Morgunblaðið - 08.01.1983, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 08.01.1983, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 1983 25 og vissulega átti Jóhann þess kost að fara utan til að læra og freista gæfunnar í sönglistinni. Gn hann kaus að vera heima. Um þetta sagði hann sjálfur í samtali við mig fyrir skömmu. — Ég gat ekki hugsað mér að fara. Guði sé lof að ég gerði það ekki. Ég er hamingjusamur með lífið eins og það hefur verið. Ég á góða konu og börn, sem hafa veitt mér hamingju, og ég hef fengið að finna það hjá löndum mínum, að þeir hafa notið söngsins með mér. Það er mín lífsfylling. Ég gæti hrópað hamingju mína út um allt. Jóhann Konráðsson var ör í lund og hann gat orðið hvass „að norðaustan", sér í lagi ef honum þótti sér troðið um tær. Honum var tamt að segja meiningu sína. En eiginlegt var honum að vera blíður og hlýr. Mikilmennska var ekki hans „stíll", ekki til að hefja sig yfir aðra. Hafi hann sýnt ein- hverjum stærilæti, þá hefur það verið vörn hans gegn minnimátt- arkennd, sem hann átti alla tíð við að glíma. Vissulega gat Jóhann verið stoltur þegar svo bar undir — og hann mátti líka vera það. Kærleiki var Jóhanni í blóð bor- inn. Það þurfti ekki annað en líta í augu hans til að finna hlýjuna. Veikindi undanfarinna ára lögð- ust oft þungt á geð Jóhanns. Það fann hann best sjálfur og hann hafði oft orð á því við mig. Honum þótti þetta slæmt og verst þótt hónum að þetta angur bitnaði mest á þeim sem voru honum næstir og kærastir. Við Jóhann áttum tíða fundi á liðnu ári, þar sem ég var að safna saman minningum hans, sem eru meira og minna samfléttaðar sögu sönglífs á Akureyri á líðnum ára- tugum. Hann var ekki fús til þess verks í upphafi, taldi sig ekki hafa frá miklu að segja, en sló þó til. Verkið var vel á veg komið og lokasprettinn ætluðum við að taka í upphafi nýbyrjaðs árs. Úr því getur ekki orðið, en þrátt fyrir það mun minningabók Jóhanns Kon- ráðssonar sjá dagsins ljós. Með „Jóa Konn“ er genginn góð- ur drengur og ég sakna vinar í stað. Samverustundir okkar eru mér kærar í minningunni. Fann- eyju, börnunum, aldraðri móður Jóhanns og systkinum sendi ég innilegar samúðarkveðjur mínar og minna. Drottinn gefi dánum ró, en hinum líkn er lifa. Akureyri G. janúar 1983, Gísli Sigurgeirsson. Strengurinn gullni er brostinn, harpan er hljóðnuð. Söngvarinn ástsæli, sem vann hug og hjörtu áheyrenda sinna um áraraðir, hef- ir gengið út af sviðinu og skilið eftir þakkláta hrifningu í salnum, sem ymur lengi eftir, og víða blik- ar tár á auga. Jóhann Konráðsson má óhikað telja fremstan söngvara á Akur- eyri, og þótt víðar væri leitað, um fjögurra áratuga skeið. Hann vakti fyrst almenna athygli, þegar hann kom fram sem 1. tenór Smárakvartettsins um tvítugsald- ur. Um það leyti fór hann að syngja með Karlakór Akureyrar og var árum saman einsöngvari á flestum tónleikum kórsins. Þegar Kantötukór Akureyrar hóf undir- búning söngferðar til Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar og þátttöku í norræni söngkeppni blandaðra kóra árið 1951, undir stjórn Björgvins Guðmundssonar og Ás- kels Jónssonar, kom Jóhann til liðs við kórinn og söng með honum sem einsöngvari og kórfélagi þau ár, sem eftir voru