Morgunblaðið - 08.01.1983, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.01.1983, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 1983 Kambódía: Vaxandi átök skæru- liða og Víetnama Aranyaprathet, Thailandi, 7. janúar. AP. SVEITIR skæruliöa, sem eru hliðhollar Sihanouk prins, héldu því fram í dag að þær hefði orðið 20 víetnömskum hermönnum að bana í 15 klukkustunda langri árás, sem gerð var i vesturhluta Kambódíu, skammt frá landamærum Thailands í gær. Haft var eftir sveitarforingja í thailenska hernum, að skærulið- arnir hefðu gerts árás á stöð Víet- namanna um 4 km frá aðalbæki- stöðvum þeirra við Nong Chan. Skæruliðarnir kváðust hafa misst einn mann og að þrír úr þeirra röðum hefðu særst. Sveitarforinginn staðfesti, að sveitir Víetnamanna hefðu svarað fyrir sig með öflugri skothríð úr vélbyssum og sprengjuvörpum. Fregn þessi var síðan staðfest í Bankok í dag og þar var ennfrem- ur skýrt frá því að áframhaldandi skærur hefðu verið í dag. Skæruliðasveitirnar, sem styðja Sihanouk, telja alls 5.000 vopnaða menn og eru minnstar þriggja skæruliðasveita, sem hafa óform- legt og laustengt samstarf sín á milli í baráttunni við Víetnama. Alls er talið að um 180.000 víet- namskir hermenn séu í Kambódíu. Fregnir hafa verið af auknum skærum í Kambódíu frá því í des- emberlok er sveitir Sihanouks prins réðust á eina aðalbækistöð Víetnama. Bardagar skæruliða og innrásarliðs Víetnamanna hafa staðið að meira eða minna leyti í fjögur ár. A miðvikudag urðu einnig harð- ir bardagar á milli sveita skæru- liða og Víetnama og þá særðust um 50 skæruliðar og óbreyttir borgarar í 9 klukkustunda langri sprengjuvörpuárás Víetnama á bækistöðvar skæruliðanna um 230 km frá Nong Chan. Reynir málamiðl- un í niðurskurði Wmshmjnon. 7. Jinuar AP. AÐ SÖGN háttsetts embættismanns innan Bandaríkja-stjórnar reynir Caspar Weinberger, varnarmálaráöherra, nú að ná fram málamiðlun i viðræðum sínum við fjármálaráðuneytið um niðurskurð á útgjöldum til varnarmála. Övíst hvort Clark nær sér Gmbættismaðurinn, sem krefst nafnleyndar, hermir að nú beri að- eins um 3-4 milljarða Bandaríkja- dala á milli í tillögum Weinberger og fulltrúa fjármálaráðuneytisins. „Svart gat“ fundið í næstu stjörnuþyrpingu við Vetrarbrautina Washington, 7. janúar. AP. Stjörnufræðingar segjast hafa uppgötvað mikið svart gat eða holu á nærliggjandi stjörnuþyrp- ingu, en slíkt gat er svo þétt, að ekkert getur farið framhjá þyngd- arafli þess. Þetta er fyrsta svarta gatið, sem nokkru sinni hefur fundizt í annarri stjörnuþyrpingu en vetrarbrautinni. Það eru kanadískir og banda- rískir stjörnufræðingar, sem gert hafa þessa uppgötvun og halda þeir því fram, að þetta svarta gat sé í stjörnuþyrpingu þeirri, sem ber nafnið Magell- an, en það er næsta stjörnu- þyrping við vetrarbrautina. Stjörnufræðingar telja, að svört göt eða holur hafi að geyma endalok stórra deyjandi stjarna, sem falli saman og verði að mjög umfangslitlu efni, sem sé hins vegar svo þétt, að ekkert geti farið framhjá að- dráttarafli þess, ekki einu sinni ljósið. Sólin, sem er að þvermáli 1.392.044 km, yrði að dragast svo saman að hún væri aðeins 6,4 km í þvermál, ef hún ætti að verða að „svörtu gati“. Minnkandi stríðs- ótti innan EBE Satt Lake-borg, 7. janúar. AP. LÍÐAN