Morgunblaðið - 08.01.1983, Page 20

Morgunblaðið - 08.01.1983, Page 20
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 1983 20 Minning: Þóra Hjartar Fædd 19. desember 1896 Dáin 31. desember 1982 KveAja frá Kvenfélagi Akraness „IKrmsl eftir dvelja sporin, dáda, kærleiks, mætra ráða." S.TH. í dag er kvödd hinstu kveðju Þóra Jónsdottir Hjartar, heiðurs- félagi og fyrrum formaður Kven- félags Akraness. Um það leyti sem kirkjuklukkurnar ómuðu í síðasta sinn á árinu, var okkar kæra fé- lagssystir k.ölluð til starfa í æðra heimi. Andlát hennar kom okkur ekki á óvart. Síðastliðin 5 ár hefur hún dvalist í sjúkrahúsinu hér, þrotin að kröftum og oft sárþjáð. Þar naut hún læknishjálpar og umhyggju, sem best verður á kos- ið. Það var mikil gifta fyrir Kven- félag Akraness að fá að njóta for- ystu jafn þrautreyndrar félags- málakonu sem Þóra var. Á formannsárum hennar (1948—1962) var lokið við bygg- ingu gamla sjúkrahússins, sem fé- lagið styrkti af miklum mynd- arskap og einnig var hafinn undir- búningur að dagheimili fyrir börn á vegum félagsins. Þóra vildi ætíð hag félagsins sem mestan, og þótt hún léti af störfum þar vegna heilsubrests, þá var hún áfram reiðubúin að leggja öllum góðum málum lið, margar gjafir færði hún félaginu, hafa sumar orðið til þess, að félagið hefur komið ýms- um áhugamálum sínum í fram- kvæmd fyrr en ella. Það er bjart yfir fyrstu kynnum okkar Þóru og björt verður alltaf minning hennar í mínum huga. Þótt hún væri fædd á einum dimmasta degi ársins var hún sól- skinsbarn, sem ávallt bar með sér birtu og yl. Á fögrum júlídegi fyrir tæpum 30 árum bar fundum okkar fyrst saman. Skaginn skart- aði sínu fegursta, ég var stödd hér í bæ, þekkti fáa og nokkur kvíði bjó með mér, við að flytja hingað. Við hjónin áttum leið framhjá húsi hennar, veit ég ekki fyrr en þar eru opnaðar dyr og út gengur léttstíg og broshýr kona klædd ís- lenskum búningi, sólargeislarnir glóðu á upphlutssilfrið, svo að mér fannst hún vera með fangið fullt af sólskini. Þannig kom Þóra mér fyrst fyrir sjónir. Hún kallaði til okkar og bauð okkur inn að ganga og taka þátt í gleði þeirra hjóna, þau væru að halda hátíðlegt 40 ára hjúskaparafmæli sitt. Þarna var ég boðin velkomin í hinn hlýja faðm Hjartarfjölskyldunnar og allur kvíði við að flytja hingað var á bak og burt. Við ylinn þann bý ég enn. Heimili Þóru og manns hennar, Friðriks Hjartar skólastjóra, var sannkallað menningarheimili, þar var alltaf rúm fyrir gesti og gang- andi, þótt ekki væri þar alltaf hátt til lofts né vítt til veggja. Móðurhlutverk Þóru var mikið og fagurt. Hún gat tekið undir orð skáldsins og sagt: „Hvað er auður afl og hús, ef engin urt vex í þinni krús.“ Urtagarð sinn ræktaði hún svo sannarlega vel, þar sáði hún fræum kærleika- og vísdóms og hlúði að öllum gróðri með sínum mjúku móðurhöndum. Fögru lífi er lokið. Komin er kveðjúStund. Kvenfélag Akraness þakkar af al- hug fyrrum formanni sínum Þóru J. Hjartar fyrir frábær störf í þágu félagsins, en kærastar eru þakkirnar frá þeim konum sem störfuðu undir hennar hand- leiðslu, þeim verður hún ógleym- anlegur persónuleiki. Sjálf þakka ég henni holl ráð og hvatningu, er ég síðar tók við formennsku í fé- laginu. Við lyftum hugum okkar í bæn og biðjum Guð að blessa minningu hennar. Ástvinum hennar vottum við innilega samúð. Anna Erlendsdóttir Langri starfsamri ævi er lokið, langri bið eftir að fá hvíld frá veikindum er lokið. Foreldrar hennar voru hjónin Jón Einarsson útgerðarmaður á Suðureyri við Súgandafjörð og kona hans, Kristín Kristjánsdótt- ir, bæði voru þau af sterkum vest- firskum