starfstíma kórs- ins. Allmörg hin síðari ár hefir Jóhann svo sungið með Karla- kórnum Geysi. Hann hefir komið fram á ótelj- andi samkomum og tónleikum víða um land einn eða með öðrum, einnig í útvarpi og sjónvarpi. Leikhúsgestum á Akureyri er enn í minni glæsileg frammistaða hans, þegar hann lék og söng hlut- verk Schuberts í Meyjaskemm- unni árið 1954 undir stjórn Ágústs Kvaran. Síðar lék hann einnig í söngleikjunum Bláu kápunni og Allra meina bót. Þeir eru orðnir miklu fleiri en nokkurri tölu verði á komið, sem gengið hafa til hinstu hvílu við yfirsöng hans. Enn ber að nefna, að til allrar hamingju eru varðveittar ýmsar upptökur með söng hans, og nokkrar hafa verið gefnar út á hljómplötum. En hvað bar til, að Jóhann naut þeirra geysimiklu vinsælda og ávann sér þá miklu ástsæld áheyr- enda sinna og alls almennings, sem óumdeilt var, og skipaði hon- um í þann heiðurssess söngvara, sem ekki voru bornar brigður á? Fyrst alls ber vitanlega að nefna eðlislæga fegurð raddarinn- ar, þessa hlýju og gullnu sólar- birtu, sem ljómaði um hana og stafaði frá henni, ekki aðeins á há- um tónum, sem fáir léku eftir hon- um að ná, heldur einnig annars staðar á tónstiga þess breiða radd- sviðs, sem hann bjó yfir. En ekki nægir söngvaranum röddin ein, þótt góð sé, til þess að ná til hjart- ans. Hún er að vísu forsenda góðs söngs, en aðeins hljóðfæri, tæki til listrænnar túlkunar, en ekki tak- mark í sjálfu sér. Hér var ekki heldur komið að tómum kofunum hjá Jóhanni. Hann fann alltaf neistann í hverju viðfangsefni, kjarna þess og innra líf. Til þess átti hann í senn heita og næma tilfinningu listamannsins og hvassan, vitrænan skilning þess, sem þarf ekki að láta aðra segja sér alla hluti. Hann gekk alltaf til verks með auðmýkt gagnvart við- fangsefni sínu, einlægan þjón- ustuhug og lotningu fyrir list sinni. Honum var aldrei búin sú freisting að láta verkefnið þjóna röddinni eða hreykja sér af henni, heldur lagði sig allan fram við að túlka það, sem bjó að baki því lagi og ljóði, sem hann söng hverju sinni, og beita til þess listfengi hinu himinborna hljóðfæri sínu, röddinni, sem hann vissi, að hann hafði þegið að náðargjöf. Á þenn- an hátt náði hann svo langt í list rænni túlkun, þess vegna söng hann frá hjartanu til hjartans. Bjartur svipur hans og framkoma á söngpalli urðu enn til að auka hrifningu þeirra, sem á hann hlýddu, og töfra stundarinnar, sem þeir fengu að lifa. Jóhann sagði mér eitt sinn, að hann gengi aldrei svo inn á söng- pall, að hann bæði ekki guð fyrst um að vera með sér, styrkja sig og styðja, enda var hann einlægur trúmaður og ófeiminn að kannast við það. Oft var engu líkara en honum tækist að opna himnana, steypa albjörtu geislaregni yfir salinn og láta strauma hrifningar hríslast ofan hrygglengju áheyr- enda, eða hvernig sem menn skynjuðu þessa upphafningu. Við, sem fengum að starfa með honum, reyndum þetta oft á sjálfum okkur og lifðum oft stórar og ógleyman- legar stundir, þegar honum tókst verulega vel upp. Mig langar að nefna flutning Strengleika Björg- vins í stóra salnum í Kon- serthúsinu í Stokkhólmi 17. júní 1951 og í dómkirkjunni í Osló nokkrum dögum síðar, en Jóhann fór með stórt einsöngshlutverk í verkinu. í bæði skiptin