Morgunblaðið - 08.01.1983, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.01.1983, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 1983 Landsvirkjun: Nefnd fjallar um verðlagn- ingu og sölu- skilmála til orkufreks iðnaðar STJÓRN Landsvirkjunar skipaði nýlega nefnd til að fjalla um verð- lagningu og söluskilmála til orku- freks iðnaðar. í nefndinni eiga sæti stjornarmennirnir Jóhannes Nordal, Baldvin Jónsson, Birgir fsl. Gunn- arsson og Böðvar Bargason og yfir- verkfræðingur Landsvirkjunar, Jó- hann Már Mariusson, segir í frétt frá Landsvirkjun. Ennfremur segir, að helstu verkefni nefndarinnar verði: a) Að kanna verðlagningu og aðra skilmála í orkusölusamning- um Landsvirkjunar við íslenska álfélagið, Áburðarverksmiðju ríkisins og íslenska járnblendifé- lagið. Lagt verði mat á æskilegar breytingar á þessum samningum með tilliti til kostnaðarverðs raf- orku hér á landi, raforkuverðs í samkeppnislöndum og samkeppn- isstöðu viðkomandi fyrirtækja. b) Að meta hvaða orkuverð og söluskilmála verði hægt að bjóða nýjum orkufrekum iönaði hér á landi á næstu árum með tilliti til viðbótarkostnaðar Landsvirkjun- ar vegna nýrrar orkusölu. Reynt verði að bera þetta saman við orkuverð og skilmála í samkeppn- islöndum. c) Að eiga fyrir hönd Lands- virkjunar aðild að samningum um endurskoðun orkusölusamninga við fyrrgreind fyrirtæki í samráði við iðnaðarráðuneytið og önnur stjórnvöld eftir því sem við getur átt. Helgi V. Jóns- son formaður kauplagsnefndar HELGI V. Jónsson hæstaréttar- lögmaður hefur, samkvæmt til- nefningu Hæstaréttar, verið skipaður formaður Kauplags- nefndar frá 1. janúar 1983, í stað Guðmundar Skaftasonar hæsta- réttardómara, sem frá sama tíma var leystur frá störfum í nefnd- inni að eigin ósk. Hann var for- maður Kauplagsnefndar um 15 ára skeið. Auk formanns eiga sæti í Kaup- lagsnefnd Jóhannes Siggeirsson viðskiptafræðingur tilnefndur af Alþýðusambandi Islands, og Vilhjálmur Egilsson hagfræðing- ur tilnefndur af Vinnuveitenda- sambandi Islands. Jóhanna Gisladóttir og Ragnar Henriksson hjá prentsmiðjunni PÁS virða haftyrðilinn fyrir sér. Haftyrðill 1 miðborginni STARFSMENN prentsmiðjunnar PÁS í Miðstræti í miðborg Reykjavík- ur fundu í porti fyrirtækisins haftyrðil, sem Ævar Petersen náttúru- fræðingur hjá Náttúrufræðistofnuninni telur að hafi hrakist upp á landið undan veðrum. Haftyrðillinn er nánast horfinn af íslandi, aðeins fimm fuglar eru eftir í Grimsey, en hann liflr í milljónatali i Norðuris- hafi. „Hann var ágætlega á sig kominn, en samt orðinn frekar magur, og þar sem hann er svif- dýraæta og því bæði tímafrekt og erfitt að fóstra hann hér, urð- um við að svæfa hann blessað- an,“ sagði Ævar. Ævar sagði að um aldamótin hafi haftyrðill verpt víða á norð- anverðu landinu, en varpstöðv- arnar hér hafi verið þær syðstu, og talið væri að fuglinn hefði horfið héðan vegna hlýnandi loftslags í byrjun aldarinnar. Eftir væru fimm fuglar, tvö pör og einn einstaklingur, í Grímsey. Endurnýjunin væri hæg, þar sem haftyrðillinn verpti aðeins einu eggi og ef ungi kæmist upp yrði hann ekki kynþroska fyrr en eftir þrjú til fjögur ár. Ef fuglinn missti eggið verpti hann ekki öðru það árið. „Þetta er samt algengur vetr- argestur hér við strendur, og stundum hrekur hann á land í vetrarstórviðrum. Við höfum dæmi um að þeir hafi hrakist hundruðum saman, jafnvel upp í afdali, í álandsvindum. Þeir fuglar sem hrekjast á land eru venjulega það illa á sig komnir að þeir bera þar bein sín,“ sagði Ævar. Haftyrðillinn er af svartfugla- ætt, einn af minnstu sjófuglun- um, á stærð við skógarþröst og auðþekktur á kubbslegu vaxtar- lagi og mjög stuttum hálsi og nefi. Hann er fugl strandhafa og úthafs, og verpir í afar