Morgunblaðið - 31.12.1982, Qupperneq 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1982
Hvað segja
þeir um áramót?
Asmundur
Stefánsson
forseti ASÍ
Árið sem nú er að líða hefur
verið viðburðaríkt á vettvangi
launamála. Gerðir hafa verið nýir
kjarasamningar og stjórnvöld
skorið kjörin niður með lögum.
Allur aðdragandi og gerð kjara-
samninganna 30. júní markaðist
af hinum almenna efnahagsvanda
þjóðarbúsins sem gerði stöðu
verkalýðshreyfingarinnar erfiða. I
fyrsta lagi hefur þjóðarframleiðsl-
an lítið aukist um árabil og á
þessu ári er spáð beinum sam-
drætti þjóðartekna. Það sem til
skipta er hefur því rýrnað. I öðru
lagi hefur verðbólga verið mikil og
fór mjög vaxandi þegar áður en
kjarasamningar voru gerðir. I
þriðja lagi hafði atvinna og tekjur
verkafólks þegar á liðnu sumri
dregist saman og víða um land var
mikil óvissa í atvinnumálum
vegna minna verðmætis sjávar-
afla. Þessar þjóðfélagsaðstæður
einkenndu samningsgerðina á
liðnu sumri. Það var ljóst að ekki
var staða til langvinnra verkfalls-
átaka.
Kjarasamningunum 30. júní var
ætlað að tryggja óbreyttan kaup-
mátt ársins 1981 á samningstíma-
bilinu. í kjölfar samninganna setti
ríkisstjórnin bráðabirgðalög sem
skertu verðbætur 1. desember sl.
um helming og léttu þannig launa-
greiðslur atvinnurekenda. Ríkis-
stjórnin taldi ekki ástæðu til að
leggja frumvarpið fram á Alþingi
fyrr en í nóvember, þó mjög orkaði
tvímælis um þingmeirihluta og
eru það furðuleg vinnubrögð í
þingræðisríki. Til þess að milda
skerðinguna komu sérstakar lág-
launabætur sem nú hafa verið
greiddar út að hluta og sett hafa
verið lög um 4 daga lengingu
orlofs auk þess sem allir skulu fá
frí á frídegi verslunarmanna. Að-
gerðir stjórnvalda fela í sér ótví-
ræða kjaraskerðingu. Enn alvar-
legra er þó að hefð skuli vera að
komast á það að stjórnvöld grípi
inn í gerða samninga. Á undan-
gengnum árum hefur verkalýðs-
hreyfingin mátt þola íhlutun
stjórnvalda í gerða kjarasamn-
inga og hafa allir stjórnmála-
flokkar átt þar hlut að máli. Þær
aðgerðir hafa ekki enn leyst efna-
hagsvandann en með þeim er veg-
ið að trausti fólks á frjálsri samn-
ingsgerð. Viðbrögð miðstjórnar
ASI voru þau að skerðingunni var
harðlega mótmælt og jafnframt
áskildi miðstjórnin verkalýðsfé-
lögum allan rétt til gagnaðgerða,
þó ákveðið væri að efna ekki til
aðgerða að svo stöddu. Málið var
sett í biðstöðu.
Bráðabirgðalögin eru verka-
lýðssamtökunum hættuleg en ég
geri mér jafnframt ljóst að við
hljótum alltaf að taka tillit til að-
stæðna og nú á næstunni er ekki
raunhæft að ganga til aðgerða
vegna þessara laga. Ég held að um
þetta séu allir sammála og ég vil
minna á að fram að þessu hefur
engin ágreiningur orðið um málið
innan miðstjórnar ASÍ. Viðbrögð
hennar hafa notið almenns stuðn-
ings í yfirlýsingum landssam-
banda og féiaga jafnt sem ein-
stakra forustumanna og var sú af-
staða sérstaklega áréttuð í sam-
hljóða samþykkt sambandsstjórn-
ar ASI um síðustu mánaðamót.
Almenningi er ljóst að þjóðfé-
lagið allt á við alvarlegan vanda
að stríða, síðustu spár fiskifræð-
inga lýsa ekki beint upp það sem
framundan er og erfiðleika gætir
á ýmsum útflutningsmörkuðum.