lá mikið við, að vel tækist til, enda varð svo, og í bæði skiptin sá ég með eigin augum fólk tárfella af gleði undir söng hans. En sennilega minnist ég sterkastra áhrifa af söng Jóhanns í Snartarstaða- kirkju í Núpasveit sumarið 1952, þegar við sungum þar við undir- leik Áskels Jónssonar. Ég veit ekki, hvað gerðist, en þarna lifðum við stund, sem enginn okkar gat skýrt og enginn okkar gat gleymt, en við bjuggum allir lengi að. Ég var svo lánsamur að eiga langt, gott og náið samstarf við Jóhann að söngmálum á árum áð- ur, mér til mikillar ánægju. Aldrei bar þar skugga á. Alltaf síðan hef- ir hann verið mér góður og glaður félagi og traustur vinur, og það langar mig nú að þakka honum af hjartans einlægni. Jóhann Konráðsson fæddist á Akureyri 16. nóvember 1917, sonur hjónanna Svövu Jósteinsdóttur, sem enn er á lífi í hárri elli, og Konráðs Jóhannssonar, gullsmiðs. Hann var elstur 6 systkina, en hin eru Gunnar, Jósteinn, Hjördís, Svavar og Haukur. Hann fór ung- ur að vinna fyrir sér í sveit og við sjó. Hann var við sjóróðra í Greni- vík 16 ára gamall, þegar hann kynntist konuefni sínu, Fanneyju Oddgeirsdóttur frá Hlöðum, og síðan hefir verið litið á þau Fann- eyju og Jóhann sem eitt hugtak, svo samrýnd og samtaka hafa þau verið. Saman hafa þau átt margar gleðistundir, saman hafa þau iðk- að sönglistina, saman hafa þau sigrað marga erfiðleika, saman hafa þau gengið að vinnu, og sam- an hafa þau alið upp barnahópinn sinn, sem er söngvinn í besta lagi að hætti foreldranna. Börnin eru sjö: Heiða Hrönn og Anna Maria, húsfreyjur á Akureyri, Konráð Oddgeir, plötusmiður á Akureyri, Jóhann Már, bóndi i Keflavík í Hegranesi, Svavar Hákon, bóndi í Litladal í Svínavatnshreppi, Austur-Húnavatnssýslu, Kristján Ingvar, óperusöngvari, og Björg- vin Haukur, tannsmiður og skíða- og knattspyrnukappi á Akureyri. Fyrir skömmu kom út hljómplata með söng Fanneyjar og Jóhanns og nokkurra barna þeirra. Hún er einstök í sinni röð og ber heimil- islífinu og listfengi fjölskyldunnar fagurt vitni. Jóhann var listfengur á fleiri sviðum. Hann var mjög hagur, og til eru hinir fegurstu gripir úr gulli og silfri, sem hann smíðaði ungur undir handarjaðri föður síns. Hann var lengi vélstjóri á fiskibátum framan af ævi, og þar fannst ekki svo gamall vélarrokk- ur, að hann léti ekki að vilja Jó- hanns, kastaði ellibelgnum og léki í höndum hans sem ungur væri í annað sinn. Jóhann myndaði sér yfirleitt eindregnar skoðanir um flesta hluti og hélt þeim fram af hreinskilni og hikleysi, því að hann var langt frá því að vera skaplaus maður. En hann átti aldrei til falskan tón, hvorki í beinum né óbeinum skilningi. Hann var alltaf heill og hreinn. Hjartalagið var gott, handtakið hlýtt og brosið bjart. Hann var sjúkraliði að mennt og var búinn að vinna við geðdeild Fjórðungssjúkrahússins á Akur- eyri í hartnær 37 ár. Fanney hefir einnig unnið þar lengi, og þar hafa þau innt af hendi fagra þjónustu af einstakri lipurð og natni. En tómstundirnar hafa líka orðið frjóar og miklir gleðigjafar. Auk söngsins hefir Jóhann mikið feng- ist við hestamennsku og umgeng- ist gæðinga sína eins og aðra vini sína. Þau hjónin hafa ferðast mik- ið, einkum hin síðari ár, eftir að börnin voru farin að heiman, og