Morgunblaðið - 08.01.1983, Page 36

Morgunblaðið - 08.01.1983, Page 36
^skriftar- síminn er 830 33 jrcgmtfifofrtfe rs ____yglýsinga- síminn er 2 24 80 LAUGARDAGUR 8. JANUAR 1983 Veður og færð í dag: Hvassviðri, jafnvel stormur, og ófærð ÚTLIT var í gærkvöidi fyrir áframhaldandi lægðagang. Nokkuð djúp lægð er vænt- anleg upp að landinu um miðjan dag og er reiknað með hvassviðri, jafnvel stormi, með snjókomu um Suður- og Suðvesturland ár- degis, sem ganga mun norð- ur yfir síðdegis, að sögn Guð- Tvö íslenzk rafeinda- fyrirtæki gera samning í Bandaríkjunum: Búnaður í frystihús fyrir 4 millj. ísl. króna TVÖ íslenzk rafeindafyrir- tæki, Framleiðni sf. og Óðinn, Vestmannaeyjum, gengu nýlega frá sölusamningi um hönnun, búnað og uppsetningu í banda- rískt frystihús, „Golden Eye“ í Boston. Verðmæti samningsins er um 220 þúsund Bandaríkja- dalir, eða um fjórar milljónir íslenskra króna. Þetta kemur fram í fréttatil- kynningu frá Undirbúningsfélagi rafeindaiðnaðarins, en þar segir að hér sé um að ræða vinnslukerfi, snyrtiborð og færibönd, sjálfvirk- an innmötunarbúnað, rafeinda- vogir, flokkunarkerfi og tölvubún- að. Búnaðinn á að afhenda í febrú- ar nk. og verður hann settur upp af íslenzkum aðilum. I fréttatilkynningunni segir, að þessi samningur marki tímamót, þar sem íslensk sérþekking á sviði fiskiðnaðar og rafeindatækni sé orðin útflutningsvara. Segír að Undirbúningsfélagið vinni nú að áætlun um uppbyggingu rafeinda- iðnaðarins og að gert sé ráð fyrir áframhaldandi útflutningi ís- lenskra rafeindatækja ásamt til- heyrandi vélbúnaði. Helstu málmiðnfyrirtæki sem þátt eiga í sölusamningnum eru Listsmiðjan, Vélsmiðja Sigurðar H. Þórðarsonar, Skipalyftan og Þór, Vestmannaeyjum. mundar Hafsteinssonar veð- urfræðings. Að sögn vega- gerðarmanna er nokkuð jafn- fallinn snjór víða þannig að vænta má að skafi og ófærð verði mikil, ef hvessir. Reiknað er með að strax geti farið að hvessa á níunda tímanum árdegis um sunnanvert landið. Lægðin er ekki eins djúp og sú sem gekk yfir á fimmtudag en reiknað er með að snjóað geti drjúgt samfara því að hún gengur yfir. Síðdegis í gær var greiðfært um Suðurnes og austur um Þrengsli og flesta vegi í Árnes- og Rang- árvallasýslum og á suðurströnd- inni allt austur á firði. Þá var greiðfært allt. norður í Mývatns- sveit og búið að moka vegi á Snæ- fellsnesi, nema fjallvegi. Hannes Hafstein sagði í gær- kvöldi að Slysavarnafélagsmenn væru í viðbragðsstöðu vegna veð- urútlitsins í dag. : ' i Tveir björgunarmenn standa hér á rústum fjárhúsanna að Höfða í Súðavík í gær, en þar fóru tvö fjárhús undir snjóflóð í fyrradag. Af 68 kindum sem voru i húsunum björguðust 40, en tvísýnt er um afdrif einnar þeirra. í gær var unnið við að bjarga heyjum. Á myndinni sér ofan á húsþök í Súðavík, í baksýn er Sjötúnahlíð og Kambabörð. Ljósm. Mbl. Sigurður Þóröarson. Verðlagsstofnun krefst lögbanns við hækkun fargjalda SVR: Háskaleg aðför að Reykja- vík og sjálfetæði hennar — segir Davíð Oddsson borgarstjóri „ÉG HEF ekki heyrt um þessa lögbannshótun frá svokölluðum verðlagsyfírvöldum, nema það sem ég hef heyrt í fjölmiðlum. l’au hafa ekki á nokkurn hátt haft samband við okkur varðandi málið og er það afar sérstætt," sagði Davíð Oddsson borgarstjóri í samtali við Morgunblaðið, er hann var spurður álits á lögbannskröfu Verð- lagsstofnunar vegna hækkunar borgarstjórnar á fargjöldum Stræt- isvagna Reykjavíkur. I fréttatilkynningu frá Verð- lagsstofnun segir að ákveðið hafi verið með heimild í 2. gr. laga nr. 12/1981, að krefjast þess að fógeti leggi lögbann við hinni ólögmætu hækkun á fargjöldum Strætis- vagna Reykjavíkur, sem borgar- stjórn hefur samþykkt og látið taka gildi. Því hafi þess verið farið á leit við fjármálaráðherra að hann veiti atbeina sinn í málinu með því að leggja fram tryggingu, sem krafist kann að verða- til þess að lögbannið nái fram að ganga. „Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því að Verðlagsráð og