gervihjartaþegans Barney Clark er nú að aögn talsmanns sjúkra- hússins, sem hann dvelur á, hvorki góð né slæm ef hægt er að orða það þannig. Clark er enn á gjörgæsludeild lækna- miðstöðvarinnar við lltah-hiskóla, en líðan hans hefur litlum breytingum tekið að undanlornu. Þó virðist svo sem hann sé heldur að jafna sig, en batinn kemur mjög hægt að sögn talsmannsins. Hann á enn í erfiðleikum með nýrnastarf- semi sína svo og lungun og þjáist annað veifiö af andlegri ruglun. „Við erum eilítið hræddir um að almenningur telji ástand Clark vera mun betra en það í rauninni er,“ sagði John Swan, talsmaður lækna- miðstöðvarinnar. „Við teljum að það stafi fyrst og fremst af því að fólk óskar þess inniiega að honum líði vel og að hann nái sér sem allra fyrst eftir aðgerðina. Staðreyndin er sú, að Bamey Clark er enn fársjúkur maður.“ Umsjónarmenn með daglegri líðan Clark segjast hafa talsverðar áhyggjur af því hversu hægt honum miðar í bataátt. Segja þeir ástand hans nú þannig, að ekki sé hægt að segja til um með fullri vissu á þessu stigi málsins hvort hann nái sér nokkru sinni til fulls á ný. Fyrir liggur tillaga um útgjöld til hermála næstu 5 árin. Hljóðar hún upp á 247 milljarða Bandaríkjadala reikningsárið 1984. Leyfi er fyrir 282 milljörðum dala, en það kemur til af því að hluti þeirra verkefna, sem ráðist verður í 1984 er ekki bundinn við það ár og teygir sig yfir á reikn- ingsárið 1985. Weinberger sagði á fundi með fréttamönnum í síðustu viku, að hann teldi ekki að hægt væri að skera útgjöld til varnarmála niður á fimm ára áætlun fjármálaráðuneyt- isins án þess það kæmi niður á ör- yggi landsins. Sagðist hann á fundi þessum myndi berjast gegn öllum niðurskurði á útgjöldum til varn- armála. Reagan, Bandaríkjaforseti, ítrek- aði á miðvikudag stuðning sinn við fyrirhugaða áætlun á fundi með fréttamönnum og sagði að ef nauð- syn krefði yrðu útgjöld til varnar- mála skorin niður. Fjármálaspekingar í Bandaríkjun- um halda því fram, að með óbreyttri fjárhagsáætlun næstu fimm árin stefni í methalla á fjárlögunum hvert þessara einstöku ára og verði hallinn allt að 200 milljarðar Banda- ríkjadala árið 1984. BriisíK-l. 7. janúar. AP. OTTINN við styrjöld fer minnkandi í Vestur-Evrópu, en fimmti hluti fólks í löndum Efnahagsbandalags Evrópu er enn þeirrar skoðunar, að heimsstyrjöld eigi eftir að skella í innan næstu 10 ára. Kemur þetta fram í opinberri skoðanakönnun, sem kunngerð var í dag. í skoðanakönnun þessari, sem fram fer á vegum Efnahagsbanda- lagsins, kemur ennfremur fram, að mikill meirihluti fólks í löndun- um 10, sem aðild eiga að EBE, tel- ur efnahagsástandið í heiminum eiga eftir að standa í stað á árinu 1983 og jafnvel eftir að versna og sama máli gegni um persónulegan efnahag þess sjálfs. Þessi könnun leiðir hins vegar í ljós, að meirihluti þeirra 260 millj. manna, sem búa í aðildarlöndum EBE, sé ánægður að flestu öðru leyti með hlutskipti sitt í lífinu og sé sannfærður um, að lýðræðisfyr- irkomulagið, sem ríkir í þessum löndum, hafi reynzt vel. Það kemur fram í þessari könn- un, að fólk, sem telur sig sjálft vera hægri sinnað, er ánægðara með hlutskipti sitt en fólk, sem segist vera vinstri sinnað. Flestir voru þeirrar skoðunar, að bezta leiðin til þess að vinna bug á atvinnuleysinu