farið kynnisferðir til margra landa sér til fróðleiks og ánægju. Þau voru á heimleið úr Bret- landsferð, þegar kallið kom. Þau höfðu verið í heimsókn hjá Krist- jáni, óperusöngvara, syni sínum, og hlustað á hann syngja til sigurs á óperusviði um jólaleytið. í Krist- jáni sá Jóhann gamlan draum sinn rætast, drauminn um stóra sigra á heimsvísu. Þessu takmarki varð náð, og fyrir það var hann bæði glaður og þakklátur. Ævi Jóhanns lauk á ljóssins há- tið við sigursöng, en nú heilsar honum nýtt líf og nýtt ár við hækkandi sól og himneska birtu. Við Ellen sendum Fanneyju og öllum vandamönnum þeirra Jó- hanns einlægar samúðarkveðjur á sorgar- og saknaðarstund. Jó- hanni biðjum við allrar blessunar á nýjum ieiðum með þakklæti fyrir ótal stundir, sem aldrei gleymast, og fagran söng, sem fyrnist ekki. Sverrir Pálsson Þorsteinn Valdimarsson kvað erfi- Ijóð um tónskáldið Inga T. Lárus- son, er hefst á orðunum: „Svanur ber undir bringubeini banasár." Þar segir skáldið: Tærir bcrast úr tjarnarst fi tónar um fjöll. — Ileiðin töfrast «g hlustar öll. Sumir kveója »g síóan ekki söguna mér. — Aðrir með söng er aldrei deyr. Mér komu í hug þessar Ijóðlínur Þorsteins Valdimarssonar um tónskáldið hugljúfa, þegar ég frétti lát Jóhanns Konráðssonar söngvara. Báðir sungu þeir sig inn i hjörtu íslendinga, austfirski sönglagasmiðurinn með lögum sinum og norðlenski sönglistar- maðurinn með söng sínum. Þegar Jóhann Konráðsson er kvaddur hinstu kveðju í dag frá Akureyrarkirkju rifjast upp margar ljúfar endurminningar í huga mínum um langa og trygga vináttu og samstarf í kirkjunni, sem eg þakka honum. Eg rifja upp almennu æskulýðsfundina á Akur- eyri. Að verulegu leyti byggðust þeir á einsöng og fjöldasöng. Þá var það Jóhann, sem bar sönginnn uppi. Það var eins og hann væri sendur af Guði til þess að syngja á þessum trúarsamkomum. Á sama hátt studdi hann starf Æsku- lýðsfélags Akureyrarkirkju, er það hóf göngu sína og var jafnan boðinn og búinn til þess að ljá því starfi liðsinni. Jóhann Konráðsson var ótví- rætt í hópi bestu og vinsælustu söngvara þessa lands. Hann var fæddur söngvari. Mikil söngrödd- in, fagur raddblærinn og rétt með- ferð söngtextans, allt var það hon- um áskapað, meðfætt í svo ríkum mæli, að hann náði geysimiklum tilþrifum. Á löngum söngferli átti hann örugga hylli áheyrenda. Söngur hans kom frá hjartanu og náði til hjartans. Oft kom það greinilega í ljós, hve Jóhann Kon- ráðsson var trúaður, kristinn maður. Það veit eg, að með bæn til Guðs undirbjó hann söng sinn. Jóhann Konráðsson var um langt skeið einsöngvari beggja karlakóranna á Akureyri. Þegar hann kom fram á sviðið til þess að syngja fyrir með kórunum, var eins og söngurinn fengi nýtt líf og aukin tóngæði. Þannig lyfti hann söngnum. Lengi mun eg kenna hljóminn frá einsöng hans í laginu Agnus Dei. Það bárust tónar um sali, sem hrifu áheyrendur, líkt og þegar „heiðin töfrast og hlustar öll“. Jóhann var í áratugi ein- söngvari við jarðarfarir, og oftast söng hann sálminn: „Lýs milda ljós“. Með söng sínum flutti hann mörgum sorgbitnum huggun á kveðjunnar stund. Jóhann átti stórt og viðkvæmt hjarta, mikið skap og heitar til- finningar. Hann var einarður og gat orðið hvassyrtur, en ljúflynd- ur