Morgunblaðið - 08.01.1983, Side 15

Morgunblaðið - 08.01.1983, Side 15
Kristján Ragnarsson vegna ummæla bátaútgerðarmanna: MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 1983 15 Engin leið að draga línu milli útgerð- ar báta og togara „ÞAÐ ER engin leið aö draga línu milli útgeröar báta og togara, menn eyða mismikilli olíu, hvort sem um bát eöa togara er aö ræöa. Það fer eftir því hvaða veiöarfæri viökom- andi bátar nota og aörir togarar afia, tvisvar sinnum meira en aðrir og með svona olíugjaldi er verið að færa til þeirra, sem minna afla. Hér er því fyrst og fremst um að ræða tilflutning á fjármagni frá þeim, sem vel afla til þeirra, sem minna afla hvort sem um er að ræða togara eða bát og það tel ég ekki rétta stefnu, heldur á hver að standa ábyrgur fyrir sínu,“ sagði Kristján Ragnars- son, formaður og framkvæmdastjóri LÍÚ, er hann var inntur álits á um- mælum útgerðarmanna báta, sem birt voru í Morgunblaðinu síðastlið- inn miðvikudag. „Það liggur fyrir að það var al- gjör samstaða hjá LÍU um svo- kallaða aðra leið, eða þá, sem ekki var farin, en kom til umfjöllunar. Við urðum algjörlega sammála um það að kostnaðarhlutdeild utan skipta upp á 17% olíugjald í stað 7% væri æskilegri leið og síð- an greiddi hver og einn að fullu þá olíu, sem hann eyddi. í því fólst engin millifærsla frá einum til annars eins og var fyrir 1976, sem þá var afnumið. Ríkisstjórnin ákvað hins vegar að þetta skyldi gert svona, það er með útflutn- ingsgjaldi og niðurgreiðslu á olíu. Þess vegna varð ég, fyrir hönd út- gerðarinnar, að semja mig að ákvörðun ríkisstjórnarinnar, sem auðvitað er sá aðili, sem stjórnar landinu. Þess vegna féllumst við á þessa lausn, sem hefur vissa ókosti í för með sér, en það er hins vegar nákvæmlega sama fyrir sjó- menn hvor leiðin hefði verið far- in,“ sagði Kristján ennfremur. Sjálfstæðismenn á Akureyri: Vildu lækka fasteigna- skatta um 1,9 millj. króna „VIÐ sjálfstæðismenn i bæjarstjórn Akureyrar lögðum það til við umræð- ur um fasteignaskatta skömmu fyrir jól, að Akureyrarbær nýtti ekki til fulls heimildir til skattahækkana," sagði Gunnar Ragnars, bæjarfulltrúi á Akureyri í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í gær. „Við urðum hins vegar að láta í minni pokann, þar sem meirihluti bæjarstjórnar og fulltrúi Alþýðuflokksins greiddu at- kvæði með hámarksálagningu fast- eignagjaldanna," sagði Gunnar enn- fremur. „Nú verða fasteignagjöld hér á Akureyri þvi 0,625% af fasteigna- mati, en við lögðum til að þau yrðu ekki nema 0,5625, sem er samtals 1,9 milljónum króna lægra. Við teljum óverjandi og ástæðulaust að Akureyri skuli jafnan vera fremst í flokki sveitarfélaga í fast- eignaskattheimtu. Fasteignamat hér hefur hækkað um 65% á milli ára, og það er ekki svo lítið, þegar þess er gætt að kaup fólks hækk- aði að meðaltali aðeins um 48% milli áranna 1981 og 1982, og spáð er svipaðri hækkun milli 1982 og 1983. Hér vilja meirihlutaflokk- arnir í bæjarstjórn því hækka fasteignagjöldin mun meira en sem nemur kauphækkuninni. Það er ekki síst athyglisvert að Kvennaframboðið stendur að þessu og skipar sér þar með í sveit með gömlu skattheimtuflokkunum sem við þekkjum," sagði Gunnar Ragnars að lokum. Tillaga meirihluta bæjarstjórn- ar var samþykkt með 7 atkvæðum gegn 4 atkvæðum sjálfstæð- ismanna, þeirra Gunnars Ragn- ars, Gísla Jónssonar, Jóns