Morgunblaðið - 08.01.1983, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 08.01.1983, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 1983 5 §UMIR MENNERU EINFRLDLEGR SKRRPSKYGóNRRl EN RÐRIR * Arsafmæli íslenzku Óperunnan 47 þús. hafa séð sýning- ar óperunnar í TILEFNI eins árs afmælis ís- lcnzku Ópeninnar verður afmælis- sýning á Töfraflautunni, sunnudag inn 9. janúar, en einmitt þann dag fyrir ári tók Óperan til starfa. Á þessu eina ári hafa þrjú verk verið sett upp hjá íslenzku Óper- unni og hafa samtals 47.000 manns séð sýningarnar. 24 þúsund sáu Sígaunabaróninn, 13 þúsund manns hafa séð Litla Sótarann og 10 þúsund manns hafa séð Töfra- flautuna. Alls hefur því fimmt- ungur þjóðarinnar komið í ís- lenzku Óperuna á þessu eina ári. í frétt frá íslenzku óperunni segir svo m.a.: „Á þessum tímamótum er að- standendum óperunnar efst í huga þakklæti til allra þeirra er gert hafa þetta ævintýri að raunveru- leika og mun ekki á neinn hallað, þó nefnd séu hjónin Helga Jóns- dóttir og Sigurliði Kristjánsson, sem með höfðinglegri dánargjöf sinni skiptu sköpum í sögu ís- lenzku Óperunnar." Tónlistarfélagið: Amerískur bassasöngvari kemur fram á tónleikum í dag FJÓRÐU áskriftartónleikar Tónlist- arfélagsins í Reykjavík á þessu starfsári verða í Austurbæjarbíói í dag, laugardag, klukkan hálf þrjú eftir hádegi. Þar kemur fram ameríski bassasöngvarinn Laurence Albert, en hann er meðal efnilegustu yngri söngvara vestanhafs og hef- ur unnið til margra góðra verð- launa, m.a. þrisvar til Schubert- verðlauna fyrir ljóðasöng í Aust- urríki. Hann hefur einnig sungið í óperum og komst t.d. í úrslit í söngkeppni á vegum Metropolit- an-óperunnar í New York 1981. Píanóleikarinn, Mary Dibbern, mun leika með honum á þessum tónleikum, en hún er einnig bandarísk þó hún hafi fyrst og fremst lært list sína í Evrópu, á Ítalíu hjá Paul Velucci og í Eng- landi hjá Dalton Baldwin. Hún hefur starfað með mörgum fræg- um söngvurum, t.d. Bernac, Souzay og Elly Amelin. Á efnisskránni á laugardaginn Laurence Albert eru aríur eftir Hándel og Vivaldi, og sönglög og lagaflokkar eftir Schubert, Hugo Wolf og Poulenc. (Fréttatilkynning frá Tónlistarfélaginu) Skákþing Reykja- víkur hefst á morgun SKÁKÞING Reykjavikur 1983 hefst á morgun, sunnudag, 9. janúar, og verður teflt í félagsheimili Taflfélags Kcykjavíkur að Grensásvegi 46. Sú breyting verður nú gerð á aðalkeppninni, að keppendur munu tefla saman í einum flokki. Tefldar verða ellefu umferðir eftir Monrad-kerfi. Umferðir verða þrisvar í viku, á sunnudögum kl. 14 og á miðvikudögum og föstu- dögum kl.. 19.30. Biðskákadagar verða inn á milli. Keppni í flokki 14 ára og yngri á skákþingi Reykjavíkur hefst laug- ardaginn 15. janúar. í þeim flokki verða tefldar niu umferðir eftir Monrad-kerfi, umhugsunartími er 40 mínútur á skák fyrir hvorn keppanda. Keppnin tekur þrjá laugardaga, þrjár umferðir í senn. Bókaverðlaun verða fyrir a.m.k. fimm efstu sæti. Lokaskráning í aðalkeppnina verður í dag, laugardag, 8. janúar, kl. 14-18. Taflfélag