Morgunblaðið - 08.01.1983, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.01.1983, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 1983_ Halldóri Laxness svarað Eftir Pétur Magnússon Halldór Laxness skrifar grein- arstúf í Morgunblaðið 7. desember sl. sem hann nefnir: „Enn vantar þjóðsönginn". Laxness virðist ekki allskostar ánægður með þjóðsöng- inn, og hefur ýmislegt út á hann að setja. í fyrsta lagi, segir Lax- ness, er „Ó, Guð vors lands" ekki íslenskur þjóðsöngur í eðli sinu heldur únitariskur lofsöngur um sköpunarverkið. í öðru lagi saknar Laxness „Frelsarans" í þjóðsöngn- um og spyr hvað hafi orðið um hann í jafn hástilltu dýrðarljóði. Ennfremur segist Laxness hyggja að ýmsir frjálslyndir íslendingar hafi verið efins um að sólkerfi himnanna (sköpunarverkið) þyrfti lofs við í þjóðsöng, og að söngur- inn væri of hástemmdur. íslenski þjóðsöngurinn er lof- söngur til Skaparans, og sem slík- ur verður hann að rísa hátt yfir alla trúarbragða smámunasemi, kreddur og játningar. Hann þarf að höfða til allra trúarbragða jafnt. Flest öll trúarbrögð hafa sameiginlegan kjarna og þessi innsti kjarni er einmitt lotning og lofgjörð ásamt þakkargjörð til hins æðsta veraldarsmiðs. Þjóð- söngurinn íslenski höfðar jafnt til lúterskra, únitara, katólskra o.s.frv. og þess vegna fær það eng- an veginn staðist að tileinka hann ákveðnum hópi manna eins og Laxness gerir. Höfundur þjóð- söngsins, Matthías Jochumsson, hefur að sjálfsögðu kynnt sér hug- arheim únitara, sem önnur trú- arbrögð, því stórbrotnir andans jöfrar eru að eðlisfari andlega leitandi menn og þurfa að hafa heildaryfirsýn yfir sem flest sem hugsað er á jörðu. Únitarar virð- ast ekki vera mjög margir hér á landi, en eru mun fleiri í Kanada. í viðtalinu við prest únitara í Winnipeg í sumar, kom fram að þeir biðja ekki fyrir sjúkum, og virðast því bera minna traust til Æðri máttarvalda en prestar þjóðkirkjunnar hér heima. Þakkargjörð og Lofgjörð til hins hæsta Veraldarsmiðs er ekki hægt að skilgreina sem lúterska, kat- ólska eða únitariska eins og Lax- ness talar um. Þetta er bara eðli- legur tjáningarmáti hins skapaða til Skaparans. Hið skapaða (mað- urinn) fyllist undrun og gleði yfir dásemdum sköpunarverksins og þakklætið til Skaparans fyrir gjafir lífsins, fegurðina, kærleik- ann, vináttuna, viskuna, og fyrir Ljósið sem lýsir upp tilveru okkar, brýst fram í þakkargjörð og lof- gjörð. Hafa ekki flest öll trúar- brögð heims sameiginlegan kjarna, þótt ágreiningur sé um minniháttar túlkunaratriði. Sann- leikurinn er einn þótt hann birtist í ýmsum blæbrigðum. Allir þessir trúarhópar hafa sameiginlega þörf, þrá og vilja til að nálgast þau tilverusvið sem veita andlega fyllingu, fegurð og gnægð. Maðurinn lifir ekki á brauði ein- göngu, eins og stendur í Heilagri ritningu. Þau hjálpartæki sem trúað fólk notar til að laða að sveiflur fegurðar, göfgi og fyll- ingar eru: (a) Þögn (b) Ákall (c) Lofgjörð. Lofgjörðin er notuð af öllum trúarhópum heims. Ef lof- gjörðin er ekki háleit og há- stemmd missir hún mátt sinn og tilgang. Laxness saknaði „Frelsarans" í dýrðaróði Matthíasar. Hvers- vegna? Þrenningin Faðir, Sonur og Heilagur andi er innifalið í hugtakinu „Guð“. Ég og Faðirinn erum eitt, sagði Frelsarinn. Ég er í Guði og Guð er í mér. Allt vald er mér gefið á himni og jörðu. Frels- arinn læknaði sjúka, reisti frá dauða, gerði máttarverk með krafti frá hæðum. Frelsarinn not- aði mannlegan líkama á meðan hann gisti jörðina, en hann var og er — eitt með Guði — hluti Guð- dómsins. Og Heilagur andi? Hvað er það annað en nálægð Guðs, út- geislun frá Guði. Nálægð sem nærir, vermir, styrkir og gleður. í þriðja lagi heldur Laxness því fram að ýmsir frjálslyndir íslend- ingar hafi verið efins um að sól- kerfi himnanna (sköpunarverkið) þyrfti lofs við í þjóðsöng. Maður- inn er óaðskiljanlegur hluti sköp- unarverksins, og þetta hlýtur þá að vera spurning um afstöðu mannsins til skaparans og al- heimsins. Laxness vill auðsjáan- lega fjarlægja lofgjörðina úr þjóð- söngnum. Er það ekki sama