Morgunblaðið - 08.01.1983, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.01.1983, Blaðsíða 1
36 SIÐUR 5. tbl. 70. árg. LAUGARDAGUR 8. JANUAR 1983 Lögreglumenn í átökum við verkamenn, nem voru aö mótnueU nýjum skatUluekkunum. Myndin var tekin fyrir framan ítalska forsætisráðuneytið en þá var Fanfani, forsctisráðherra, á fundi með utanríkisráðherra Japana. ap. Ítalía: Verkföll og mótmæli vegna skattahækkana Tveimur Rússum vísað frá Sviss Reyndu að komast yfir opinber gögn um svissneska þegna Bera, 7. janúar. AP. YFIRVÖLD í Sviss hafa vísað úr landi tveimur sovéskum sendimönnum og segir í yfirlýsingu dómsmálaráðuneytisins, að þeir hafi „gerst sekir um pólitískar njósnir". Annar mannanna var starfsmaður á skrifstofu Sameinuðu þjóðanna í Genf. í tilkynningu svissneska dóms- málaráðuneytisins, sem var mjög harðorð, segir, að mennirnir hafi reynt að komast yfir „íbúaskrár og aðrar upplýsingar um svissneska þegna“, sem stjórnvöld ein búa yfir. Talsmaður ráðuneytisins vildi ekki skýra nánar frá við hvaða upplýs- ingar væri átt. Haft er eftir heimild- um, að Sovétmennirnir hafi farið úr landi fyrir nokkrum dögum eftir að framferði þeirra hafði verið mót- mælt við sovéska sendiráðið. Sovéska sendiráðið í Bern er það langfjölmennasta í Sviss. Ilya Dzhirkvelov, fyrrum foringi í sov- ésku öryggislögreglunni, KGB, sagði í viðtali við London Times árið 1980, skömmu eftir að hann flúði, að Genf væri „miðstöð alþjóðlegrar njósna- starfsemi“ og að allir Sovétmenn, sem þar væru, stunduðu njósnir. KENT Kirk, danski skipstjórinn og þingmaðurinn, sem í gær var dæmdur í háa sekt fyrir ólöglegar veiðar í breskri landhelgi. Myndin var tekin nokkru áður en hann mætti fyrir rétti, en hann hélt áfram veiðunum þótt skipið væri bundið við landfestar. Þá renndi hann fyrir fisk í ánni Tín, sem Nýi Kastali stendur við, eða Newcastle on Tyne. Honum mun ekki hafa verið gefið það að sök. ap. Bretland: Kirk dæmdur fyrir veiðar í landhelgi Mílanó, 7. janúar. AP. TIL mikilla átaka kom í dag í Róm og fleiri borgum á ftalíu þegar tugir þúsunda verkamanna mótmæltu nýj- um skattaálögum stjórnvalda. Víða urðu miklar truflanir á samgöngum og þótt verkalýðsforystan skoraði á verkamennina að hætta mótmælun- um sinntu þeir því engu. I Róm urðu mikil átök milli verkamanna og lögreglunnar, sem Kaupmannahörn, Moskvu, 7. janúar. AP. VEÐURGUÐIRNIR hafa farið mjúkum höndum um frændur vora Dani og hefur verið einmuna tíð í landinu í allan vetur. í gær, flmmtu- dag, komst hitinn upp í 11 gráður á celcius og er það hlýjasti janúardag- ur á öldinni að því er danskir veður- fræðingar herma. Veðurfræðingurinn Henrik Voldborg sagði, að meðalhiti gærdagsins hefði verið 8,2°, mest- ur rúmlega 11° en lægstur 4°. Hæsti dagsmeðalhiti í janúar, sem mælst hefur í Danmörku, er 8,3 ° en það var 22. janúar árið 1899. í Kaupmannahöfn hefur aðeins einu sinni snjóað í vetur, á að- fangadag, en þá gerði örlítið fjúk, sem varla var mark á takandi. Orkumálaráðuneytið danska hef- ur reiknað út, að þessi mildi vetur hafi sparað þjóðinni 660 milljónir ísl. kr. vegna minni hitunarkostn- aðar. Frá Sovétlýðveldinu Georgíu við Svartahaf fer hins vegar öðrum fréttum af veðurfarinu. Þar er að jafnaði hálfgert hitabeltisloftslag en nú er þar 50 sm jafnfallinn snjór á jörðu að því er segir í fréttum frá Tass. Verkamenn leggja nú nótt við dag og kynda reykofna í ávaxtalundunum til að reyna að koma í veg fyrir frost- skemmdir og pálmatrén hafa ver- ið færð í nokkurs konar samfest- beitti táragasi og handtók nokkra, og í Mílanó lögðu 50.000 manns niður vinnu og gengu fylktu liði um borgina. Sömu sögu er að segja frá ýmsum öðrum borgum en það voru einkum verkamenn í málm- og vefjariðnaði, sem þátt tóku í þessum mótmælum. Þessar at- vinnugreinar hafa orðið hvað I harðast fyrir barðinu á samdrætt- ing í sama skyni. Norður í Moskvu hefur hins vegar verið sólskin og sunnanblær, 5 stiga hita á þeim árstima þegar venjulega er þar 25 stiga frost. inum í efnahagslifinu. Forystumenn