Morgunblaðið - 15.12.1982, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.12.1982, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 1982 Lárus Jónsson, alþingismaður: Fjárlagafrumvarp með milljarðs nýkróna „gati“ Ber vott þess að ríkisstjórnin er að fara frá, ætlar sér ekki að bera ábyrgð á framkvæmd laganna Við minnihlutamcnn höfum látid rcikna út hvað yfirlýst stefna ríkis- stjórnarinnar, eins og hún er sett fram í þjóðhagsáætlun, þ.e. að draga ekki úr samneyzlu og auka þar tiltekin rekstrarútgjöld að raungildi 1983, kostar í raun og hvað á skorti að ríkistekjur nægi til að framfylgja stefnunni. Byggt var á framreikningi ríkisreiknings fyrir árið 1981. I Ijós kom að á skorti 1000 m.kr., einn milljarð nýkróna. — I fjárlagafrumvarp- inu er vísvitandi gripið til þess ráðs að áætla of lágar upphæðir til rekstrar og viðhalds þess ríkisbákns sem ríkisstjórnin hefur kerfisbundið þanið út. „Þetta fjárlagafrumvarp ber þess öll merki, að ríkisstjórnin sé að fara frá og ætli sér ekki að bera ábyrgð á framkvæmd laganna.** I’annig komst Lárus Jónsson (S) efnislega að orði, er hann mælti fyrir nefndaráliti sjálfstæðismanna í fjárveitinganefnd Alþingis. Lárus sagði að gengissteína ríkisstjórnarinnar, gjaldeyrir á útsölu, hafi leitt til stóraukins innflutnings, sérstaklega á fyrri hluta ársins, sem hafi gefið rík- issjóði miklar umframtekjur í aðflutningsgjöldum og sölu- skatti. Viðskiptahallinn út á við, það stóra vandamál, sé þannig að hluta afleiðing stjórnarstefn- unnar. Þessi „vandi“ hafi hins- vegar gefið þann „tekjuauka" sem fjármálaráðherra gumi svo mjög af varðandi stöðu ríkis- sjóðs. Á tímabilinu janúar-ágúst 1982 hafi söluskattur reynzt 63% meiri en á sama tíma árið áður og tolltekjur 73% meiri. Meðal efnisatriða, sem Lárus Jónsson (S) fjallaði um, vóru þessi: • Auk kjaraskerðingar, sem leiðir af bráðabirgðalögum ríkis- stjórnarinnar, eru skattar til ríkis og sveitarfélaga áætlaðir 38% af þjóðarframleiðslu sem er 6,4% hækkun frá 1978. Þessi hækkum samsvarar 2.660 m.kr. eða kr. 57.800 á hverja 5 manna fjölskyldu í landinu. • Ríkisumsvifin hafa aukizt ár frá ári langt umfram gefnar verðlagsforsendur. Þó þau séu greinilega vanáætluð í þessu frumvarpi hækka þau engu að síður um 65% á sama tíma og reiknitala frumvarpsins er mið- uð við 42%. • Á árunum 1981 til 1982 er tal- ið að viðskiptahalli við útlönd verði hvorki meiri né minni en u.þ.b. 5000 m.kr. (bæði árin). Lárus Jónsson Greiðslubyrði erlendra lána 1983 er áætluð af Seðlabanka 25% af útflutningstekjum, m.a. vegna óreiðu og eýðslulána sem taka þarf til þess að fleyta atvinnu- vegunum og jafna viðskiptahall- ann. • Fjárveitingar til verklegra framkvæmda hækka samkvæmt frumvarpinu um 31% en rekstur um 65%. Samdráttur raungildis fjárveitinga til framkvæmda og sjóða er verulegur, án þess að hann sé nýttur til skattalækk- ana, heldur til aukinnar eyðslu. • Samkvæmt upplýsingum Seðlabankans hafa erlendar skuldir ríkissjóðs hækkað úr 3.345 m.kr. 1977 í 4.839 m.kr. 1981 reiknað á föstu gengi. Þetta er skuldaaukning um 45%. „Nú liggur fyrir,“ sagði Lárus Jónsson, „að framfærsluvísitala frá upphafi til loka þessa árs sýnir 62% vöxt, byggingavísitala 65%. Ef taka á mark á markmiði ríkisstjórnarinnar um 40—45% verðbólgu frá upphafi til loka næsta árs, þá getur meðalverð- hækkun