Morgunblaðið - 31.12.1982, Side 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1982
Hvað segja
þeir um áramót?
á markaðnum höfum við, þegar
svo ber undir, orðið að sæta því að
lækka verð á útflutningsvörum
okkar, sem samsvarar tollum og
tollahækkunum í löndum, sem
kaupa þær. Tolla á innflutning
berum við einnig sjálfir. íslend-
ingar hafa því tvöfaldan ávinning
af fríverzlun.
Fríverzlun í heiminum er nú
ógnað, ekki með tollum, heldur
styrkjum og niðurgreiðslum til at-
vinnugreina og fyrirtækja, sem
standast ekki samkeppni. Heims-
viðskiptin drógust því saman á ár-
inu 1981, í fyrsta sinn síðan 1958.
Það er ekki vandalaust að bregð-
ast við í þessari stöðu. Þessari ný-
verndarstefnu þurfum við að mót-
mæla á alþjóðavettvangi, en jafn-
framt er okkur hollt að líta í eigin
barm. Við erum engu bættari að
gera Island að vernduðu láglauna-
svæði með því að sætta okkur við
ný og ný vörugjöld og hækkanir
þeirra.
Styrkir til fyrirtækja og at-
vinnugreina í einu eða öðru formi
eru aðeins endurgreiðsla á því,
sem ríkisvaldið hafði áður oftekið
frá atvinnulífinu. Tilsvarandi má
segja um svokallaða skerðingu
verðbóta á laun. Raunar er allt tal
um kjarabætur og kjaraskerðing-
ar út í hött, þegar samningar
byggjast á skiptingu þess sem ekki
er til.
Sjálfvirk vísitala bætir ekki
kjörin, fremur en óraunhæfir
samningar. Kjarasamningar og
launakjör mega ekki ráðast af
valdbeitingarstyrk verkalýðs-
hreyfingarinnar. Þeir verða að
taka mið af efnahagsástandinu
hverju sinni. Að öðrum kosti eykst
glundroðinn. Reynslan hefur
kennt okkur, jafnvel þótt verðbæt-
ur á laun hafi ítrekað verið skert-
ar, að víxlverkun launa og verð-
lags hefur eyðilagt allar aðgerðir
ríkisstjórna til að draga úr verð-
bólgu og koma á jafnvægi í efna-
hagslífinu. Er þá ekki kominn tími
til að vísitölukerfið verði afnumið
í heild eins og ýmsir hafa lagt til
að undanförnu?
í landinu situr dáðlaus og ráð-
laus ríkisstjórn, sem hvorki hefur
styrk né getu, og ef til vill ekki
einu sinni vilja, til þess að ráða við
efnahagsvandann. Landsmenn sjá
ekki fram á nýjan þingmeirihluta
og nýja ríkisstjórn, fyrr en á
miðju næsta ári og enginn veit í
hvert óefni verður þá komið. Slík
sjálfhelda, sem jaðrar við stjórn-
arkreppu, er virðingu alþingis al-
varlegur hnekkir. Stjórnleysið og
efnahagsvandinn, sem öllum er nú
ljós, kallar á styrka stjórn án taf-
ar. Ef alþingi tekst ekki að koma
henni á, er knýjandi að utanþings-
stjórn taki við unz ný ríkisstjórn
hefur verið mynduð eftir kosn-
ingar.
Hverjar sem lyktir núverandi
stjórnarkreppu verða er ljóst, að
árangur í efnahagsstjórninni næst
ekki nema með uppstokkun. Við
þurfum frjálsræði og festu í stað
upplausnar og óvissu. Vonandi
þekkir þjóðin sinn vitjunartíma og
gefur ótvírætt umboð til að tími
endurreisnar fari í hönd. Til þess
að svo verði þurfa athafnamenn
að leggja lóð sitt á metaskálarnar.
Sigurður
Kristinsson
forseti Landssam-
bands iðnaðarmanna
Vissulega væri að því nokkur
tilbreyting, ef unnt væri við ára-
mót að líta yfir farinn veg, og lýsa
því yfir, að árið, sem senn heyrði
sögunni til, hefði fært atvinnuveg-
unum hagsæld, og þar með lands-
mönnum öllum. Því miður gefst
nú ekkert tilefni til þess. Þetta ár
hefur reynst okkur, sem stöndum
fyrir iðnaðarstarfsemi, afar þungt
í skauti, og sjálfsagt er svipaða
sögu að segja af öðrum atvinnu-
vegum þjóðarinnar.
