magnafsláttur.
Næg bílastæöi.
Ljósfell.
Skipholti 31,
sími 27210.
raðauglýsingar — raöauglýsingar — raðauglýsingar
tilkynningar
Frá menntaskólanum viö
Hamrahlíð
Valdagur í dagskóla verður fimmtudagur 16.
desember. í öldungadeild verða einkunnir af-
hentar og prófúrlausnir sýndar föstudaginn
17. desember kl. 17—19. Innritun í öldunga-
deild fyrir vorönn verður í dag, miðvikudag-
inn 15. desember til föstudags 17. desember
kl. 16—19.
Brautskráning stúdenta verður laugardaginn
18. desember kl. 14.
Rektor
tilboó — útboó
UÚPAS70
/ ili \
Til sölu:
Tilboð óskast
1. Notuð ofset prentvél „Multilifh 1250 HS“.
Hámarksstærð blaða 297x431 mm.
2. Notaður Repromaster „Littlejohn type
170“.
Tilboðsgögn og nánari upplýsingar á skrif-
stofu vorri aö Borgartúni 7.
Tilboðum skal skila á skrifstofu vora fyrir kl.
11:00 f.h. 28. desember 1982.
INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS
BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006
bátar — skip
Fiskiskip
Höfum til sölu m.a. 278 rúml. stálskip smíðað
1966 með 960 hp. M.W.M. aðalvél.
L.Í.Ú.
SKIPASALA- SKIPALEICA,
JÓNAS HARALDSSON, LÖGFR. SIMI 29500
Norðurlandskjördæmi
eystra
Kjördæmlsráö Sjálfstæölsflbkkslns i Noröurlandskjördæmi eystra, I
minnir á aö frestur til aö skila Iramboöi tll prófkjörs Sjálfstæöisflokks-
ins í Noröurlandskjördæmi eystra, rennur út 18. desember. Hvert
framboð skal stutt 20 flokksbundum sjálfstæöismönnum. Hver !
flokksmaöur getur aöeins staöið aö tvelmur slíkum tillögum. Fram-
boöi skal skila til formanns kjördæmisráðs Siguröar Hannessonar, I
Austurbyggð 12, Akureyri, síml 96-23076 í síðasla lagi 18. des. nk.
Stjórn kjördæmisráós Sjáltstæóisflokksis i j
Noróurlandskjördæmi eystra.
Kjördæmisráð
Fundur veröur í Kjördæmisráöi Reykjaneskjördæmis miövikudaginn
15. des. kl. 20 i Sjálfstæöishúsinu, Hafnargötu 46, Keflavík.
Fundarefni: Undirbúningur alþingiskosninganna. Tekin ákvöröun um
þrófkjör og prófkjörsreglur. Stjórnin.
ísafjörður
Sjálfstæöisfélag launþega Isaflröi heldur aöalfund laugardaginn 18.
des. kl. 2 eftir hádegi aö Uþþsölum, uþþi.
Venjuleg aöalfundarstörf.
Stjórnin.
Blaðanámskeið seinni
hluti
Seinni hluti blaðanámskeiðs Heimdallar
verður fimmtudaginn 16. des. kl. 20.00 í
Valhöll. Fjallað verður upp uppsetningu
blaða, fjármögnun og kostnað. Leiðbeinend-
ur veröa þeir Jón Ásgeir Hreinsson, Þór Sig-
fússon og Svanbjörn Thoroddsen. Þeim sem
áhuga hafa á umræddu námskeiði eru
vinsamlega beðnir að láta vita í síma 82900.
Stjórnin.
þjónusta
Reykvíkingar
Við önnumsta allt viðhald fasteigna, stórt og
smátt. Nýsmíöi breytingar, gerum bindandi
tilboð. Veitum greiðslufrest eftir samkomu-
lagi.
Trésmíöaverkstæöi Berg-
staöastræti 12, sími 15103.