milli áranna 1982 og 1983 ekki verið undir 50%. Önn- ur niðurstaða er reikningslega útilokuð. Verðlagsforsenda fjár- lagafrumvarps ríkisstjórnarinn- ar eru því hreinlega úr lausu lofti gripin. Lárus sagði og að spár einkaaðila sýndu að enginn aðili í þjóðfélaginu „treystir sér til að taka mark á verðbólgu- markmiði ríkisstjórnarinnar“. I þessu fjárlagafrumvarpi er ekki gert ráð fyrir 40—50% verðbólgu, eins og ríkisstjórnin hefur að markmiði, heldur að- eins 20% verðbólgu frá ársbyrj- un til ársloka. Svo óraunhæfar og beinlínis hlægilegar eru verð- lagsforsendur frumvarpsins. Geir Gunnarsson, formaður fjárveitinganefndar: Árlegur rekstur 20 sjúkra- rúma kostar „þjóðarátakið“ Fjárveitinganefnd verði gerð virkari sem fulltrúi Alþingis varðandi aukafjárveitingar og eftirlit Á þeim tíma sem fjárveitinga- nefnd hefur haft fjárlagafrumvarp- ið til umfjöllunar fyrir aðra um- ræðu í sameinuðu þingi hefur ríkt nokkur óvissa í stjórnmálum, órói og sviptingar á heildina litið og í einstökum flokkum, sagði Geir Gunnarsson (Abl), formaður fjár- veitinganefndar, er hann mælti fyrir nefndaráliti og breytingartil- lögum stjórnarliða á Alþingi í gær. Hann taldi fjárveitinganefnd geta orðið virkari í aðhaldi og ákvarð- anatöku á sviði fjárlagagerðar og ríkisfjármála, ef hún fengi aðstöðu til hliðstæðra starfshátta og tíðkast sums staðar með öðrum þjóðum, þ.e. að starfa að undirbúningi fjár- lagafrumvarps allan þann tíma sem sá undirhúningur stendur og starfa skipt að einstökum verk- þáttum áður en til sameiginlegrar ákvarðanatöku kemur. Fjárveit- inganefnd fjallaði um fjárlaga- frumvarpið á 43 fundum, átti viðtöl við fulltrúa 80 sveitarfélaga áður en Alþingi kom saman, viðræður við um 200 aðila samtals — og til hennar bárust mörg hundruð skrifleg erindi. Formaður fjárveitinganefndar taldi nefndina þurfa að verða „fulltrúa Alþingis, sem hefur fjárveitingavaldið gagnvart ákvörðunum um aukafjárveit- ingar eins og þekkist í störfum Geir Gunnarsson slíkra nefnda erlendis, þannig að samþykkt fjáraukalaga gæti gagnvart Alþingi orðið annað en formsatriði, skýrslugjöf, eins og nú er, heldur hefðu fulltrúar þingflokkanna upplýsingar um aukafjárveitingar áður en þær cru veittar ...“ Geir gagnrýndi aukafjárveitingar vegna fram- kvæmdaliða, ekki sízt varðandi nýja framkvæmdaþætti, sem ekki væri gert ráð fyrir á fjár- lögum, og „ekki eiga að vera í höndum ráðherra heldur Alþing- is eða fulltrúa þess". Sama gilti um ýmsar fjárveitingar umfram fjárlagaheimildir. „Mér finnst þægilegra að finna að þessum starfsháttum þegar í hlut á fjár- málaráðherra úr þeim flokki sem ég skipa,“ sagði Geir Gunn- arsson, „því það sýnir að orð mín eru ekki flokkspólitískt karp.“ Hann ræddi ýmsa tekju- og gjaldapósta fjárlagafrumvarps- ins en frumvarpið í heild bæri svip samdráttar í þjóðarbú- skapnum og þeirrar nauðsynjar sem nú væri á því að „draga úr viðskiptahallanum svo sem unnt er“. Geir sagði félagslega þjónustu og félagsleg réttindi hafa aukizt með tilheyrandi útgjaldaauka, sem þjóðfélagsþegnarnir greiði, en mestu varði, hvern veg sé að staðið. Nefndi hann ýmis dæmi þess efnis, að til fjárfestinga væri stofnað án nægrar fyrir- hyggju um rekstrarkostnað við- komandi mannvirkja. Þannig yrði til það sam hann kallaði „útgjaldavítahring". Hann vék að samátaki landsmanna, 13 