stórum byggðum í holum og smugum í sjávarbjörgum og fjöruurðum í ishafslöndum, og sums staðar í fjallahlíðum í nokkurri fjarlægð frá sjó. B-álma Borgarspítalans: Tvær efstu hæðirnar í notkun á þessu ári UNNT VERÐUR að taka tvær efstu hæðir B-álmu Borgarspítalans I notkun á þessu ári, að því er fram kom í ræðu Davíðs Oddssonar borg- arstjóra, við síðari umræðu um fjár- hagsáætlun Reykjavíkurborgar. Sagði Davíð að nú rynnu alls 27,7 milljónir til framkvæmda á þessu sviði, en framlag til B-álm- unnar lækkaði á þessu ári um 3,1 milljón til samræmis við nýjar upplýsingar um líklegt framlag Framkvæmdasjóðs aldraðra. Hins vegar hækkar framlag til stofn- ana í þágu aldraðra um 2,7 millj- ónir króna á árinu. Framlag borg- arinnar til þjónustuálmu Borg- arspítalans lækkar um eina millj- ón króna, enda er ekki gert ráð fyrir neinu framlagi á fjárlögum ríkisins til framkvæmda þar. Davíð nefndi einnig að gert væri ráð fyrir framlagi að upphæð 1,5 milljón króna til smíði íbúðar í raðhúsi, sem ætluð er sem skammtímaheimili fyrir þroska- hefta, og er þetta gert í samræmi við tillögur nefndar sem unnið hefur að þessum málum. Framlag borgarsjóðs til heilsu- gæslustöðva verður á þessu ári helmingi meira en áskilið er í lög- um, þó það lækki um 300 þúsund krónur á árinu. Sjómannasamband fslands: Formannafundi frestað Formannaráðstefnu Sjómanna- sambands íslands, sem boðað hafði verið til á morgun, sunnu- dag, hefur verið frestað vegna ill- viðris og ófærðar, þar eð þátttak- endur utan af landi komast ekki til höfuðborgarinnar alls staðar að. Boðað er til þessarar ráðstöf- unar vegna fiskverðsákvörðun- arinnar um áramót, en sjómenn hafa lýst megnri óánægju með hana, einkum 4% gjald á út- flutning, sem fer til niður- greiðslu á olíu. Telja þeir af- skipti ríkisvaldsins af samn- ingamálum sjómanna með öllu óþolandi. Hjörleifur setur Alu- suisse úrslitakosti „RÍKISSTJÓRNIN lítur þessi við- brögð yðar alvarlegum augum. Þau spilla sambandi milli aðila og stofna enn á ný i hættu möguleikum á því að deilan verði leyst með samning- um,“ segir í skeyti því sem Hjörleif- ur Guttormsson, iðnaðarráðherra, sendi Alusuisse miðvikudaginn 5. janúar sl„ en skeyti þetta lagði ráð- herrann fram í ríkisstjórn daginn eftir að hann hafði sent það, og án þess að ríkisstjórninni hefði gefist færi að ræða álmálið frá því fyrir hátíðar, eins og fram kom hér í blað- inu í gær. Þau atriði sem iðnaðarráðherra lítur svo „alvarlegum augum" að þau geti leitt til viðræðu- og samningsslita, er sá fyrirvari sem dr. Paul Múller, aðalsamninga- maður Alusuisse, hefur haft því á að hann leggi til við stjórn Alu- suisse, að hún samþykki upp- hafshækkun á raforku. Vill dr. Múller, að fyrir liggi samþykki ís- lensku ríkisstjórnarinnar við því, að stækka megi álverið í Straums- vík þannig að tekið verði í notkun þriðja framleiðslukerfið, og að Alusuisse sé heimilt að selja allt að 50% af eignarhluta sínum til annarra í stað 49% eins og nú er. Skeyti iðanðarráðherra frá því á miðvikudaginn lýkur með þess- um orðum: „Það er því ljóst, nema vér fáum frá yður endanlega og ótvíræða yfirlýsingu um að þér sé- uð tilbúnir til að hefja skynsam- legar samningaviðræður á grund- velli samkomulagstillögunnar sem vér höfum lagt fram, að vér eigum þann eina kost að leita lausnar á vandamálinu eftir öðrum lögleg- um leiðum." Þorskafli landsmanna: 90.000 lestum minni 1982 en árið áður Snæfellsnes: Símasambands- laust vegna brotinna símastaura Borg, Miklahollshreppi, 7. janúar. EFTIR óvenjulegan illviðris- kafla sem staðið hefur um nokkurn tíma er nú í dag vinnufært. Verið er að hreinsa snjó af vegum, sem er mikill. Verst var veðrið á miðvikudag, afspyrnurok og snjókoma. Ekki er mér