Morgunblaðið - 15.12.1982, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 15.12.1982, Blaðsíða 32
75 ^skriftar- síminn er 830 33 j^uglýsinga- síminn er 2 24 80 MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 1982 Útreikningur Þjóðhagsstofnunar: Tap útgerðar- innar nú um 564 miiíjónir MIÐAÐ við rekstrar.skilyrði útgerðarinnar nú um mirtjan desember er tap hennar á ári samtals 564 milljónir króna samkvæmt útreikningum l'jóðhags- stofnunar. Tap hátaflotans nemur 14,1% af tekjum eða 225 milljónum, minni togara 13,8% eða 254 milljónum og stærri togara 21,3% eða 85 milljónum. Sé tekið mið af minni togurunum í þessu dæmi er gert ráð fyrir 3.500 lesta afla á skip og þá miðað við sama afla, aflasamsetningu og úthaldsdaga og á líðandi ári. Vegna þess vcrður því að veiðast meira á næsta ári vegna fjölgunar skipa, sem nemur um 6 til 7%. l*á er loðnuflotinn ekki tekinn inn í þetta dæmi þannig að heildar taprekstur útgerðarinnar er mun meiri. Morgunblaðið ræddi vegna þessa við Kristján Ragnarsson, formann og framkvæmdastjóra LIÚ, og sagði hann, að í þessari útkomu hvað varðaði minni togarana væri gert ráð fyrir að bætur hafi orðið á afkomunni vegna vaxtabreytingar- innar frá í september, sem nemur 3,6%, ráðstöfunar á gengismun, sem nemur 0,9% og gert ráð fyrir áframhaldandi niðurgreiðslu á olíu um 22%, sem nemur um 6% af tekj- um útgerðarinnar og ennfremur óbreytt olíugjald, sem nemur um 7%. Staðan væri því nú aðeins verri en hún hefði verið í september áður en þessar ráðstafanir hefðu verið gerðar. Þó væri miðað við að allt héldi þetta áfram, en samt væri þetta verra en í september vegna þess að allur kostnaður hefði hækk- að verulega vegna breytingar á gengi. Það væri sem sagt gert ráð fyrir að aðgerðunum frá í september yrði haldið áfram, yrði svo ekki versnaði staðan, sem því næmi. Olíugjald félli niður, nema það yrði framlengt með lögum og næmi það 7% af tekj- um, olíugreiðsla 6%, vaxtabreyt- ingarnar 3,6% og gengismunurinn 0,9%, eða yrði um 30% tap á minni togurunum. „Þetta er nú til athugunar hjá stjórnvöldum og nú bíðum við til- lagna þeirra um hversu þessu verði ráðið til lykta. Svona getur þetta ekki gengið og við höfum séð afleið- ingarnar undanfarið ár. Verið er að reyna að ýta þessu á undan sér með skuldbreytingum, sem nú eru með 47% vöxtum, þannig að þetta hleð- ur utan á sig og slík skuldbreyting, sem enn er ekki komin í gegn, leysir engan vanda. Nú safnast bara upp vandi og þá þarf betri skilyrði á næsta ári til þess að geta greitt af skuldbreytingunni," sagði Kristján. Harðorð mótmæli sveitar- stjórna ÁKVÆÐI ríkisstjórnarfrumvarps um breytingu á lögum um tekju- stofna sveitarfélaga hvað varðar viðmiðun fasteignaskatta sveitarfé- laga á höfuðborgarsvæðinu hefur mætt mikilli andstöðu. Það hefur komið fram í umfjöllun Alþingis að frumvarpið var ekki kynnt í þing- flokki Framsóknar, eins og venja er þó með ríkisstjórnarfrumvörp. Bæjarráð, bæjarstjórnir, sam- tök sveitarfélaga og Samband ís- lenzkra sveitarfélaga hafa mót- mælt þessu harðlega og krafist niðurfellingar frumvarpsgrein- arinnar. Hér er um að ræða ákvæði til bráðabirgða er hljóðar svo: „Á árinu 1983 skal þrátt fyrir ákvæði 2. mgr. 3. gr. 1. nr. 73/ 1980 um tekjustofna sveitar- félaga miða fasteignaskatt af íbúðarhúsnæði í Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði, Bessastaðahreppi, Seltjarnarnesi og Mosfellshreppi við 92,7% fast- eignamats þessara eigna." Sjá viðtöl og ályktanir í miðopnu. „Bráðum koma blessuð jólin, börnin fara að hlakka til.