og að úthýsa Guði og þar með hinum andlega þætti tilverunnar, en maðurinn er fyrst og fremst and- leg vera á þroskabraut. Með því að fjarlægja lofgjörðina flytjum við þjóðsönginn niður á lægra plan. Megum við við því? Er ekki rétt- ara að þjóðin hafi háleit stefnu- mið hvernig sem annars tekst til með þjóðlífið, fegrun þess og full- komnun. Eitt er víst, maðurinn sjálfur er stórkostlegt sköpunar- undur. Manninum er gefið allt sem þarf til að lifa hamingjusömu, unaðsríku lífi hér á jörðinni, skynsemi og afl til að gera allt sem gera þarf. Einnig voru mönn- unum gefnar „Leikreglurnar", hvernig eigi að lifa lífinu. Og ef okkur finnst ástæða til að þakka fyrir litlu gjafirnar sem samferða- mennirnir rétta okkur, hversu eð- lilegra er það ekki að muna að við erum í skuld við skaparann fyrir lífið sjálft, unaðssemdir þess, fyllingu og fegurð. Það hefði því orðið frekar undrunarefni en hitt ef hið háandlega stórskáld Matthías Jochumsson hefði gleymt gjöfum skaparans þegar hann orti þjóðsönginn. Ef sköpunarverkið þarf ekki lofs við í þjóðsöng, eins og Laxness heldur fram, þá ber hinn mikli fjöldi lofsöngva þess vott að það er eitthvað innra með manninum, sem knýr hann til að lofsyngja skapara sinn. Þetta eru eðlileg samskipti Skaparans og hins skapaða. Maðurinn var skapaður í ímynd föðurins, með alla mögu- leika til fullkomnunar. Höfundur sköpunarverksins elskaði okkur að fyrra bragði og ást hans knýr okkur til andsvars í lofsöng. Við íslendingar erum í þakk- arskuld við Matthías Jochumsson fyrir þjóðsönginn. Þökk sé honum fyrir vel unnið meistaraverk. Pétur Magnússon „Ef sköpunarverkið þarf ekki lofs við í þjóðsöng, eins og Laxness heldur fram, þá ber hinn mikli fjöldi lofsöngva þess vott að það er eitthvað innra með manninum, sem knýr hann til að lofsyngja skap- ara sinn.“ Vér deyjum ef þú ert ei Ijós það og líf sem að lyftir oss duftinu frá. ó, vert þú hvern morgun vort Ijúfasta líf, vor leiðtogi í daganna þraut og á kvöldin vor himneska hvíld og vor hlíf 3vor leiðtogi á þjóðlífsins braut. slands þúsund ár;; verði gróandi þjóðlíf með þverrandi tár, sem þroskast á guðsríkis braut. MJ. Prófkjörið og vandræðabörn Nokkur orð til Sveins Ólafssonar, Silfurtúni Eftir Jens í Kaldalóni Það er nokkurs um vert að grína aðeins í smágrein þína í Morgun- blaðinu 5. des. sl. þar sem þú telur raunar meingallaðasta atriðið í prófkjöri vera að í það vanti „mannvitið". En ekki get ég nú fram hjá því gengið, að í fleiri reglum en um prófkjör gilda, — mætti vitið vera nokkru meira, og sýnist svo á stundum að ekki sé úr of djúpum vizkubrunni ausið, þá hinir frægu kappar reglugerða- smíða oft á tíðum láta á þrykk út ganga það sem hinn almenni borg- ari skal eftir breyta í boðum og bönnum. Ég get verið þér alveg sammála í því, hvílík vandræðabörn próf- kjörin í mörgum tilfellum eru. En fyrst þau eru nú svona mikil vand- ræðabörn, verður jafnt yfir alla að ganga. En sagan er heldur ekki öll sögð með því, heldur miklu frekar hinu, hvernig þeir „mannvits"- frömuðir sem yfir þessum tólum vilja ráða geta meðhöndlað þetta mannaverk á margan hátt, sér og öðrum til vansæmdar og ama. En kjarninn í orðum þínum er þessi: þar sem þú lýsir hinu mikla mannviti Geirs Hallgrímssonar að beygja höfuð sitt og taka niður- stöðu „vitleysunnar". Já, það er nú það, að taka niðurstöðum vitleys- unnar. En hafðir þú sjálfur ekki meira traust á Geir Hallgrímssyni en það að hann hefði ekki það mannvit til að bera, að ekki væri hann maður til að taka örlögum sínum. Það fá ekki allir ætíð allt sem þeir vilja, það þekkjum við best kotungarnir á þessari jörð, og hvað sem mannviti okkar líður verðum við oftast að bera það mótlæti sem á okkur lagt er. Að dæma kjósandann „vitleysunni" ofurseldan fyrir það eitt að hann hefur frjálst val um það hverjum hann greiðir atkvæði sitt, er nokk- uð stórt uppí sig tekið, eða er þá kannski einræðið auðveldasta lausnin. Ég held ekki. Hefði prófkjörið orðið eitthvað vit- eða vizkumeira þótt þessi maðurinn hafi hlotið fyrsta eða annað sætið í prófkjörinu