Sú tilfinning er því æði rótföst hjá
flestum að harkalegt andóf gegn
lögunum muni ekki firra fólk
kjaraskerðingunni. Hugsanlega
yrðu kosningar fyrr en ella. En
hvernig sem samsetning ríkis-
stjórnar yrði er líklegt að kjara-
skerðing í einhverju formi verði
látin ganga yfir almenning. I því
sambandi ber að hafa í huga að
hvorugur stjórnarandstöðuflokk-
urinn hefur gefið ótvíræða yfirlýs-
ingu um að kjaraskerðing komi
ekki til greina, þó þeir séu á móti
henni í formi bráðabirgðalaganna.
Því má við bæta að stjórnarand-
staðan á þingi lagði ekkert kapp á
að afgreiða bráðabirgðalögin frá
efri deild fyrir jól og virðist henn-
ar helsta keppikefli að lögin fari
fram á ábyrgð ríkisstjórnarinnar.
Það er því skoðun margra, að þó
það tækist að hnekkja þessum
ráðstöfunum stjórnvalda með
hörðum aðgerðum af hálfu verka-
lýðssantakanna væri einungis
gálgafrestur unninn og þeir eru
því tregir til átaka.
Síðasta vor og sumar kom skýrt
fram að staðan bauð ekki upp á
langvinnar aðgerðir og allt bendir
til þess að staðan til aðgerða sé
síst betri nú. Það er óvissa í at-
vinnumálum víða um landið og
háveturinn er oftast erfiður verk-
fallstími. Biðstaðan mun því lík-
lega standa nokkuð enn.
Víst eigum við Islendingar við
efnahagsvanda að etja en stjórn- '
völdum verður að skiljast að
kjaraskerðing er þar engin allra
meina bót. Bágur efnahagur og
mikil verðbólga verða ekki heldur
læknuð með aðgerðarleysi at-
vinnuleysisins. Fréttir nú rétt
fyrir hátíðir um uppsagnir verka-
fólks og sjómanna hjá BÚH minna
enn á að sá samdráttur sem orðið
hefur í framleiðslustarfsemi þjóð-
arbúsins ógnar atvinnuöryggi
fjölda verkafólks. Það er frum-
skylda stjórnvalda að tryggja
fulla atvinnu í landinu. Gegn
meinum efnahagslífsins berjumst
við best með nýsköpun arðbærrar
atvinnustarfsemi og samræmdri
efnahagsstefnu. Það er vandasamt
verkefni að móta efnahagsstefnu
til langs tíma. Hjá þeim vanda
hafa stjórnvöld skotið sér, hver
ríkisstjórnin á fætur annarri. í
stað þess að huga að uppbyggingu
trausts efnahagslífs hafa stjórn-
völd hneigst til skyndilausna á
borð við kaupskerðingar. Mál er
að linni.
Ingi
Tryggvason,
form. Stéttar-
sambands bænda
Erfitt er að átta sig á stöðu ís-
lensks landbúnaðar nú í lok ársins
1982.
Upplýsingar eru fyrir hendi um
framleiðslumagn í ýmsum grein-
um til loka nóvembermánaðar, en
í öðrum greinum vantar mjög á að
svo sé, og eru því allar tölur og
umsagnir um framleiðslumagn,
neyslu og aðra þætti, sem varða
afkomu landbúnaðarins, settar
hér fram með nokkrum fyrirvara.
Þrátt fyrir alla þá tækni, sem
nú er hægt að beita við skýrslu-
gerð, virðist ýmis upplýsinga-
miðlun ganga seint.
Ekki hafa verið birtar skýrslur
um samanburð á tekjum einstakra
stétta síðan árið 1978, enda allur
slíkur samanburður hæpinn, ekki
síst eftir að farið var að áætla
mönnum tekjur í jafn ríkum mæli
og nú er gert.
Samanburður á tekjum segir
heldur ekki nema að takmörkuðu
leyti til um afkomu manna. Verð-
lag vöru og þjónustu ýmiss konar
er býsna misjafnt á landinu. Eitt
gleggsta dæmið er gífurlegur mis-
munur á verði orku til húsahitun-
ar þrátt fyrir olíustyrki, og veldur
verð þessa eina þáttar miklu um
afkomu manna.
Samkvæmt áætlun, sem Orku-
stofnun gerði 1. des. sl. um upphit-
un 400 rúmmetra húsnæðis, kost-
ar upphitun þess kr. 368,- á mán-
uði á svæði Hitaveitu Reykjavík-
ur, kr. 1.587,- á mánuði sé notað
rafmagn frá Rafmagnsveitu ríkis-
ins og kr. 2.283,- á mánuði sé kynt
með olíu, og er þá gert ráð fyrir
olíustyrk vegna fjögurra manna
fjölskyldu. Rétt er að geta þess, að
upphitunarkostnaður er mjög
misjafn hjá hinum ýmsu hitaveit-
um landsins.