var hann eigi að síður eins og best kom fram í söng hans. Jó- hann naut ástríkis föður og móður á uppvaxtarárum. Svava Jósteins- dóttir, móðir hans, lifir í hárri elli, en faðir hans, Konráð Jóhannsson gullsmiður, lést 4. apríl 1981. Jó- hann var gæfumaður og átti það ekki síst að þakka sinni ágætu eig- _ inkonu, Fanneyju Oddgeirsdóttur. Það vakti athygli, þegar hljóm- platan með söng Jóhanns og fjöl- skyldu hans kom út fyrir jólin 1980. Söngur fjölskyldunnar átti vinsæidum að fagna og bar ljósan vott um, hvernig börn þeirra hjóna hafa fengið sönglistina í vöggugjöf. Mörgum reynist erfitt að greina á milli, hvenær Jóhann Konráðsson syngur og hvenær synir hans á hljómplötunni. Síðast á nýársdag hlustuðum við á son Jóhanns, Kristján óperusöngvara, syngja í sjónvarpinu. Þá var Jó- hann ekki lengur lífs okkar á með- al, söngsvanurinn norðan heiða þagnaður. En áfram hljómuðu töfrar söngsins „er aldrei deyr“. Jóhann Konráðsson mun áfram syngja með töfrahljómi sínum í söng afkomenda sinna og í hjört- um okkar. Á kveðjunnar stund vottum við hjónin minningu Jóhanns Konr- áðssonar virðingu og þökk. Við biðjum frú Fanneyju, börnum þeirra og aldraðri móður huggun- ar Guðs og styrks í hinum sára söknuði. Eflaust megum við trúa því, að Jóhann hafi álitið það góð- an dauðdaga að fá að fara eins og hann fór, úr því að tíminn var kominn. í bæn sinni var hann ávallt ferðbúinn. ,.l»á sofna eg hinst viA dauðadóm ó, Drottinn gef sálu minni að vakna við söngsins helga hljóm í himneskri kirkju þinni.“ Pétur Sigurgeirsson SVAR MITT eftir Billy Graham Stjórnmálamenn og „atkvæðasmalar“ Eg veit, að þér eruð ekki stjórnmálamaður, en margir stjórn- málaleiðtogar hafa verið v<nir yðar, t.d. að minnsta kosti fjórir forsetar. Mörgum fínnst, að stjórnmálamennirnir séu ekki annað en „atkvæðasmalar" og starfí eingöngu út frá því sjón- armiði. Hafíð þér komizt að raun um, að þetta eigi við rök að styðjast? Nei, þetta er ekki samkvæmt kynnum mínum af þessum mönnum. Það er auðmýkjandi reynsla að verða hafinn upp í æðstu stöðu ríkisins. Fáir gera sér í hugarlund, hvílík óskapleg ábyrgð fylgir for- setastöðunni. Allir forsetar, sem eg hef kynnzt, hafa fjallað um mál í fullri alvöru og leitazt við að taka veigamestu ákvarðanirnar, án þess að hygla einum frekar en öðrum. Þeir eru að sjálfsögðu „pólitískir". Flokkurinn þeirra kaus þá til þess að hann starfaði á grundvelli flokksins. En þetta er ekki höfuðsjónarmiðið. Það er gömul lumma, að allir stjórnmálamenn séu ekkert annað en flokksmenn. Þetta er rangt. Sumir hugrökkustu menn, sem ég þekki, vinna að heill þjóðarinnar á stjórnmálasviðinu. Oft verja þeir löngum tíma til bænar og sjálfskoðunar, áður en þeir taka ákvarðanir, og hirða lítt um pólitískar afleiðingar þeirra. Margir þeirra, sem ég hef kynnst, láta hag þjóðarinnar ganga fyrir eigin frama. Þetta er það, sem greinir raunverulegan stjórnmálamann frá „atkvæðasmala". Flestir þingmenn okkar gera sér ljóst, að þjóðin á við alvarleg vandamál að stríða. Blöðin sýna auðvit- að, að munur er á mönnum og stefnum, en þegar mikið er í húfi, kemur í ljós, að mikill einhugur ríkir um þau markmið, sem yfirvöld okkar stefna að.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.