eða hinn — hefði þá ekki vantað í það mannvitið? Sko, nú er ég ekki neitt að amast við Geir útaf fyrir sig. Hér er ekki spurning um nöfn eða persónu heldur spurning um það, hvort allir formenn stjórn- málaflokkana eigi persónulega óskiptan einhuga og siðferðilegan rétt á því að verða í fyrstu tölu þeirra er framboðslistann skipa hverju sinni. Ef svo væri, virtist ekki þurfa að kjósa neitt um þá, þeir væru þá sjálfkjörnir. Eða hver er þá réttur hins frjálsborna kjósanda, ef það er talin skylda hans — ef mannviti skal halda, að kjósa hvað sem tautar og raular, formann flokksins í 1. sæti til framboðs, án vilja hans og sann- færingar? En rúsínan í pylsuenda grein- arkorns þíns er ótvírætt þar sem þú telur að þeir sem efstu sætin skipa á listanum og „hinn glataði sonur" færist þar upp og ofar, og telur það mikla reisn að hagræða rétt kjörnum mönnum eftir eigin geðþótta, svo einhver ákveðin persóna komist í öruggt sæti. Nú grunar mig, að sjálfur Geir Hall- grímsson sé miklu stærri persóna í sniðum öllum en svo, að hann myndi þiggja slíkt brask með rétt þinn eða „minn“, þ.e. þeirra sem valdið hefur, kjósandans. Og ef að það mannvit á svo ofaná allt ann- að að vanta í prófkjörið, að hægt sé að verzla með frambjóðendur, hækka þá og lækka eftir geðþótta hvers og eins, þá er þetta allt sam- an orðin sú grallaralegasta for- smánartuska að á alla.kanta vinda má sér og hinum til hagræðis og fer þá reisnin yfir frjálsum kosn- ingarétti svona heldur að fella laufblöðin á því mikla aldintré. Eða getur þú, góði maður, skrifað nafn þitt undir orðið reisn í athæfi Ellerts Schram þegar hann arf- leiddi Pétur Sigurðsson að per- sónu sinni í síðustu kosningum? Fannst þér það einhver dýrðar reisn við kjósendur Ellerts, þó eft- ir kenningu þinni að mannvitið hafi svo vantað í vissa kjósendur að þeir tóku Ellert framyfir Pétur. Nei sko, góði maður, meira virð- ingarleysi og forsmán er ekki hægt að sýna stuðningsmönnum sínum og kjósendum og það er Ell- ert B. Schram löngu búinn að sjá, en ég veit ekki um Pétur. En neðar finnst mér enginn geta lagst, hreint út sagt, en að láta sig henda það að taka við slíkum náðargjöf- um til þess eins að fá áðgang inn- fyrir alþingisdyrnar. Mér er ná- Jens í Kaldalóni kvæmlega sama hvort maðurinn heitir Pétur eða Geir, Jón eða Sig- urður og hvað góður og gegn sem hann kann að vera, hann verður bara að sæta því, að ef fólkið vill ekki veita honum brautargengi til þessa eða hins, þá verður við það að una. Öll hrossakaup af þessu tagi eru svo langt fyrir neðan allt mann- legt siðgæði, að ekki ætti til álita að koma, hvað þá heldur að kenna það við reisn og miklu heiðarlegra að falla með sæmd en troðast til vegsauka á slíkum kjörum. Kjós- andinn á sinn helgasta rétt í þessu efni hvar sem hann er, hans boði verður ekki áfrýjað. En um prófkjörið að öðru leyti, sem þó allra meina bót verða átti er það innleitt, var má segja að sé eitt hið skelfilegasta sullum bull, svo sem ótal margt í okkar pólitík, en verð- ur þó jafnt að gilda alls staðar meðan eftir því skal lifa. Gæti ég þó vel bent á annað form betra, eða mannlegra, en þó sjálfsagt myndi einhvern mannvitsneistann vanta í þá sálma, ekki síður en það sem nú hefur reynslunni ríkara orðið. Kanadískur prédikari talar hér HÉRLENDIS er staddur kanadisk- ur predikari, Gene Storer, og er þetta annað árið í röð, sem hann heimsækir ísland. Hingað er hann kominn á vegum Nýju postulakirkj- unnar, og heldur hann guðsþjónust- ur sinar aö Háaleitisbraut 58. Hann mun predika á sunnudag klukkan 11 og klukkan 17 og á miðvikudag klukkan 20.30. Nýja postulakirkjan hefur starfað hérlendis í 4 ár og er prestur hennar sr. Lennart Hedin. Hann sagði, að tilgangur Nýju postulakirkjunnar væri að boða ómengað fagnaðarerindi krists í þeim anda, er ríkti í frumkirkj- unni. Gene Storer er umdæmisöld- ungur kirkjunnar í Kanada. Er hann nú í fimmta sinn á íslandi, en í Kanadaumdæmi Nýju postulakirkjunnar eru 85 lönd. Gene Storer í predikunarstól.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.