Morgunblaðið - 08.01.1983, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 08.01.1983, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 1983 31 Sími 78900 Frumsýnir stórmyndina JólamyncJ 1982 Sá sigrar sem þorir (Who dares wins) r ttyou) Þeir eru sérvaldir, allir sjálf- boðaliðar, svifast einskis, og eru sérþjálfaðir. Þefta er um- sögn um hina frægu SAS (Special Air Service) þyrlu- björgunarsveit. Liðsstyrkur þeirra var það eina sem hægt var að treysta á. Aöalhlv.: Lewis Collins, Judy Davis, Richard Widmark, Robert Webber. Sýndkl. 5, 9 og 11.25 Bönnuð innan 14 éra. Hsakkaö varð. Litli lávarðurinn Frábær fjölskyldumynd Sýnd kl. 3. SALUR2 Jólamynd 1982 Konungur grínsins (Klng ol Comedy) Einir af mestu llstamönnum kvikmynda í dag, þeir Robert De Niro og Martin Scorsese standa á bak við þessa mynd. Framleiðandinn Arnon Milch- an seglr: Myndin er bæöi fynd- | in, dramatísk og spennandl, Aöalhlutverk: Robert De Niro, I Jerry Lewis, Sandra Bern- hard. Leikstj.: Martín Scors- | *** Haskkað verð. Sýnd kl. 3, 7.05,9.10 og 11.15. Jólamynd 1982 Litli lávaröurinn (Llttle Lord Fauntleroy) BKIIY SCBBOQtB >AL'LcrctllWWE?S Stóri meistarinn (Alec Qulnn- ,ess) hittlr lltla meistarann (Ricky Schroder). Þetta er j hreint frábær jólamynd fyrlr alla fjölskylduna. Aöalhlv Alec Guinness, Ricky Schroder, Eric Porter. Lelkstj.: Jack Gold. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Snákurinn Frábær spennumynd í Dolby Stereo. Sýnd kl. 11.__ SALUR4 Jólamynd 1982 Bílaþjófurinn MHHmAHVHTXrSffS&u. Bráöskemmtileg og fjörug I mynd meö hinum vinsæla leik- ara úr American Graffiti. Ron Howard, ásamt Nancy Morg- | an. Sýnd kL 3. 5, 7, 9 oq 11. SALUR5 Being There Sýnd kl. 5 og 9. (11. sýnlngarménuður) Allar með isl. texta. | Frá keppni hjá Bridgedeild Rangseingafélagsins í Domus Medica. Bridge Arnór Ragnarsson Bridgefélag Akureyrar Tveimur umferðum er ólokið í Akureyrarmótinu í sveitakeppni en alls taka 18 sveitir þátt í keppninni og eru úrslitin spiluð í þremur riðlum: llrslit 3. umferðar í A-riðli: Jón Stefánsson — Ferðaskrifst. Akureyrar 20—0 Júlíus Thorarensen — Hörður Steinbergsson 20—0 Páll Pálsson — Stefán Ragnarsson 15—5 Röð sveita í A-riðli: Júlíus Thorarensen 43 Jón Stefánsson 38 Stefán Ragnarsson 36 Páll Pálsson 34 Hörður Steinbergsson 23 Ferðaskrifstofa Akureyrar 6 í næstsíðustu umferð spila m.a. saman sveit Júlíusar og Stefáns Ragnarssonar sem er núverandi titilhafi. Röð efstu sveita í B-riðli sem spila um 7.—12. sætið: Anton Haraldsson 46 Halldór Gestsson 42 Stefán Vilhjálmsson 33 Röð efstu sveita í C-riðli sem spila um 13.—18. sæti: Kári Gíslason 47 Eiríkur Jónsson 37 Sigmar Reynisson 35 Fjórða og næstsíðasta umferð- in verður spiluð nk. þriðjudag 11. janúar í Félagsborg klukkan 20. Bridgefélag Breiðholts Sl. þriðjudag var spilaður eins kvölds tvímenningur og var spil- að í einum 10 para riðli. Röð efstu para: Þórarinn Árnason — Gunnlaugur Guðjónsson 122 Sverrir Þórisson — Haukur Margeirsson 119 Eiður Guðjohnsen — Guðbrandur Guðjohnsen 113 Sigfús Skúlason — Bergur Ingimundarson 