G. Sól- ness og Sigurðar J. Sigurðssonar. Hitaveita Akraness og Borgarfjarðar: 30 milljón kr. tap á sl. ári Borgarnesi, 5. janiiar. HITAVEITA Akraness og Borgar- fjarðar á nú í talsverðum fjárhags- erfiðleikum. Að sögn Ingólfs Hrólfssonar hitaveitustjóra stafa erfiðleikarnir fyrst og fremst af óhagstæðri vaxtaþróun, þ.e. vaxta- kostnaður væri verulega miklu hærri en reiknað var með í upphafi, auk þess sem vatnssala hitaveit- unnar væri um 30% minni en búist var við. Ingólfur sagði að mikið tap hefði verið á rekstrinum síðastliðið ár, uppgjör liggur ekki fyrir en ekki væri ólfklegt að tapið væri um 30 milljónir króna. Árið væri þó ekki viðmiðunarhæft að öllu leyti þar sem veitan hefði verið að komast í gagnið á árinu og mætti líta á hluta af kostnaðinum sem stofnkostnaö. Ingólfur sagði að ef ekki verða gerðar gjaldskrárbreytingar færi tapið á árinu 1983 í 27—28 millj- ónir króna, samkvæmt áætlun- um HAB. Ef gjaldskráin verður hækkuð úr 50% af kyndingar- kostnaði með olíu í 70%, mínútu- lítrinn hækkaði þá um 40%, úr 470 krónum í 650 krónur, þá verður tapið hinsvegar um 12 milljónir og þyrfti samt að taka að láni um 1 milljón dollara til að endar næðu saman. Ingólfur sagði að sér fyndist óeðlilega lítið vatn keypt og ljóst að ekki næðu allir að halda full- um hita yfir kaldasta tímann, þó væri þetta afar misjafnt hjá fólki. Að lokum sagði Ingólfur Hrólfsson að rekstur hitaveit- unnar hefði að öðru leyti gengið vel og raunar truflunarminna en hægt hefði verið að búast við. HBj. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir JEFFREY ULBRICH Götumynd frá Ajaccio, höfuðborg Korsíku. Korsíkubúar hafa lagt fram sinn skerf til franskrar sögu. í þessu húsi í Ajaccio fæddist Napoleon Bona- parte, einhver frægasti sonur Frakklands. Korsíka: Aðskilnaðarsinnum sagt stríð á hendur Vaxandi ókyrrðar er nú farið að gæta á Korsíku og berast stöðugt fréttir þaðan af sprengjutilræðum og öðrum hermdarverkum þeirra manna, sem berjast fyrir fullum aðskilnaði eyjarinnar við Frakkland. Skömmu eftir að Francois Mitterrand varð forseti, reyndi hann að bera klæði á vopnin og friða aðskilnaðarsinna með því að veita eyjarskeggjum aukna sjálfstjórn í ýmsum efnum, en nú, í upphafi árs 1983, kveður við annan tón. Mitterrand, leiðtogi franskra sósíalista, hefur nú ákveðið að lýsa yfir allsherjarstríði á hendur óeirðaseggjunum og sýnist ekki ætla að viðhafa nein vettlingatök hvað það varðar. Mitterrand og stjórn hans eru búin að fá meira en nóg af glæpaverkum aðskilnað- arsinnanna. Á síðasta ári stóðu þeir fyrir 804 sprengjutilræðum og skotárásum og aðeins á síð- ustu sjö dögum hafa þeir borið ábyrgð á níu ofbeldisárásum. Fyrstu aðgerðir frönsku stjórn- arinnar voru að endurskipu- leggja lögregluna á Korsíku. Margir æðstu yfirmenn lögregl- unnar voru fluttir til starfa á meginlandinu, en í þeirra stað var settur Robert Broussard, „súperlöggan", eins og hann er kallaður, fyrrum rugby-leikmað- ur, sem þykir mjög harður í horn að taka. Þessar aðgerðir frönsku stjórnarinnar geta verið nokkuð tvíbentar. Korsíkubúum svipar um margt til Norður-íra. Til- finningarnar eru heitar, fjöl- skylduböndin sterk og staðan í stjórnmálunum ákaflega flókin. Eyjarskeggjar eru vanir því að gera sjálfir út* um sín mál og vendettan, blóðhefndin, er þar í fullu gildi. Margir stjórnmála- flokkar eru á