Morgunblaðið - 08.01.1983, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.01.1983, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 1983 Stjórnarskrármálið I Vaðið í Eftir Þorvald Garðar Kristjánsson, alþm. Allt frá stofnun lýðveldisins ár- ið 1944 má segja, að stjórnar- skrármálið hafi verið á dagskrá. Þá var heitið heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar. Síðan hefur hver stjórnarskrárnefndin tekið við af annarri, en engin lokið störfum. Þessi þráhyggja, sam- fara árangursleysi, á sínar skýr- ingar. Þegar við skildum við Dani þótti ekki annað sæmandi en að losa sig við það, sem danskt var. Ekki þótti hægt að una því að búa við stjórn- arskrá, sem að stofni til var frá 1874 og gefin af dönskum konungi. Það var ekki spurt að því, hvað gott væri, enda ekki sama hvaðan gott kæmi, frá Dönum átti það ekki að vera. Það var samt mikið gæfuspor, að þeir, sem réðu ferð- inni við sambandsslitin við Dan- mörku, létu þetta ekki trufla sig. Hætt er við, að lýðveldisstofnunin hefði frestast um ófyrirsjáanlegan tíma, ef menn hefðu verið haldnir þeim fordómum, að slíkt mætti ekki ske nema jafnframt fengi þjóðin að stofni til ný stjórnskip- unarlög, nýja stjórnarskrá. í umræðunni um stjórnarskrár- málið hefur margur mælt af mis- skilningi um uppruna stjórnar- skrár okkar. Hafa menn þá litið á íslenzku stjórnarskrána sem af- sprengi danskrar stjórnskipunar og stjórnvizku. En þá hefur mönn- um yfirsézt, að bæði íslenzka og danska stjórnarskráin, svo sem stjórnarskrár annarra lýðræðis- ríkja, eiga með einum eða öðrum hætti rætur sínar að rekja til stjórnarhátta, sem viðgengust þegar fyrir tveim öldum í móður- landi þingræðisins, Bretlandi. Stjórnarskrár fela í sér almenn- ar reglur, sem kveða á um skipu- lag og hlutverk ríkis. Slíkar grundvallarreglur eru yfirleitt stuttorðar. Slíkt kemur ekki að baga, heldur er þvert á móti kost- ur. í hverju landi fyrir sig getur framkvæmd á grundvallarreglum stjórnskipunarlaga verið með mis- munandi hætti. Hin stuttorðu stjórnarskrárákvæði gefa svigrúm fyrir mismunandi framkvæmd og stjórnskipunarvenjur, eftir því sem aðstæður og viðhorf í hverju landi krefjast. Það hefur stundum verið sagt um eðli stjórnarskráa, að þær séu ekki búnar til, heldur þróist þær og dafni. yillu og svíma Þorvaldur Garðar Kristjánsson „Ekki hefír nú bólað á markverðari hugmyndum um breytingar á stjórn- arskránni en hjá fyrri stjórnarskrárnefndum. Ekki er nú að fínna raun- verulega samstöðu stjórn- málaflokkanna í landinu um breytingar á stjórn- arskránni frekar en áður. Ekki hefír eðli og hlutverk stjórnarskrár breytzt frá því sem verið hefír. Ekki er nú frekar en áður grundvöllur fyrir nýja stjórnarskrá að stofni til.“ Allt er þetta skiljanlegt, þegar þess er gætt, að ekki er óhjá- kvæmilegt, að um skrifaða stjórn- arskrá sé að ræða. í Bretlandi sjálfu, þaðan sem fyrirmynd stjórnskipunarlaga er sótt, er ekki skrifuð stjórnarskrá. Þar er ekki gerður greinarmunur á stjórn- skipunarlögum og almennum lög- um eins og er hjá okkur. Þar eru ekki stjórnarskrárvarin réttar- ákvæði. Þar er grundvaliarreglan sú, að þingið er allsráðandi. í þrengri merkingu er þess vegna ekki um að ræða nein stjórnskip- unarlög í Bretlandi, heldur aðeins um allsherjarvald þingsins. í stað skrifaðrar stjórnarskrár er að finna í Bretlandi reglur um stjórnskipunina í almennum lög- um, dómvenju, þingsköpum og stjórnskipunarvenj um. Þegar haft er í huga eðli og upp- runi stjórnarskrár okkar