stofnum. Stofnum þar sem heiðarleiki, dugnaður og þrek voru einkenni. Hún ólst upp á heimili foreldra sinna, ung sá hún í fyrsta sinn ungan efnismann verða áfenginu að bráð. Ungan mann sem fannst hann ekki geta skemmt sér nema góðglaður eins og hann kallaði það. En gleðin snerist í sorg og óhamingju. Ef til vill var það þessi minning sem gerði það, að ung að árum tók hún ástfóstri við bind- indishreyfinguna og sú ást entist henni meðan starfsdagur hennar var. Hún gekk snemma í Góð- templararegluna, þar naut starfs- gleði hennar sín. Þar vann hún meðan dagur var við hlið síns ágæta manns, Friðriks Hjartar skólastjóra. Þau hjón eru ógleym- anleg þeim sem kynntust þeim. Bæði geislandi af æskufjöri fram á efri ár, bæði áhugasöm um fé- lagsmál, bæði skildu þau og vissu að framtíð þjóðar okkar veltur á því að æskan verði bindindissöm og starfsgleði þeirra við að vinna að því máli var mikil. Heimili þeirra var menningarheimili, þar ríkti söngur og sönn gleði. Hvar sem leið hennar lá, starf- aði hún ötullega í stúkunum á hverjum stað, starfsviljinn og löngunin til að vinna gagn kom fram á fleiri sviðum. Hún stofnaði kvenfélag á Suðureyri og var þar aðaldriffjöðurin meðan hún var þar, kirkjukórinn naut hennar og snemma fór hún að hafa gaman af leiklistinni, því hún var ágætur leikari, hvort sem um var að gera að leika gamla þreytta konu eða unga lífsglaða stúlku. Allt lék í hendi hennar. Frá Suðureyri lá leiðin til Siglufjarðar. Og að síð- ustu á Akranes 1944. Þar var hún formaður Kvenfélagsins í 14 ár og gerð að heiðursfélaga þess á fjöru- tiu ára afmæli þess. Heiðursfélagi Stórstúku íslands 1964. Henni voru margir söngvar kærir, úr einum þeirra eru þessar fjórar ljóðlínur. „Ojf sérhver sá er trygjfur og sínu .starfi dyjfjfur, er oft ad ödrum hyjfjfur sem adstoð þarf að fá.“ Þessar ljóðlínur sýna lífsskoðun hennar, og henni var hún sannar- lega trú. Hún var sístarfandi að hyggja að þeim sem þurftu á að- stoð að halda. Hún starfaði á þeim árum, þegar Góðtemplarareglan var í blóma, þegar hún bjargaði fjölda manns frá bölvun áfengis- ins. Það iék þá allt i hendi hennar og huga meðan hún ljómaði af lífsgleði og hamingju, rétti hjálp- arhönd, örvandi hönd og orð til þess sem var að falla. Stúkan Akurblóm var síðasti starfsvettvangur hennar, hér vann hún meðan dagur var, hér var hún hjá okkur, kyrrlát og glöð eftir að hún gat ekki meir. Við söknuðum hennar þegar hún hætti að geta sótt fundi. Við þökkum minning- una um hana. Við samgleðjumst börnum hennar fyrir að hafa átt slíka móður. Og þökkum henni af alhug öll hennar störf í þágu Góð- templarareglunnar. Biðjum henni Guðs blessunar á leið hennar á land lifenda þar sem farnir ást- vinir bíða á strönd eilífðarhafsins. Guð blessi minningu hennar. Þökk fyrir samveruna. Ari Gíslason í dag verður gerð frá Akranes- kirkju útför Þóru J. Hjartar, ekkju Friðriks Hjartar fyrrum skólastjóra. Þar er gengin gagn- merk kona, sem á að baki sér langt og gifturíkt ævistarf, sem margir minnast nú með þakklæti og virð- ingu. Þóra átti undanfarin ár við vanheilsu að búa og dvaldi síðustu 5 árin í Sjúkrahúsi Akraness. Þóra J. Hjartar var fædd á Suð- ureyri í Súgandafirði 19. desember 1896. Foreldrar hennar voru Jón Einarsson skipstjóri og síðar ís- hússtjóri á Suðureyri og kona hans, Kristín Kristjánsdóttir, útvegsbónda á Suðureyri. Foreldr- ar hennar voru Súgfirðingar að ætt og uppruna. Systkini Þóru voru fjögur og eru þau öll á lífi: Sturla, lengi oddviti og útgerðar- maður á Suðureyri, Þorlákur, rafvirkjameistari í Reykjavík, Kristjana, húsmóðir að Botni