Morgunblaðið - 31.12.1982, Side 7

Morgunblaðið - 31.12.1982, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1982 7 HUGVEKJA eftir sr. Hjalta Guðmundsson Gamlársdagur hefur algjöra sérstöðu meðal dága ársins, því að þá meira en endranær reikar hugurinn til baka til hins liðna. Auðvitað er þetta rétt eins og hver annar dagur á almanakinu, en einn dagurinn til að marka spor tímans, og það sem við segjum og gerum á þessum degi mætti alveg eins gera hvern annan dag sem væri. Samt finnum við það svo vel innra með okkur, að ákveð- inn hluti af hinum sístreym- andi tíma er að renna sitt skeið með sínum tækifærum og mistökum og atburðum, sem þar hafa verið varanlega skráðir. Við höfum látið af hendi ákveðinn hluta af lífi okkar, eitt ár sem við köllum svo, og við sem erum orðin eldri vitum, að eitt ár er ákaf- lega stuttur tími. Öll eigum við okkar ára- fjölda til ráðstöfunar, og eng- inn veit, hve mörg þau eru, og nú er enn eitt að hverfa á braut. Við höfum notað þann tíma, notað hann vel eða illa. Við könnumst við það, þegar við erum á ferðalögum og gist- um á hótelum, að við reynum að gæta þess vel að gleyma engu, því að annars gæti það orðið okkur glatað að eilífu. Við leitum vel, opnum skápa og skúffur og athugum, hvort nokkuð sé eftir. Nú, þegar aðeins nokkrar stundir eru eftir af árinu, leit- ar hugur okkar. Hverju gleym- um við, þegar við förum héðan um miðnætti, förum frá árinu 1982 og til ársins 1983, höfum nokkurs konar vistaskipti. Vafalaust hefur ýmislegt gleymst og sumt verið látið ógert, sem við vildum hafa gert. Við eigum okkar heild- armynd hvert og eitt af þessu ári, sem við geymum í hugan- um. Sumum er það sem fjár- sjóður, öðrum e.t.v. sem böl og enn aðrir eiga ekkert, nema sorglegar endurminningar. Börnum þykir oft gaman að vera í þykjustuleik. Þau þykj- ast vera eitt og annað og skapa sér sinn óraunverulega heim og lifa þar góðu og skemmti- legu lífi. Við höfum sjálfsagt öll átt slíkan heim. En sá heimur dugar ekki til lang- frama. Alvara lífsins sér fyrir því. Það getur verið freistandi að látast vera annað og meira í augum annarra en maður er í raun og veru. Það er stundum erfitt að viðurkenna vanmátt sinn og smæð sína. Allir vilja verða miklir og láta bera á sér, skara fram úr. Þá er stundum gripið til þess ráðs að reisa sér ótraustar undirstöður að tylla sér á. Þökkum Guði liðið ár Mér hefur stundum fundist þetta um blessaða þjóðina okkar, að hún vildi vera meiri en hún er og að hún eigi sér ekki nógu traustar undirstöður í lífi sínu. A þetta bendir vers úr Orðs- kviðunum: „Betra er að láta lítið yfir sér og hafa þjón en að berast mikið á og hafa ekki ofan í sig.“ (12,9). Ég held, að þjóðin hafi lifað langt um efni fram í mörg ár. Það er ekki okkur gefið að vera sparsöm og láta lítið yfir okkur. Við viljum heldur ber- ast mikið á, jafnvel þótt við höfum ekki efni á því. Margur maðurinn steypir sér í stór- skuldir til þess 'að veita sér og sínum ýmislegt það, sem hann hefur í raun og veru ekki efni á, og því fylgja síðan ótaldar raunir og áhyggjur og vöku- nætur. Menn reisa sér hurðar- ás um öxl og sligast undir öllu farginu, og margar fjölskyldur hafa raunverulega brostið, vegna þess að þær réðu ekki við þær byrðar, sem þær höfðu bundið sér. Þá er betra að fara sér hægt og hugsa sitt ráð og reyna að gera sér grein fyrir því í hverju raunveruleg hamingja er fólgin. Margt af því, sem við höfum í kringum okkur, veitir okkur gleði, en sönn hamingja kemur innan