Morgunblaðið - 08.01.1983, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 08.01.1983, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 1983 21 starfsemi kvenfélaga, reglu góð- templara, leikfélaga og gegndi auk þess ýmsum öðrum trúnaðarstörf- um. Á Akranesi var hún formaður Kvenfélags Akraness í 14 ár (1948—1962). Átti saeti í stjórn Sjúkrahúss Akraness í 8 ár (1958-1966). Sat lengi í skóla- nefnd. Ennfremur mörg ár próf- dómari í handavinnu stúlkna við barna- og gagnfræðaskólann á Akranesi, enda frábær hannyrða- kona. Átti lengi sæti í deildar- stjórn Kaupfélags Suður-Borg- firðinga, meðan það félag starfaði. Áhugi hennar fyrir málefnum samvinnumanna var mikill, eins og öllum öðrum málum, sem til heilla þorfa. Málefni Framsóknar- flokksins studdi hún ætíð af sama myndarbrag og önnur, sem hún tók sér fyrir hendur. Skipaði Þóra oft sæti á lista flokksins við bæj- arstjórnarkosningar og skipaði trúnaðarstöður fyrir hann í nefndum bæjarins, eins og áður er vikið að. Þóra var heiðursfélagi í Kvenfélagi Akraness og Stórstúku íslands. Hún tók þátt í mörgum kvennaþingum og ráðstefnum, bæði hér heima og erlendis. Félagsmálasaga Þóru Hjartar var löng og viðburðarík. Hún kom víða við og lét margt gott af störf- um sínum leiða. Áhrif hennar voru mikil. Hún hafði fastmótaðar skoðanir og manndóm til að halda þeim fram við hvern sem var af fullri einurð. Þetta skapaði henni álit og tiltrú — jafnt samherja sem andstæðinga — þegar því var að skipta. Jafnframt var hún með afbrigðum trygglynd og vinföst og var sá hópur stór, sem þess naut í ríkum mæli. Það var um sumarmálin 1937, sem við Þóra Hjartar kynntumst fyrst á æskustöðvum hennar í Súgandafirði. Þar vorum við bæði gestir. Hún öllum vel kunnug, en ég þekkti fáa. Eftir tveggja daga dvöl mína á Suðureyri mættum við Þóra á myndarlegri samkomu, sem stúkan stóð að. Þar voru og mörg reglusystkin frá Flateyri. Eftir miðnætti var haldið niður á bryggju og Flateyringarnir kvadd- ir. I næturhúminu var sungið við raust: „Allir heilir uns við sjáumst næst“ o.s.frv. Þetta var mikil hrifningarstund. Ég fékk að fljóta með þeim Flateyringum. Eftir þennan fyrsta samfund áttum við Þóra oft eftir að sjást og vinna sitthvað saman. gerir kleift að hjálpa slíkum mönnum, og fá þeir oftast fulla sjón aftur. Fyrir tveimur árum var gerð aðgerð á öðru auga Gunn- ars og fékk hann fulla sjón á því eftir hæfilegan biðtíma. Þessi tími var erfiður hjá Gunnari og reyndi á andlegt þrek hans. Mig langar að segja frá atviki, sem hann sagði mér frá og gerðist þegar hann lá á gjörgæsludeild- inni. Hann var tekinn að hressast vel og orðinn þreyttur á tækja- draslinu og kippti því úr sam- bandi. Eftir augnablik komu stelpurnar á vaktinni á fullri ferð náfölar og dauðhræddar og héldu að hann væri steindauður, en þeg- ar svo var ekki urðu þær öskureið- ar og hundskömmuðu hann, en hann skellihló. Við Lilja vorum hjá Gunnari og Öddu síðasta gamlárskvöld. Það var ómetanleg stund fyrir okkur. Fjörið og lífsgleðin voru óskert. Gunnar var að biðja okkur að koma með þeim til Wales og heim- sækja vini sem þau eignuðust þeg- ar karlakórinn fór þangað. Við verðum að fresta því í bili. Kallið kom á nýársdag, um kvöldmatarleytið fékk Gunnar kransæðastíflukast. Allt var gert sem í mannlegu valdi stóð til að bjarga honum. Maðurinn með ljá- inn var nýbúinn að brýna og beit vel. Gunnar dó um miðnættið. Að lokum flyt ég mínum kæra vini þakkir fyrir samfylgdina frá okkur Lilju og börnunum okkar, einnig frá félagahópnum stóra. Ég bið guð að blessa öddu, Helga og Dísu, Þorvald og Ellu, Stinu og Sigga Þór og Vigfús og barnabörnin öll. Gunnar Guðmundsson Sumarið 1940 var ég um nokk- urn tíma heimagangur hjá henni og þeim hjónum í Norska húsinu á Siglufirði. Og 1954 liggja leiðir okkar enn saman á Akranesi. Síð- an hefur Þóra verið kær vinur minn og fjölskyldu minnar. Það er því margs að minnast og margt að þakka er leiðir skilja. Ég hygg að allir samferðamenn Þóru Hjartar, sem af henni höfðu einhver kynni, vilji undir þetta taka og gera jafnframt að sínum orðum þessa sígildu lifsspeki Hávamála: „Deyr fé, deyja frændr, deyr sjalfr it sama, en ordstírr deyr aldregi hveim er sér gódan getr.