Morgunblaðið - 15.12.1982, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 15.12.1982, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 1982 19 Á skrifstolu MæArastjrksnefndar. Þegar Ijósmyndari Mbl. leit þar inn, var Gisli Albertsson að venju (lengst til vinstri) að færa nefndinni sitt framlag til úthlutunar fyrir jólin. Við borðið situr Guðlaug Runólfsdóttir, gjaldkeri, sem starfar á skrifstofunni. Hinum megin við borðið situr Unnur Jónasdóttir, formaður nefndarinnar, og Helga Rafnsdóttir ritari. Jólasöfnun Mæðra- styrksnefndar byrjuð jólasöfnun og úthlutun MÆÐRASTYRKSNEFNDIN í Keykjavík hefur hafið jólasöfnun sína, eins og hún hefur gert fyrir hver jól í nærri hálfa öld. Voru samskotalistar sendir út til fyrirtækja og er byrjað að taka á móti framlögum frá fyrirtækjum og einstaklingum á skrifstofunni á Njálsgötu 3. Einnig fatagjöfum, sem úthlutað er þriðjudaga og miðvikudaga kl. 2—6 í Grjótagötu 14. Beiðnir um jólaglaðn- ing í peningum eru farnar að berast frá samborgurum sem búa við erfið kjör. a fengu 241 emstaklingur og konur í Mæðrastyrksnefnd að þeim beiðnum um fjárhagsaðstoð nú. Stjórnarkonum kom saman um að erfiðast ættu einstæðar mæður og öryrkjar, en einnig aðrir ein- staklingar, sem rétt kljúfa það að lifa af tekjum sínum, en vanhagar um margt. Til dæmis sögðust þær gleðjast yfir því að hafa nú þegar fengið nokkuð af góðum fatnaði á börn og unglinga frá verzlunum og einstaklingum, en dýrt er að klæða börn og unglinga þegar úr litlu er að spila. Mörg sömu fyrir- tækin styrkja Mæðrastyrksnefnd ár eftir ár. Þær sögðu að þörfin virtist svipuð frá ári til árs. Þó [ imili slika urlausn, og sögðu stjórnar- sýndist ætla að verða heldur meira af færi það nokkuð eftir árferði. Nefndin beinir því til fólks að láta umsóknir um jólaglaðning berast henni sem allra fyrst. Síminn á skrifstofu Mæðrastyrksnefndar er 14349. Mæðrastyrksnefnd býður upp á endurgjaldslausa lögfræðiþjón- ustu allt árið og er opin á mánu- dögum kl. 10—12, og er það mjög mikið notað af einstæðum mæðr- um og fleirum. Lögfræðingur nefndarinnar er nú Sólveig Pét- ursdóttir. Bíóhöllin sýnir „Litla lávarðinn“ BÍÓIIÖLLIN hefur frumsýnt kvik- myndina Litli lávarðurinn, sem gerð er eftir hinni þekktu sögu Frances Hodgson Burnett, „Little I.ord Fauntleroy". Aðalhlutverkin eru í höndum Ricky Schröder, sem leikur litla lávarðinn, Alec Guinness, sem leikur afa hans, jarlinn af Dorin- court, og Eric Porter, sem leikur Havisham, sendiboða jarlsins. Litli lávarðurinn er átta ára gamall og býr með móður sinni í fremur fátæklegri íbúð í New York. Þetta var snemma á 19. öld. Líf hans er ósköp venjulegt allt þar til Havisham kemur með þau boð frá afa drengsins, að hann vilji fá hann til sín til Englands. Faðir litla lávarðarins, sonur jarlsins, hafði kvænst stúlku af lægri ættum og þar með verið út- skúfaður. En nú er viðhorf gamla mannsins breytt, og hann vill fá sonarson sinn til sín. Verður at- burðarás þessarar ævintýramynd- ar ekki rakinn lengra en margt drífur á daga litla lávarðarins áð- ur en tjaldið fellur í lok myndar- innar. Myndabókaútgáfan gef- ur út tvær litmyndabækur Myndabókaútgáfan hefur sent frá sér tvær litmyndabækur, „Ævintýri kettlinganna" og