í Súgandafirði, og Jóhannes, versl- unarmaður í Reykjavík. Þóra giftist ung að árum, þann 26. júlí 1914, Friðrik Hjartar frá Mýrum í Dýrafirði (f. 15. septem- ber 1888), sem um langt skeið var þjóðkunnur kennari og skólamað- ur. Heimili þeirra varð fljótlega mikill rausnargarður, sem átti eftir að standa í þremur lands- fjórðungum við mikinn orðstír. Börn þeirra hjóna voru 6. öll fædd i Súgandafirði. Þau eru þessi, talin í aldursröð: Sigríður, giftist Þórleifi Bjarna- syni rithöfundi. Hún dó 21. febrú- ar 1972. Jón, fulltrúi hjá Kópa- vogskaupstað, kvæntur Rögnu Hjartardóttur frá Flateyri. ólafur bókavörður í Reykjavík, kvæntur Sigríði Sigurðardóttur frá Akra- nesi. Svavar, lést 10 ára, þann 12. febrúar 1933. Guðrún, gift Adam Þ. Þorgeirssyni múrarameistara frá Húsavík, búsett á Akranesi. Ingibjörg, gift Þorgils V. Stefáns- syni fyrrv. yfirkennara frá Ólafs- vík, búsett á Akranesi. Friðrik Hjartar andaðist 6. nóv- ember 1954 og hafi þá verið kenn- ari og skólastjóri í 47 ár. Kennari í Súgandafirði 1907—’09 og skóla- stjóri þar 1911—’32. Skólastjóri í Siglufirði 1932—’44 og á Akranesi 1944—’54. í rúm 40 ár var Þóra Hjartar húsmóðir á fjölmennu menning- arheimili á Suðureyri, Siglufirði og Akranesi. Heimili, sem margir sóttu heim og eiga varanlegar endurminningar um. Heimili, sem var víðkunnugt fyrir alúðlega gestrisni, glaðværð og holl menn- ingaráhrif. Bæði voru hjónin sam- taka í því að móta heimilisbraginn í þessum anda. Þóra var mikilhæf húsmóðir, áhugasöm um félags- mál, hannyrðir og söng. Friðrik var mikill hugsjónamaður um uppeldis- og kennsiumál, hug- kvæmur og lifandi í starfi, óvenju söngvinn, félagslyndur og glaðleg- ur í allri framkomu. Menningar- áhrif frá slíku heimili voru því ómæld og þeirra nutu margir. Þóra Hjartar lét sér ekki nægja húsmóðurstarfið á þessu umsvifa- mikla heimili, sem reist var um þjóðbraut þvera. Hvar sem hún átti heima tók hún virkan þátt í Gunnar Guðmunds- son — Minning Gunnar Guðmundsson frá Eg- ilsstöðum, alnafni minn og besti vinur, er allur. Sú staðreynd minnir okkur aðeins á að við lifum í hverfulum heimi og ráðum að- eins næsta augnabliki. Ég var svo lánsamur að eiga með honum langa samferð, ýmist í störfum, á vinnustað eða í mannfagnaði á góðri stund. Hann var sú mann- gerð sem alltaf bætti umhverfi sitt, með nærveru sinni, þrátt fyrir líkamlegt og andlegt and- streymi, sem við gengum sameig- inlega í gegnum. Gunnar fæddist að Egilsstöðum í Villingaholtshreppi 10. maí 1926. Hann ólst upp á góðu sveitaheim- ili síns tíma í stórum systkina- hópi. Lífsbaráttan var hörð eins og þá var algengt, en heimilið komst af. Gunnar var hreinrækt- aður íslenskur sveitadrengur og naut þess síðar á lífsleiðinni. Hann unni fæðingarsveit sinni og bernskuslóðum. Gunnar naut ekki annarrar skólagöngu í æsku en barnaskólakennslu hjá Jóni Kon- ráðssyni kennara, sem hann mat mikils. Hann náði góðum tökum á margskonar ólíkum verkefnum, hafði góðar gáfur og opinn huga. Hann var sérstaklega trúr og sam- viskusamur í því starfi sem hann tók að sér. Gunnar hóf ungur störf hjá Kaupfélagi Árnesinga, fyrst í pakkhúsi, en tók fljótlega við byggingavöruverslun kaupfélags- ins og sá um rekstur hennar í um 20 ár. Hann lét af störfum þar fyrir þrábeiðni mína og kom til starfa í Fossnesti, sem ég hafði nýlega tekið við rekstri á. Við unn- um lengi saman hjá Kaupfélagi Árnesinga. Ég var á skrifstofunni. Starfið í byggingavöruversluninni var mikið og erfitt og gekk rekstur hennar vel. Fyrstu árin í Fossnesti starfaði Gunnar sem bensinafgreiðslumað- ur. Ég taldi að þjónustufyrirtæki