“ Dan. Ágústínusson Það var á gamlársdag, að mér barst fréttin um að Þóra J. Hjart- ar tengdamóðir mín á Akranesi væri látin. Ég hafði búizt við þessari frétt lengi, en samt sem áður var eins og eitthvað hefði brostið innra með mér, og mig setti hljóða. Ég skynjaði það betur en nokkru sinni fyrr hvað hún hafði verið mér mikið. Leiðir okkar lágu fyrst saman þegar ég var 18 ára og ávallt síðan hefur hún reynzt mér sem bezta móðir, ljúf, góð og elskuleg og allt- af reiðubúin til hjálpar og hvatn- ingar til þess, sem var jákvætt og velviljað. Hún var óvenjulega geðprúð og bjartsýn manneskja, sem færði öllu umhverfi sínu yl með glaðværð og æðruleysi. Þessi fátæklegu orð mín eru fyrst og fremst þakkarorð til hennar fyrir allt það, sem hún var okkur öllum. Ég veit að það bíður hennar ljúf og heiðrík heimkoma í ríki Guðs, sem öllu ræður. Þegar mér verður hugsað til Þóru koma í huga minn tvö erindi eftir Davíð Stefánsson. „Ef sért þú gamla konu, þá minnstu móóur þinnar, uem mildasl átti hjartaó og þyngstu störfin vann og fórnaói þér kröftum og fegurð æsku annar og fneddi þig um hfið og gerði úr þér mann. l*ví aðeins færð þú heiðrað og metið þína móður, að minning hennar verði þér alltaf hrein og skír, og veki hjá þér löngun til að vera öðrum góður og vaxa inn í himin — þar sem kærleikurinn býr.“ Blessuð sé minning hennar. Ragna H. Hjartar Vestur- skaftfellskt héraðsrit írr ER komið í fyrsta sinn ritið Dynskógar — rit Vestur-Skaftfell- inga. Ritinu er ætlað að flytja þætti og greinar um vestur-skaftfellska sögu og menningu, og verður, eins og segir í formála, „reynt að forða frá gleymsku mörgu því, sem drifið hefur á daga héraðsins og íbúa þess.“ í fyrsta hefti Dynskóga ritar Jón Thor Haraldsson um Vík í Mýrdal, myndun þorpsins og þróun, Sveinbjörg Jónsdóttir ritar greinina Eftir Kötlu, séra Björn Magnússon ritar greinina Smá- vegis um Prestsbakkakirkju og að- draganda að smíði hennar, Eyjólf- ur Eyjólfsson ritar um jarðarfar- arsiði í Meðallandi á ofanverðri 19. öld og öndverðri hinni 20. og Sigþór Sigurðsson ritar um Dyr- hólahöfn. Ennfremur er i ritinu annálar úr öllum hreppum sýsl- unnar frá árinu 1980 og fleira efni. Ritið er innbundið og prýtt göml- um og nýjum myndum, meðal annars eru í því nokkrar litmynd- ir. í ritnefnd Dynskóga eru Björg- vin Salómonsson skólastjóri, Helgi Magnússon bókavörður og séra Sigurjón Einarsson. Útgef- andi er Vestur-Skaftfellssýsla. Dynskógum er ætlað að koma út á tveggja ára fresti, en næsta hefti verður þó gefið út þegar á næsta ári, í tilefni 200 ára afmælis Skaftárelda. Ljósmynda- sýning í Bólvirki Ljósmyndasafnið hf. hefur að undanförnu staðið fyrir sýningu í Bólvirki, Sýningarsal teppaversl- unar Álafoss, að Vesturgötu 2 í Reykjavík. Þar eru sýndar liðlega tuttugu gamlar Reykjavíkurmyndir eftir Magnús Ólafsson, en hann var meðal þekktustu ljósmyndara landsins á fyrsta þriðjungi þessar- ar aldar. Myndirnar, sem flestar eru af gömlum byggingum í Miðbæjar- kvosinni í Reykjavík, eru til sölu. Síðasta sýningarvika er nú að hefjast, en sýningunni lýkur laug- ardaginn 15. janúar. Jörgen Bruun Hansen sýnir í