má það verða nokkur skýring á þróun stjórnarskrármálsins allt frá lýð- veldisstofnun fram til þessa dags. Með lýðveldisstofnuninni varð stjórnskipulega ekki önnur breyt- ing en sú, að þjóðhöfðinginn varð forseti í stað konungs áður. Við íslendingar höfðum áður öll okkar mál í eigin höndum. í þessu efni varð ekki breyting við lýðveldis- stofnunina nema slitið var persónusambandinu við Dani frá 1918. Þjóðlíf, menning eða at- vinnuhættir tóku vegna sam- bandsslitanna engum breytingum, sem kröfðust aðlögunar stjórn- skipunarlaga. Lýðveldisstofn- uninni fylgdi enginn grundvöllur fyrir stökkbreytingum í almennri stjórnskipan landsins, heldur áframhaldandi þróunar í venjum og framkvæmd okkar stjórnskip- unarlaga. Að þessu leyti voru fyr- irheitin um heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar og nýja stjórn- arskrá á misskilningi byggð. Þetta hefur legið á borði þó það hafi ekki verið viðurkennt í orði. Þetta er skýringin á því, að ekki hafa rætzt hin háfleygu loforð og fögru fyrirheit um nýja stjórn- arskrá þjóðinni til handa. Það er ekki að kenna amlóðahætti þeirra, sem skipað hafa stjórnarskrár- nefndirnar, að árangurinn hefur ekki skilað sér af heildarendur- skoðun stjórnarskrárinnar. Það er heldur vegna þess, að þegar í harðbakka hefur slegið hafa menn staðið frammi fyrir þeirri stað- reynd, að stjórnarskráin, sem við höfum, hefir þjónað okkur vel, svo að afgerandi breytingar hafa ekki verið sjálfsagðar. Samt sem áður hafa margs konar hugsanlegar breytingar verið gaumgæfilega at- hugaðar af þeim hæfileikamönn- um, sem skipað hafa stjórnar- skrárnefndirnar fyrr og síðar og athyglisverðar hugmyndir settar fram. En ekkert af þessu hefur náð fram að ganga eða verið nægi- leg samstaða um á þeim grund- velli, að breyting væri til bóta. í raun hafa engar breytingar verið gerðar á stjórnarskránni frá lýðveldisstofnun nema kjördæma- breytingin 1959 og lækkun kosn- ingaaldurs 1968 úr 21 ári í 20 ár. Slíkar breytingar, sem í raun varða framkvæmd á grundvallar- reglum stjórnskipunarinnar, hljóta að eiga sér stað um einstök atriði, eftir því sem með þarf. En þetta á ekki skylt við heildarend- urskoðun stjórnarskrárinnar eða breytingar á grundvelli stjórn- skipunarinnar, sem væri svo gagn- ger, að tala mætti um nýja stjórn- arskrá í þeirri merkingu, að til kæmi stjórnarskrá af nýjum stofni. Um þessar mundir er flíkað tal- inu um nýja stjórnarskrá meir en oftast áður. Sagt er, að núverandi stjórnarskrárnefnd hafi unnið vel. Tekið er fram, að farið hafi verið yfir allar greinar stjórnarskrár; innar, svo að mikið er nú í lagt. í orði og æði er látið svo sem nú sé loks runnin upp sú hin stóra stund. Svo er látið sem nauðsyn krefji, að enginn dráttur verði á því, að nýja stjórnarskráin líti dagsins ljós. Það er lítill tími til stefnu, því að talað er um, að Al- þingi það, sem nú situr, samþykki nýja stjórnarskrá. Samt sem áður eru tillögur stjórnarskrárnefndar ekki farnar enn að sjá dagsins ljós. Þetta hefði einhvern tíma getað komið sér illa, því gert er ráð fyrir, að þing verði rofið á miðjum vetri, ef staðið verður við fyrirheit um kosningar í apríl- mánuði nk. En við öllu verður nú séð, því að yfirlýst er, að það eigi ekki að taka Alþingi nema fjórar, eða í hæsta lagi sex, vikur að ganga frá málinu og setja okkur nýja stjórnarskrá. í nýársboðskap sínum flutti forsætisráðherra á hátíðarstund lýðnum fagnaðarer indi um stjórnarskrármálið. En varðar einhvem um veru- leikann í máli