113 Meðalskor 108 Nk. miðvikudag verður líka spilaður eins kvölds tvímenning- ur en þriðjudaginn 18. janúar hefst sveitakeppni félagsins. Þeir sveitaforingjar sem tilbúnir eru með sveitir tilkynni þátttöku til keppnisstjóra. Spilað er í húsi Kjöts og fisks, Seljabraut 54, og hefst keppni kl. 19.30 stundvíslega. Bridgefélag Hafnarfjarðar Mánudaginn 3. jan. hófst vetr- arstarf BH aftur eftir jólahvíld- ina, með einskvölds-tvímenning. Spilað var í einum fjórtán para riðli. Úrslit urðu: Aðalsteinn Jörgensen — Stefán Pálsson 201 Georg Sverrisson — Kristján Biöndal 189 Ólafur Gíslason — Sigurður Aðalsteinsson 173 Ingvar Ingvarsson — Kristján Hauksson 171 Guðni Þorsteinsson — Þórarinn Sófusson 159 Jón Sigurðsson — Sævaldur Jónsson 157 Meðalskor 156 stig. Næstkomandi mánudag verð- ur svo aftur einskvölds- tvímenningur. Spilamennska hefst hálf átta í íþróttahúsinu við Strandgötu. Stjórn BH hefur tekið saman bronsstigafjölda hvers spilara í keppnum félagsins frá upphafi fram til þessa keppnistímabils. Staða efstu manna: Björn Eysteinsson 1424 Sævar Magnússon 1392 Magnús Jóhannsson 1229 Kristófer Magnússon 1146 Árni Þorvaldsson 1137 Hörður Þórarinsson 1051 Ólafur Gísjason 1025 Ásgeir P. Ásbjörnsson 995 Bjarni Jóhannsson 971 Aðalsteinn Jörgensen 960 Bridgedeild Víkings. Tveggja kvölda einmenning lauk nú fyrir jól. Þátttakendur voru 32. Röð efstu manna var þannig: Jóhanna Kjartansdóttir 112 Ólafur Jónsson 110 Karl Adolfsson 109 Bjarni Ásmundsson 108 Kristján Pálsson 107 Mánudaginn 10. janúar hefst eins kvölds tvímenningur. Allir eru velkomnir. Mánudaginn 17. janúar hefst barómeter. Þeir sem ætla að taka þátt í keppn- inni verða að vera búnir að skrá sig fyrir fimmtudaginn 13. janú- ar, í síma 73569. Fræðsluþættir frá Geðhjálp: Neyðar þj ónusta komin á Góðir lesendur. Stjórn Geðhjálpar óskar ykk- ur gleðilegs árs, við vonum að á árinu 1983 verði geðheilsa lands- manna í góðu lagi, og þó eitthvað bjáti á og allt verði ekki eins og allir vildu hafa það, þá að reyna að taka hlutunum með ró. Það virðist vera orðið landlægt með- al landsmanna að kvarta, við er- um orðin nöldurgjörn, við erum óánægð með allt og alla en fyrst og fremst erum við óánægð með sjálf okkur. Fyrirmenn þjóðar- innar koma fram fyrir almenn- ing og skýra frá þeim erfiðleik- um sem steðja að þjóðinni, erfið- leikum sem við að hluta höfum skapað sjálf, þá er komið að okkur, og það er að takast á við þann vanda, hvert og eitt okkar getur byrjað á sjálfum sér, erfið- leikar eru til að takast á við, ekki að flýja frá. ísland er fallegt land, þó stundum sé á því erfitt að lifa, sökum þess að veður geta orðið vond, en við erum duglegt fólk, já, talandi um veður, ég vona að þið hafið heyrt í unga manninum sem var talað við í útvarpinu 5. janúar. Hann átti í erfiðleikum með bílinn sinn sem var fastur eins og fleiri bílar, fréttamaður spurði, hvort hann væri ekki orðinn þreyttur á að komast ekkert áfram, maðurinn svaraði: Nei, nei, þetta er gaman, allir eru svo hjálplegir, eflaust hafa ekki allir sem voru fastir þennan