sé að láta EBE standa í heild sinni að baki öllum aðgerðum í því skyni, á víð- tækum grundvelli. Aðeins í Ir- landi, Luxemburg og Bretlandi var meirihluti fólks þeirrar skoðunar, að betra væri fyrir aðildarlönd EBE að vinna gegn atvinnuleysinu hvert út af fyrir sig. Framdi sjálfsmorð til að hefna sín á lögreglunni Margate, Knglandi, 7. janúar. AP. FYRRUM fangi í þessum þekkta sumarleyfisbæ á suðurströnd Englands raðaói sprengjum í kringum sig áður en hann skaut sig í brjóstið í misheppn- aðri tilraun sinni til að hefna sin á lögreglunni, að því er yfirvöld skýrðu frá í dag. Lík Volker von Lauer, 44 ára gam- als þýsks kaupsýslumanns, fannst á miðvikudag skömmu eftir að hann hafði skotið sig til bana. Umhverfis lík hans fundust fjórar sprengjur og var þannig búið um hnútana, að þær hefðu sprungið við minnstu snert- ingu. Var augljóst, að hann ætlaði lögreglunni að ganga í dauðagildra sína er lík hans yrði uppgötvað. Lögregluyfirvöld fluttu fólk úr nærliggjandi húsum í öryggisskyni á meðan sprengjusérfræðingar hers- ins gerðu útbúnaðinn umhverfis von Lauer óvirkan. Ein sprengjan var stillt á tíma og átti hún talsvert langt eftir er hún var gerð óvirk. Að sögn eiginkonu hans bar von Lauer haturshug til lögreglunnar ailt frá árinu 1963 er hann var dæmdur til átta ára fangelsisvistar fyrir aðild að nokkrum vopnuðum ránum í Lundúnaborg. Eftir að hann hafði afplánað fangelsisvistina hélt hann því stöðugt fram, að lögreglan væri á hælum sér og reyndi allt til að klekkja á honum á nýjan leik. Óvenjulegan farmrekur á fjörurnar við Brest á Bretagne-skaga: íbúarnir á þönum með öll tiltæk ílát undir viskíið BreMt, I rakklandi, 7. janúar. AP. FYRIR ÍBÍJA hafnarbæjarins Brest, við grýtta strönd norðurhluta Bret- agne-skagans, sem vanir eru sjóslysum og olíubrákum af öllu tagi, er mengunin sem nú er við strendur bæjarins þeim meira en kærkomin. Enginn íbúanna hefur rokið upp til handa og fóta til þess að leggja fram kvörtun við bæjar- yfirvöld, eins og venjan er þegar olíubrák sest á klettana við ströndina eftir skipskaða. Skýr- ingin er einfaldlega sú, að bæj- arbúar sætta sig fyllilega við þessa óvenjulegu mengun. Mengun þessi, ef hægt er þá að nota það orð yfir fyrirbrigðið, er nefnilega fjögurra ára gamalt malt-viský á 160 lítra tunnum, sem rekið hefur á fjörurnar og er ættað frá Perth í Skotlandi. Þann 16. desember tilkynnti flutningaskipið Ina, sem skráð er í Panama, að það hefði misst 25 tunnur af þessum dýrmæta farmi fyrir borð í óveðri undan frönsku eynni Ouessant. Þar sem tilkynningar á borð við þessa eru daglegt brauð í Brest barst orð- rómurinn um bæinn eins og eld- ur í sinu. Strax eftir að tunnurnar tók að reka á land mátti sjá fólk á þönum milli heimila sinna og fjöruborðsins með öll tiltæk ílát, full af viskíi auðvitað. Einn bæj- arbúa greip meira að segja til þess ráðs, að fá lyftara í lið með sér til að koma fengnum í hús. Ekki hefur verið hægt að fá staðfest hversu mikill hluti hinna 4000 lítra hefur rekið á land, því fólk í bænum er ein- faldlega ekkert að láta slíkt uppi. Eða eins og einn lögreglu- manna bæjarins orðaði það: „Við erum alltaf siðastir manna til að frétta það ef eitthvað skemmti- legt gerist í bænum."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.