kunn- ugt um að slys hafi orðið eða skaðar á mannvirkjum. Óhemjulega mikil fönn er nú hér í sveitum á sunnanverðu Snæfellsnesi. í Staðarsveit og Breiðuvík er nú símasambands- laust. Bílstjóri sem var að aka börnum heim úr Laugagerðisskóla komst að Görðum í Staðarsveit. Hjá Staðarstað taldi hann átta símastaura brotna og má búast við að fleiri brotnir staurar séu vestar í sveitinni. Páll 16 tíma fundur í borgarstjórn FUNDUR borgarstjórnar Reykja- víkur, þar sem afgreidd var fjár- hagsáætlun borgarinnar fyrir þetta ár, 1983, stóð í um 16 klukku- stundir og lauk um klukkan 9 í gærmorgun, föstudag. Fundurinn hófst klukkan 17 á fimmtudaginn, en fundir borgar- stjórnar eru jafnan haldnir 1. og 3. fimmtudag hvers mánaðar. Mjög óvenjulegt er að fundir borgarstjórnar séu svo langir, en þó hefur það komið fyrir þegar síðari umræða fjárhagsáætlunar fer fram, eins og í þessu tilfelli. Lengsti borgarstjórnarfundur sem Mbl. er kunnugt um stóð í 22 klukkustundir, en þá fór einmitt fram síðari umræða um fjár- hagsáætlun. Sá fundur hófst klukkan 14.00 og stóð til hádegis daginn eftir. HEILDARAFLI íslenzkra fiskiskipa varð 671.950 lestum minni á síðasta ári en árið 1981 samkvæmt tölum Fiskifélags íslands. Miðað við sömu ár minnkaði þorskafli landsmanna um 89.329 lestir og heildar botnfisk- aflinn um 45.790 lestir. Heildar- þorskaflinn á síðasta ári varð alls 372.566 lestir samkvæmt bráða- birgðatölum Fiskifélagsins en árið 1981 varð hann 461.895 lestir. Hvað heildaraflamagnið varðar skiptir mestu að á síðasta ári varð nánast engin loðnuveiði en 1981 veiddust 642.430 lestir. Þorskafli síðasta árs skiptist þannig milli báta og togara, að bátar öfluðu alls 206.682 lestir en togarar 165.884 lestir á móti 247.816 lestum og 214.079 lestum 1981. Hvað varðar aðrar fiskteg- undir má geta þess að mismunur á heildar botnfiskaflanum á milli áranna er óhagstæður um 45.790 lestir, en svipað magn veiddist af öðrum tegundum bæði árin. í desember síðastliðnum reynd- ist aflinn milli áranna óhagstæður um alls 45.328 lestir hvað heildina varðar, og þar gerir loðnan enn útslagið, því að í þeim máhuði 1981 veiddust 47.356 lestir af henni, en ekkert á þessu ári. Sé loðnan undanskilin hefur því afl- azt meira í desember síðastliðnum en í sama mánuði 1981. Þorskafl- inn varð 900 lestum meiri í des- ember 1982 en 1981 og heildar- botnfiskaflinn varð 1.111 lestum meiri í desember 1982 en 1981. ö INNLENT Athugasemd frá Morgunblaðinu FRÉTT sú, sem Morgunblaðið birti í fyrradag, fimmtudaginn 6. janúar sl., um meintar hug- myndir Guðmundar G. Þórarins- sonar og samstarfsmanna hans um sameiginlegt framboð með Gunnari Thoroddsen og Vil- mundi Gylfasyni var röng. Heimildir Morgunblaðsins fyrir frétt þessari voru svo nákomnar Guðmundi G. Þórarinssyni og aðrar aðstæður í tengslum við fréttina með þeim hætti, að Morgunblaðið taldi víst, að þess- um heimildum mætti treysta. Það mat var að vísu byggt á al- mennum heiðarleika í samskipt- um milli manna. Sá heiðarleiki var hins vegar ekki til staðar, og biður Morgunblaðið lesendur sína afsökunar á þeim mistök- um, sem leiddu til birtingar þessarar fréttar. í Morgunblaðinu í g*r voru ummæli höfð eftir Jósteini Kristjánssyni, einum frambjóð- enda Framsóknarflokksins í síð- ustu borgarstjórnarkosningum, þar sem hann segir, að hug- myndir af þessu tagi hafi verið á döfinni og kannanir farið fram. í Dagblaðinu Vísi í g*r, segir þessi sami maður, að Morgun- blaðið hafi haft rangt eftir sér. Af því tilefni skal upplýst, að ummæli þau, sem birt voru eftir Jósteini Kristjánssyni í Morgun- blaðinu í gær, voru lesin fyrir hann daginn áður og samþykkti hann birtingu þeirra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.