“ Jólin eru oft nefnd hátíð barnanna og eftirvæntingin eftir þeim mikil eins og sjá má á andliti þessarar ungu stúlku. Sýndarfjárlög „fráfarandi“ ríkisstjórnar: Skattheimta 38% af þjóðarframleiðslu Milljarð króna skortir í stefnuframkvæmd Það kemur fram í nefndaráliti sjálfstæðismanna í fjárveitinga- nefnd Alþingis, að „rangar verð- lagsforsendur eru vísvitandi lagðar til grundvallar" við gerð fjárlaga- frumvarpsins. Reiknitala frumvarps- ins, sem hækkanir milli ára eru við miðaðar, er 42%, en samkvæmt þjóð- hagsáætlun ríkisstjórnarinnar geti verðlagshækkanir milli áranna 1982 og 1983 ekki orðið undir 50%. Miðað við yfirlýsta stefnu ríkisstjórnarinn- ar um umfang ríkisbúskaparins í greindri þjóðhagsáætlun skorti millj- arð nýkróna á tekjuáætlun ríkissjóðs til þess að framfylgja henni. Fjár- lagafrumvarpið beri þess öll merki að ríkisstjórnin sé að fara frá og ætli sér ekki að bera ábyrgð á fram- kvæmd laganna. Skattar í heild til ríkis og sveit- arfélaga eru nú áætlaðir 38% af þjóðarframleiðslu sem er 6,4% hækkun frá 1977. Þetta samsvarar 2.660 m. kr. eða kr. 57.800 á hverja 5 manna fjölskyldu í landinu. Dómur í máli Einars Benediktssonar: Bragi hf. ekki rétthafi að verkum skáldsins Forsvarsmenn Braga áfrýja til Hæstaréttar Heildarhækkun erlendra lána ríkissjóðs, ríkisfyrirtækja og fjár- festingarsjóða, miðað við fast gengi, hefur verið sem hér segir frá 1978: 1) ríkissjóður og ríkis- stofnanir 44,7%, ríkisfyrirtæki 108,5%, fjárfestingarsjóðir 71.0% og framkvæmdasjóður 63,9%. Þetta gerizt á sama tíma sem fjár- festing í landinu hefur dregizt saman. Fjármunamyndun sem hlutfall af þjóðarframleiðslu var 28,5% 1977, en er áætluð 26,0% 1983. Þá kemur fram að viðskipta- hallinn, sem óx verulegu í ár, hafi m.a. átt rætur í rangri gengisstýr- ingu og þar af leiðandi óeðlilegri eftirspurn eftir innflutningi. Þessi „vandi" hafi hinsvegar gefið ríkis- sjóði miklar umframtekjur í að- flutningsgjöldum og söluskatti, þ.e. í verðþyngjandi skattheimtu, sem bætt hafi stöðu ríkissjóðs. Á þingsíðu Mbl. í dag er greint frá annari umræðu um fjárlaga- frumvarpið. DÓ.MIIR í máli erfingja Kinars Benediktssonar, skálds gegn útgáfufélaginu Braga hf. vegna höfundarréttar að verkum skáldsins var kveðinn upp í Bæjar- þingi Reykjavíkur í gær og viðurkcnndi dómurinn aðalkröfu stefnanda; að Bragi hf. hefði ekki öðlast eignar- og höfundarrétt að verkum Kinars Bene- diktssonar. Braga hf. var jafnframt gert að greiða stefnendum krónur 50 þúsund í málskostnað. Kndurrit af dóminum liggur ekki fyrir og því getur Mbl. ekki skýrt frá forsendum dómsins að svo stöddu. Mál þetta var höfðað 31. janúar 1978. Það dróst á langinn vegna óvenju umfangsmikillar gagnasöfn- unar, sem m.a. fólst í því, að afla gagna um heilsufar Flinars Bene- diktssonar síðustu æviár hans og að leita að undirskriftum skáldsins, einkum frá síðustu árum þess. Með- al þeirra gagna sem lögð voru fram var álitsgerð bandarísks rithand- arsérfræðings, sem kom til landsins í fyrrahaust til þess að bera vitni. Málsskjöl eru nokkuð á annar hundrað. „Ég komst svo að orði í byrjun árs 1978 að ég gengi ótrauður fyrir íslenzka dómstóla með þetta mál. Það var alltaf mín trú og vissa að dómur myndi falla á þann veg, sem nú hefur orðið raunin á,“ sagði Ein- ar Benediktsson, sendiherra, son- arsonur skáldsins, í samtali við Mbl. „Ég get ekki tjáð mig um þennan dóm að svo stöddu þar sem ég hef ekki séð forsendur hans. En dómi þessum verður áfrýjað," sagði Magnús Sigurðsson, hdl., lögmaður Braga hf., þegar hann var inntur álits á niðurstöðum dómsins. Ragn- ar Aðalsteinsson, hrl., lögmaður erfingja Einars Benediktssonar, kvaðst í samtali við Mbl. ekki geta tjáð sig um niðurstöðu dómsins, þar sem endurrit lægi enn ekki fyrir og því vissi hann ekki á hvaða lög- fræðilegum sjónarmiðum dómurinn væri byggður. Auður Þorbergsdóttir, borgar- dómari kvað dóminn u.pp. Afengisneysla hér á landi: Veldur 10 til 20% allra innlagna á almenn sjúkrahús TALIÐ er, að 10 til 20% allra inn- lagna á almenn sjúkrahús hér á landi stafi af völdum ofneyslu áfengis, segir í nýrri skýrslu land- læknis um áfengisneyslu, tóbaks- notkun og lyfjaneyslu hér á landi. Áfengisneyslan er talin vera veiga- mikil orsök margvíslegra sjúk- dóma, svo sem magabólgu, maga- sárs, skorpulifrar og heilarýrnun- ar. Þrátt fyrir að svo hátt hlutfall af áfengissjúklingum eða sjúkl- ingum með sjúkdóma er rekja má til áfengisneyslu sé á al- mennum sjúkrahúsum, hefur vistrými fyrir áfengissjúka mjög aukist og er talið að 4 til 5% af heildarfjölda innlagðra sjúkl- inga dvelji á slíkum stofnunum. Þá segir í skýrslunni að tengja megi mörg sjálfsmorð, slys og líkamsmeiðingar áfengisneyslu. Sjá nánar á miðopnu blað- sins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.