Því má ekki gleyma, að þær
tekjur sem menn hafa af lágu
orkuverði eru skattfrjálsar.
Svo virðist, sem skuldir bænda
hafi aukist verulega síðustu tvö
árin. Þeir bændur sem lagt hafa í
fjárfrekar framkvæmdir, eftir að
lánsfé var verðtryggt, eiga margir
erfitt með að standa í skilum. Mið-
að við núverandi aðstæður þyrfti
að vera hægt að lengja fjárfest-
ingalán verulega og gæti það létt
greiðslubyrði margra bænda.
Bændur hafa nú um sinn haft
frumkvæði um að aðlaga fram-
leiðslu hefðbundinna búfjárafurða
innlendum markaði. Jafnframt er
unnið að uppbyggingu nýrra bú-
greina og ber þar loðdýrarækt
hæst, en ýmislegt fleira má nefna
svo sem ferðamannaþjónustu, nýt-
ingu hlunninda og fleira.
Mjólkurframleiðslan er sem
næst við hæfi. Nokkur útflutning-
ur osta er nauðsynlegur, ef
tryggja á nægilegt framboð ann-
arra mjólkurvara. Ef innlendur
markaður fyrir dilkakjöt verður á
næstunni jafn rúmur og hann hef-
ur verið þetta ár, og útflutnings-
bætur haldast óbreyttar, ætti ekki
að þurfa að vanta mjög á sauðfjár-
afurðaverð eftir þá fækkun fjár,
sem nú er orðin. Hins vegar mundi
samdráttur í neyslu kindakjöts
fljótt segja til sín með versnandi
afkomu sauðfjárbænda.
Þegar á heildina er litið hefur
veðurfar verið kalt árið 1982 og
úrkoma með meira móti. Skipst
hafa á köld og fremur hlý tímabil,
en meðalhiti í Reykjavík og á Ak-
ureyri var nálægt 1% lægri en á
árunum 1931—1960.
í Reykjavík var meðalhitinn
'& % lægri en á árunum
1961—1980, en svipaður á Akur-
eyri.
Maímánuður var kaldur og
gróður kom því seint og tún
spruttu hægt. Sláttur hófst seint,
sérstaklega í útsveitum um norð-
anvert landið, en vegna sæmilegra
hlýinda í júní og júlí varð hey-
skapur víðast í meðallagi og nýt-
ing heyja fremur góð og sums
staðar ágæt. Nýtt kal var óvíða til
mikils tjóns, þó gætti þess nokkuð
einkum í útsveitum norðanlands.
Yfirleitt var árið veðragott, þó
brá út af því nú fyrir og um jólin.
Uppskera garðávaxta varð í
meðallagi.
Veturinn varð langur vegna
ótíðar haustið 1981 og kalds vors
svo að hey gáfust víða upp.
Endaniegar tölur um fram-
leiðslu búvara á árinu 1982 liggja
ekki fyrir. Þó má gera ráð fyrir að
mjólkurframleiðslan hafi orðið
nálega 104 milljónir lítra, en það
er 1,5% aukning frá árinu 1981.
Framleiðsla kindakjöts er talin
hafa verið 13.767 tonn eða um 460
tonnum minni en árið 1981. Fram-
leiðsla dilkakjöts varð 665 tonnum
minni en árið 1981 og nam 11.538
tonnum. Fallþungi dilka var þó ör-
lítið meiri en 1981 eða 13,77 kg á
móti 13,65 kg.
Framleiðsla nauta- og hrossa-
kjöts virðist hafa orðið nokkru
minni 1982 en 1981, en framleiðsla
svínakjöts virðist aftur á móti
hafa aukist.
Engar tölur liggja fyrir um
framleiðslu hænsnakjöts og eggja,
en þó má leiða að því líkur, að hún
hafi aukist eitthvað.
Kartöfluuppskeran varð tals-
vert meiri sl. haust en haustið
1981 og er talin hafa verið um
13.000 tonn. Gulrófnauppskeran
varð mun meiri nú í haust en
haustið 1981, en uppskera annars
grænmetis og gróðurhúsaafurða
svipuð og 1981.