Verðlags- stofnun ætli sér, á grundvelli þeirra ummæla sem höfð voru eft- ir verðlagsstjóra í útvarpinu, þar sem hann gaf til kynna að það væri hans verkefiii, stofnunar hans og Verðlagsráðs, að ákvarða hversu mikið tap verði haft á Strætisvögnum Reykjavíkur, í því skyni að falsa vísitölu í landinu, eins og mátti lesa út úr orðum verðlagsstjórans. Öll lög standa til annars og það veit verðlagsstjóri; að Verðlagsstofnun og Verðlags- ráði ber að fara eftir því að fyrir- tækin séu rekin með sæmilegum hætti, en ekki að þau borgi hálft skuttogaraverð í halla á ári hverju, eins og gerist með Stræt- isvagna Reykjavíkur. Ég tel að þetta sé háskaleg aðför að Reykja- víkurborg og sjálfstæði hennar, og ef slíkt lögbann yrði sett væri það Janúar-nóvember: Heildarútflutningur dróst saman um 15% Verðmæti útflutnings jókst um 28%, verðlagsbreytingar 60% Heildarútflutningur Islendinga dróst saman um 15%, í magni taliö, fyrstu ellefu mánuði sl. árs, en alls voru flutt út 485.794,7 tonn á síðasta ári, samanborið við 570.187,8 tonn á sama tíma árið 1981. Verðmæta- aukning útflutnings fyrstu ellefu mánuðina í fyrra var aðeins um 28%, á sama tíma og almennar verðbreyt- ingar milli ára voru í námunda við 60%. Verðmæti útflutningsins fyrstu ellefu mánuðina í fyrra var 7.254,4 milljónir króna, borið saman við 5.655,6 milljónir króna á sama tíma árið 1981. Á fyrrgreindu tímabili dróst út- flutningur iðnaðarvara saman um 8%, í magni talið, en alls voru flutt út 140.640,5 tonn fyrstu ell- efu mánuðina í fyrra, borið saman við 152.611,3 tonn á sama tíma ár- ið 1981. Verðmætaaukningin í útflutn- ingi iðnaðarvara fyrstu ellefu mánuðina í fyrra var um 42%, en verðmæti útflutningsins var um 1.634,5 milljónir í fyrra, borið saman við 1.150,0 milljónir króna á sama tíma árið 1981. Litlu munaði að stórslys yrði: Kom auga á barnskoll I snjónum LITLU munaði að alvarlegt slys yrði þegar verið var að ryðja götu á höfuðborgarsvæðinu í vikunni með stóru snjóruðn- ingstæki. Tækjum þessum er ekið á talsverðum hraða í snjóskafla til þess að takast megi að þeyta snjónum í burtu. Ökumaðurinn hafði ekið hratt í snjóskafl og ætlaði að bakka út þegar hann skyndi- lega kom auga á lítinn barnskoll í snjónum. Þar voru þá þrjú börn að leik — höfðu grafið sér snjóhús í snjóskafl, sem myndast hafði. Mátti engu muna að börnin yrðu fyrir tönnum snjóruðnings- tækisins. Af þessu tilefni beinir Slysavarnafélag íslands því til foreldra að þeir vari börn við hættu, sem kann að stafa af snjóhúsum í og við götur og hugi að því, hvort slík snjóhús séu til staðar. einsdæmi af hálfu ríkisvalds, en Verðlagsstofnun er því miður beinn angi af því og svo sannar- lega ekki hlutlaus angi, að ætla að pína borgina til þess að reka fyrir- tæki með meiri halla en hún getur borið. Ef Verðlagsstofnun og Verðlagsráð ætla sér að ákvarða hvernig reka eigi þjónustu í Reykjavík og hversu hallinn eigi að vera mikill, þá hlýtur að því að koma, að ríkisvaldið og Verð- lagsstofnun taki að sér þennan rekstur. Borgin getur það ekki við þessi skilyrði, hún hvorki vill það né getur. Sú lagagrein, sem lög- bannsgreinin er reist á, féll að mati borgarinnar úr gildi um ára- mótin 1981/1982, þannig að við teljum að á slíkri kröfu verði ekki byggt," sagði Davíð Oddsson borg- arstjóri. Húsavík: Gæftaleysi síðan fyrir áramótin llúsavík, 7. janúar. GÆFTALEYSl hefur verið hér síðan fyrir áramót og bátar aðeins komist einn róður og afli misjafn. Vinna hef- ur ekki verið í frystihúsinu síðan 21. desember en áformað er að hefja aft- ur vinnu að einhverju leyti nk. mánu- dag, en þó ekki með fullum afköst- um. Stillt hefur til eftir stormhvell- inn og hríðina sem gerði í gær og Flugleiðavélin sem hér tepptist fór um hádegið í dag. Áformað er flug í kvöld og ef það tekst er áætlunar- flugið komið í eðlilegt horf og búið að flytja alia jólagestina sem beðið hafa lengur en áætlað var. Fréttaritari.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.