þessu eða hvað? Ekki hefir nú bólað á markverðari hugmyndum um breytingar á stjórnarskránni en hjá fyrri stjórnarskrárnefndum. Ekki er nú að finna raunverulega samstöðu stjórnmálaflokkanna í landinu um breytingar á stjórnarskránni frek- ar en áður. Ekki hefir eðli og hlut- verk stjómarskrár breytzt frá því sem verið hefir. Ekki er nú frekar en áður grundvöllur fyrir nýja stjórnarskrá að stofni til. Mis- munurinn er hins vegar sá, að áð- ur voru staðreyndir, sem staðið var frammi fyrir, viðurkenndar að athuguðu máli, en nú er hrærzt í tilveru sveimhugans. Aður leiddi meðferð stjórnarskrármálsins til raunhæfra aðgerða á takmörkuðu sviði, þar sem voru breytingar á kosninga- og kjördæmaskipan. Nú er duflað í heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar með þeim af- leiðingum, að drepið er á dreif raunhæfum tillögum um breytt kosningafyrirkomulag, sem þörf er á og aðkallandi eru. Það er ekkert þjóðþrifaverk að halda að þjóðinni óraunhæfu orðagjálfri um nýja stjórnarskrá. í þeirri stöðu, sem við Islendingar nú stöndum, er annars meiri þörf. Við leysum ekki með þeim hætti vanda efnahagslífsins og aðra erf- iðleika, sem nú er við að fást. Slíkt framferði er hins vegar flótti frá vandamálunum. Slíkt sjónarspil þjónar þeim tilgangi einum að villa um fyrir þjóðinni með því að gefa fölsk fyrirheit. Þannig verður einungis aukið á óvissu þá og upp- lausn, sem nú blasir við í stjórn- arháttum landsins. Með slíku framferði er vaðið í villu og svíma. Bæjarútgerð Hafnarfjarðar: Enn óljóst hvort rekstur hefjist að nýju ÞAÐ hefur ekki enn verið tekin ákvörðun um það hvort rekstur Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar verði hallnn að nýju, en fyrir skömmu var 200 starfsmönnum hennar sagt upp. Dnnið er að lausn málsins, en greiðslufjárstaða fyrirtækisins er nú neikvæð um tugi milljóna. Vegna þessa ræddi Morgun- blaðið við Sigurð Þórðarson, for- mann útgerðarráðs, og hafði hann eftirfarandi um málið að segja: „Við tókum fiskverðs- hækkunina með í dæmið og hún lagar vissulega rekstrargrunninn frá því sem áður var, en vandinn er fyrst og fremst greiðslufjár- staðan, hún er nú neikvæð um tugi milljóna. Skuldbreytingin bætti dæmið lítillega, í henni koma 14 milljónir í okkar hlut og þar af hafa 7 milljónir verið nýttar. Á útgerðarráðsfundi í síðustu viku voru samþykktar ákveðnar hugmyndir um það hvernig hægt væri að leysa þennan vanda. Þær fólu í sér, að viðræður við stjórn- völd og lána- og peningastofnan- ir eru nauðsynlegar og til þess að þær gætu orðið óskaði útgerðar- ráðið eftir því, að bæjarstjórnar- flokkarnir tilnefndu einn mann hver og útgerðarráðið tvo í við- ræðunefnd. Viðræðurnar eru nú í gangi og ekkert hægt að segja um endalok málsins fyrr en niðurstöður viðræðnanna liggja fyrir.“ | Elín J. Jónsdóttir Richter skrifar frá V-Þýzkalandi: Jólasiðir og jólahald í þetta sinn langar mig til að lýsa svolítið jólahaldi í Þýzka- landi eins og ég hef kynnzt því. Það er reyndar að mörgu leyti svipað og á íslandi, svo að viðbrigðin voru ekki ýkja mikil að því leyti, þegar ég fluttist hingað. En ég held, að þegar maður býr svo fjarri bernskustöðvunum, hugsi maður aldrei jafnoft heim og einmitt um jólaleytið, og oft vill heimþrá gera vart við sig, jafnvel þótt hún hafi hljótt um sig að öllu jöfnu. Eiginlega má segja, að jólahald byrji með aðventunni, fjórum vikum fyrir jól. Þá er kveikt á jólaljósunum í Wæjunum, upplýst jólatré standa á hverju horni, jólamarkaðir eru settir