Reykjavíkur hefur haldið skákþing Reykjavíkur árl- ega síðan 1931. Ingi R. Jóhannsson hefur oftast orðið skákmeistari Reykjavíkur, alls sex sinnum. Næstir koma Ásmundur Ásgeirs- son, Baldur Möller, Eggert Gilfer, Benóný Benediktsson, Björn Þorsteinsson og Jón Kristinsson, en þeir hafa unnið meistaratitil- inn fjórum sinnum hver. Núver- andi skákmeistari Reykjavíkur er Sævar Bjarnason. Brúnn hestur tapaðist SKÖMMU fyrir jól hvarf úr girð- ingu við Laxárnes í Kjós brúnn sex vetra hestur. Markið er heilt hægra og stýft og fjöður aftan vinstra. Hesturinn er einkenna- laus að öðru leyti, ójárnaður og hefur gengið úti í vetur, styggur. Hafi einhverjir orðið hestsins varir frá því um jól, eru þeir vin- samlega beðnir að hafa samband við Gunnar H. Magnússon í síma (91)78801. Kammersveitin með tón- leika í Gamla Bíói á morgun KAMMERSVEIT Reykjavíkur efnir til 2. tónleika starfsársins í Gamla Bíói sunnudaginn 9. janúar klukkan 16.00. Stjórnandi verður Paul Zukofsky frá Bandaríkjun- um, sem lagt hefur mikið af mörk- um til íslensks tónlistarlífs á und- anförnum árum, meðal annars með sumarnámskeiðum í tónlist, sem við hann eru kennd og haldin eru á vegum Tónlistarskólans í Reykjavík. Á þessum tónleikum ræðst kammersveitin í að flytja Kammersinfóníu Schönbergs, sem er stórvirki á sínu sviði, en hún er fyrir 15 hljóðfæri og talin eitt af erfiðustu kammerverkum sem samin hafa verið. Þá verður Dance Preludes fyrir 9 hljóðfæri eftir pólska tónskáldið Lutosl- awski á dagskránni og tónleik- unum lýkur með tónverkinu La Création du Monde fyrir 17 hljóðfæri eftir Milhaud. I kynningu kammersveitar- innar á dagskrá sinni i vetur, er komist svo að orði, að við undir- búning og flutning þessara verka njóti hljómlistarmennirnir ómetanlegrar leiðsagnar Paul Zukofskys, sem svo oft hefur lagt kammersveitinni lið við flutning kammerverka frá 20. öld. Miðar á tónleikana verða seld- ir við innganginn, en fastir áskrifendur að tónleikum kammersveitarinnar eru minnt- ir á það að taka með sér áskrift- arkort sín til að framvísa þeim við dyravörð. (Fréttatilkynning frá Kammersveil Keykjavíkur) Plast-línuballar Linuballar úr plasti hafa sömu eiginleika og fisk- kassar sem hafa sannað notagildi sitt fyrir löngu. Ástæðurnar liggja í augum uppi: sterkir, góð ending og lögun, auðvelt að halda þeim hreinum. Brúnir ballanna eru sérstak- lega styrktar, einnig rand- aðar, (má nota fyrir öngla, sérstaklega þegar notuð er girnislína). Botninn er þannig frágenginn að ball- arnir renna ekki á dekki, þeir þola mikið hnjask, m.a., að þeim sé kastað um borð og upp á bryggju, jafn- vel í 15° frosti, en ballarnir þola vel frost, verða ekki stökkir. Línuballarnir eru hannaðir af fólki sem þekkir til línu- veiða, og einmitt þess vegna munu þeir létta starfið. Línuballarnlr fást hjá: Kr. Ó. Skagfjörð hf., Innkaupadeild L.Í.Ú., Þ. Skaftason hf„ sfml 91-15750 simar 91-29500, 17028 simi 91-24120 Aðalumboð: O. Johnson & Kaaber hf. sími 91-24000.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.