í vexti hefði þörf fyrir slíkan starfsmann og það sannaðist fljótt. Eftir að húsið hafði verið stækkað og hafinn var rekstur veitingastaðar, réði ég ekki lengur einn við umsjón og bókhaldsvinnu. Ég lagði áherslu á að fá Gunnar með mér á skrifstofuna. Þótt hann hefði ekki reynslu eða menntun til skrifstofustarfa, var hann ótrú- lega fljótur að tileinka sér og kom- ast ínní þau margvíslegu verkefni sem þar eru unnin daglega. Þar starfaði hann í fullu starfi til æviloka, að undanskildum tveimur tímabilum sem hann var frá vinnu vegna sjúkrahúsdvalar. Árið 1956 kvæntist Gunnar Sig- ríði Vigfúsdóttur frá Húsatóftum á Skeiðum. Hún var eins og Gunn> ar frá traustu sveitaheimili og úr fjölmennum systkinahópi. Sigríð- ur var góð stúlka, þau stofnuðu heimili að Austurvegi 30 í kjall- araíbúð. Börn þeirra eru tvö, Kristín, fædd 1956, og Vigfús Þór, fæddur 1958. Sigríður dó úr krabbameini 6. júní 1959, eftir að- eins þriggja ára hjónaband. Var það mikill missir fyrir eiginmann- inn og börnin ungu og fjölskyld- urnar. Það sár var lengi að gróa. Eftir lát Sigríðar átti Gunnar heimili hjá foreldrum sínum og systkinum að Skólavöllum 14, en þau voru um það leyti að ljúka byggingu þess. Vigfús Þór var strax tekinn í fóstur af ömmu sinni og afa á Húsatóftum og hef- ur átt þar heimili siðan. Gunnar mat mikils þá miklu hjálp sem Húsatóftafólkið veitti honum. Kristín var áfram á heimilinu hjá pabba sínum. Hún ólst upp hjá ömmu sinni og Æsu föðursystur sinni og á þeim og fjölskyldunni allri mikið að þakka. Síðast byggðu systkinin hús saman að Engjavegi 47. Um 1965 kynntist Gunnar góðri konu, Arnheiði Helgadóttur frá Ey í Vestur-Landeyjum. Hún var ekkja, missti mann sinn sviplega frá tveimur ungum sonum þeirra árið 1955. Þau Adda og Gunnar urðu lífsförunautar upp frá því. Adda átti hús og bjó á Lyngheiði 6. Gunnar flutti til hennar um 1970 og átti þar heimili síðan. Gunnar naut sín vel í sambúðinni við Önnu, heimili þeirra er hlýlegt og fallegt og þau hæði gestrisin og góð heim að sækja. Gunnar var maður gleðinnar, hann hafði mikla þörf fyrir að vera í góðum hópi. Hópurinn gat verið árshátíðir, þorrablót, versl- unarmannahelgarferðir, óbyggða- ferðir, réttaferðir, allt niður í það að við sátum saman tveir og nut- um stundarinnar. Hann var alltaf veitandinn við slík tækifæri, ann- aðhvort með flutningi skemmti- efnis í bundnu eða óbundnu máli, eða með nærveru sinni því alltaf fylgdi manninum líf og fjör. Gunnar varði miklum tíma af tómstundum sínum í þetta starf. Gunnar starfaði í tveimur kórum hér á Selfossi. Hann gekk í kirkju- kórinn fljótlega eftir að hann fluttist til Selfoss, en siðustu 10 til 15 árin starfaði hann eingöngu með karlakórnum. Hann hafði góða tenórrödd. Einn listhæfileika hafði Gunnar, hann saumaði I. Nokkrir kunningjar hans eiga eft- ir hann útsaumaðar myndir, sem hann gaf þeim á merkisafmælum þeirra. Uppbygging myndanna er þannig að þær tengjast lífi hvers aðila ásamt vísu, sem hann orti sjálfur um tilefnið. Þessar myndir eru miklir dýrgripir fyrir eigend- urna. Síðustu árin átti Gunnar við heilsuleysi að stríða, en hafði fengið bót og framtíðin virtist björt. Hann fékk kransæðastíflu- kast haustið 1978 og lá á gjör- gæsludeild í Reykjavík tvær vikur, en náði sér vel og byrjaði að vinna aftur eftir tvo mánuði. Um sama leyti tók sjónin alvar- lega að gefa sig, hann var með augnsjúkdóm, þar sem augastein- arnir eyðileggjast smám saman og menn verða blindir. Nútímatækni ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frum- ort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.