Hætt er við, að þér, lesandi góð-
ur, þyki þessi orð mín um erfið-
leika ársins næsta keimlík þeim,
sem ég og aðrir forystumenn
hagsmunasamtaka atvinnulífsins
höfum áður viðhaft á þessum
vettvangi. Þetta séu næsta stöðluð
inngangsorð að áramótaskrifum, í
það minnsta sé litið til nokkurra
síðustu ára, og að þessir pistlar
okkar hafi oftar en ekki einkennst
af bölsýni og barlómi. Hefði allt
gengið eftir því, sem þar var fram
sett, ættu flest ef ekki öll fyrir-
tæki þessa lands að vera komin á
höfuðið fyrir löngu. Það er á hinn
bóginn ekki raunin, og því sé ekki
ástæða til að taka enn ein svart-
sýnisskrifin of hátíðlega.
Hér vildi ég gjarnan staldra ögn
við. Eg ber í brjósti þann metnað,
að íslenskur iðnaður, og raunar
allir aðrir atvinnuvegir okkar, nái
að vaxa og dafna. Mér er því ekki
nóg, að leitast sé við að halda í
horfinu, eins og sumir virðast láta
sér lynda. Ég fæ heldur ekki séð,
að slík nægjusemi gagnvart iðnað-
inum samrýmist þeim sjónarmið-
um, sem flestir viðrast aðhyllast,
að iðnaðurinn umfram aðra at-
vinnuvegi þjóðarinnar verði að
gegna stærra hlutverki í atvinnu-
lífi landsmanna, og taka við veru-
legum hluta þess unga fólks, sem á
vinnumarkaðinn leitar á næstu
árum. Ég vil leyfa mér að óska
þess, að skrif mín séu skoðuð frá
þessu sjónarhorni.
A undanförnum árum hefur
uppbygging í fjölmörgum greinum
iðnaðar verið of hæg, og stórfellds
samdráttar hefur orðið vart, eða
er yfirvofandi í ýmsum greinum
iðanðar. Slík stöðnun eða afturför
hefur m.a. lýst sér á þann hátt, að
þau iðnfyrirtæki, sem á síðustu
árum hafa verið sett á laggirnar,
verða talin á fingrum annarrar
handar, er náð hafa því að byggj-
ast eðlilega upp og halda upp
verulegri starfsemi. Hafa „stórið-
jurnar", sem ýmsir hafa sett
traust sitt á, síst komið betur út í
þessum efnum, þótt aðstaða þeirra
hafi verið allt önnur og betri en
hinna almennu iðnfyrirtækja. En
það er ekki einungis hin nýrri
iðnfyrirtæki, sem hafa átt við erf-
iðleika að etja. Allt of fá gam-
algróin fyrirtæki hafa getað að-
lagað sig breyttum aðstæðum,
hvað þá fært út kvíarnar. Hins
vegar eru mörg dæmi um fyrir-
tæki, sem orðið hafa að leggja
niður starfsemi sína eða rifa segl-
in verulega. Of lengi hefur það
sjónarmið ráðið ríkjum, að sé
fyrirtækið rekið „á núlli", sé allt
með felldu, og við mat stjórnvalda
á stöðu atvinnugreina er núllið
nánast orðin helg tala, sem allt
beri að stíla á. Slíkt gengur þó
ekki til langframa, eins og margir
hafa fundið óþyrmilega fyrir að
undanförnu. Þessi hugsunarhátt-
ur er rýrt veganesti, vilji menn að
haldið verði á iðnþróunarbraut.
Á árinu 1982 voru 50 ár liðin frá
stofnun Landssambands iðnað-
armanna, og var þess minnst á
margvíslegan hátt. Á slíkum
tímamótum er við hæfi að glugga í
gamlar heimildir, og hyggja að
því, hvað frumherjar Landssam-
bandsins létu til sín taka fyrir 50
árum. Kom í ljós, að flest þau mál-
efni, sem þá voru til umfjöllunar
innan Landssambandsins eru enn
á oddinum, og að þá sem nú voru
gerðar margvíslegar kröfur um
úrbætur á aðstöðumálum iðnaðar-
ins á hendur stjórnvöldum. Það er
eðlilegt, að mikilvægir málaflokk-
ar iðnaðarins séu stöðugt til með-
ferðar innan Landssambands iðn-
aðarmanna, en hitt er furðulegra,
sem í ljós kom, að enn eftir 50 ár,
skuli mörg hin sömu vandamál
bíða úrlausnar.