m.kr. söfnun í miklu nauðsynja- máli nýverið. „Á sama tíma stóðu auð 20 rúm í nýrri sjúkra- stofnun norður í landi. Árlegur rekstrarkostnaður við að nýta þessi fáu rúm verður ekki langt frá þeirri tölu sem hið mikla átak meðal allra landsmanna skilaði. Ég nefni þetta einungis til að menn átti sig á því um hvaða tölur er verið að fjalla." Síðan vék hann að hinum ýmsu breytingartillögum sem fjárveitinganefnd stendur sam- eiginlega að eða meirihluti hennar sérstaklega. Karvel Pálmason 2. umræða um fjárlagafrumvarpið: Frumvarpið aðeins pappírsgagn Fjirlagafrumvarp ríkisstjórn- arinnar er aðeins pappírsgagn, að mati Karvels Pálmasonar, þingmanns Alþýðuflokksins, þar sem óvíst er um framgang tekju- öflunarfrumvarpa ríkisstjórnar- innar í þinginu, þ.e. hvort þau verða samþykkt. Þetta kom fram i ræðu sem Karvel flutti við aðra umræðu um fjárlagafrumvarpið í gær. Karvel sagði að þó sumir ráðherrar segðu að fjárlaga- frumvarpið væri kreppufrum- varp, væri það ekki að sjá á þeim hlura frumvarpsins sem að ráðuneytunum sneri. Ráð- herrarnir tækju drýgri skerf ráðuneytum sínum til handa, en þeir ætluðu öðrum. Nefndi hann nokkur dæmi þar að lút- andi og sagði að á sama tíma og ýmis framkvæmdaframlög hækkuðu um 25—35%, þá hækkuðu framlög til yfir- stjórnar ráðuneyta mun meira. Sagði hann hækkun til menntamálaráðuneytisins vera 55,6% á milli ára, til heil- brigðis- og tryggingaráðuneyt- isins 67,6%, til fjármálaráðu- neytisins 55,4%, til sjávarút- vegsráðuneytisins 57,4%. Karvel nefndi fleiri dæmi í svipuðum dúr um hækkun til ráðuneyta. Gagnrýndi hann að ráðherrar tækju nær tvöfalt hærra hlutfall handa ráðu- neytum sínum, en þeir ætluðu öðrum. Þá benti Karvel á að sam- kvæmt frumvarpinu hækkuðu niðurgreiðslur um 80% og önn- ur rekstrargjöld ríkisins hækkuðu um 73,5%. Kvenfélagasamband íslands: Fagnar áróðri gegn stríðsleikföngum MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi yfirlýsing frá Kvenfé- lagasambandi íslands: Kvenfélagasamband Islands fagnar þeim áróðri, sem mörg ágæt félagasamtök hafa tekið upp gegn því, að börnum séu fengin í hendur leikföng sem eru eftir- myndir drápstóla eða á annan hátt minna á styrjaldir og ofbeldi. í þessu sambandi leyfir KÍ sér að minna á, að Húsmæðrasam- band Norðurlanda efndi til sam- keppni í tilefni hins alþjóðlega barnaárs 1980, um gerð góðra leikfanga til mótvægis við hið mikla framboð leikfanga, sem beina huga barna að ofbeldi í ein- hverri mynd. Þátttaka var mikil í þessari samkeppni, alls bárust 49 tillögur. Dómnefnd skipuð einum fulltrúa frá hverju aðildarlandi fjallaði um tillögurnar, en ekki þóttu þær það frumlegar að verð- ar væru fyrstu verðlauna, en veitt voru tvenn önnur verðlaun, tvenn þriðju verðlaun og þrjár tillögur hlutu meðmæli sambandsins. Norræni menningarsjóðurinn veitti styrk til þessarar sam- keppni. Mikið hugmyndaflug þarf til að gera góð leikföng og því má ætla, að því oftar sem viðlíka hvatning er veitt, sem þessi samkeppni var, því meiri líkur séu til að fram komi hugmyndir sem leikfanga- framleiðendur fengjust til að sinna. Öll aðildarfélög Húsmæðrasam- bands Norðurlanda hafa eftir megni haldið uppi áróðri gegn stríðsleikföngum og styður Kven- félagasamband íslands hverja þá viðleitni, er stefnir að viðnámi gegn þeim. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.