frá. Það er hinn innri maður, sem þar ræður, hugur og hjarta, og sá innri maður þarf sína næringu. Það er Guð og kraftur hans, sem þarf að vera að baki og skapa þann grundvöll, sem byggt er á. Ef þann grundvöll vantar, þá er allt í voða. Þá er tómleiki inni fyrir, sem oft er reynt að fylla með einhverju óhollu. Nóg eru dæmin um það í þjóðlífinu. Allt of margir vill- ast á leið lífsins og láta glepj- ast af fagurgala og lenda í ein- hverju öngstrætinu, þaðan sem erfitt er að rata til baka. Sumir komast til baka eftir mikil harmkvæli, en aðrir verða þar fastir og komast ekkert annað allt sitt líf. Þessi fáu orð úr Orðskviðun- um, sem vitnað var til, eru okkur hvatning á þessum síð- asta degi ársins um að ástunda heiðarleika, þann heiðarleika, að reyna ekki að vera annað en við erum, *þ.e.a.s. að við reyn- um að gera okkur það ljóst, að hin sönnu verðmæti lífsins eru einungis og algjörlega reist á frelsara heimsins, Jesú Kristi, og boðskap hans. Nú er komið að kveðjustund. Við kveðjum þetta ár, sem við höfum lifað í sorg eða gleði og þökkum góðum Guði, sem hef- ur haldið verndarhendi sinni yfir okkur og þjóðinni allri. Nú horfum við fram til hins nýja árs, sem brátt lítur dagsins ljós, kemur sem óskráð blað inn í líf okkar. Við vitum ekki, hvað það ber í skauti sér okkur til handa, en öll skulum við fela okkur Guði í þökk og bæn um gott og farsælt ár. Megi góður Guð blessa þig, lesandi góður, fjölskyldu þína og þjóðina alla um ókomin ár. hIEIEIEIEIEIEIEIIh I Vegna vörutalningar I verða allar deildir okkar I lokaðar mánudaginn 3. janúar I og þriðjudaginn 4. janúar. IhIheklahf | Laugavegi 170-172 Sími 21240 Óskum viðskiptavinum okkar, stétt- arbræðrum og öðrum landsmönnum gleðilegs nýs árs og þökkum sam- starfið á liðnu ári. Kjöreign Ármúla 21. s 85009 — 85988 f Dan V.8. Wiium, lögfraaöingur. ólafur Guömundsson sölum. Keflavík Nýtt megrunarnámskeiö hefst 4. janúar í Safnaöarheimilinu Blikabraut 2, Keflavík. Námskeiöiö veitir alhliöa fræöslu um hollar lífsvenjur og vel samsett mataræöi, sem getur samrýmst vel skipulögöu, venjulegu heimilismataræöi. NÁMSKEIÐIÐ ER FYRIR ÞÁ: • Sem vilja grennast og koma í veg fyrir vandamáliö endurtaki sig. • Sem vilja foröast offitu og þaö sem henni fylgir. • Sem vilja fræöast um hollar lífsvenjur og vel samsett matar- NÁMSKEIÐID FJALLAR MEÐAL ANNARS UM EFTIRFARANDI ATRIÐI: • Grundvallaratriöi næringarfræöi. • Fæöuval, gerö matseðla, uppskriftir. • Þætti sem hafa áhrif á fæðuval, matarvenjur og matarlyst. • Leiöir til aö meta eigið mataræöi og lífsvenjur. Upplýsingar og innritun í síma 91—74204 í dag og næstu daga. Óskum viðskiptavinum vorum svo og landsmönnum öllum, gleðilegra jóla og farsœls komandi árs, með þökk fyrir viðskiptin á árinu sem er að h'ða. Fasteigna ma rKaöu r Fjárfesöngarfélagsins hf SKÓLAVÖRÐUSTiG 11 SÍMI 28466 (HÚS SRARISJÖÐS REYKJAVÍKUR) Lögfræðingur: Pétur Þór Sigurðsson Sími 2-92-77 — 4 El/ Eignaval Laugavegi 18, 6. hæd. (Húa Mála og menningar.) Óskum viðskiptavinum okkar og landsmönnum öllum gleðilegs ný- árs og þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. Oskum viðskiptavinum okkar. svo og öllum lands- mönnum GLEÐÍLEGS NÝS ÁRS. og þökkum fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða Viljum um leið benda á, að okkur vantar allar gerðir eigna á sö/uskrá. verðmetum samdægurs se þess óskað. Strandgötu 28 54699 Hrafnkell Ajgeirsjon hrl. Sölustjöri Sigurjon EgiLsjon

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.