JDvergurinn Daði“. Hersteinn Pálsson þýddi báðar bækurnar. Þessar bækur eru fyrir yngstu les- endurna, þá sem eru nýbúnir að læra að lesa. Mikið er lagt upp úr myndum og letur er stórt. Báðar bækurnar eru 40 blaðsíður að stærð. Víðir efnir til sam- keppni um nafn á nýjum húsgögnum EINS og fram kom í fréttum fyrr á þessu ári, lét Trésmiðjan Víðir hf. hanna nýja gerð húsgagna, sem ætl- að var að selja bæði hér heima og erlendis. Var þetta gert í tilrauna- skyni og viðtökur hafa verið góðar, að því er segir í frétt frá fyrirtækinu. Fyrsta skrefið var hönnun nýrra húsgagna í samráði og sam- vinnu við starfsmenn Trésmiðj- unnar Víðis hf. Til hönnunar- starfanna var fenginn þekktur finnskur húsgagnahönnuður, Ahti Taskinen, arkitekt frá Helsinki. Taskinen teiknaði og skipulagði framleiðslu nýrrar húsgagnalínu, sem síðan hefur verið framleidd í tiiraunaskyni, og sýnd húsgagna- fyrirtækjum á Norðurlöndunum og víðar. Voru þessi húsgögn m.a. sýnd á hinni þekktu húsgagnasýn- ingu í Bella Center í Kaupmanna- höfn sl. sumar. Einnig voru þau sýnd að Kjarvalsstöðum á sýning- unni „Hönnun ’82“ sem haldin var í tengslum við Listahátíð í Reykjavík á þessu ári. Næsta skrefið í þessari tilraun Víðis er að kynna húsgögnin á ís- lenskum markaði. Hluti af þeirri kynningu felst í samkeppni um nafn á húsgögnin, sem fyrirtækið efnir til nú í desembermánuði. Húsgögnin verða til sýnis í hús- gagnaverslunum víða um land, en þar geta þeir sem áhuga hafa á því að finna gott nafn á húsgögnin skoðað þau og fengið sérstök eyðu- blöð, sem nota á í samkeppninni. Samkeppninni verður þannig hagað, að fólk getur sent eyðublað með tillögu sinni til Trésmiðjunn- ar Víðis hf í Kópavogi fyrir hinn 20. desember nk., en á Þorláks- messu tilkynnir dómnefnd um ákvörðun sína. Dómnefndina skipa Lovísa Christiansen, híbyla- fræðingur, Reimar Charlesson og Ólafur Stephensen, framkvæmda- stjórar. Ein verðlaun verða veitt fyrir „besta nafnið" en þau verða sófasett, hannað af Ahti Taskinen. Noröurland vestra: Skoöanakönn- un ráði lista Framsóknar Kjördæmissamband framsókn- armanna á Norðurlandi vestra sam- þykkti á fundi sínum um helgina, að á kjördæmisþingi 15. janúar verði gerð skoðanakönnum um vilja manna til skipanar framboðslista flokksins til næstu alþingiskosn- inga. Var skoðanakönnunin sam- þykkt samhljóða, en tveir stjórnar- manna greiddu ekki atkvæði. Vegna skoðanakönnunarinnar verður auglýst eftir framboðum og verða þátttökutilkynningar að hafa borizt stjórn kjördæmissam- bandsins fyrir 5. janúar. Úrslit kannanarinnar verða bindandi fyrir þrjú efstu sætin, en síðan mun kjördæmisþingið ganga frá frekari niðurröðun á listann. Nú í DÝRTÍÐINNI biðja allir um ÓDÝRU STJORNU JÓLAKORTIN FAST I FLESTUM BÓKA- GJAFA- OG RITFANGAVERSLUNUM LITBRÁ HF. SÍMAR 22930 - 22865 kr. 140-190 kr.495 Þú verður ekki í vandræðum með að finna skó á fjölskylduna um þessi jól, því nú eru Hvannþergsþræður á tveimur stöðum við Laugaveginn og skóúrvalið aldrei glæsilegra. Stöðugt þerast nýjar og spennandi sendingar og auðvitað eru allir í jólaskapi. £Jfvann6erqs6rteSur LAUGAVEGI 24 og 7r I IVsei* ijóöar j VIÐ LAUGAVEG ^ kr.495 kr.523

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.