eyjunni. Aðskiln- aðarsinnar, þar með talin neðan- jarðarhreyfingin FLNC og opin- ber samtök þeirra út á við, CCN; flokkar, sem berjast fyrir sjálf- stjórn í tengslum við Frakka og aðrir, sem vilja óbreyttt ástand. Frakkar hafa ráðið Korsíku frá árinu 1768 og nú er staða eyjarinnar sú sama og annarra héraða í Frakklandi. Langflestir Korsíkubúar gera sig ánægða með það, en margir halda því þó fram, og með nokkrum rétti, að stjórnin í París hafi vanrækt eyjuna efnahagslega. Lögreglan telur, að innsti kjarni FLNC, neðanjarðarhreyfingar aðskiln- aðarsinna, sé ekki nema um 200 manns og stuðningsmenn þeirra um 1000, en vandinn er sá, að þeir eru allir sonur einhvers, bróðir eða frændi, og á Korsíku, þar sem þagnareiðurinn er óskrifuð lög, fæst enginn til að vitna gegn ættingja sínum. „Hér á eyjunni er ekki einu sinni hægt að finna mann, sem þorir að fullyrða að hann hafi ekkert séð,“ er haft eftir einum lögreglumanni, sem langþreytt- ur er orðinn á árangurslausum eftirgrennslunum. Þegar Mitterrand komst til valda í maí árið 1981, lýsti hann því yfir, að Jtiann ætlaði að gera eitthvað i málum Korsíku og FLNC brást við með því að lýsa yfir „vopnahléi“, sem að mestu var haldið fram í ágúst á síðasta ári. Mitterrand leysti úr haldi menn, sem gerst höfðu sekir um pólitísk ofbeldisverk og jók um- boð heimaþingsins í eigin málum eyjarskeggja. Fækkað var í lög- reglunni, símahlerunum hætt, eftirlit minnkað og lögreglunni settar strangari starfsreglur. Hann batt líka alveg enda á að- ferðir fyrri stjórnar, sem ein- kenndust af fjöldahandtökum, miklum yfirheyrslum og aug- lýstum réttarhöldum, sem jafn- an höfðu í för með sér nýja varg- öld á eyjunni. Þetta var þó ekki nóg fyrir FLNC-samtökin, sem lýstu því yfir í ágúst sl., að aftur yrði gripið til vopna. Nokkru seinna byrjuðu svo aðskilnaðarsinnar á þeirri kúgunaraðferð að heimta „byltingarskatt" af öllum þeim ibúum á eyjunni, sem ekki eru þar bornir og barnfæddir. Síðastliðinn miðvikudag þótti Mitterrand og stjórn hans sem mælirinn væri fullur og „leysti upp“ FLNC-samtökin. Það þýðir, að hér eftir varðar það eitt við lög að vera félagi í þeim. Margir Korsíkubúar óttast þó, að þessar aðgerðir verði aðeins til að auka á ofbeldið og efast um, að harð- jaxli eins og Broussard vegni betur en fyrirrennurum hans. Fyrir rannsóknarlögreglu- menn skipta uppljóstranir miklu, en þeir eru fáir á Korsíku. Þótt allir flokkar nema CCN, hin opinberu samtök aðskilnaðar- sinna, hafi fordæmt hryðju- verkin, þá er enginn fús til að gerast vitni yfirvaldanna. Allt það lögreglustarf, sem unnið hafði verið fram til 1981, fór for- görðum með aðgerðum Mitter- rands og Broussard á erfitt verk fyrir höndum í baráttunni við hermdarverkamennina, sem starfa í fámennum hópum og oft án mikilla tengsla sín í milli. Franska stjórnin er ekki alveg samkvæm sjálfri sér, því að hún hefur gert hvort tveggja að banna FLNC-samtökin og bjóð- ast til að ræða við liðsmenn þeirra um hugsanlega lausn. „Ég tel það ekki skyldu mína að fangelsa sem flesta Korsíkubúa, heldur að finna friðsamlega lausn sem fyrst,“ segir Gaston Deferre, innanríkisráðherra Frakka. Eitt er þó víst. Friður er ekki á næstu grösum. Korsíkubúar bíða nú bara eftir því hvor verði fyrri til að láta höggið ríða — „súper- löggan" Broussard eða FLNC. — sv

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.