Laxveiði var svipuð eða jafnvel
enn lakari en 1981, en það ár var
veiðin mjög rýr miðað við undan-
gengin ár. Mjög mikil aukning
varð í framleiðslu refaskinna og
jókst framleiðslan úr 2.700 skinn-
um í 7.000. Framleiðsla minka-
skinna dróst hins vegar lítillega
saman.
Sala landbúnaðarafurða innan-
lands gekk vel á árinu. Sala á
kindakjöti varð mun meiri en und-
anfarin ár, ef teknir eru 11 fyrstu
mánuðir ársins og sala á mjólk og
mjólkurvörum var góð. Áthygli
vekur enn sem fyrr, að mikil aukn-
ing varð á ostasölu, eða um 10% á
fyrrnefndu tímabili. Nokkrar nýj-
ar vörutegundir komu fram og var
þeim yfirleitt vel tekið. Umtals-
vert magn seldist bæði af létt-
mjólk og smjörva. Skyrsala jókst
verulega og sömuleiðis sala á
smjöri, rjóma og feitum ostum, en
samdráttur varð í sölu á undan-
rennu og mögrum ostum.
Mikill samdráttur varð í út-
flutningi kindakjöts eða um tæp
1.000 tonn. Munaði þar mestu um
samdrátt í sölu til Noregs, en á
árinu 1981 voru seld þangað um
1.800 tonn, en 600 tonn 1982. Erf-
iðleikar voru á -sölu sauðskinna
bæði unninna og óunninna og
verðið lágt. Útflutningur á ullar-
vörum var svipaður og árið á und-
an eða um 1.500 tonn. Talsvert af
hráefninu í þennan útflutning var
flutt inn. Útflutningur hlunninda-
afurða svo sem selskinna og æð-
ardúns var tregur.
Ostaútflutningur var á fyrstu 11
mánuðum ársins um 900 tonn, sem
er 200 tonnum minna en á sama
tíma 1981. Birgðir mjólkurvara
eru eðlilegar og lítið eitt minni en
á sama tíma í fyrra.
Framleiðsla verðlagsársins
1981—1982 hefur nú verið gerð
upp samkvæmt kvótakerfi. Engin
verðskerðing kom á mjólkurfram-
leiðslu á lögbýlum, ef hún var inn-
an búmarks, og skerðing á verði
kindakjöts varð minni en næsta
verðlagsárs á undan og engin upp
að 300 ærgilda marki. Vegna
minnkandi útflutnings jukust
birgðir kindakjöts nokkuð í land-
inu, en það varð þó minna en
vænta mátti, þar sem innanlands-
salan varð svo mikil sem raun ber
vitni. Kjarnfóðurgjald var tekið
með sama hætti og árið 1981 og
það notað meðal annars til hækk-
unar mjólkurverðs yfir vetrar-
mánuðina og verðbóta á gæru-
framleiðsluna 1981.
Framleiðsluráð landbúnaðarins
ákvað á sl. sumri að leita eftir því
við þá sauðfjáreigendur, sem aðal-
tekjur hafa af annarri atvinnu, að
þeir fækkuðu fé sínu eða hættu
sauðfjárhaldi. Var þetta gert
vegna þess lága verðs sem er á
útfluttum sauðfjárafurðum og til
þess að hlífa þeim við verðskerð-
ingu sem aðalatvinnu hafa af
sauðfjárrækt.
Ríkisstjórnin ákvað að verja
nokkru fé til að tryggja fullt verð
fyrir kjöt af því fé sem til fækkun-
ar kæmi, enda yrði samið um
sauðleysi hjá viðkomandi aðilum
næstu 5 ár. Samningar voru gerðir
í samræmi við þetta um að lóga
12—13 þúsund fjár, þó sömdu
nokkrir bændur með riðuveikt fé
um fjárleysi í aðeins 3 ár. Ekki
liggja enn fyrir tölur um ásetning
á sl. hausti, en allar líkur benda til
að veruleg fækkun fjár hafi orðið
umfram það sem samið var um.
A síðustu misserum hafa bænd-
ur verið að framkvæma um-
fangsmikla aðgerð tiLframleiðslu-
skipulagningar. Þessar aðgerðir
hafa komið illa við marga, þótt
reynt hafi verið eftir bestu getu að
draga úr sársaukafyllstu afleið-
ingunum. Augljóst er, að enn um
sinn er þörf skipulagsaðgerða. Á
því hefur bændastéttin fullan
skilning. Bændastéttinni er það
nauðsyn, að hún njóti áfram vel-
viljaðs skilnings stjórnvalda á
þeim vanda sem leysa þarf.