Við, sem við iðnað fáumst, höf-
um löngum bent á, að löggjafar-
og framkvæmdavaldið hafi sett
iðnaðinn skör lægra en aðra höf-
uðatvinnuvegi þjóðarinnar. Það
var því mikið fagnaðarefni, þegar
á sínum tíma var skipuð nefnd til
þess að bera saman starfsskilyrði
iðnaðar, sjávarútvegs og landbún-
aðar með tilliti til samkeppnis-
stöðu í útflutningi og á heima-
markaði. Nefnd þessi skilaði áliti í
byrjun þessa árs. Niðurstöður
staðfestu ótvírætt, að iðnaðurinn
býr við lakari starfsskilyrði en
aðrir höfuðatvinnuvegir lands-
manna, og jafnframt, að innan
iðnaðarins sjálfs er greinum mis-
munað stórlega í fjölmörgum at-
riðum, fyrst og fremst á grund-
velli þess, hvort þær falli undir
svonefndan samkeppnisiðnað eða
ekki. Er þetta einnig mjög í sam-
ræmi við málflutning Landssam-
bands iðnaðarmanna, sem hefur
lagt á það ríka áherslu, að þær
umbætur í starfsskilyrðum iðnað-
ar, sem smám saman hafa séð
dagsins ljós í samræmi við gömul
fyrirheit við inngöngu í EFTA,
hafa fyrst og fremst komið sam-
keppnisiðnaði til góða, einkum þó
útflutningsiðnaðinum. Þær grein-
ar iðnaðar, sem utan standa, svo
sem byggingar- og verktakaiðnað-
ur og margvíslegar þjónustugrein-
ar, t.d. í málmiðnaði, hafi á hinn
bóginn litlar leiðréttingar fengið á
aðbúnaðarmálum sínum, þrátt
fyrir þá staðreynd, að þær eigi í
verulegri og vaxandi samkeppni,
bæði beint og óbeint. Þessi mis-
munun milli atvinnuvega og milli
greina innan sama atvinnuvegar
hefur haft í för með sé mikið
tjón, og mun leiða til enn frekari
ófarnaðar, náist ekki jöfnuður í
þessum efnum. Því miður sjást
ekki ýkja mikil merki þess, að
stjórnvöld hyggist taka tillit til
niðurstaðna starfsskilyrðanefnd-
arinnar í bráð. Þó verður að játa,
að starfsskilyrði þess hluta iðnað-
ar, sem nýtur opinberrar viður-
kenningar sem samkeppnisiðnað-
ur, hafa nálgast þau skilyrði, er
um aðra atvinnuvegi gilda. Hins
vegar hefur enn engin tilraun ver-
ið gerð, til þess að brúa það bil,
sem ríkir gagnvart öðrum grein-
um iðnaðar. Að minni hyggju er
það einmitt þessi geiri iðnaðar,
sem öðrum fremur á skilið athygli
stjórnvalda á næstunni og á
heimtingu á nokkurri úrlausn
mála sinna. í þessum iðngreinum
greiða fyrirtæki enn aðflutn-
ingsgjöld af öllum aðföngum sín-
um. Opinberar álögur á fyrirtæk-
in, eins og launaskattur og að-
stöðugjald, eru og hærri en tíðkast
í öðrum greinum. Loks má nefna,
að aðgangur fyrirtækjanna að
rekstrarlánafyrirgreiðslu er afar
takmörkuð, og sú fyrirgreiðsla,
sem með harmkvælum er unnt að
kría út, er á lakari kjörum en sam-
keppnisiðnaði, landbúnaði og
sjvaraútvegi stendur til boða í
formi endurkaupalána Seðlabanka
íslands. Sú viðleitni stjórnvalda
síðustu mánuðina, til að koma á
jafnvægi á lánamarkaðnum og
auka aðhald í útlánum bankanna,
hefur og komið verst við þau fyrir-
tæki, sem utan þessa sjálfvirka
endurkaupakerfis standa.
Ég gat þess áðan, að eftir 50 ára
baráttu Landssambands iðnaðar-
manna biðu enn mörg hin sömu
vandamál úrlausnar í íslenskum
LjósiÖ sem gerir
sjóinn bláan
Bókmenntir
Jóhann Hjálmarsson
Matthías Johannessen:
SAMTÖL I—IV
Eiríkur Hreinn Finnbogason
annaðist útgáfuna.
Almenna bókafélagið 1977—1982.
Það eru mörg ár liðin síðan
fyrstu samtöl Matthíasar Johann-
essens birtust í Morgunblaðinu.
Matthías kallaði þau I fáum orð-
um sagt. Eiríkur Hreinn Finn-
bogason hefur valið úr þessum
samtalsþáttum í fjórar bækur:
Samtöl I—IV. í formála fyrsta
bindis Samtala kveðst Eiríkur
Hreinn hafa haft i huga „að fjöl-
breytni gætti um val viðmælenda,
bæði að því er snerti lyndi og
lífsviðhorf". Þetta hefur að öllum
líkindum verið gert til þess að
bækurnar höfðuðu til sem flestra.