upp í flestum borg- um, og fólk skreytir heimili sín með aðventukrönsum, kertum og greni. Húsmæð- urnar leggja sig í líma við undirbúning jólanna; það er bakað og föndrað með börn- unum; krakkarnir læra jóla- lög og haldnar eru jóla- skemmtanir í skólunum. Samt held ég, að þessar jóla- skemmtanir komist ekki í hálfkvisti við „litlu jólin" í barnaskólunum á íslandi, sem eru mér ógleymanleg enn þann dag í dag, og ég vona svo sannarlega fyrir hönd íslenzkra barna, að „litlu jólin“ verði haldin með sama sniði um ókomna tíð. Jólamarkaöurinn í bænum er fyrirbæri, sem ég vildi ekki vera án nú orðið. Göngugöt- ur, sem eru víða alllangar, eru þéttsetnar alls konar sölubásum og -kofum; í sum- um er hægt að fá brenndar möndlur og paradísarepli; aðrir bjóða upp á heitt glóvín eða grogg; enn aðrir hafa hunangskökur og þess háttar. Svo eru aftur aðrir, sem hafa föndur og jólaskraut á boð- stólum, og mörg góðgerðarfé- lög setja upp kofa eða bása og selja ýmsa muni. Það er mikil stemmning yfir miðbænum þennan tíma, og það eitt, að finna ilminn af öllu góðgæt- inu, kemur manni í jólaskap. Ekki má gleyma því, sem gert er börnunum til ánægju; á hverju torgi eru hringekjur og önnur skemmtitæki. Jóla- markaðir eiga sér gamla hefð í Þýzkalandi; frægastur þeirra er svokallaður „Christkindlmarkt" í Nflrn- berg, sem dregur að sér gesti víðsvegar að. Eitt af því, sem mér var ókunn- ugt í byrjun, er „Nikulásdag- ur“, sem er 6. desember. Dag- urinn er kenndur við heilag- an Nikulás, sem er talið að hafi verið biskup í Myra á 4. öld. Samkvæmt munnmæla- sögum var heilagur Nikulás góðmenni mikið, sem gerði hvert góðverkið — og jafnvel kraftaverkið — á fætur öðru, og hann lét sér einkum annt um börn og umkomulaust fólk. Nikulás hefur nú tekið á sig mynd jólasveinsins, eins og við þekkjum hann, sem fylgist mjög vel með hegðun barnanna. Kvöldið fyrir Nik- ulásdag setja börnin skóna sína út fyrir dyrnar, og ef þau hafa verið þæg og góð, fyllir Nikulás þá af sælgæti, ávöxtum og jafnvel leikföng- um um nóttina. En Nikulás er reyndar ekki einn á ferð. Fylgisveinn hans er brúna- þungur náungi, sem kallast „Knecht“ Rupprecht. Hans hlutverk er að veita óþægum börnum hirtingu með hrís- vendi, sem hann skilur ekki við sig. Mér leikur samt grunur á, að slíkar hirtingar séu mjög sjaldgæfar! — Um upphaf og tilkomu þjóð- sagnapersónunnar Rupp- recht veit ég ekkert og fyrir- spurnir mínar í þá átt báru engan árangur. — Hins vegar þekkist ekki hér, að jóla- sveinninn komi á jólanótt og stingi einhverju í skó barn- anna. Eitt annað kom mér mjög an- kannalega fyrir sjónir, en sinn er siður í landi hverju. Þýzkir foreldrar segja börn- unum sínum nefnilega, að á aðfangadagskvöld komi Jesú- barnið af himnum, og að það komi með allar gjafirnar, sem liggja undir jólatrénu. Þetta gerir kvöldið mjög leyndardómsfullt; bðrnin langar þessi ósköp til að sjá Jesúbarnið og bíða komu þess með mikilli eftirvæntingu. En einhvern veginn vill það ekki lánast að sjá svo mikið sem í skikkjuhorn Jesúbarns- ins. Ekki ríkja svo mjög fastar venj- ur, hvað jólamatinn snertir. Þessir siðir fara líka mjög eftir landsvæðum, og þegar hundruð þúsunda flótta- manna komu úr austri til þess landshluta, sem nú er Vestur-Þýzkaland eftir síðari heimsstyrjöldina, héldu flest- ir þeirra fast við sínar venj- ur, þannig að þetta hefur blandazt mjög. En aðallega virðist jólagæsin vera á borð- um, ýmist á aðfangadags-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.