dag hugsað eins og þessi maður, en þarna er hann að benda okkur á að vond veður og erfiðleikar færa okkur oft nær hvort öðru. Við berum okkur stundum saman við aðrar þjóðir, sem ef til vill getur verið rétt, en það er svo margt sem við gleym- um, sem við höfum fram yfir aðrar þjóðir, hér er ekkert at- vinnuleysi, enginn sveltur, flest- ir búa í góðum húsakynnum og við rekum mikla og góða heil- brigðisþjónustu. Við lifum í velmegun. Nei, við getum verið stolt af því að vera Islendingar, stöndum saman, þó að svart sé um hríð, þá birtir upp aftur. Ég læt fylgja hér með síðasta erindi í kvæðinu Sigur en ég veit ekki eftir hvern það er, þætti vænt um ef einhver gæti sagt mér það, þá að senda línur og merkja bréfið Fræðsluþættir Geðhjálpar, Morgunblaðinu, en lokaerindið er svona: l*ú varsi ekki óheppinn, vinur minn, viljandi sva*fóir þu manndóm þinn og snoiddir hjá veraldarvanda. TXin þín langa var ekkert böl, þú áttir svo margra kosta völ, en gleymdir aó hcfjast handa. Árið sem er að líða var okkur í Geðhjálp gott ár. Við fengum á fyrrihluta ársins marga góða fyrirlesara til þess að fræða okkur og þroska, og hafi þeir þökk fyrir. Okkur tókst að opna félagsmiðstöð á Bárugötu 11 í Reykjavík, þar sem við höfum til að byrja með opið um helgar frá 14 til 18. Þar er alltaf heitt á könnunni og þangað getur fólk komið, hitt aðra og skrafað sam- an, við ætlum að auka þá starf- semi á þessu ári. Við höfum ver- ið með þennan pistil í Morgun- blaðinu síðan í júní og sendum starfsfólki blaðsins bestu kveðj- ur. Eitt af aðalharáttumálum fé- lagsins var að komið yrði á neyð- arþjónustu fyrir geðsjúklinga, og sá draumur hefur ræst, því 1. desember hófst sú þjónusta með samvinnu á milli geðdeildar Borgarspítalans og Kleppsspít- alans. Neyðarþjónustan hefur ekkert verið auglýst, en mun vera getið sérstaklega síðar í þessum þátt- um. Við hjá Geðhjálp erum ekki í neinum vafa um að þingsálykt- unartillaga sem samþykkt var af alþingi um geðheilbrigðismál, og nefnd sem heilbrigðisráðherra skipaði til að kanna þau mál, er kveikjan að því að við höfum nú neyðarþjónustu fyrir geðsjúkl- inga. Ekki veit ég hvort farið var eftir tillögum nefndarinnar, en ég veit að hún skilaði til ráð- herra greinagóðri skýrslu í nóv- ember, nefndarmenn lögðu fram mikla vinnu í að kanna þessi mál frá sem flestum sjónarhornum. Við hugsum til þeirra sem starfa í geðnefndinni með hlýhug og vonum að þeir láti ekki deigan síga og haldi áfram að endur- skoða geðheilbrigðismálin eins og þingsályktunartillagan segir til um. Eins og þið munið fengum við Þórunni Pálsdóttur hjúkrunar- fræðing, Högna Óskarsson geð- lækni, Karl Marinósson félags- ráðgjafa, Magnús Þorgrímsson og Jónas Gústafsson sálfræðinga til að svara frá ykkur fyrir- spurnum, ef ykkur lægi eitthvað á hjarta eða ættuð við erfiðleika að stríða sem hægt væri að leiðbeina ykkur með, við höfum fengið nokkur bréf og munu þau nú byrja næsta laugardag að svara þeim. Þið fylgist með. Svo segi ég bless, verið hress. AÞ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.