Það er að minnsta kosti óvenjuleg
blanda í Samtölum. í fyrsta bindi
til dæmis hittir lesandinn fyrir
Elías Hólm flöskukaupmann, Egg-
ert Stefánsson söngvara, Helgu á
Engi, Maríu Andrésdóttur 100 ára,
Louis Armstrong, Þórarin Jónsson
á Melnum og W.H. Auden.
Þessi fjölbreytni í vali efnís set-
ur svip sinn á öll bindin. Og þótt
undarlegt megi virðast er ekkert
hrópandi ósamræmi á milli skoð-
ana íslensks alþýðufólks og heims-
borgara eins og til dæmis Ellu
Fitzgerald. Hún hefur jafn miklar
áhyggjur af æskunni og bónda-
kona úr Breiðafirði. „Við verðum
að ná unga fólkinu af götunni,
koma í veg fyrir að það lendi á
refilstigum," segir Ella við
Matthías í svítunni á Hótel Sögu
1966. Samtalið við Ellu er eitt af
fáum dæmum um sambandsleysi
milli Matthíasar og viðmælanda
hans. Spurningar Matthíasar eru
of almennar í fyrstu; hann víkur
líka að viðkvæmu máli sem fer í
taugarnar á Ellu: kynþáttabarátt-
unni. En svo verður nafn Louis
Armstrongs til að blíðka Ellu og
undir lokin tekst Matthíasi að láta
hana trúa sér fyrir leyndarmáli,
ástarsögu.
Eitt af því sem menn veltu fyrir
sér þegar Matthías fór að skrifa
samtöl í Morgunblaðið, tók við af
Valtý Stefánssyni, var það með
hvaða hætti hann fengi fóík tíl að
opna hug sinn. í samtöium Matt-
híasar voru jafnvel einkamál til
umræðu, sumt sem engum hefði
dottið í hug að segja upphátt, hvað
þá hlaupa með í blöðin. Hjá
Matthíasi voru þetta sjálfsagðir
hlutir. Af ótrúlegri fimi tókst
Matthíasi sífelldlega að komast að
kjarna máls. Þetta var honum
ekki alltaf jafn auðvelt, en furðu
oft.
Eitt af því sem greinir samtöl
Matthíasar frá venjulegum blaða-
viðtölum er það að hann hefur
áhuga á persónunni sjálfri; í stað-
inn fyrir að leitast við að fá fólk
til að segja frá einhverju sem hef-
ur komið fyrir það reynir hann að
skilja manninn á bak við orðin.
Matthías Johannessen
Hann er sjaldan í gervi blaða-
manns, heldur skáld í heimsókn.
Mörg samtala hans eru myndir
náskyldar ljóði, önnur gætu talist
smásögur með smávægilegum
breytingum. Það er til dæmis
fróðlegt að bera saman samtals-
þætti hans og smásögurnar sem
hann hefur birt á víð og dreif í
blöðum og tímaritum, en komu út
hjá Þjóðsögu í fyrra undir heitinu
Nítján smáþættir. Sá samanburð-
ur leiðir í Ijós að bilið er stutt
milli samtala og skáldskapar.
Svo kemur kvöld, og þá er gott
að fá sér snúning undir svefninn
nefnist samtal við Valdimar
Kristófersson bónda í fjórða bindi.
Þótt þetta samtal sé kannski ekki
endilega besta sýnishorn samtala
Matthíasar við alþýðufólk er það
um margt dæmigert. Um „mitt
stærsta böl“ að þurfa að hætta að
bragða það, segir Valdimar:
„Vínhneigð var mitt einasta arfa-
lóð eftir föður minn, en ég má víst
ekki svala henni eins og efni
standa til. Þó kemur það fyrir að
eitthvað byrjar að sjóða innan í
mér, og þá verð ég allur að einum
brimgarði og sezt niður að hripa
eitthvað, eina og eina stöku eða
grein í blað. Svona er nú ástríðan í
Skjaldartröð. Ég var eins og ný-
sleginn túskildingur í marga daga
á eftir. Það var eins og að sitja úti
á túni og tala við Jökulinn um
nóttina miklu og ljósið sem gerir
sjóinn bláan".
Samtalið við Valdimar segir
mikla sögu, enda er hann óvenju
hreinskilinn og lætur sig hafa það
að opna allar gáttir fyrir Matthí-
asi þótt hann fái ef til vill í „skelj-
arnefið hjá frændfólkinu“ fyrir
bragðið. Hann vill ekki kalla sann-
leikann löst.
Bollaleggingar um Ásgrím
Hellnaklerk eru of fyrirferðar-
miklar, þótt þarfar séu. Ómetan-
legar eru aftur á móti frásagnir
Valdimars af sjónum, vosbúðinni
og þrælkuninni sem menn urðu að
sætta sig við. Sagt er frá brim-