flestra stærstu verkalýðsfélaganna, jafnt þeirra, sem kommúnistar ráða, og þeirra, sem lúta stjórn sósíalista, skoruðu á verkamenn að fara sér hægt en þær áskoranir voru að engu hafð- ar. Margir fullyrða raunar, að kommúnistaflokkurinn hafi skipu- lagt mótmælin á bak við tjöldin og sé tilgangurinn með þeim sá að koma stjórn Fanfanis frá. í síðustu viku voru lagðir nýir skattar á ýmsar neysluvörur, hús- næði, strætisvagna- og járn- brautafargjöld og á einkabifreiðir. Fjármálaráðherra sósíalista, Francesco Forte, segir, að þessir skattar séu nauðsynlegir til að hallinn á fjárlögum þessa árs verði innan við 44 milljarða doll- ara. I fyrra var hann 49 milljarðar og var spáð, að hann yrði yfir 100 milljarðar í ár ef ekkert yrði að gert. Verðbólga á Ítalíu var 16,3% á siðasta ári en stefnt er að því að hún verði 14% í ár. I North Shields, Knglandi, 7. janúar AP. KENT Kirk, skipstjóri á danska skipinu Sand Kirk, var í dag dæmd- ur til að greiða nærri 900.000 kr. ísl. í sekt fyrir að hafa verið að ólögleg- um veiðum innan breskrar flskveiði- lögsögu. Breskt herskip færði skipið til hafnar í gær. Kirk var gert að Prentsmiðja Morgunblaðsins greiða sektina strax eða fara í árs- fangelsi ella. Kirk, sem er þingmaður fyrir danska íhaldsflokkinn og á sæti á þingi EBE, hóf veiðarnar innan 12 mílna lögsögunnar við Bretiand, til þess að á það reyndi hvort bresku lögin um fiskveiðilögsög- una stæðust fyrir dómstóli Efna- hagsbandaiagsins. Kirk var hinn borubrattasti þegar dómurinn var kveðinn upp og kvaðst tilbúinn til að greiða sektina strax með ávís- un. Hann sagðist hins vegar mundu áfrýja dómnum til „æðstu dómstóla". Við réttarhöldin kvaðst Kirk að vísu vera sekur samkvæmt bresk- um lögum, en þau væru hin mestu ólög og þess vegna lýsti hann yfir sakleysi sínu. Dómararnir sögðust ekki vera sammála honum í því og þeir vísuðu einnig á bug þeirri kröfu verjenda hans, að málinu yrði skotið til Evrópudómstólsins í Luxemborg. Danir halda því fram, að Bretar geti ekki sem bandalagsþjóð þeirra í EBE bannað þeim að veiða á breskum miðum, enda hafi 12-mílna lögsagan við Bretland runnið út um áramót. Bretar ákváðu hins vegar að tólf mílurn- ar skyldu gilda áfram, vegna þess að ekki hefur tekist samkomulag um nýja fiskveiðistefnu innan bandalagsins. Það eru einmitt Danir, sem hafa komið í veg fyrir það. Sovétmenn staðfesta fréttir um gervihnött Nokkur viðbúnaður í Bandaríkjunum vegna málsins Moskvu, Washington, 7. janóar. AP. SOVÉTMENN viðurkenndu í dag, að kjarnorkuknúinn gervihnöttur, sem Bandaríkjamenn segja að sé njósnahnöttur, hafl farið af braut og falli nú til jarðar. Þeir segjast þó hafa aðskilið kjarnaofninn frá hnettinum til að tryggja að hann brenni upp í gufuhvolflnu. Bandarískir vísindamenn urðu fyrstir til að skýra frá þessum atburði en í gær vísuðu Sovétmenn fréttinni á bug. í tilkynningu sovéskra stjórn- valda í dag sagði, að gervihnött- urinn hefði hætt starfsemi 28. desember sl., „eins og fyrirhugað var“, og hefði þá kjarnaofninn verið skilinn frá hnettinum til að hann brynni örugglega upp í gufuhvolfinu. Á blaðamanna- fundi, sem fyrsti varaforseti sov- ésku vísindaakademíunnar efndi til í gær, neitaði hann því, að erfiðleikar væru með hnöttinn. „Sjáið til, við erum að gera til- raunir með hann. Það er engin hætta á ferðum. Við óttumst ekkert," sagði hann. Um 45 kíló af geislavirku úrani eru í kjarna- ofninum. I Bandaríkjunum er nokkur viðbúnaður ef hnötturinn skyldi falla þar til jarðar, og í dag áttu embættismenn í bandariska utanríkisráðuneytinu viðræður við sovéska sendimenn um hvað væri helst til ráða. Þetta er ann- ar kjarnorkuknúni gervihnöttur- inn, sem Sovétmenn missa af braut, en 24. janúar 1978 féll einn til jarðar í Kanada. Þá varð vart við mikla geislavirkni við austurströnd Stóra Þrælavatns. Bandaríkjamenn bönnuðu þá notkun kjarnaofna í gervihnött- um en Sovétmenn hafa ekki far- ið að dæmi þeirra. Einmuna tíð í Danmörku

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.