Nýlistasafninu í DAG, laugardag 8. janúar, kl. 16 verður opnuð sýning á verkum danska listamannsins Jörgens Bruun Hansen í Nýlistasafninu, Vatnsstíg 3B, Reykjavfk. Jörgen Bruun Hansen, eða Jörg- en Murer, eins og hann er gjarnan kallaður, er fæddur í Danmörku 1927, afkomandi múrara í þrjá ættliði. Hann er kennari við Kon- unglegu listaakademíuna í Kaup- mannahöfn, jafnframt því að vera þekkt og afkastamikið Ijóðskáld. Alls hefur hann gefið út níu ljóða- bækur. Hingað til lands kom Jörgen fyrst í boði Norræna hússins árið ’73 og las þá upp úr verkum sínum og hélt fyrirlestra. Einnig hefur hann kennt í Myndlista- og hand- íðaskóla íslands í sérfagi sínu, sem viðkemur múrverki og út- færslu veggskreytinga; en hann hefur farið víða um Evrópu og sett upp vegg- og múrmyndir fyrir hina ýmsu myndlistarmenn. Hér má minna á uppsetningu vegg- skreytingar Tryggva ólafssonar í sjúkrahúsinu á Neskaupstað. Til íslands hefur Jörgen Murer komið einum fimm sinnum og eignast hér fjölda vina og kunningja. Listamaðurinn verður við- staddur opnun sýningar sinnar í Nýlistasafninu og mun þá lesa upp úr verkum sínum. Á sýningunni eru 14 segraffitto-myndir gerðar með blandaðri tækni, járnbleki og pastel á litaðan grunn. Þetta eru ljóðmálverk, þar sem ljóðtextar Jorgen Bruun Hansen eru skrifaðir hver yfir annan á flötinn uns upp úr stendur heild- stætt myndverk. Að auki gefur að líta bækur listamannsins. Sýningin í Nýlistasafninu, Vatnsstíg 3B, er opin daglega frá kl. 16—22. Hún stendur til 16. janúar. Sr. Hannes í Fellsmúla messar í Fríkirkjunni A MORGUN, sunnudag 9. janúar, sem er fyrsti sunnudagur eftir þrett- ánda, slær Prestafélag Suðurlands upp á þeirri tilbreytingu, að sunn- lenskir prestar heimsækja söfnuðina í Reykjavík og syngja messur í hin- um ýmsu kirkjum höfuðstaðarins. Það er ánægjulegt, að svo skyldi ráðast, að séra Hannes Guð- mundsson í Fellsmúla í Rangár- þingi messar hjá okkur í Fríkirkj- unni þennan dag. Guðsþjónustan hefst kl. 14.00. Fríkirkjukórinn syngur undir stjórn organistans, Sigurðar G. ísólfssonar. Séra Hannes er fríkirkjufólki í Reykjavík að góðu kunnur. Hann fermdist hjá séra Árna Sigurðs- syni hinn 2. maí 1937 og færði síð- ar Fríkirkjunni að gjöf silfurkross vandaðan, til minningar um ferm- ingardag sinn. Kross þessi, hinn fegursti gripur, er nú borinn af safnaðarpresti við helgiathafnir i Fríkirkjunni. Ég veit, að safnaðarfólk og aðrir velunnarar Fríkirkjunnar munu fjölmenna til kirkju þennan helgi- dag og hlýða á heilsteyptan kenni- mann flytja fagnaðarerindið. Gunnar Björnsson Sýnir í Ný- listasafninu í DAG, laugardag 8. janúar, kl. 16.00 verður opnuð sýning á verk- um þýsku listakonunnar Dagmar Rhodius í Nýlistasafninu, Vatnsstíg 3b. Dagmar, sem er fædd í Bæjaralandi árið 1945, hef- ur stundað myndlistarnám bæði í Þýskalandi og Hollandi, auk fjög- urra ára listasögunáms. Sýningin stendur fram á sunnudagskvöld 16. janúar. Kerru stolið FYRIR jólin hvarf stór fólks- bílakerra frá Skólavörðustíg 22. Kerran er ný og ónotuð, gráblá að lit, með rauðbrúnum vatnsheldum krossvið og á Landroverfjöðrum með demp- urum. Þeir sem vita hvar kerr- an er niðurkomin, eru beðnir að hafa samband við lögregl- una eða hringja í síma 12218. Aukasýningar á Bent AUKASÝNINGAR verða á leikritinu Bent eflir Martin Sherman í Tjarnarbíói þriðjudaginn 11. janúar og föstudaginn 14. janúar kl. 21.00. Leikstjóri er Inga Bjarnason. Með aðalhlutverk fara Andres Sigurvins- son, Magnús Ragnarsson, Árni Pétursson og Þórarinn Eyfjörð. Karl Aspelund sá um leikmynd og búninga. Miðasala er í Tjarnarbíói báða sýningardagana frá kl. 17.00.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.